Lögregla sögð hunsa Fellahverfi Sæunn Gísladóttir skrifar 5. nóvember 2016 07:00 Afskiptaleysi lögreglunnar veldur viðmælendum Fréttablaðsins áhyggjum. vísir/eyþór „Við hringum í lögregluna og hún kemur ekki. Ég hef stundum hringt allt að sjö sinnum og ef þeir koma er það eftir þrjár klukkustundir. Það er erfitt að reka verslun undir þessum kringumstæðum.“ Þetta segir erlendur verslunareigandi í Fellahverfi í Breiðholtinu. Verslunareigandinn, sem vill ekki koma fram undir nafni, segir að nálægt sér sé vinsæll staður til að taka og selja fíkniefni en þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir til að gera lögreglunni viðvart um vandamálið haldi það áfram. Hann sé farinn að halda að það sé vegna þess að hann sé útlendingur. „Ef Íslendingar hringja held ég að löggan komi frekar,“ segir verslunareigandinn.Halldóra Björg Gunnlaugsdóttir leikskólastjóri í Holti.Mynd/HBGNý skýrsla Rauða krossins um hagi lakast settu íbúa Reykjavíkurborgar hefur verið í brennidepli nýlega, en í henni er svört mynd dregin upp af Efra-Breiðholti. Hverfið er sagt láglaunasvæði með mikla fátækt, mörg þjóðarbrot og mikil félagsleg vandamál. Þá búi margar ómenntaðar, ungar, fátækar mæður í hverfinu en sístur sé hagur erlends fólks í láglaunastörfum. Íbúar og starfandi fólk í Fellahverfi sem Fréttablaðið ræddi við í gær segir góða hluti vera gerða til að bæta úr félagslegu vandamálunum sem hafa einkennt hverfið í áratugi. Þörf sé þó á að gera meira. Helen Halldórsdóttir, sem starfar hjá Gamla kaffihúsinu, segir að margir innflytjendur hafi nánast engan stuðning. „Þeim er kastað hér út og það er ekki stuðningsnet í kringum þetta fólk. Það verður til þess að fólk hópar sig saman eftir þjóðernum. Það þarf að veita miklu meiri þjónustu og eftirfylgni fyrir þennan hóp.“Viðmælendur Fréttablaðsins sögðu öflugt þjónustustarf unnið í hverfinu.vísir/eyþórHelen tekur undir orð verslunareigandans um afskiptaleysi lögreglunnar gagnvart hverfinu. „Lögreglan er ekki mjög upprifin yfir að koma hingað, þeir vita að þessi gengi grassera hérna, en það er ekkert eftirlit.“ Halldóra Björg Gunnlaugsdóttir, leikskólastjóri í Holti, segir vandann fjölþættan en segist ekki sammála því að allt sé í volæði í Fellahverfinu. „Það er margt gott starf að eiga sér stað og búið að eiga sér stað hérna.“ Hún segir þó hverfið vera þungt og vera búið að vera það lengi. „Aðalvandamálið hjá okkur að mínu mati er að okkur vantar meira fagmenntað fólk. Við þurfum að vera með sem mest af fagmenntuðu fólki vegna þess að hér er staðan svo flókin. Það er mikið álag í skólanum hérna. Það er ekki hægt að bera saman leikskólann Holt við leikskóla í Vesturbænum þar sem er eitt barn af erlendum uppruna,“ segir Halldóra. Að mati Halldóru einkennir meiri fátækt ekki hverfið en áður en bæta þurfi félagsþjónustuna þar. „Það þarf fleiri starfsmenn í Þjónustumiðstöð Breiðholts til að sinna því sem þarf að sinna, en það eru alltaf þessir peningar sem eru að þvælast fyrir öllu,“ segir Halldóra.Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu Birtist í Fréttablaðinu Tengdar fréttir Mikið um félagsleg vandamál í Breiðholti Svört mynd er dregin upp af Efra-Breiðholti í nýrri skýrslu Rauða krossins 4. nóvember 2016 08:00 Mest lesið Óvissa uppi um „stóra og fallega“ frumvarpið og Musk hótar hefndum Erlent Stjórnarformaðurinn segir stund sannleikans runna upp fyrir Eurovision Innlent „Þetta er ekkert líf“ Innlent Læknanemar látnir borga hagræðingarbrúsann Innlent „Þetta er komið út fyrir öll mörk“ Innlent Skipt um lás hjá