Forréttindi að fá að dvelja fyrir vestan Kjartan Guðmundsson skrifar 3. nóvember 2016 20:00 Kristján Freyr býr og starfar í Reykjavík en kemur til með að dvelja meira fyrir vestan næstu mánuði. Fréttablaðið/Anton Brink „Þetta eru nú kannski ekkert stærri fréttir en þær að Guðjón Valur sé valinn í landsliðið. Hann sagði í viðtali að hann vonaðist til þess að hann væri ekki valinn vegna þess að hann heiti Guðjón Valur heldur vegna þess að hann geti eitthvað í handbolta. Ég tek undir þetta,“ segir Kristján Freyr Halldórsson, nýráðinn rokkstjóri tónlistarhátíðarinnar Aldrei fór ég suður sem fer fram á Ísafirði um páskana ár hvert. Ástæða þess að Kristján Freyr kýs að gera lítið úr fréttagildi ráðningarinnar er í raun sú að hann hefur verið í innsta hring Aldrei fór ég suður allt frá því að hátíðin var fyrst haldin árið 2004, en sjálfur er hann borinn og barnfæddur Hnífsdælingur. „Hingað til hef ég tekið þátt í undirbúningi hátíðarinnar í bakherbergjum, en ákvað nú að taka þeirri áskorun að stýra henni,“ segir Kristján Freyr, sem starfar sem hugmynda- og textasmiður hjá H:N Markaðssamskiptum og tónlistarmaður með hljómsveitunum Prins Póló, Dr. Gunna og fleirum. Hann segir aðstandendur Aldrei fór ég suður hafa unnið að því hörðum höndum að betrumbæta vinnubrögð og skipulag á undirbúningi undanfarin ár og hátíðin hafi vaxið og dafnað í samræmi við það, sem sést meðal annars á því að nú þegar hafa nokkur atriði verið bókuð á næstu hátíð. Kristján vill þó ekki greina frá því að svo stöddu hvaða hljómsveitir og tónleikafólk er um að ræða. „Við erum alltaf að stækka hópinn og þetta er ekki lengur fjögurra eða fimm manna vinaklíka sem sér um allan undirbúning. Við tókum þann pól í hæðina að reyna að dreifa ánægjunni svo enginn myndi brenna út og það er ástæða þess að ég, Birna Jónasdóttir [fráfarandi rokkstjóri], Mugison og fleiri höfum verið í þessu svona lengi. Við höfum fengið svo margar góðar hendur og heila til liðs við okkur. Velvildin sem hátíðin nýtur hjá bæjarbúum og yfirvöldum fyrir vestan er líka alveg ótrúleg og þar eru allir ávallt til í að leggja hönd á plóginn.“ Kristján Freyr býr og starfar í Reykjavík og segist aðspurður líta á það sem forréttindi, sem brottfluttur einstaklingur, að fá að dvelja meira fyrir vestan við ýmiss konar undirbúning fram að næstu hátíð og ekki síst á meðan sjálf hátíðin stendur yfir. „Þetta gerir maður ekki nema maður búi að skilningsríkri fjölskyldu og vinnuveitendum. Ég býst við að verða það mikið fyrir vestan að ég þarf eiginlega að athuga hvort gamla unglingaherbergið mitt sé ekki laust.