Barn Heiðrúnar hætt komið í hári hennar: „Ég vakna og heyri köfnunarhljóð“ Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 16. nóvember 2016 11:45 Heiðrún og Erika Lind. Mynd/Heiðrún Ósk. Litlu mátti muna að illa færi þegar 20 mánaða gömul dóttir Heiðrúnar Óskar Ölversdóttur Michelsen flækti sig í hári móður sinnar í svefni svo að það þrengdi að hálsi hennar. Aldur barnsins hefur haft mikið að segja um að ekki fór verr að mati sérfræðings í slysavörnum barna. „Ég vakna og heyri köfnunarhljóð í henni,“ segir Heiðrún í samtali við Vísi. „Ég sest upp og sé að hún er föst við mig. Hún nær ekki andanum og ég kalla á pabba hennar og stóra bróðir. Hár Heiðrúnar hafði þá flækst utan um háls dóttir hennar, Eriku Lind, og þrengt að öndunarvegi hennar. „Pabbi hennar nær að setja puttann á milli hársins og hálsins þannig að hún nær að anda. Hún var orðin frekar máttlaus og blá.“Lokkurinn sem þurfti að klippa úr hári Heiðrúnar.Mynd/Heiðrún Ósk.Til þess að losa flækjuna þurfti þó meira til og hljóp tíu ára gamall sonur Heiðrúnar, Auðunn Ölver, og náði í skæri til þess að klippa Eriku Lind lausa. Líkt og sjá má á myndinni hér til hliðar þurfti að að klippa heljarinnar bút af hári Heiðrúnar. Blessunarlega virðist Eriku ekki hafa orðið meint af enda tókst fjölskyldunni að grípa inn í tæka tíð. Þó megi greina far á hálsi hennar eftir hárið. Heiðrún segir að Erika eigi það til að skríða upp í rúm til foreldra sinna á nóttunni og sé mjög hrifinn af hári mömmu sinnar. Þá sofi Erika Lind gjarnan mjög þétt upp við sig og líklegt að hárið hafi flækst utan um hana er þeir hafi verið að snúa sér í svefni. Vonast Heiðrún til þess að saga sín verði til þess að vekja athygli á því á ólíklegustu hlutir geti orðið börnum að voða.„Ég fæ pínulítið í magann að heyra þetta“ Undir það tekur Herdís L. Storgaard, verkefnastjóri hjá Miðstöð slysavarna barna sem hefur ekki heyrt áður að sítt hár geti verið mögulegur valdur að slysum í svefnumhverfi barna. „Ég hef aldrei heyrt þetta áður og ég hef nú heyrt allt. Ég fæ pínulítið í magann að heyra þetta og þakka fyrir að þetta hafi verið þetta gamalt barn því að ef að þetta hefði verið ungbarn er ekki víst að þetta hafi farið svona vel. Þau eru miklu viðkvæmari,“ segir Herdís í samtali við Vísi. Herdís segir að samkvæmt leiðbeiningum heilbrigðisyfirvalda víða um heim sé ekki ráðlagt að sofa með börn yngri en eins árs upp í rúmi hjá fullorðnum. „Þroski barnsins eftir eins árs er þannig að þau geta gert meira viðvart, þau vakna með meiri krafti en ungbörn sem deyja í hljóði,“ segir Herdís sem vekur þó athygli á að hættan sé alltaf til staðar.Herdís Stoorgard.Vísir„Eftir sem þau verða eldri fara þau að skoða umhverfið út frá eigin líkama. Þau vefja hlutum utan um sig og svo geta þau sofnað,“ segir Herdís sem segir skýrt að í svefnumhveri barna megi ekki vera neinir borðar hvað annað sem getur vafist utan um háls barna. „Í þessu tilviki erum við að tala um sítt hár sem virkar eins og bönd og borðar. Í svefnumhverfi barna mega engir borðar eða neitt slíkt vera. Jafnvel óróar sem hanga niður geta verið hættulegir þegar börn toga þá niður, sofna og þetta vefst utan um hálsinn.“ Brýnir hún fyrir foreldrum að gæta vel að svefnumhverfi barna enda spái fólk ekki alltaf í því hvað sé í rúminu en ólíklegustu hlutir geta verið valdur af slysum. „Börn hafa hengst á því að hafa verið í rúmi foreldra sinna og flækst í sængurfötunum. Þau hafa þá náð að fara með höfuðið inn í opið. Svo hafa þau snúið sér við og þá getur þrengst að öndunarveginum. Það þarf miklu minna til hjá ungbörnum.