Forréttindi að fá að dvelja fyrir vestan Kjartan Guðmundsson skrifar 3. nóvember 2016 20:00 Kristján Freyr býr og starfar í Reykjavík en kemur til með að dvelja meira fyrir vestan næstu mánuði. Fréttablaðið/Anton Brink „Þetta eru nú kannski ekkert stærri fréttir en þær að Guðjón Valur sé valinn í landsliðið. Hann sagði í viðtali að hann vonaðist til þess að hann væri ekki valinn vegna þess að hann heiti Guðjón Valur heldur vegna þess að hann geti eitthvað í handbolta. Ég tek undir þetta,“ segir Kristján Freyr Halldórsson, nýráðinn rokkstjóri tónlistarhátíðarinnar Aldrei fór ég suður sem fer fram á Ísafirði um páskana ár hvert. Ástæða þess að Kristján Freyr kýs að gera lítið úr fréttagildi ráðningarinnar er í raun sú að hann hefur verið í innsta hring Aldrei fór ég suður allt frá því að hátíðin var fyrst haldin árið 2004, en sjálfur er hann borinn og barnfæddur Hnífsdælingur. „Hingað til hef ég tekið þátt í undirbúningi hátíðarinnar í bakherbergjum, en ákvað nú að taka þeirri áskorun að stýra henni,“ segir Kristján Freyr, sem starfar sem hugmynda- og textasmiður hjá H:N Markaðssamskiptum og tónlistarmaður með hljómsveitunum Prins Póló, Dr. Gunna og fleirum. Hann segir aðstandendur Aldrei fór ég suður hafa unnið að því hörðum höndum að betrumbæta vinnubrögð og skipulag á undirbúningi undanfarin ár og hátíðin hafi vaxið og dafnað í samræmi við það, sem sést meðal annars á því að nú þegar hafa nokkur atriði verið bókuð á næstu hátíð. Kristján vill þó ekki greina frá því að svo stöddu hvaða hljómsveitir og tónleikafólk er um að ræða. „Við erum alltaf að stækka hópinn og þetta er ekki lengur fjögurra eða fimm manna vinaklíka sem sér um allan undirbúning. Við tókum þann pól í hæðina að reyna að dreifa ánægjunni svo enginn myndi brenna út og það er ástæða þess að ég, Birna Jónasdóttir [fráfarandi rokkstjóri], Mugison og fleiri höfum verið í þessu svona lengi. Við höfum fengið svo margar góðar hendur og heila til liðs við okkur. Velvildin sem hátíðin nýtur hjá bæjarbúum og yfirvöldum fyrir vestan er líka alveg ótrúleg og þar eru allir ávallt til í að leggja hönd á plóginn.“ Kristján Freyr býr og starfar í Reykjavík og segist aðspurður líta á það sem forréttindi, sem brottfluttur einstaklingur, að fá að dvelja meira fyrir vestan við ýmiss konar undirbúning fram að næstu hátíð og ekki síst á meðan sjálf hátíðin stendur yfir. „Þetta gerir maður ekki nema maður búi að skilningsríkri fjölskyldu og vinnuveitendum. Ég býst við að verða það mikið fyrir vestan að ég þarf eiginlega að athuga hvort gamla unglingaherbergið mitt sé ekki laust.“ Aldrei fór ég suður Tónlist Mest lesið Sýnilegri í senunni á meðgöngunni Menning Segir Sinatra hafa verið „risavaxinn“ neðan beltis Lífið Það skrítnasta á djamminu: Amfetamín inni á klósetti og fólk að ríða Menning Heitustu pörin í húrrandi jólagír Tíska og hönnun Vann ekki úr nauðguninni og skaddaðist á mænu Lífið Kim mældist með „litla heilavirkni“ Lífið Bílakarókí með Bítinu: „Rændirðu henni?