Segir fjöldauppsagnir kennara mun alvarlegri aðgerðir en verkfall Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 16. nóvember 2016 08:36 Kennarar fjölmenntu í Hagaskóla eftir samstöðufund í Háskólabíói í gær en borgarstjórnarfundur fór fram í skólanum. vísir/ernir Samninganefnd Félags grunnskólakennara og samninganefnd Sambands íslenskra sveitarfélaga hittast á fundi hjá ríkissáttasemjara klukkan 13 í dag. Fundurinn er sá annar í röðinni eftir að kennarar vísuðu kjaradeilu sinni við sveitarfélögin til sáttasemjara í liðinni viku, en fyrsti fundurinn var síðastliðinn mánudag. Ólafur Loftsson, formaður Félags grunnskólakennara, segir í samtali við Vísi að hann telji að samningaviðræðurnar nú megi í mesta lagi taka þrjár vikur en kennarar hafa tvívegis á árinu fellt kjarasamning. Mikil ólga er í stéttinni og komu um þúsund kennarar saman til samstöðufundar í Háskólabíó síðdegis í gær þar sem þeir kröfðust bættra kjara. „Þetta er fundur númer tvö þannig að nú förum við að ræða málefnin og taka á þessu en það er auðvitað ljóst að þetta getur tekið smá tíma. Það er þó einnig ljóst að tíminn sem við höfum til umráða er ekki mikill og það sem við gáfum út á mánudaginn eftir fund okkar þá var að þrátt fyrir að það megi búast við að þetta taki nokkrar vikur þá gerum við okkur öll grein fyrir því að tíminn er naumur,“ segir Ólafur.Ólafur Loftsson, formaður Félags grunnskólakennara.Í kvöldfréttum Stöðvar 2 í gær var rætt við kennara sem telja eðlilegt að þeir séu með á bilinu 600 til 700 þúsund. Ólafur vill ekki svara því til hvort að það sé raunhæf krafa og eitthvað sem sé uppi á borðinu í viðræðum deiluaðila enda ríki trúnaður um það sem þar fer fram. Margir kennarar hafa stigið fram í fjölmiðlum undanfarið og sagt að náist ekki samningar sem þeir geta sætt sig við muni þeir segja upp störfum. Ólafur segir að Félag grunnskólakennara finni vissulega fyrir þessari undiröldu og segir að það yrði „katastrófa“ ef kennarar færu að segja upp í hrönnum. Það væru til að mynda aðgerðir sem kennarar gætu gripið til ef ekki næst að semja innan þriggja vikna, það er tímarammans sem Ólafur nefnir í tengslum við samningaviðræðurnar nú, og segir Ólafur að fjöldauppsagnir kennara séu mun alvarlegri aðgerðir en kennaraverkfall. „Hins vegar eru uppsagnir kennara ekkert sem kemur inn á borð okkar hjá félaginu, og við stjórnum eða ráðum við, heldur er það bara á milli kennara og skólastjóra. En það er auðvitað ekki búið að taka verkfallsréttinn af okkur og það er auðvitað eitt af því sem við myndum skoða ef við kæmumst í þá stöðu,“ segir Ólafur. Kjaramál Tengdar fréttir Laun grunnskólakennara hafa hækkað minna en launavísitala Laun kennara hafa hækkað um 86,7 prósent á síðustu tíu árum en þó ekki jafn mikið og launavísitala. Boðað hefur verið til samstöðufundar í dag og kennarar hvattir til að leggja niður störf klukkan hálf þrjú. 15. nóvember 2016 06:45 Kennarar sætta sig við 600-700 þúsund krónur í mánaðarlaun Mikil samstaða á samstöðufundi kennara í Háskólabíói í dag. 15. nóvember 2016 18:56 Mest lesið Harpa Elín Haraldsdóttir er látin Innlent „Menn eiga ekki að vera að hnýsast í gögn sem þeim koma ekki við“ Innlent Stefnt að leiðtogaprófkjöri eftir áramót og kunnugleg nöfn mögulega í pottinum Innlent Eltihrellir lögreglukvenna situr inni fyrir morð Innlent Lögreglan innsiglaði Flóka Innlent Grunaðir um hundruð milljóna króna þjófnað en ganga lausir Innlent „Upp er runninn Kristrúnar Frostaveturinn mikli“ Innlent Tali ekki fyrir unga Miðflokksmenn Innlent Starfsmaður Múlaborgar ákærður Innlent Fer fram og til baka með SNAP Erlent Fleiri fréttir Segir þaggað niður í starfsfólki og hyggst ekki snúa aftur Tali ekki fyrir unga Miðflokksmenn Flestir vantreysta