Laun grunnskólakennara hafa hækkað minna en launavísitala Snærós Sindradóttir skrifar 15. nóvember 2016 06:45 Fulltrúar grunnskólakennara mættu til fundar við viðsemjendur sína frá sveitarfélögunum hjá ríkissáttasemjara í gær. vísir/jói k. Grunnlaun grunnskólakennara með tíu ára starfsreynslu eru nú ríflega 440 þúsund krónur en laun grunnskólakennara hafa hækkað um 86,7 prósent á tíu ára tímabili. Launin hafa því hækkað minna en sem nemur launavísitölu sem nemur 92,7 prósentum. Samninganefndir kennara og sveitarfélaga funduðu í gær og munu hittast á ný á morgun.Ragnar Þór PéturssonGrunnskólakennarar eru samningslausir síðan í sumar og hafa tvívegis fellt samninga síðan þá. Í dag, þriðjudag, hafa grunnskólakennarar verið hvattir til að ganga úr vinnu klukkan 14.30 og mæta á kröfufund kennara í Háskólabíói. Þá verða sambærilegir fundir í Hafnarfirði og Reykjanesbæ og kennarar ætla að fjölmenna á áhorfendapalla á fundi borgarstjórnar til að krefjast hærri launa. „Ég á ekki von á því að þetta muni hafa áhrif á kennslu enda henni að mestu lokið á þessum tíma,“ segir Ragnar Þór Pétursson, kennari og einn skipuleggjenda fundarins. Sé tekið mið af launareiknivél á vef Félags grunnskólakennara sést að grunnskólakennari sem er að hefja störf og hefur eins árs starfsreynslu er með 397.555 krónur í grunnlaun. Þess utan fá kennarar svokallaða annaruppbót tvisvar á ári, í desember og júní, 76.500 krónur í hvort skipti. Samtals 153 þúsund krónur í uppbót árlega. Kjarasamningur grunnskólakennara frá 2014 gerði meðal annars ráð fyrir því að afsal áunninna réttinda um að kenna færri tíma á viku eftir því sem liði á starfsævina gæti falið í sér kjarabætur. Níutíu prósent kennara afsöluðu sér þeim réttindum. Ragnar segir að semjist ekki á næstu tveimur vikum megi gera ráð fyrir því að kennarar fái endanlega nóg, segi upp og leiti í önnur störf. „Við höfum fellt sama kjarasamninginn tvisvar. Það virðist vera þjóðarsátt um það að kennarar séu láglaunastétt. Þeir ná ekki meðallaunum og eru talsvert langt frá því. Þegar stefnt var að stöðugleika var áfram miðað við að við værum láglaunastétt og við sættum okkur ekki við það.“Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu. Birtist í Fréttablaðinu Kjaramál Verkfall 2016 Tengdar fréttir Kennarar og sveitarfélögin mætt til samningafundar í Karphúsinu Kennarar hafa verið samningslausir frá því í júní. 14. nóvember 2016 13:51 Þúsundir grunnskólakennara hafa hætt og farið í önnur störf Formaður skóla- og frístundaráðs Reykjavíkurborgar segir það vandamál hve margir kennarar hafi leitað í önnur störf. 8. nóvember 2016 06:00 Mest lesið Mátti ekki lána sér pening úr eigin fyrirtæki Innlent Metnaðarfullar malbikunarauglýsingar hluti af væb-kúltúrnum Innlent Fundu jöklafýlu í Þórsmörk vegna hlaupsins Innlent Pilturinn er fundinn Innlent Vill hefna vinar síns Bolsonaro með 50 prósenta tollum á Brasilíu Erlent Bindur vonir við „einn inn, einn út“ áætlun í innflytjendamálum Erlent Sjúklingar óttist dómhörku vegna þyngdarstjórnunarlyfja Innlent Ökumaður bifhjólsins látinn Innlent Ógeðsleg aðkoma að íbúðinni eftir Airbnb-gesti Innlent „Það er engin ástæða til að gefast upp“ Innlent Fleiri fréttir Tveir menn fjárkúguðu ungan dreng