Vill hefja stjórnarmyndunarviðræður í næstu viku Höskuldur Kári Schram skrifar 3. nóvember 2016 19:12 Bjarni Benediktsson fundaði með forystumönnum Vinstri grænna, Pírata, Viðreisnar, Bjartrar framtíðar og Samfylkingar í Ráðherrabústaðnum í dag. Fundur Bjarna með Katrínu Jakobsdóttur, formanni Vinstri grænna, stóð í tvær klukkustundir og einnig fundur hans með formönnum Viðreisnar og Bjartrar framtíðar. Bjarni fundaði með forystumönnum Pírata í rúma klukkustund en fundur hans með Loga Einarssyni formanni Samfylkingar tók hálftíma. „Þessi dagur var ágætur til þess að spjalla við forystu allra flokka um stöðuna. Mér fannst mikið gagn af því fyrir mig upp á framhaldið. Ég er enn vongóður um að það sé hægt að mynda hér sterka ríkisstjórn en við höfum ekki hafið stjórnarmyndunarviðræður við neinn,“ sagði Bjarni Benediktsson að loknum fundarhöldum í dag. „Við höfum átt mest málefnalegar viðræður við Framsóknarflokkinn í fyrsta lagi, Viðreisn og Bjarta framtíð í öðru lagi og Vinstri græna í þriðja lagi. Auðvitað er það ljóst í viðræðum við Vinstri græna að það ber langmest í milli. En ég hef verið að velta því upp hvort að þau atriði þar sem mest ber í milli séu þau mál sem helst verði á dagskrá á næstu árum. Það er ekki endilega augljóst,“ segir Bjarni. Hann er vongóður um að hægt verði að hefja formlegar stjórnarmyndunarviðræður í byrjun næstu viku. „Ég ætla að gera forseta Íslands grein fyrir því hver staðan er. Ég mun ræða málin við þingflokkinn. Ég verð að gefa mér einhverja daga kannski helgina aðeins til þess að hugsa. Mögulega eiga einhver samtöl. Svo eftir helgi væri þá orðið tímabært að láta reyna á það hvort menn vilja taka samtalið eitthvað lengra. Þá á enn eftir að taka málefnalega ágreininginn allan og slípa það niður og sjá hvort eitthvað gott kemur út úr því,“ segir Bjarni. Mest lesið Veðurvaktin: Allt á kafi í snjó á metdegi Veður Karlmaður lést í Bláa lóninu Innlent Myndskeiðið segi ekki alla söguna Innlent „Alveg brjálaður yfir því að hann sé að hjóla á götunni“ Innlent Vélfagsmönnum heitt í hamsi á fundi Viðreisnar Innlent Reynsluboltum sagt upp í skugga ráðgjafabruðls Innlent Fundinum lokið án niðurstöðu Innlent Ungur Miðflokksmaður gengst við rasisma og segir af sér Innlent Flugmaðurinn sem fórst millilenti oft í Reykjavík Innlent Svona lítur fyrsti húsnæðispakki ríkisstjórnarinnar út Innlent Fleiri fréttir Útlit fyrir nauman sigur frjálslyndra og fyrsta samkynheigða forsætisráðherra landsins Létu sleðaveðrið ekki fram hjá sér fara Séreignarleiðin gerð varanleg og nýtist til tíu ára Myndskeiðið segi ekki alla söguna Vinstri grænir í Reykjavík gagnrýna leikskólaplan borgarinnar Reynsluboltum sagt upp í skugga ráðgjafabruðls Þúsundir nýrra íbúða og óvissu eytt: „Verið að einfalda og hagræða“ „Alveg brjálaður yfir því að hann sé að hjóla á götunni“ Fólk sæki um námsmannaleyfi í annarlegum tilgangi Aðgerðir í húsnæðismálum og þung stemning hjá ríkislögreglustjóra Ekið á unga stúlku á Ásbrú Skjálfti í Bárðarbungu mældist um fjórir að stærð Boða róttækar breytingar á byggingarreglugerð Draga úr skattfrelsi fólks sem safnar íbúðum Svona lítur fyrsti húsnæðispakki ríkisstjórnarinnar út Vandræðamál hjá Hafró og Landspítala bera af í fjölda og kostnaði Snjóhengjur geti skapað hættu Tugir ökumanna í vandræðum á Suðurnesjum Vélfagsmönnum heitt í hamsi á fundi Viðreisnar Góður grunnur en ekki nóg til að opna Þurftu að halda peppfund á lygilegum óhappadegi Lokuðu veginum um Kjalarnes vegna veðurs Fundinum lokið án niðurstöðu Kynna fyrsta húsnæðispakka ríkisstjórnarinnar Leita konu sem ók á konu og stakk af Metfjöldi árekstra í ófærðinni í gær og Vélfagsmenn tóku yfir fund Viðreisnar „Græna gímaldið“ fer ekki fet Gera ekki tilkall til höfuðborgartitils þótt Akureyri verði borg Hóflega bjartsýnn á viðræður dagsins Lögreglumenn hundfúlir með bruðl ríkislögreglustjóra Sjá meira
