Kunnur kennari krítiserar Skrekk Jakob Bjarnar skrifar 15. nóvember 2016 11:14 Ragnar Þór hefur eitt og annað út á Skrekk að setja, til að mynda það að börn setji það í samhengi við að koma fram opinberlega þetta að þá fylki að það sé einhver sem sigrar og annar sem tapar. Ragnar Þór Pétursson kennari hefur eitt og annað út Skrekk, hæfileikakeppni grunnskólanna, að setja. Hann tiltekur sérstaklega þrjú atriði sem hann segist ekki þola við Skrekk og mega heita umhugsunarefni. Ragnar Þór hefur undanfarin ár vakið athygli fyrir skeleggan málflutning í einu og öðru því sem snýr að kennslu og kjörum kennara. Í gær sigraði Hagaskóli í keppninni sem fram fór í Borgarleikhúsinu. Ölduselsskóli var í öðru sæti og Árbæjarskóli í því þriðja. Gríðarlegur fögnuður ungmenna, þá ekki síst þeirra í Vesturbænum, braust út í Borgarleikhúsinu. Hæfileikakeppnin hefur vaxið ár frá ári og vakið verulega og verðskuldaða athygli. Ragnar Þór telur Skrekk hins vegar ekki yfir gagnrýni hafinn. Í fyrsta lagi segir hann: „Keppni í listrænni sköpun. Að reynsla barns af því að stíga á svið (sem getur verið stór persónulegur sigur) fái samhengið: Sigurvegari eða tapari.“ Það sem Ragnar Þór hefur út á Skrekk að setja er í öðru lagi þetta: „Pressa um óeinlægni. Hvort sem menn eru búnir að fatta það eða ekki eru börnin stöðugt að reyna að setja á svið það sem þau halda að fullorðna fólkið vilji sjá og heyra – sem er dauði, drungi og djöfull.“ Í þriðja lagi bendir Ragnar Þór á að ekki sé jafnræði með skólunum: „Slagsíða. Í sumum hverfum eru nærri öll börn í skólunum búin að vera í skapandi námi í áratug þegar kemur að Skrekk. Í öðrum hverfum hefur tuttugasta hvert barn fengið raunverulegt listnám. Peningunum og athyglinni væri betur varið í að efla skapandi nám í vanræktum hverfum.“ Hugleiðingar Ragnars Þórs hafa vakið nokkra athygli og umræðu. Þannig bendir Guðmundur Andri Thorsson rithöfundur á að ef til vill megi nefna það fjórða sem er: „að kenna börnum að listir séu keppnisíþrótt.“ Skrekkur Tengdar fréttir Hagaskóli vann Skrekk Hagaskóli vann Skrekk í kvöld en keppt var til úrslita í Borgarleikhúsinu. Ölduselsskóli hreppti annað sætið og Árbæjarskóli lenti í þriðja sæti. 14. nóvember 2016 21:44 Ingunnarskóli og Hagaskóli komust áfram í Skrekk Þriðja undanúrslitakvöld Skrekks, hæfileikakeppni grunnskólanema í Reykjavík, fór fram í Borgarleikhúsinu í gærkvöldi. 10. nóvember 2016 10:30 Mest lesið „Brast eitthvað innra með mér og ég sá að ekki var allt með felldu“ Innlent MAST búið að snúa hnífnum Innlent Hiti gæti náð upp undir 10 gráður Veður „Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk“ Innlent Þakkar fyrir að hafa ekki verið búinn að rýja kindurnar Innlent Skólp og klór frá Hveragerði gerir Ölfusingum lífið leitt Innlent Þórunn biðst afsökunar: „Bara mannleg eins og annað fólk“ Innlent Fjárlög afgreidd fyrir hlæjandi þingsal Innlent Hættir á Spotify: „Ég er frjáls!