“ Mest lesið Hvarf fyrir tæpum þrjátíu árum og fannst í hopandi jökli Erlent Fjarlægði nöfnin strax: „Ætlumst ekki til neins af þessu fólki“ Innlent Styttan tekin niður eftir harðar deilur um klúran barm Erlent Tveggja bíla árekstur á Suðurlandi Innlent Öryggismyndavélar í svefnherberginu og fyrsta útgáfa af Lolitu á skrifstofunni Erlent Segir Höllu ekki skilja um hvað málið snýst Innlent Golfbolti hafnaði í manni „eftir óteljandi dæmi um óskiljanlega hegðun“ Innlent Simmi lýsir áralöngu umsáturseinelti: Sat um hann í bílakjallara Innlent Fyrirlestri ísraelsks fræðimanns aflýst eftir skamma stund Innlent Dánarorsök Ozzy Osbourne ljós Erlent Fleiri fréttir Tollarnir tilefni til hvorra tveggja örvæntingar og léttis Simmi lýsir áralöngu umsáturseinelti: Sat um hann í bílakjallara Tveir fluttir með þyrlunni og fjórir með sjúkrabíl Vörðuóðir ferðamenn fremji náttúruspjöll Húsvíkingur á Norðurpólnum segir sögu merkustu landkönnuða 20. aldar Þrýstu á yngsta sakborninginn um að taka á sig alla sök Ákvörðun ráðherra muni seinka viðbragði við faröldrum framtíðar Þyrlan aftur á leið austur vegna umferðarslyss Ekki eigi að gera einstaklinga ábyrga fyrir gerðum ríkisstjórnar Tollahækkanirnar vonbrigði og þrýstir á um fund sem fyrst Forsætisráðherra ósátt með tolla og pólfarar á Húsavík Fyrirlestri ísraelsks fræðimanns aflýst eftir skamma stund Golfbolti hafnaði í manni „eftir óteljandi dæmi um óskiljanlega hegðun“ Tveggja bíla árekstur á Suðurlandi Svartaþoka gerir þyrlusveit í útkalli erfitt fyrir Innkalla sælgæti vegna köfnunarhættu Fjarlægði nöfnin strax: „Ætlumst ekki til neins af þessu fólki“ Öryggissérfræðingur hefur trú á boðuðum aðgerðum í Reynisfjöru Segir Höllu ekki skilja um hvað málið snýst Færa sig í Kringluna vegna bílastæðaskorts og framkvæmda Tollastríð, makríll og flutningur Blóðbankans Greina ekki frá tilkynntum kynferðisbrotum á Þjóðhátíð strax Segja Rafmennt auglýsa nöfn sín í blekkingarskyni Sektaður vegna kýr sem drapst á leið í sláturhús Minnsti þéttleiki makríls síðan 2010 Tveir skjálftar yfir þrír að stærð Hvar á að grípa niður í fækkun innflytjenda? Blóðbankinn á leið í Kringluna Nokkuð um hávaðaútköll Segja upp og draga úr útgáfu: Óvissan í rekstrinum „því miður aukist mikið“ Sjá meira
Litlu mátti muna að illa færi þegar 20 mánaða gömul dóttir Heiðrúnar Óskar Ölversdóttur Michelsen flækti sig í hári móður sinnar í svefni svo að það þrengdi að hálsi hennar. Aldur barnsins hefur haft mikið að segja um að ekki fór verr að mati sérfræðings í slysavörnum barna. „Ég vakna og heyri köfnunarhljóð í henni,“ segir Heiðrún í samtali við Vísi. „Ég sest upp og sé að hún er föst við mig. Hún nær ekki andanum og ég kalla á pabba hennar og stóra bróðir. Hár Heiðrúnar hafði þá flækst utan um háls dóttir hennar, Eriku Lind, og þrengt að öndunarvegi hennar. „Pabbi hennar nær að setja puttann á milli hársins og hálsins þannig að hún nær að anda. Hún var orðin frekar máttlaus og blá.“Lokkurinn sem þurfti að klippa úr hári Heiðrúnar.Mynd/Heiðrún Ósk.Til þess að losa flækjuna þurfti þó meira til og hljóp tíu ára gamall sonur Heiðrúnar, Auðunn Ölver, og náði í skæri til þess að klippa Eriku Lind lausa. Líkt og sjá má á myndinni hér til hliðar þurfti að að klippa heljarinnar bút af hári Heiðrúnar. Blessunarlega virðist Eriku ekki hafa orðið meint af enda tókst fjölskyldunni að grípa inn í tæka tíð. Þó megi greina far á hálsi hennar eftir hárið. Heiðrún segir að Erika eigi það til að skríða upp í rúm til foreldra sinna á nóttunni og sé mjög hrifinn af hári mömmu sinnar. Þá sofi Erika Lind gjarnan mjög þétt upp við sig og líklegt að hárið hafi flækst utan um hana er þeir hafi verið að snúa sér í svefni. Vonast Heiðrún til þess að saga sín verði til þess að vekja athygli á því á ólíklegustu hlutir geti orðið börnum að voða.