Fundu jöklafýlu í Þórsmörk vegna hlaupsins Metnaðarfullar malbikunarauglýsingar hluti af væb-kúltúrnum Mátti ekki lána sér pening úr eigin fyrirtæki Pilturinn er fundinn „Skýr vísbending um að gera þurfi betur í málefnum erlendra barna“ Sjúklingar óttist dómhörku vegna þyngdarstjórnunarlyfja „Það er engin ástæða til að gefast upp“ Reiðarslag fyrir Landsvirkjun, kjarnorkukafbátur og heimsfræg íslensk kisa „Í næstu umferð fara hlutirnir í gegn“ Tilkynnt um buxnalausan mann og stolinn pizzaofn „Það er enginn svartur listi hjá okkur“ Davíð hafi lagt Golíat Hlaup er hafið úr Mýrdalsjökli Ökumaður bifhjólsins látinn Dettifoss vélarvana úti á ballarhafi Flugvél snúið við vegna bilunar „Enn ein viðurkenning að það má brjóta á fötluðu fólki“ Ógeðsleg aðkoma að íbúðinni eftir Airbnb-gesti Óska eftir vitnum: Missti stjórn og hafnaði á vegriði Bíða niðurstaðna um magakveisuna á Laugarvatni Dómurinn vonbrigði en virkjunin ekki út úr myndinni Kona á fimmtugsaldri í haldi vegna hnífstunguárásar „Nú verður að hafa hraðar hendur“ Hvammsvirkjun í uppnámi og ókyrrð hjá Play Hæstiréttur hafnar Hvammsvirkjun Inga Sæland með galsa á þingi í nótt „Orðaskiftismetið tikið“ Bifhjólamaðurinn „mikið slasaður“ Alvarlegt mótorhjólaslys og Miklubraut lokað Sjá meira
Grunnlaun grunnskólakennara með tíu ára starfsreynslu eru nú ríflega 440 þúsund krónur en laun grunnskólakennara hafa hækkað um 86,7 prósent á tíu ára tímabili. Launin hafa því hækkað minna en sem nemur launavísitölu sem nemur 92,7 prósentum. Samninganefndir kennara og sveitarfélaga funduðu í gær og munu hittast á ný á morgun.Ragnar Þór PéturssonGrunnskólakennarar eru samningslausir síðan í sumar og hafa tvívegis fellt samninga síðan þá. Í dag, þriðjudag, hafa grunnskólakennarar verið hvattir til að ganga úr vinnu klukkan 14.30 og mæta á kröfufund kennara í Háskólabíói. Þá verða sambærilegir fundir í Hafnarfirði og Reykjanesbæ og kennarar ætla að fjölmenna á áhorfendapalla á fundi borgarstjórnar til að krefjast hærri launa. „Ég á ekki von á því að þetta muni hafa áhrif á kennslu enda henni að mestu lokið á þessum tíma,“ segir Ragnar Þór Pétursson, kennari og einn skipuleggjenda fundarins. Sé tekið mið af launareiknivél á vef Félags grunnskólakennara sést að grunnskólakennari sem er að hefja störf og hefur eins árs starfsreynslu er með 397.555 krónur í grunnlaun. Þess utan fá kennarar svokallaða annaruppbót tvisvar á ári, í desember og júní, 76.500 krónur í hvort skipti. Samtals 153 þúsund krónur í uppbót árlega. Kjarasamningur grunnskólakennara frá 2014 gerði meðal annars ráð fyrir því að afsal áunninna réttinda um að kenna færri tíma á viku eftir því sem liði á starfsævina gæti falið í sér kjarabætur. Níutíu prósent kennara afsöluðu sér þeim réttindum. Ragnar segir að semjist ekki á næstu tveimur vikum megi gera ráð fyrir því að kennarar fái endanlega nóg, segi upp og leiti í önnur störf. „Við höfum fellt sama kjarasamninginn tvisvar. Það virðist vera þjóðarsátt um það að kennarar séu láglaunastétt. Þeir ná ekki meðallaunum og eru talsvert langt frá því. Þegar stefnt var að stöðugleika var áfram miðað við að við værum láglaunastétt og við sættum okkur ekki við það.“Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu.