Sósíalistaflokknum Innlent Ragna yfirgefur Alþingi mánuði fyrr en áætlað var Innlent Mikill minnihluti telur stjórnarandstöðuna standa sig vel Innlent Með barnaníðsefni í símanum þegar hann var „laminn í stöppu“ Innlent Nemendur greiði tuttugu þúsund krónum meira í Strætó en starfsfólk Innlent Fleiri fréttir „Miklar áhyggjur að EBU haldi áfram að lifa tvöföldu siðgæði“ Landris heldur áfram í Svartsengi Með barnaníðsefni í símanum þegar hann var „laminn í stöppu“ Samstöðin hafi aldrei verið í hættu „Þetta er komið út fyrir öll mörk“ „Held að þau átti sig ekki á því hvað þetta skiptir okkur miklu máli“ Læknanemar fái víst launahækkun Prófessor segir málþófið komið út fyrir öll mörk Bundið slitlag að fossinum Dynjanda í næsta mánuði Ragna yfirgefur Alþingi mánuði fyrr en áætlað var Mikill minnihluti telur stjórnarandstöðuna standa sig vel Stjórnarformaðurinn segir stund sannleikans runna upp fyrir Eurovision Ræddu veiðigjaldið til hálf þrjú í nótt Foreldrar fjölbura fá lengra fæðingarorlof Læknanemar látnir borga hagræðingarbrúsann Náðu með markaðsátaki að lokka til sín fleiri smærri leiðangursskip Skipt um lás hjá Sósíalistaflokknum Nemendur greiði tuttugu þúsund krónum meira í Strætó en starfsfólk Sanna og Gunnar Smári höfðu betur á æsingarfundi Annað útkall vegna strandveiðibáts úti fyrir Patreksfirði „Þetta er ekkert líf“ Umræða um veiðigjöldin orðin sú þriðja lengsta Óprúttinn aðili rispaði tíu bíla á Seltjarnarnesi Fylkingarnar safna liði og ásakanir ganga á víxl: Stefnir í átök í Bolholti Líf í biðstöðu og hitafundur sósíalista Strandveiðisjómaður lést Deila um Suðurnesjalínu 2 fer beint í Hæstarétt Áslaug Arna farin í frí en enginn tekinn við Sviptur prófinu eftir að hafa ekið á 185 Ældi í rútunni og réðst svo á bílstjórann Sjá meira
„Við hringum í lögregluna og hún kemur ekki. Ég hef stundum hringt allt að sjö sinnum og ef þeir koma er það eftir þrjár klukkustundir. Það er erfitt að reka verslun undir þessum kringumstæðum.“ Þetta segir erlendur verslunareigandi í Fellahverfi í Breiðholtinu. Verslunareigandinn, sem vill ekki koma fram undir nafni, segir að nálægt sér sé vinsæll staður til að taka og selja fíkniefni en þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir til að gera lögreglunni viðvart um vandamálið haldi það áfram. Hann sé farinn að halda að það sé vegna þess að hann sé útlendingur. „Ef Íslendingar hringja held ég að löggan komi frekar,“ segir verslunareigandinn.Halldóra Björg Gunnlaugsdóttir leikskólastjóri í Holti.Mynd/HBGNý skýrsla Rauða krossins um hagi lakast settu íbúa Reykjavíkurborgar hefur verið í brennidepli nýlega, en í henni er svört mynd dregin upp af Efra-Breiðholti. Hverfið er sagt láglaunasvæði með mikla fátækt, mörg þjóðarbrot og mikil félagsleg vandamál. Þá búi margar ómenntaðar, ungar, fátækar mæður í hverfinu en sístur sé hagur erlends fólks í láglaunastörfum. Íbúar og starfandi fólk í Fellahverfi sem Fréttablaðið ræddi við í gær segir góða hluti vera gerða til að bæta úr félagslegu vandamálunum sem hafa einkennt hverfið í áratugi. Þörf sé þó á að gera meira. Helen Halldórsdóttir, sem starfar hjá Gamla kaffihúsinu, segir að margir innflytjendur hafi nánast engan stuðning. „Þeim er kastað hér út og það er ekki stuðningsnet í kringum þetta fólk. Það verður til þess að fólk hópar sig saman eftir þjóðernum. Það þarf að veita miklu meiri þjónustu og eftirfylgni fyrir þennan hóp.