„Ég fæ pínulítið í magann að heyra þetta“ Undir það tekur Herdís L. Storgaard, verkefnastjóri hjá Miðstöð slysavarna barna sem hefur ekki heyrt áður að sítt hár geti verið mögulegur valdur að slysum í svefnumhverfi barna. „Ég hef aldrei heyrt þetta áður og ég hef nú heyrt allt. Ég fæ pínulítið í magann að heyra þetta og þakka fyrir að þetta hafi verið þetta gamalt barn því að ef að þetta hefði verið ungbarn er ekki víst að þetta hafi farið svona vel. Þau eru miklu viðkvæmari,“ segir Herdís í samtali við Vísi. Herdís segir að samkvæmt leiðbeiningum heilbrigðisyfirvalda víða um heim sé ekki ráðlagt að sofa með börn yngri en eins árs upp í rúmi hjá fullorðnum. „Þroski barnsins eftir eins árs er þannig að þau geta gert meira viðvart, þau vakna með meiri krafti en ungbörn sem deyja í hljóði,“ segir Herdís sem vekur þó athygli á að hættan sé alltaf til staðar.Herdís Stoorgard.Vísir„Eftir sem þau verða eldri fara þau að skoða umhverfið út frá eigin líkama. Þau vefja hlutum utan um sig og svo geta þau sofnað,“ segir Herdís sem segir skýrt að í svefnumhveri barna megi ekki vera neinir borðar hvað annað sem getur vafist utan um háls barna. „Í þessu tilviki erum við að tala um sítt hár sem virkar eins og bönd og borðar. Í svefnumhverfi barna mega engir borðar eða neitt slíkt vera. Jafnvel óróar sem hanga niður geta verið hættulegir þegar börn toga þá niður, sofna og þetta vefst utan um hálsinn.“ Brýnir hún fyrir foreldrum að gæta vel að svefnumhverfi barna enda spái fólk ekki alltaf í því hvað sé í rúminu en ólíklegustu hlutir geta verið valdur af slysum. „Börn hafa hengst á því að hafa verið í rúmi foreldra sinna og flækst í sængurfötunum. Þau hafa þá náð að fara með höfuðið inn í opið. Svo hafa þau snúið sér við og þá getur þrengst að öndunarveginum. Það þarf miklu minna til hjá ungbörnum.“
Mest lesið Hvarf fyrir tæpum þrjátíu árum og fannst í hopandi jökli Erlent Fjarlægði nöfnin strax: „Ætlumst ekki til neins af þessu fólki“ Innlent Styttan tekin niður eftir harðar deilur um klúran barm Erlent Tveggja bíla árekstur á Suðurlandi Innlent Öryggismyndavélar í svefnherberginu og fyrsta útgáfa af Lolitu á skrifstofunni Erlent Segir Höllu ekki skilja um hvað málið snýst Innlent Golfbolti hafnaði í manni „eftir óteljandi dæmi um óskiljanlega hegðun“ Innlent Simmi lýsir áralöngu umsáturseinelti: Sat um hann í bílakjallara Innlent Fyrirlestri ísraelsks fræðimanns aflýst eftir skamma stund Innlent Dánarorsök Ozzy Osbourne ljós Erlent Fleiri fréttir Tollarnir tilefni til hvorra tveggja örvæntingar og léttis Simmi lýsir áralöngu umsáturseinelti: Sat um hann í bílakjallara Tveir fluttir með þyrlunni og fjórir með sjúkrabíl Vörðuóðir ferðamenn fremji náttúruspjöll Húsvíkingur á Norðurpólnum segir sögu merkustu landkönnuða 20. aldar Þrýstu á yngsta sakborninginn um að taka á sig alla sök Ákvörðun ráðherra muni seinka viðbragði við faröldrum framtíðar Þyrlan aftur á leið austur vegna umferðarslyss Ekki eigi að gera einstaklinga ábyrga fyrir gerðum ríkisstjórnar Tollahækkanirnar vonbrigði og þrýstir á um fund sem fyrst Forsætisráðherra ósátt með tolla og pólfarar á Húsavík Fyrirlestri ísraelsks fræðimanns aflýst eftir skamma stund Golfbolti hafnaði í manni „eftir óteljandi dæmi um óskiljanlega hegðun“ Tveggja bíla árekstur á Suðurlandi Svartaþoka gerir þyrlusveit í útkalli erfitt fyrir Innkalla sælgæti vegna köfnunarhættu Fjarlægði nöfnin strax: „Ætlumst ekki til neins af þessu fólki“ Öryggissérfræðingur hefur trú á boðuðum aðgerðum í Reynisfjöru Segir Höllu ekki skilja um hvað málið snýst Færa sig í Kringluna vegna bílastæðaskorts og framkvæmda Tollastríð, makríll og flutningur Blóðbankans Greina ekki frá tilkynntum kynferðisbrotum á Þjóðhátíð strax Segja Rafmennt auglýsa nöfn sín í blekkingarskyni Sektaður vegna kýr sem drapst á leið í sláturhús Minnsti þéttleiki makríls síðan 2010 Tveir skjálftar yfir þrír að stærð Hvar á að grípa niður í fækkun innflytjenda? Blóðbankinn á leið í Kringluna Nokkuð um hávaðaútköll Segja upp og draga úr útgáfu: Óvissan í rekstrinum „því miður aukist mikið“ Sjá meira