Lögregla sögð hunsa Fellahverfi Sæunn Gísladóttir skrifar 5. nóvember 2016 07:00 Afskiptaleysi lögreglunnar veldur viðmælendum Fréttablaðsins áhyggjum. vísir/eyþór „Við hringum í lögregluna og hún kemur ekki. Ég hef stundum hringt allt að sjö sinnum og ef þeir koma er það eftir þrjár klukkustundir. Það er erfitt að reka verslun undir þessum kringumstæðum.“ Þetta segir erlendur verslunareigandi í Fellahverfi í Breiðholtinu. Verslunareigandinn, sem vill ekki koma fram undir nafni, segir að nálægt sér sé vinsæll staður til að taka og selja fíkniefni en þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir til að gera lögreglunni viðvart um vandamálið haldi það áfram. Hann sé farinn að halda að það sé vegna þess að hann sé útlendingur. „Ef Íslendingar hringja held ég að löggan komi frekar,“ segir verslunareigandinn.Halldóra Björg Gunnlaugsdóttir leikskólastjóri í Holti.Mynd/HBGNý skýrsla Rauða krossins um hagi lakast settu íbúa Reykjavíkurborgar hefur verið í brennidepli nýlega, en í henni er svört mynd dregin upp af Efra-Breiðholti. Hverfið er sagt láglaunasvæði með mikla fátækt, mörg þjóðarbrot og mikil félagsleg vandamál. Þá búi margar ómenntaðar, ungar, fátækar mæður í hverfinu en sístur sé hagur erlends fólks í láglaunastörfum. Íbúar og starfandi fólk í Fellahverfi sem Fréttablaðið ræddi við í gær segir góða hluti vera gerða til að bæta úr félagslegu vandamálunum sem hafa einkennt hverfið í áratugi. Þörf sé þó á að gera meira. Helen Halldórsdóttir, sem starfar hjá Gamla kaffihúsinu, segir að margir innflytjendur hafi nánast engan stuðning. „Þeim er kastað hér út og það er ekki stuðningsnet í kringum þetta fólk. Það verður til þess að fólk hópar sig saman eftir þjóðernum. Það þarf að veita miklu meiri þjónustu og eftirfylgni fyrir þennan hóp.“Viðmælendur Fréttablaðsins sögðu öflugt þjónustustarf unnið í hverfinu.vísir/eyþórHelen tekur undir orð verslunareigandans um afskiptaleysi lögreglunnar gagnvart hverfinu. „Lögreglan er ekki mjög upprifin yfir að koma hingað, þeir vita að þessi gengi grassera hérna, en það er ekkert eftirlit.“ Halldóra Björg Gunnlaugsdóttir, leikskólastjóri í Holti, segir vandann fjölþættan en segist ekki sammála því að allt sé í volæði í Fellahverfinu. „Það er margt gott starf að eiga sér stað og búið að eiga sér stað hérna.“ Hún segir þó hverfið vera þungt og vera búið að vera það lengi. „Aðalvandamálið hjá okkur að mínu mati er að okkur vantar meira fagmenntað fólk. Við þurfum að vera með sem mest af fagmenntuðu fólki vegna þess að hér er staðan svo flókin. Það er mikið álag í skólanum hérna. Það er ekki hægt að bera saman leikskólann Holt við leikskóla í Vesturbænum þar sem er eitt barn af erlendum uppruna,“ segir Halldóra. Að mati Halldóru einkennir meiri fátækt ekki hverfið en áður en bæta þurfi félagsþjónustuna þar. „Það þarf fleiri starfsmenn í Þjónustumiðstöð Breiðholts til að sinna því sem þarf að sinna, en það eru alltaf þessir peningar sem eru að þvælast fyrir öllu,“ segir Halldóra.Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu Birtist í Fréttablaðinu Tengdar fréttir Mikið um félagsleg vandamál í Breiðholti Svört mynd er dregin upp af Efra-Breiðholti í nýrri skýrslu Rauða krossins 4. nóvember 2016 08:00 Mest lesið Hafnaði hermönnum Trump: „Fullveldið er ekki til sölu“ Erlent Ekki nein þörf á notkun kjarnorkuvopna og vonar að svo verði ekki Erlent „Maður skyldi ætla að það þurfi tiltekið siðferði til að starfa í lögreglunni“ Innlent Föður rafmyntajöfurs rænt og skorinn af honum fingur Erlent Býður upp á sögugöngu um svæðið sem hún vill vernda Innlent Vakinn af „ölvunarsvefni“ inni á baði og brást ókvæða við Innlent Eldur í bíl við fjölbýlishús í Urriðaholti Innlent Segist hafa skipað hæfasta fólkið þvert á athugasemdir verkfræðinga Innlent Maður sem lét snáka bíta sig 200 sinnum lykill að tímamótamóteitri Erlent Strekkingur og væta suðvestanlands en allt að 17 stig fyrir austan Veður Fleiri fréttir Segist hafa skipað hæfasta fólkið þvert á athugasemdir verkfræðinga Bæjarstjóri Ölfus biðlar til ríkisins vegna Garðyrkjuskólans „Maður skyldi ætla að það þurfi tiltekið siðferði til að starfa í lögreglunni“ Snjólaust á fjöllum og Garðyrkjuskólinn grútnar niður Njósnamálið, hræringar í evrópskum stjórnmálum og fjárhagur borgarinnar Eldur í bíl við fjölbýlishús í Urriðaholti Vakinn af „ölvunarsvefni“ inni á baði og brást ókvæða við Býður upp á sögugöngu um svæðið sem hún vill vernda Sex ára framtíðar sauðfjárbóndi á Rangárvöllum Samfylkingin bætir við sig og sauðburður á fullu Sinueldur við Landvegamót Sigldi ölvaður utan í annan bát og endaði í grjótgarði Kvartöld liðin frá jarðskjálftunum 17. júní á Suðurlandi Samfylkingin með 29 prósenta fylgi „Þetta hefur verið sorgleg þróun“ Mörg hundruð óseldar fasteignir og sótt í sund Rykið dustað af sólbekkjunum Nágrannaerjur, grjótkast og „víðáttuölvuðum“ veitt eftirför Nýtt 44 herbergja hjúkrunarheimili byggt í Hveragerði „Þetta er vítahringur sem endurtekur sig í sífellu!“ Öskrandi reiður í vandræðum með að leigja rafskútu Glussakerfið ónýtt eftir brunann Hefur áhyggjur af arftaka sínum Sér fram á bjarta framtíð fyrir börnin þökk sé styrknum Umtöluð frelsissvipting og stórslösuð sjónvarpsstjarna Búið að innsigla Kastrup: „Góður að taka á móti fólki en ömurlegur í tölvupóstum“ Tifandi tímasprengjan sem grunuð er um frelsissviptingu „Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ „Vona að þú sofir vel“ Eldur í ruslabíl vestur í bæ Sjá meira
„Við hringum í lögregluna og hún kemur ekki. Ég hef stundum hringt allt að sjö sinnum og ef þeir koma er það eftir þrjár klukkustundir. Það er erfitt að reka verslun undir þessum kringumstæðum.“ Þetta segir erlendur verslunareigandi í Fellahverfi í Breiðholtinu. Verslunareigandinn, sem vill ekki koma fram undir nafni, segir að nálægt sér sé vinsæll staður til að taka og selja fíkniefni en þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir til að gera lögreglunni viðvart um vandamálið haldi það áfram. Hann sé farinn að halda að það sé vegna þess að hann sé útlendingur. „Ef Íslendingar hringja held ég að löggan komi frekar,“ segir verslunareigandinn.Halldóra Björg Gunnlaugsdóttir leikskólastjóri í Holti.Mynd/HBGNý skýrsla Rauða krossins um hagi lakast settu íbúa Reykjavíkurborgar hefur verið í brennidepli nýlega, en í henni er svört mynd dregin upp af Efra-Breiðholti. Hverfið er sagt láglaunasvæði með mikla fátækt, mörg þjóðarbrot og mikil félagsleg vandamál. Þá búi margar ómenntaðar, ungar, fátækar mæður í hverfinu en sístur sé hagur erlends fólks í láglaunastörfum. Íbúar og starfandi fólk í Fellahverfi sem Fréttablaðið ræddi við í gær segir góða hluti vera gerða til að bæta úr félagslegu vandamálunum sem hafa einkennt hverfið í áratugi. Þörf sé þó á að gera meira. Helen Halldórsdóttir, sem starfar hjá Gamla kaffihúsinu, segir að margir innflytjendur hafi nánast engan stuðning. „Þeim er kastað hér út og það er ekki stuðningsnet í kringum þetta fólk. Það verður til þess að fólk hópar sig saman eftir þjóðernum. Það þarf að veita miklu meiri þjónustu og eftirfylgni fyrir þennan hóp.