Þjónusta við Breiðhyltinga til skoðunar hjá lögreglu Bjarki Ármannsson skrifar 5. nóvember 2016 13:41 Málefni Efra-Breiðholts hafa verið í brennidepli í vikunni eftir að svört mynd var dregin upp af hverfinu í nýrri skýrslu Rauða krossins um hagi lakast settu íbúa Reykjavíkur. Vísir/GVA Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu segist ætla að skoða ítarlega hvernig eftirliti í Fellahverfi í Breiðholti er háttað í kjölfar fréttar Fréttablaðsins í dag um málefni hverfisins. Þar sagðist erlendur verslunareigandi í Fellahverfi ítrekað hafa óskað eftir aðstoð lögreglu vegna fíkniefnaviðskipta í grennd við verslun sína án árangurs. „Við hringjum í lögregluna og hún kemur ekki. Ég hef stundum hringt allt að sjö sinnum og ef þeir koma er það eftir þrjár klukkustundir,“ er haft eftir verslunareigandanum, sem vildi ekki koma fram undir nafni. Hann segist farinn að halda að lögreglan sinni honum síður þar sem hann er útlendingur.Afskiptaleysi lögreglunnar veldur viðmælendum áhyggjum í frétt Fréttablaðsins í dag.Vísir/EyþórÞá er rætt við starfsmann Gamla kaffihússins sem tekur undir orð verslunareigandans um afskiptaleysi lögreglunnar gagnvart hverfinu. Málefni Efra-Breiðholts hafa verið í brennidepli í vikunni eftir að svört mynd var dregin upp af hverfinu í nýrri skýrslu Rauða krossins um hagi lakast settu íbúa Reykjavíkur.Sjá einnig: Lögregla sögð hunsa Fellahverfi Í tilkynningu sem lögreglan á höfuðborgarsvæðinu sendi frá sér til fjölmiðla fyrir stuttu segir að embættið taki gagnrýnina sem fram kemur í fréttinni mjög alvarlega. „Lögreglan hefur verið í nánu sambandi við hverfasamtökin á svæðinu og mun skoða ítarlega hvernig eftirliti lögreglu í hverfinu er háttað og hvort hægt sé að gera betur í þeim efnum,“ segir í tilkynningunni. „Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu leggur áherslu á að þjóna öllum íbúum í umdæminu með sama hætti og þar eru Breiðhyltingar svo sannarlega ekki undanskildir.“ Í tilkynningunni er því jafnframt alfarið vísað á bug að lögreglan geri greinarmun á fólki eftir þjóðerni. Tengdar fréttir Mikið um félagsleg vandamál í Breiðholti Svört mynd er dregin upp af Efra-Breiðholti í nýrri skýrslu Rauða krossins 4. nóvember 2016 08:00 Lögregla sögð hunsa Fellahverfi Erlendur verslunareigandi í Fellahverfi segir lögregluna sinna símtölum þaðan illa. Íbúar telja að þótt unnið sé öflugt starf vegna félagslegra vandamála sem hafa einkennt hverfið lengi þurfi meira fé og betri úrræði. 5. nóvember 2016 07:00 Mest lesið Stúlka í sjóinn við Reynisfjöru Innlent Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Innlent Stóra tjaldið fellt og hætt við brennuna vegna óveðurs Innlent Stúlka flutt á sjúkrahús eftir fall í sjóinn við Reynisfjöru Innlent Að bugast á hálf nöktum ferðamönnum og beita sektum Erlent „Það var töluvert verra veður en spáin sagði“ Innlent „Varla gangfær“ og „skulfu eins og hríslur“ Innlent „Fordæmalaus hitabylgja“ leikur Skandínava grátt Erlent Aldrei upplifað annað eins: „Það eru öll stígvél á þessari eyju uppseld“ Innlent Herjólfur siglir ekki meira í dag Innlent Fleiri fréttir Fagna afmæli virkjunar sem sökkti sveitajörðum en rafvæddi síldarbæ Kvenfólkið í Eyjum bjargaði deginum Skinkur og Sykurpabbar skemmta sér á Egilsstöðum Blússandi stemning á harmonikkuhátíð á Borg Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Aldrei upplifað annað eins: „Það eru öll stígvél á þessari eyju uppseld“ Stígvélaskortur í Eyjum og brekkusöngur í Kópavogi Þjóðhátíðarbrennunni frestað til sunnudags Stúlka flutt á sjúkrahús eftir fall í sjóinn við Reynisfjöru Herjólfur siglir ekki meira í dag Stúlka í sjóinn við Reynisfjöru „Varla gangfær“ og „skulfu eins og hríslur“ Verbúðarstemning á Hjalteyri og nóg af ástarpungum fyrir alla Mannmergð vildi sjá fyrsta konunglega breska gestinn Óveður í Eyjum og verbúðarstemning á Hjalteyri Hnífurinn reyndist grilltangir „Það var töluvert verra veður en spáin sagði“ Hávaðarok á Snæfellsnesi og Faxaflóa Læti í miðbænum og í veðrinu Stóra tjaldið fellt og hætt við brennuna vegna óveðurs Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Opnun Samverks á Hellu fagnað „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Þjóðarpúls Gallups: Kristrún og Þorgerður gætu myndað meirihluta án Flokks fólksins „Ég upplifi þetta sem mikinn yfirgang og ofbeldi“ Íbúar við Þjórsá æfir og þrumuveður um Versló Handtekinn með reipi um hálsinn eftir ofsaakstur á flugbraut undir áhrifum fíkniefna Búast við þrumuveðri og vatnavöxtum Ný verðskrá kindakjöts vonbrigði fyrir sauðfjárbændur Sjá meira
Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu segist ætla að skoða ítarlega hvernig eftirliti í Fellahverfi í Breiðholti er háttað í kjölfar fréttar Fréttablaðsins í dag um málefni hverfisins. Þar sagðist erlendur verslunareigandi í Fellahverfi ítrekað hafa óskað eftir aðstoð lögreglu vegna fíkniefnaviðskipta í grennd við verslun sína án árangurs. „Við hringjum í lögregluna og hún kemur ekki. Ég hef stundum hringt allt að sjö sinnum og ef þeir koma er það eftir þrjár klukkustundir,“ er haft eftir verslunareigandanum, sem vildi ekki koma fram undir nafni. Hann segist farinn að halda að lögreglan sinni honum síður þar sem hann er útlendingur.Afskiptaleysi lögreglunnar veldur viðmælendum áhyggjum í frétt Fréttablaðsins í dag.Vísir/EyþórÞá er rætt við starfsmann Gamla kaffihússins sem tekur undir orð verslunareigandans um afskiptaleysi lögreglunnar gagnvart hverfinu. Málefni Efra-Breiðholts hafa verið í brennidepli í vikunni eftir að svört mynd var dregin upp af hverfinu í nýrri skýrslu Rauða krossins um hagi lakast settu íbúa Reykjavíkur.Sjá einnig: Lögregla sögð hunsa Fellahverfi Í tilkynningu sem lögreglan á höfuðborgarsvæðinu sendi frá sér til fjölmiðla fyrir stuttu segir að embættið taki gagnrýnina sem fram kemur í fréttinni mjög alvarlega. „Lögreglan hefur verið í nánu sambandi við hverfasamtökin á svæðinu og mun skoða ítarlega hvernig eftirliti lögreglu í hverfinu er háttað og hvort hægt sé að gera betur í þeim efnum,“ segir í tilkynningunni. „Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu leggur áherslu á að þjóna öllum íbúum í umdæminu með sama hætti og þar eru Breiðhyltingar svo sannarlega ekki undanskildir.“ Í tilkynningunni er því jafnframt alfarið vísað á bug að lögreglan geri greinarmun á fólki eftir þjóðerni.
Tengdar fréttir Mikið um félagsleg vandamál í Breiðholti Svört mynd er dregin upp af Efra-Breiðholti í nýrri skýrslu Rauða krossins 4. nóvember 2016 08:00 Lögregla sögð hunsa Fellahverfi Erlendur verslunareigandi í Fellahverfi segir lögregluna sinna símtölum þaðan illa. Íbúar telja að þótt unnið sé öflugt starf vegna félagslegra vandamála sem hafa einkennt hverfið lengi þurfi meira fé og betri úrræði. 5. nóvember 2016 07:00 Mest lesið Stúlka í sjóinn við Reynisfjöru Innlent Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Innlent Stóra tjaldið fellt og hætt við brennuna vegna óveðurs Innlent Stúlka flutt á sjúkrahús eftir fall í sjóinn við Reynisfjöru Innlent Að bugast á hálf nöktum ferðamönnum og beita sektum Erlent „Það var töluvert verra veður en spáin sagði“ Innlent „Varla gangfær“ og „skulfu eins og hríslur“ Innlent „Fordæmalaus hitabylgja“ leikur Skandínava grátt Erlent Aldrei upplifað annað eins: „Það eru öll stígvél á þessari eyju uppseld“ Innlent Herjólfur siglir ekki meira í dag Innlent Fleiri fréttir Fagna afmæli virkjunar sem sökkti sveitajörðum en rafvæddi síldarbæ Kvenfólkið í Eyjum bjargaði deginum Skinkur og Sykurpabbar skemmta sér á Egilsstöðum Blússandi stemning á harmonikkuhátíð á Borg Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Aldrei upplifað annað eins: „Það eru öll stígvél á þessari eyju uppseld“ Stígvélaskortur í Eyjum og brekkusöngur í Kópavogi Þjóðhátíðarbrennunni frestað til sunnudags Stúlka flutt á sjúkrahús eftir fall í sjóinn við Reynisfjöru Herjólfur siglir ekki meira í dag Stúlka í sjóinn við Reynisfjöru „Varla gangfær“ og „skulfu eins og hríslur“ Verbúðarstemning á Hjalteyri og nóg af ástarpungum fyrir alla Mannmergð vildi sjá fyrsta konunglega breska gestinn Óveður í Eyjum og verbúðarstemning á Hjalteyri Hnífurinn reyndist grilltangir „Það var töluvert verra veður en spáin sagði“ Hávaðarok á Snæfellsnesi og Faxaflóa Læti í miðbænum og í veðrinu Stóra tjaldið fellt og hætt við brennuna vegna óveðurs Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Opnun Samverks á Hellu fagnað „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Þjóðarpúls Gallups: Kristrún og Þorgerður gætu myndað meirihluta án Flokks fólksins „Ég upplifi þetta sem mikinn yfirgang og ofbeldi“ Íbúar við Þjórsá æfir og þrumuveður um Versló Handtekinn með reipi um hálsinn eftir ofsaakstur á flugbraut undir áhrifum fíkniefna Búast við þrumuveðri og vatnavöxtum Ný verðskrá kindakjöts vonbrigði fyrir sauðfjárbændur Sjá meira
Mikið um félagsleg vandamál í Breiðholti Svört mynd er dregin upp af Efra-Breiðholti í nýrri skýrslu Rauða krossins 4. nóvember 2016 08:00
Lögregla sögð hunsa Fellahverfi Erlendur verslunareigandi í Fellahverfi segir lögregluna sinna símtölum þaðan illa. Íbúar telja að þótt unnið sé öflugt starf vegna félagslegra vandamála sem hafa einkennt hverfið lengi þurfi meira fé og betri úrræði. 5. nóvember 2016 07:00