“ Lífið Þau þykja skara fram úr í íslenskri tónlist Tónlist Þetta er fólkið sem fær listamannalaun 2026 Menning Stjörnulífið: Ólétta og ást í 23 ár Lífið Fleiri fréttir Segir Sinatra hafa verið „risavaxinn“ neðan beltis Bílakarókí með Bítinu: „Rændirðu henni?“ „Besta byrjun á desember sem hægt var að hugsa sér“ Radiohead frestar tónleikum sínum í Köben Vann ekki úr nauðguninni og skaddaðist á mænu Kim mældist með „litla heilavirkni“ Fagnaði 35 árum með stæl í Kólumbíu Stjörnulífið: Ólétta og ást í 23 ár Er hægt að njóta kynlífs þrátt fyrir mikla áfallasögu? Fela einhverfu til að passa inn MTV hættir að sýna tónlistarmyndbönd allan sólarhringinn Hvorki síldarævintýri né gervigreind Krakkatían: Pizza, leikhús og þjóðfáni Vill hvetja mæður til að segja eigin sögu Óþægilegt erótískt ljóð Kennedy afhjúpað í framhjáhaldsdeilu Fréttatía vikunnar: Dreki, HúbbaBúbba og verðbólgan Júlí Heiðar og Dísa byrja með hlaðvarp Missti seinni fótinn sex árum eftir þann fyrri Töframaður fann Dimmu heila á húfi Dauða kindin óheppileg byrjun á brúðkaupi Skrautlegur dagur Guðrúnar Hafsteins og Fannars Jólaskreytingin þarf ekki að vera dýr og margt hægt að endurnýta „Lífið hefur ekkert alltaf verið auðvelt“ Norðurslóðastjörnu sagt að frumbyggjaskírteini væri „fals“ Féll niður fimmtán metra á Súlum: „Þetta er bara búið, ég átti gott líf“ Bróðurinn grunaði að Hulda væri hálfsystir þeirra Útgeislun og glæsileiki í húðvörupartýi Verkefnið kom eins og þruma úr heiðskíru lofti og varð Daníel að þegja í heilt ár Óttast að Dimma hafi endað í gini tófunnar Inga Elín hannar fyrir Saga Class Sjá meira
„Þetta eru nú kannski ekkert stærri fréttir en þær að Guðjón Valur sé valinn í landsliðið. Hann sagði í viðtali að hann vonaðist til þess að hann væri ekki valinn vegna þess að hann heiti Guðjón Valur heldur vegna þess að hann geti eitthvað í handbolta. Ég tek undir þetta,“ segir Kristján Freyr Halldórsson, nýráðinn rokkstjóri tónlistarhátíðarinnar Aldrei fór ég suður sem fer fram á Ísafirði um páskana ár hvert. Ástæða þess að Kristján Freyr kýs að gera lítið úr fréttagildi ráðningarinnar er í raun sú að hann hefur verið í innsta hring Aldrei fór ég suður allt frá því að hátíðin var fyrst haldin árið 2004, en sjálfur er hann borinn og barnfæddur Hnífsdælingur. „Hingað til hef ég tekið þátt í undirbúningi hátíðarinnar í bakherbergjum, en ákvað nú að taka þeirri áskorun að stýra henni,“ segir Kristján Freyr, sem starfar sem hugmynda- og textasmiður hjá H:N Markaðssamskiptum og tónlistarmaður með hljómsveitunum Prins Póló, Dr. Gunna og fleirum. Hann segir aðstandendur Aldrei fór ég suður hafa unnið að því hörðum höndum að betrumbæta vinnubrögð og skipulag á undirbúningi undanfarin ár og hátíðin hafi vaxið og dafnað í samræmi við það, sem sést meðal annars á því að nú þegar hafa nokkur atriði verið bókuð á næstu hátíð. Kristján vill þó ekki greina frá því að svo stöddu hvaða hljómsveitir og tónleikafólk er um að ræða. „Við erum alltaf að stækka hópinn og