“ Aldrei fór ég suður Tónlist Mest lesið Kynntust í Keflavík og gista saman í villu í Kenýa Ferðalög Gefur endurkomu undir fótinn Lífið Enginn í joggingbuxum í París Lífið Maður geti þurft að díla við „konu sem er á túr“ og í vondu skapi Lífið Embla Wigum flytur aftur á Klakann Lífið Bak við tjöld Víkurinnar: Háskalegar aðstæður og hættulegur ferðamaður á hjara veraldar Bíó og sjónvarp Skömminni skilað Gagnrýni Guðrún er með sólarsellurafmagn í sautján fermetra húsi sínu Lífið „Léleg“ hönnun gervigreindar reyndist mannanna verk Menning Helgi Ómars útskrifaður sem heilsumarkþjálfi Lífið Fleiri fréttir Maður geti þurft að díla við „konu sem er á túr“ og í vondu skapi Gefur endurkomu undir fótinn Enginn í joggingbuxum í París Guðrún er með sólarsellurafmagn í sautján fermetra húsi sínu Embla Wigum flytur aftur á Klakann Helgi Ómars útskrifaður sem heilsumarkþjálfi Stelur af Sigga Bond: „Þá ætla ég að tala við Hannes Hólmstein“ „Finn ekki fyrir pressu“ Þórunn Elísabet og Jón selja í Vesturbænum Götulistamaðurinn Jójó látinn Hvernig er best að byggja upp traust? Þótti ekki viðeigandi að gefa fagaðilum gervitittlinga „Guð skapaði þig og hann gerir ekki mistök“ „Finnst við oft gleyma þeim sem geta ekki tjáð sig“ Dreymir um að finna fólkið sem gaf hana frá sér Krúttlegustu áheyrnarprufur ársins Kossaflens á klúbbnum Sjóðheitar skvísur í hvolpajóga brutu næstum Internetið Sárþjáður Eyfi sendur með sjúkrabíl og skellt í aðgerð „Hálfur áratugur með þér my love“ Herra stal hundi Sunnevu og tók með í Bannað að hlæja Enn veldur Britney áhyggjum „Ég er tilbúin að vera þetta ofurpar sem okkur er ætlað að verða“ Trúlofuðu sig í laxveiði Höfundur hinna erótísku Rutshire Chronicles-bóka látinn Áróðursvélar Netanjahús séu á fullu blasti í Eurovision Stjörnulífið: „Mesta milf Íslands“ „Ég hef tapað vinum á því að eiga peninga“ Sonur Tinu Turner látinn Óraunverulegt að kaupa íbúð í miðborg London Sjá meira
„Þetta eru nú kannski ekkert stærri fréttir en þær að Guðjón Valur sé valinn í landsliðið. Hann sagði í viðtali að hann vonaðist til þess að hann væri ekki valinn vegna þess að hann heiti Guðjón Valur heldur vegna þess að hann geti eitthvað í handbolta. Ég tek undir þetta,“ segir Kristján Freyr Halldórsson, nýráðinn rokkstjóri tónlistarhátíðarinnar Aldrei fór ég suður sem fer fram á Ísafirði um páskana ár hvert. Ástæða þess að Kristján Freyr kýs að gera lítið úr fréttagildi ráðningarinnar er í raun sú að hann hefur verið í innsta hring Aldrei fór ég suður allt frá því að hátíðin var fyrst haldin árið 2004, en sjálfur er hann borinn og barnfæddur Hnífsdælingur. „Hingað til hef ég tekið þátt í undirbúningi hátíðarinnar í bakherbergjum, en ákvað nú að taka þeirri áskorun að stýra henni,“ segir Kristján Freyr, sem starfar sem hugmynda- og textasmiður hjá H:N Markaðssamskiptum og tónlistarmaður með hljómsveitunum Prins Póló, Dr. Gunna og fleirum. Hann segir aðstandendur Aldrei fór ég suður hafa unnið að því hörðum höndum að betrumbæta vinnubrögð og skipulag á undirbúningi undanfarin ár og hátíðin hafi vaxið og dafnað í samræmi við það, sem sést meðal annars á því að nú þegar hafa nokkur atriði verið bókuð á næstu hátíð. Kristján vill þó ekki greina frá því að svo stöddu hvaða hljómsveitir og tónleikafólk er um að ræða. „Við erum alltaf að stækka hópinn og þetta er ekki lengur fjögurra eða fimm manna vinaklíka sem sér um allan undirbúning. Við tókum þann pól í hæðina að reyna að dreifa ánægjunni svo enginn myndi brenna út og það er ástæða þess að ég, Birna Jónasdóttir [fráfarandi rokkstjóri], Mugison og fleiri höfum verið í þessu svona lengi. Við höfum fengið svo margar góðar hendur og heila til liðs við okkur. Velvildin sem hátíðin nýtur hjá bæjarbúum og yfirvöldum fyrir vestan er líka alveg ótrúleg og þar eru allir ávallt til í að leggja hönd á plóginn.