ráðherrum Flokks fólksins Eltihrellir lögreglukvenna situr inni fyrir morð Þjófarnir margfölduðu upphæðir við millifærslur Taldi sig sjá bát hvolfa og þyrla og björgunarsveit kölluð út Ákærður fyrir að skjóta að dróna Fiskistofu Grunaðir um hundruð milljóna króna þjófnað en ganga lausir Hundruð kennara nýta gervigreind til að undirbúa kennslu „Upp er runninn Kristrúnar Frostaveturinn mikli“ Starfsmaður Múlaborgar ákærður Gleðiefni að útkomuspá ársins sé á núlli Stefnt að leiðtogaprófkjöri eftir áramót og kunnugleg nöfn mögulega í pottinum Miðflokkurinn með eigið útspil í öryggis- og varnarmálum „Menn eiga ekki að vera að hnýsast í gögn sem þeim koma ekki við“ Reikna með tæplega nítján milljarða afgangi á næsta ári Tekinn í tíunda skipti dópaður og réttindalaus Uppsagnir hjá Icelandair og borgin kynnir fjárhagsáætlun næsta árs „Lífsgæðin mín hafa verið tekin aftur í burtu frá mér“ Bein útsending: Kynnir sína fyrstu fjárhagsáætlun Ölvaður en ekki barnaníðingur Líklegast að Reykjavíkurleiðin taki breytingum eftir umsagnir Harpa Elín Haraldsdóttir er látin Snúin staða Sönnu og sameiginlegt framboð virðist ekki í kortunum Lögreglan innsiglaði Flóka „Við vorum komin með súrefniskúta heim“ Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Lögreglumenn ákærðir fyrir uppflettingar og hlerun Sækja slasaðan sjómann djúpt austur af landinu Miðflokkurinn nálgast Sjálfstæðisflokkinn óðfluga Sjá meira
Samninganefnd Félags grunnskólakennara og samninganefnd Sambands íslenskra sveitarfélaga hittast á fundi hjá ríkissáttasemjara klukkan 13 í dag. Fundurinn er sá annar í röðinni eftir að kennarar vísuðu kjaradeilu sinni við sveitarfélögin til sáttasemjara í liðinni viku, en fyrsti fundurinn var síðastliðinn mánudag. Ólafur Loftsson, formaður Félags grunnskólakennara, segir í samtali við Vísi að hann telji að samningaviðræðurnar nú megi í mesta lagi taka þrjár vikur en kennarar hafa tvívegis á árinu fellt kjarasamning. Mikil ólga er í stéttinni og komu um þúsund kennarar saman til samstöðufundar í Háskólabíó síðdegis í gær þar sem þeir kröfðust bættra kjara. „Þetta er fundur númer tvö þannig að nú förum við að ræða málefnin og taka á þessu en það er auðvitað ljóst að þetta getur tekið smá tíma. Það er þó einnig ljóst að tíminn sem við höfum til umráða er ekki mikill og það sem við gáfum út á mánudaginn eftir fund okkar þá var að þrátt fyrir að það megi búast við að þetta taki nokkrar vikur þá gerum við okkur öll grein fyrir því að tíminn er naumur,“ segir Ólafur.Ólafur Loftsson, formaður Félags grunnskólakennara.Í kvöldfréttum Stöðvar 2 í gær var rætt við kennara sem telja eðlilegt að þeir séu með á bilinu 600 til 700 þúsund. Ólafur vill ekki svara því til hvort að það sé raunhæf krafa og eitthvað sem sé uppi á borðinu í viðræðum deiluaðila enda ríki trúnaður um það sem þar fer fram. Margir kennarar hafa stigið fram í fjölmiðlum undanfarið og sagt að náist ekki samningar sem þeir geta sætt sig við muni þeir segja upp störfum. Ólafur segir að Félag grunnskólakennara finni vissulega fyrir þessari undiröldu og segir að það yrði „katastrófa“ ef kennarar færu að segja upp í hrönnum. Það væru til að mynda aðgerðir sem kennarar gætu gripið til ef ekki næst að semja innan þriggja vikna, það er tímarammans sem Ólafur nefnir í tengslum við samningaviðræðurnar nú, og segir Ólafur að fjöldauppsagnir kennara séu mun alvarlegri aðgerðir en kennaraverkfall. „Hins vegar eru uppsagnir kennara ekkert sem kemur inn á borð okkar hjá félaginu, og við stjórnum eða ráðum við, heldur er það bara á milli kennara og skólastjóra. En það er auðvitað ekki búið að taka verkfallsréttinn af okkur og það er auðvitað eitt af því sem við myndum skoða ef við kæmumst í þá stöðu,“ segir Ólafur.