Birtist í Fréttablaðinu Kjaramál Verkfall 2016 Tengdar fréttir Kennarar og sveitarfélögin mætt til samningafundar í Karphúsinu Kennarar hafa verið samningslausir frá því í júní. 14. nóvember 2016 13:51 Þúsundir grunnskólakennara hafa hætt og farið í önnur störf Formaður skóla- og frístundaráðs Reykjavíkurborgar segir það vandamál hve margir kennarar hafi leitað í önnur störf. 8. nóvember 2016 06:00 Mest lesið Mátti ekki lána sér pening úr eigin fyrirtæki Innlent Metnaðarfullar malbikunarauglýsingar hluti af væb-kúltúrnum Innlent Fundu jöklafýlu í Þórsmörk vegna hlaupsins Innlent Pilturinn er fundinn Innlent Vill hefna vinar síns Bolsonaro með 50 prósenta tollum á Brasilíu Erlent Bindur vonir við „einn inn, einn út“ áætlun í innflytjendamálum Erlent Sjúklingar óttist dómhörku vegna þyngdarstjórnunarlyfja Innlent Ökumaður bifhjólsins látinn Innlent Ógeðsleg aðkoma að íbúðinni eftir Airbnb-gesti Innlent „Það er engin ástæða til að gefast upp“ Innlent Fleiri fréttir Tveir menn fjárkúguðu ungan dreng Fundu jöklafýlu í Þórsmörk vegna hlaupsins Metnaðarfullar malbikunarauglýsingar hluti af væb-kúltúrnum Mátti ekki lána sér pening úr eigin fyrirtæki Pilturinn er fundinn „Skýr vísbending um að gera þurfi betur í málefnum erlendra barna“ Sjúklingar óttist dómhörku vegna þyngdarstjórnunarlyfja „Það er engin ástæða til að gefast upp“ Reiðarslag fyrir Landsvirkjun, kjarnorkukafbátur og heimsfræg íslensk kisa „Í næstu umferð fara hlutirnir í gegn“ Tilkynnt um buxnalausan mann og stolinn pizzaofn „Það er enginn svartur listi hjá okkur“ Davíð hafi lagt Golíat Hlaup er hafið úr Mýrdalsjökli Ökumaður bifhjólsins látinn Dettifoss vélarvana úti á ballarhafi Flugvél snúið við vegna bilunar „Enn ein viðurkenning að það má brjóta á fötluðu fólki“ Ógeðsleg aðkoma að íbúðinni eftir Airbnb-gesti Óska eftir vitnum: Missti stjórn og hafnaði á vegriði Bíða niðurstaðna um magakveisuna á Laugarvatni Dómurinn vonbrigði en virkjunin ekki út úr myndinni Kona á fimmtugsaldri í haldi vegna hnífstunguárásar „Nú verður að hafa hraðar hendur“ Hvammsvirkjun í uppnámi og ókyrrð hjá Play Hæstiréttur hafnar Hvammsvirkjun Inga Sæland með galsa á þingi í nótt „Orðaskiftismetið tikið“ Bifhjólamaðurinn „mikið slasaður“ Alvarlegt mótorhjólaslys og Miklubraut lokað Sjá meira
Kennarar og sveitarfélögin mætt til samningafundar í Karphúsinu Kennarar hafa verið samningslausir frá því í júní. 14. nóvember 2016 13:51
Þúsundir grunnskólakennara hafa hætt og farið í önnur störf Formaður skóla- og frístundaráðs Reykjavíkurborgar segir það vandamál hve margir kennarar hafi leitað í önnur störf. 8. nóvember 2016 06:00