“ Innlent „Aldrei heyrt aðra eins fjarstæðu á ævi minni“ Innlent Fleiri fréttir Alltaf ljóst að Flokkur fólksins væri veiki hlekkurinn Hættir á Spotify: „Ég er frjáls!“ Reiknað með fjölmenni á jólamarkaði á Flúðum í dag Þórunn biðst afsökunar: „Bara mannleg eins og annað fólk“ Forseti Alþingis tjáir sig um ummælin umdeildu Fjárlög afgreidd fyrir hlæjandi þingsal Vakna seinast en vilja mest morgunbirtu Gripinn á 130 á 80-götu Með hamagang á hóteli og kastaði innanstokksmunum „Brast eitthvað innra með mér og ég sá að ekki var allt með felldu“ Skólp og klór frá Hveragerði gerir Ölfusingum lífið leitt MAST búið að snúa hnífnum Spennandi að sjá hvernig borgin bregst við Þakkar fyrir að hafa ekki verið búinn að rýja kindurnar „Ég vísa ekki beint í þessa skýrslu“ Glæpastarfsemi á Íslandi orðin jafn mikil og á Norðurlöndum „Aldrei heyrt aðra eins fjarstæðu á ævi minni“ Tvö prósent vilja Heiðu sem borgarstjóra Brostnar forsendur, ný könnun og fyrrverandi nýnasisti „Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk“ Skólameistarinn á Egilsstöðum næstur í röðinni Forsendur séu brostnar vegna játningar ráðherra „Það er verið að setja Austurland í frost“ Boðar tuttugu aðgerðir í málefnum fjölmiðla Einfaldlega tilviljun að Ársæll sé fyrstur í röðinni Önnur mesta rýrnun Hofsjökuls frá upphafi mælinga Vill leiða ráðherra og aðstoðarmannaskarann fyrir dóm Vill Kristrúnu fyrir dóm og óvissa um Eurovision Gervigreindin sé enn einn pensillinn í höndum listamanna Tímamót og bylting í nýju Konukoti Sjá meira
Ragnar Þór Pétursson kennari hefur eitt og annað út Skrekk, hæfileikakeppni grunnskólanna, að setja. Hann tiltekur sérstaklega þrjú atriði sem hann segist ekki þola við Skrekk og mega heita umhugsunarefni. Ragnar Þór hefur undanfarin ár vakið athygli fyrir skeleggan málflutning í einu og öðru því sem snýr að kennslu og kjörum kennara. Í gær sigraði Hagaskóli í keppninni sem fram fór í Borgarleikhúsinu. Ölduselsskóli var í öðru sæti og Árbæjarskóli í því þriðja. Gríðarlegur fögnuður ungmenna, þá ekki síst þeirra í Vesturbænum, braust út í Borgarleikhúsinu. Hæfileikakeppnin hefur vaxið ár frá ári og vakið verulega og verðskuldaða athygli. Ragnar Þór telur Skrekk hins vegar ekki yfir gagnrýni hafinn. Í fyrsta lagi segir hann: „Keppni í listrænni sköpun. Að reynsla barns af því að stíga á svið (sem getur verið stór persónulegur sigur) fái samhengið: Sigurvegari eða tapari.“ Það sem Ragnar Þór hefur út á Skrekk að setja er í öðru lagi þetta: „Pressa um óeinlægni. Hvort sem menn eru búnir að fatta það eða ekki eru börnin stöðugt að reyna að setja á svið það sem þau halda að fullorðna fólkið vilji sjá og heyra – sem er dauði, drungi og djöfull.“ Í þriðja lagi bendir Ragnar Þór á að ekki sé jafnræði með skólunum: „Slagsíða. Í sumum hverfum eru nærri öll börn í skólunum búin að vera í skapandi námi í áratug þegar kemur að Skrekk. Í öðrum hverfum hefur tuttugasta hvert barn fengið raunverulegt listnám. Peningunum og athyglinni væri betur varið í að efla skapandi nám í vanræktum hverfum.“ Hugleiðingar Ragnars Þórs hafa vakið nokkra athygli og umræðu. Þannig bendir Guðmundur Andri Thorsson rithöfundur á að ef til vill megi nefna það fjórða sem er: „að kenna börnum að listir séu keppnisíþrótt.“