“ Kristján Freyr býr og starfar í Reykjavík og segist aðspurður líta á það sem forréttindi, sem brottfluttur einstaklingur, að fá að dvelja meira fyrir vestan við ýmiss konar undirbúning fram að næstu hátíð og ekki síst á meðan sjálf hátíðin stendur yfir. „Þetta gerir maður ekki nema maður búi að skilningsríkri fjölskyldu og vinnuveitendum. Ég býst við að verða það mikið fyrir vestan að ég þarf eiginlega að athuga hvort gamla unglingaherbergið mitt sé ekki laust.“
Aldrei fór ég suður Tónlist Mest lesið Kynntust í Keflavík og gista saman í villu í Kenýa Ferðalög Gefur endurkomu undir fótinn Lífið Enginn í joggingbuxum í París Lífið Maður geti þurft að díla við „konu sem er á túr“ og í vondu skapi Lífið Embla Wigum flytur aftur á Klakann Lífið Bak við tjöld Víkurinnar: Háskalegar aðstæður og hættulegur ferðamaður á hjara veraldar Bíó og sjónvarp Skömminni skilað Gagnrýni Guðrún er með sólarsellurafmagn í sautján fermetra húsi sínu Lífið „Léleg“ hönnun gervigreindar reyndist mannanna verk Menning Helgi Ómars útskrifaður sem heilsumarkþjálfi Lífið Fleiri fréttir Maður geti þurft að díla við „konu sem er á túr“ og í vondu skapi Gefur endurkomu undir fótinn Enginn í joggingbuxum í París Guðrún er með sólarsellurafmagn í sautján fermetra húsi sínu Embla Wigum flytur aftur á Klakann Helgi Ómars útskrifaður sem heilsumarkþjálfi Stelur af Sigga Bond: „Þá ætla ég að tala við Hannes Hólmstein“ „Finn ekki fyrir pressu“ Þórunn Elísabet og Jón selja í Vesturbænum Götulistamaðurinn Jójó látinn Hvernig er best að byggja upp traust? Þótti ekki viðeigandi að gefa fagaðilum gervitittlinga „Guð skapaði þig og hann gerir ekki mistök“ „Finnst við oft gleyma þeim sem geta ekki tjáð sig“ Dreymir um að finna fólkið sem gaf hana frá sér Krúttlegustu áheyrnarprufur ársins Kossaflens á klúbbnum Sjóðheitar skvísur í hvolpajóga brutu næstum Internetið Sárþjáður Eyfi sendur með sjúkrabíl og skellt í aðgerð „Hálfur áratugur með þér my love“ Herra stal hundi Sunnevu og tók með í Bannað að hlæja Enn veldur Britney áhyggjum „Ég er tilbúin að vera þetta ofurpar sem okkur er ætlað að verða“ Trúlofuðu sig í laxveiði Höfundur hinna erótísku Rutshire Chronicles-bóka látinn Áróðursvélar Netanjahús séu á fullu blasti í Eurovision Stjörnulífið: „Mesta milf Íslands“ „Ég hef tapað vinum á því að eiga peninga“ Sonur Tinu Turner látinn Óraunverulegt að kaupa íbúð í miðborg London Sjá meira
Bak við tjöld Víkurinnar: Háskalegar aðstæður og hættulegur ferðamaður á hjara veraldar Bíó og sjónvarp
Bak við tjöld Víkurinnar: Háskalegar aðstæður og hættulegur ferðamaður á hjara veraldar Bíó og sjónvarp