Kjaramál Tengdar fréttir Laun grunnskólakennara hafa hækkað minna en launavísitala Laun kennara hafa hækkað um 86,7 prósent á síðustu tíu árum en þó ekki jafn mikið og launavísitala. Boðað hefur verið til samstöðufundar í dag og kennarar hvattir til að leggja niður störf klukkan hálf þrjú. 15. nóvember 2016 06:45 Kennarar sætta sig við 600-700 þúsund krónur í mánaðarlaun Mikil samstaða á samstöðufundi kennara í Háskólabíói í dag. 15. nóvember 2016 18:56 Mest lesið Harpa Elín Haraldsdóttir er látin Innlent „Menn eiga ekki að vera að hnýsast í gögn sem þeim koma ekki við“ Innlent Stefnt að leiðtogaprófkjöri eftir áramót og kunnugleg nöfn mögulega í pottinum Innlent Eltihrellir lögreglukvenna situr inni fyrir morð Innlent Lögreglan innsiglaði Flóka Innlent Grunaðir um hundruð milljóna króna þjófnað en ganga lausir Innlent „Upp er runninn Kristrúnar Frostaveturinn mikli“ Innlent Tali ekki fyrir unga Miðflokksmenn Innlent Starfsmaður Múlaborgar ákærður Innlent Fer fram og til baka með SNAP Erlent Fleiri fréttir Segir þaggað niður í starfsfólki og hyggst ekki snúa aftur Tali ekki fyrir unga Miðflokksmenn Flestir vantreysta ráðherrum Flokks fólksins Eltihrellir lögreglukvenna situr inni fyrir morð Þjófarnir margfölduðu upphæðir við millifærslur Taldi sig sjá bát hvolfa og þyrla og björgunarsveit kölluð út Ákærður fyrir að skjóta að dróna Fiskistofu Grunaðir um hundruð milljóna króna þjófnað en ganga lausir Hundruð kennara nýta gervigreind til að undirbúa kennslu „Upp er runninn Kristrúnar Frostaveturinn mikli“ Starfsmaður Múlaborgar ákærður Gleðiefni að útkomuspá ársins sé á núlli Stefnt að leiðtogaprófkjöri eftir áramót og kunnugleg nöfn mögulega í pottinum Miðflokkurinn með eigið útspil í öryggis- og varnarmálum „Menn eiga ekki að vera að hnýsast í gögn sem þeim koma ekki við“ Reikna með tæplega nítján milljarða afgangi á næsta ári Tekinn í tíunda skipti dópaður og réttindalaus Uppsagnir hjá Icelandair og borgin kynnir fjárhagsáætlun næsta árs „Lífsgæðin mín hafa verið tekin aftur í burtu frá mér“ Bein útsending: Kynnir sína fyrstu fjárhagsáætlun Ölvaður en ekki barnaníðingur Líklegast að Reykjavíkurleiðin taki breytingum eftir umsagnir Harpa Elín Haraldsdóttir er látin Snúin staða Sönnu og sameiginlegt framboð virðist ekki í kortunum Lögreglan innsiglaði Flóka „Við vorum komin með súrefniskúta heim“ Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Lögreglumenn ákærðir fyrir uppflettingar og hlerun Sækja slasaðan sjómann djúpt austur af landinu Miðflokkurinn nálgast Sjálfstæðisflokkinn óðfluga Sjá meira
Laun grunnskólakennara hafa hækkað minna en launavísitala Laun kennara hafa hækkað um 86,7 prósent á síðustu tíu árum en þó ekki jafn mikið og launavísitala. Boðað hefur verið til samstöðufundar í dag og kennarar hvattir til að leggja niður störf klukkan hálf þrjú. 15. nóvember 2016 06:45
Kennarar sætta sig við 600-700 þúsund krónur í mánaðarlaun Mikil samstaða á samstöðufundi kennara í Háskólabíói í dag. 15. nóvember 2016 18:56