Skrekkur Tengdar fréttir Hagaskóli vann Skrekk Hagaskóli vann Skrekk í kvöld en keppt var til úrslita í Borgarleikhúsinu. Ölduselsskóli hreppti annað sætið og Árbæjarskóli lenti í þriðja sæti. 14. nóvember 2016 21:44 Ingunnarskóli og Hagaskóli komust áfram í Skrekk Þriðja undanúrslitakvöld Skrekks, hæfileikakeppni grunnskólanema í Reykjavík, fór fram í Borgarleikhúsinu í gærkvöldi. 10. nóvember 2016 10:30 Mest lesið „Brast eitthvað innra með mér og ég sá að ekki var allt með felldu“ Innlent MAST búið að snúa hnífnum Innlent Hiti gæti náð upp undir 10 gráður Veður „Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk“ Innlent Þakkar fyrir að hafa ekki verið búinn að rýja kindurnar Innlent Skólp og klór frá Hveragerði gerir Ölfusingum lífið leitt Innlent Þórunn biðst afsökunar: „Bara mannleg eins og annað fólk“ Innlent Fjárlög afgreidd fyrir hlæjandi þingsal Innlent Hættir á Spotify: „Ég er frjáls!“ Innlent „Aldrei heyrt aðra eins fjarstæðu á ævi minni“ Innlent Fleiri fréttir Alltaf ljóst að Flokkur fólksins væri veiki hlekkurinn Hættir á Spotify: „Ég er frjáls!“ Reiknað með fjölmenni á jólamarkaði á Flúðum í dag Þórunn biðst afsökunar: „Bara mannleg eins og annað fólk“ Forseti Alþingis tjáir sig um ummælin umdeildu Fjárlög afgreidd fyrir hlæjandi þingsal Vakna seinast en vilja mest morgunbirtu Gripinn á 130 á 80-götu Með hamagang á hóteli og kastaði innanstokksmunum „Brast eitthvað innra með mér og ég sá að ekki var allt með felldu“ Skólp og klór frá Hveragerði gerir Ölfusingum lífið leitt MAST búið að snúa hnífnum Spennandi að sjá hvernig borgin bregst við Þakkar fyrir að hafa ekki verið búinn að rýja kindurnar „Ég vísa ekki beint í þessa skýrslu“ Glæpastarfsemi á Íslandi orðin jafn mikil og á Norðurlöndum „Aldrei heyrt aðra eins fjarstæðu á ævi minni“ Tvö prósent vilja Heiðu sem borgarstjóra Brostnar forsendur, ný könnun og fyrrverandi nýnasisti „Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk“ Skólameistarinn á Egilsstöðum næstur í röðinni Forsendur séu brostnar vegna játningar ráðherra „Það er verið að setja Austurland í frost“ Boðar tuttugu aðgerðir í málefnum fjölmiðla Einfaldlega tilviljun að Ársæll sé fyrstur í röðinni Önnur mesta rýrnun Hofsjökuls frá upphafi mælinga Vill leiða ráðherra og aðstoðarmannaskarann fyrir dóm Vill Kristrúnu fyrir dóm og óvissa um Eurovision Gervigreindin sé enn einn pensillinn í höndum listamanna Tímamót og bylting í nýju Konukoti Sjá meira
Hagaskóli vann Skrekk Hagaskóli vann Skrekk í kvöld en keppt var til úrslita í Borgarleikhúsinu. Ölduselsskóli hreppti annað sætið og Árbæjarskóli lenti í þriðja sæti. 14. nóvember 2016 21:44
Ingunnarskóli og Hagaskóli komust áfram í Skrekk Þriðja undanúrslitakvöld Skrekks, hæfileikakeppni grunnskólanema í Reykjavík, fór fram í Borgarleikhúsinu í gærkvöldi. 10. nóvember 2016 10:30