þetta er ekki lengur fjögurra eða fimm manna vinaklíka sem sér um allan undirbúning. Við tókum þann pól í hæðina að reyna að dreifa ánægjunni svo enginn myndi brenna út og það er ástæða þess að ég, Birna Jónasdóttir [fráfarandi rokkstjóri], Mugison og fleiri höfum verið í þessu svona lengi. Við höfum fengið svo margar góðar hendur og heila til liðs við okkur. Velvildin sem hátíðin nýtur hjá bæjarbúum og yfirvöldum fyrir vestan er líka alveg ótrúleg og þar eru allir ávallt til í að leggja hönd á plóginn.“ Kristján Freyr býr og starfar í Reykjavík og segist aðspurður líta á það sem forréttindi, sem brottfluttur einstaklingur, að fá að dvelja meira fyrir vestan við ýmiss konar undirbúning fram að næstu hátíð og ekki síst á meðan sjálf hátíðin stendur yfir. „Þetta gerir maður ekki nema maður búi að skilningsríkri fjölskyldu og vinnuveitendum. Ég býst við að verða það mikið fyrir vestan að ég þarf eiginlega að athuga hvort gamla unglingaherbergið mitt sé ekki laust.“
Aldrei fór ég suður Tónlist Mest lesið Sýnilegri í senunni á meðgöngunni Menning Segir Sinatra hafa verið „risavaxinn“ neðan beltis Lífið Það skrítnasta á djamminu: Amfetamín inni á klósetti og fólk að ríða Menning Heitustu pörin í húrrandi jólagír Tíska og hönnun Vann ekki úr nauðguninni og skaddaðist á mænu Lífið Kim mældist með „litla heilavirkni“ Lífið Bílakarókí með Bítinu: „Rændirðu henni?“ Lífið Þau þykja skara fram úr í íslenskri tónlist Tónlist Þetta er fólkið sem fær listamannalaun 2026 Menning Stjörnulífið: Ólétta og ást í 23 ár Lífið Fleiri fréttir Segir Sinatra hafa verið „risavaxinn“ neðan beltis Bílakarókí með Bítinu: „Rændirðu henni?“ „Besta byrjun á desember sem hægt var að hugsa sér“ Radiohead frestar tónleikum sínum í Köben Vann ekki úr nauðguninni og skaddaðist á mænu Kim mældist með „litla heilavirkni“ Fagnaði 35 árum með stæl í Kólumbíu Stjörnulífið: Ólétta og ást í 23 ár Er hægt að njóta kynlífs þrátt fyrir mikla áfallasögu? Fela einhverfu til að passa inn MTV hættir að sýna tónlistarmyndbönd allan sólarhringinn Hvorki síldarævintýri né gervigreind Krakkatían: Pizza, leikhús og þjóðfáni Vill hvetja mæður til að segja eigin sögu Óþægilegt erótískt ljóð Kennedy afhjúpað í framhjáhaldsdeilu Fréttatía vikunnar: Dreki, HúbbaBúbba og verðbólgan Júlí Heiðar og Dísa byrja með hlaðvarp Missti seinni fótinn sex árum eftir þann fyrri Töframaður fann Dimmu heila á húfi Dauða kindin óheppileg byrjun á brúðkaupi Skrautlegur dagur Guðrúnar Hafsteins og Fannars Jólaskreytingin þarf ekki að vera dýr og margt hægt að endurnýta „Lífið hefur ekkert alltaf verið auðvelt“ Norðurslóðastjörnu sagt að frumbyggjaskírteini væri „fals“ Féll niður fimmtán metra á Súlum: „Þetta er bara búið, ég átti gott líf“ Bróðurinn grunaði að Hulda væri hálfsystir þeirra Útgeislun og glæsileiki í húðvörupartýi Verkefnið kom eins og þruma úr heiðskíru lofti og varð Daníel að þegja í heilt ár Óttast að Dimma hafi endað í gini tófunnar Inga Elín hannar fyrir Saga Class Sjá meira