Bjarni Benediktsson fundaði með forystumönnum Vinstri grænna, Pírata, Viðreisnar, Bjartrar framtíðar og Samfylkingar í Ráðherrabústaðnum í dag. Fundur Bjarna með Katrínu Jakobsdóttur, formanni Vinstri grænna, stóð í tvær klukkustundir og einnig fundur hans með formönnum Viðreisnar og Bjartrar framtíðar. Bjarni fundaði með forystumönnum Pírata í rúma klukkustund en fundur hans með Loga Einarssyni formanni Samfylkingar tók hálftíma. „Þessi dagur var ágætur til þess að spjalla við forystu allra flokka um stöðuna. Mér fannst mikið gagn af því fyrir mig upp á framhaldið. Ég er enn vongóður um að það sé hægt að mynda hér sterka ríkisstjórn en við höfum ekki hafið stjórnarmyndunarviðræður við neinn,“ sagði Bjarni Benediktsson að loknum fundarhöldum í dag. „Við höfum átt mest málefnalegar viðræður við Framsóknarflokkinn í fyrsta lagi, Viðreisn og Bjarta framtíð í öðru lagi og Vinstri græna í þriðja lagi. Auðvitað er það ljóst í viðræðum við Vinstri græna að það ber langmest í milli. En ég hef verið að velta því upp hvort að þau atriði þar sem mest ber í milli séu þau mál sem helst verði á dagskrá á næstu árum. Það er ekki endilega augljóst,“ segir Bjarni. Hann er vongóður um að hægt verði að hefja formlegar stjórnarmyndunarviðræður í byrjun næstu viku. „Ég ætla að gera forseta Íslands grein fyrir því hver staðan er. Ég mun ræða málin við þingflokkinn. Ég verð að gefa mér einhverja daga kannski helgina aðeins til þess að hugsa. Mögulega eiga einhver samtöl. Svo eftir helgi væri þá orðið tímabært að láta reyna á það hvort menn vilja taka samtalið eitthvað lengra. Þá á enn eftir að taka málefnalega ágreininginn allan og slípa það niður og sjá hvort eitthvað gott kemur út úr því,“ segir Bjarni.
Mest lesið Veðurvaktin: Allt á kafi í snjó á metdegi Veður Karlmaður lést í Bláa lóninu Innlent Myndskeiðið segi ekki alla söguna Innlent „Alveg brjálaður yfir því að hann sé að hjóla á götunni“ Innlent Vélfagsmönnum heitt í hamsi á fundi Viðreisnar Innlent Reynsluboltum sagt upp í skugga ráðgjafabruðls Innlent Fundinum lokið án niðurstöðu Innlent Ungur Miðflokksmaður gengst við rasisma og segir af sér Innlent Flugmaðurinn sem fórst millilenti oft í Reykjavík Innlent Svona lítur fyrsti húsnæðispakki ríkisstjórnarinnar út Innlent Fleiri fréttir Útlit fyrir nauman sigur frjálslyndra og fyrsta samkynheigða forsætisráðherra landsins Létu sleðaveðrið ekki fram hjá sér fara Séreignarleiðin gerð varanleg og nýtist til tíu ára Myndskeiðið segi ekki alla söguna Vinstri grænir í Reykjavík gagnrýna leikskólaplan borgarinnar Reynsluboltum sagt upp í skugga ráðgjafabruðls Þúsundir nýrra íbúða og óvissu eytt: „Verið að einfalda og hagræða“ „Alveg brjálaður yfir því að hann sé að hjóla á götunni“ Fólk sæki um námsmannaleyfi í annarlegum tilgangi Aðgerðir í húsnæðismálum og þung stemning hjá ríkislögreglustjóra Ekið á unga stúlku á Ásbrú Skjálfti í Bárðarbungu mældist um fjórir að stærð Boða róttækar breytingar á byggingarreglugerð Draga úr skattfrelsi fólks sem safnar íbúðum Svona lítur fyrsti húsnæðispakki ríkisstjórnarinnar út Vandræðamál hjá Hafró og Landspítala bera af í fjölda og kostnaði Snjóhengjur geti skapað hættu Tugir ökumanna í vandræðum á Suðurnesjum Vélfagsmönnum heitt í hamsi á fundi Viðreisnar Góður grunnur en ekki nóg til að opna Þurftu að halda peppfund á lygilegum óhappadegi Lokuðu veginum um Kjalarnes vegna veðurs Fundinum lokið án niðurstöðu Kynna fyrsta húsnæðispakka ríkisstjórnarinnar Leita konu sem ók á konu og stakk af Metfjöldi árekstra í ófærðinni í gær og Vélfagsmenn tóku yfir fund Viðreisnar „Græna gímaldið“ fer ekki fet Gera ekki tilkall til höfuðborgartitils þótt Akureyri verði borg Hóflega bjartsýnn á viðræður dagsins Lögreglumenn hundfúlir með bruðl ríkislögreglustjóra Sjá meira