“Viðmælendur Fréttablaðsins sögðu öflugt þjónustustarf unnið í hverfinu.vísir/eyþórHelen tekur undir orð verslunareigandans um afskiptaleysi lögreglunnar gagnvart hverfinu. „Lögreglan er ekki mjög upprifin yfir að koma hingað, þeir vita að þessi gengi grassera hérna, en það er ekkert eftirlit.“ Halldóra Björg Gunnlaugsdóttir, leikskólastjóri í Holti, segir vandann fjölþættan en segist ekki sammála því að allt sé í volæði í Fellahverfinu. „Það er margt gott starf að eiga sér stað og búið að eiga sér stað hérna.“ Hún segir þó hverfið vera þungt og vera búið að vera það lengi. „Aðalvandamálið hjá okkur að mínu mati er að okkur vantar meira fagmenntað fólk. Við þurfum að vera með sem mest af fagmenntuðu fólki vegna þess að hér er staðan svo flókin. Það er mikið álag í skólanum hérna. Það er ekki hægt að bera saman leikskólann Holt við leikskóla í Vesturbænum þar sem er eitt barn af erlendum uppruna,“ segir Halldóra. Að mati Halldóru einkennir meiri fátækt ekki hverfið en áður en bæta þurfi félagsþjónustuna þar. „Það þarf fleiri starfsmenn í Þjónustumiðstöð Breiðholts til að sinna því sem þarf að sinna, en það eru alltaf þessir peningar sem eru að þvælast fyrir öllu,“ segir Halldóra.Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu
Birtist í Fréttablaðinu Tengdar fréttir Mikið um félagsleg vandamál í Breiðholti Svört mynd er dregin upp af Efra-Breiðholti í nýrri skýrslu Rauða krossins 4. nóvember 2016 08:00 Mest lesið Óvissa uppi um „stóra og fallega“ frumvarpið og Musk hótar hefndum Erlent Stjórnarformaðurinn segir stund sannleikans runna upp fyrir Eurovision Innlent „Þetta er ekkert líf“ Innlent Læknanemar látnir borga hagræðingarbrúsann Innlent „Þetta er komið út fyrir öll mörk“ Innlent Skipt um lás hjá Sósíalistaflokknum Innlent Ragna yfirgefur Alþingi mánuði fyrr en áætlað var Innlent Mikill minnihluti telur stjórnarandstöðuna standa sig vel Innlent Með barnaníðsefni í símanum þegar hann var „laminn í stöppu“ Innlent Nemendur greiði tuttugu þúsund krónum meira í Strætó en starfsfólk Innlent Fleiri fréttir „Miklar áhyggjur að EBU haldi áfram að lifa tvöföldu siðgæði“ Landris heldur áfram í Svartsengi Með barnaníðsefni í símanum þegar hann var „laminn í stöppu“ Samstöðin hafi aldrei verið í hættu „Þetta er komið út fyrir öll mörk“ „Held að þau átti sig ekki á því hvað þetta skiptir okkur miklu máli“ Læknanemar fái víst launahækkun Prófessor segir málþófið komið út fyrir öll mörk Bundið slitlag að fossinum Dynjanda í næsta mánuði Ragna yfirgefur Alþingi mánuði fyrr en áætlað var Mikill minnihluti telur stjórnarandstöðuna standa sig vel Stjórnarformaðurinn segir stund sannleikans runna upp fyrir Eurovision Ræddu veiðigjaldið til hálf þrjú í nótt Foreldrar fjölbura fá lengra fæðingarorlof Læknanemar látnir borga hagræðingarbrúsann Náðu með markaðsátaki að lokka til sín fleiri smærri leiðangursskip Skipt um lás hjá Sósíalistaflokknum Nemendur greiði tuttugu þúsund krónum meira í Strætó en starfsfólk Sanna og Gunnar Smári höfðu betur á æsingarfundi Annað útkall vegna strandveiðibáts úti fyrir Patreksfirði „Þetta er ekkert líf“ Umræða um veiðigjöldin orðin sú þriðja lengsta Óprúttinn aðili rispaði tíu bíla á Seltjarnarnesi Fylkingarnar safna liði og ásakanir ganga á víxl: Stefnir í átök í Bolholti Líf í biðstöðu og hitafundur sósíalista Strandveiðisjómaður lést Deila um Suðurnesjalínu 2 fer beint í Hæstarétt Áslaug Arna farin í frí en enginn tekinn við Sviptur prófinu eftir að hafa ekið á 185 Ældi í rútunni og réðst svo á bílstjórann Sjá meira
Mikið um félagsleg vandamál í Breiðholti Svört mynd er dregin upp af Efra-Breiðholti í nýrri skýrslu Rauða krossins 4. nóvember 2016 08:00