“Viðmælendur Fréttablaðsins sögðu öflugt þjónustustarf unnið í hverfinu.vísir/eyþórHelen tekur undir orð verslunareigandans um afskiptaleysi lögreglunnar gagnvart hverfinu. „Lögreglan er ekki mjög upprifin yfir að koma hingað, þeir vita að þessi gengi grassera hérna, en það er ekkert eftirlit.“ Halldóra Björg Gunnlaugsdóttir, leikskólastjóri í Holti, segir vandann fjölþættan en segist ekki sammála því að allt sé í volæði í Fellahverfinu. „Það er margt gott starf að eiga sér stað og búið að eiga sér stað hérna.“ Hún segir þó hverfið vera þungt og vera búið að vera það lengi. „Aðalvandamálið hjá okkur að mínu mati er að okkur vantar meira fagmenntað fólk. Við þurfum að vera með sem mest af fagmenntuðu fólki vegna þess að hér er staðan svo flókin. Það er mikið álag í skólanum hérna. Það er ekki hægt að bera saman leikskólann Holt við leikskóla í Vesturbænum þar sem er eitt barn af erlendum uppruna,“ segir Halldóra. Að mati Halldóru einkennir meiri fátækt ekki hverfið en áður en bæta þurfi félagsþjónustuna þar. „Það þarf fleiri starfsmenn í Þjónustumiðstöð Breiðholts til að sinna því sem þarf að sinna, en það eru alltaf þessir peningar sem eru að þvælast fyrir öllu,“ segir Halldóra.Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu
Birtist í Fréttablaðinu Tengdar fréttir Mikið um félagsleg vandamál í Breiðholti Svört mynd er dregin upp af Efra-Breiðholti í nýrri skýrslu Rauða krossins 4. nóvember 2016 08:00 Mest lesið Hafnaði hermönnum Trump: „Fullveldið er ekki til sölu“ Erlent Ekki nein þörf á notkun kjarnorkuvopna og vonar að svo verði ekki Erlent „Maður skyldi ætla að það þurfi tiltekið siðferði til að starfa í lögreglunni“ Innlent Föður rafmyntajöfurs rænt og skorinn af honum fingur Erlent Býður upp á sögugöngu um svæðið sem hún vill vernda Innlent Vakinn af „ölvunarsvefni“ inni á baði og brást ókvæða við Innlent Eldur í bíl við fjölbýlishús í Urriðaholti Innlent Segist hafa skipað hæfasta fólkið þvert á athugasemdir verkfræðinga Innlent Maður sem lét snáka bíta sig 200 sinnum lykill að tímamótamóteitri Erlent Strekkingur og væta suðvestanlands en allt að 17 stig fyrir austan Veður Fleiri fréttir Segist hafa skipað hæfasta fólkið þvert á athugasemdir verkfræðinga Bæjarstjóri Ölfus biðlar til ríkisins vegna Garðyrkjuskólans „Maður skyldi ætla að það þurfi tiltekið siðferði til að starfa í lögreglunni“ Snjólaust á fjöllum og Garðyrkjuskólinn grútnar niður Njósnamálið, hræringar í evrópskum stjórnmálum og fjárhagur borgarinnar Eldur í bíl við fjölbýlishús í Urriðaholti Vakinn af „ölvunarsvefni“ inni á baði og brást ókvæða við Býður upp á sögugöngu um svæðið sem hún vill vernda Sex ára framtíðar sauðfjárbóndi á Rangárvöllum Samfylkingin bætir við sig og sauðburður á fullu Sinueldur við Landvegamót Sigldi ölvaður utan í annan bát og endaði í grjótgarði Kvartöld liðin frá jarðskjálftunum 17. júní á Suðurlandi Samfylkingin með 29 prósenta fylgi „Þetta hefur verið sorgleg þróun“ Mörg hundruð óseldar fasteignir og sótt í sund Rykið dustað af sólbekkjunum Nágrannaerjur, grjótkast og „víðáttuölvuðum“ veitt eftirför Nýtt 44 herbergja hjúkrunarheimili byggt í Hveragerði „Þetta er vítahringur sem endurtekur sig í sífellu!“ Öskrandi reiður í vandræðum með að leigja rafskútu Glussakerfið ónýtt eftir brunann Hefur áhyggjur af arftaka sínum Sér fram á bjarta framtíð fyrir börnin þökk sé styrknum Umtöluð frelsissvipting og stórslösuð sjónvarpsstjarna Búið að innsigla Kastrup: „Góður að taka á móti fólki en ömurlegur í tölvupóstum“ Tifandi tímasprengjan sem grunuð er um frelsissviptingu „Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ „Vona að þú sofir vel“ Eldur í ruslabíl vestur í bæ Sjá meira
Mikið um félagsleg vandamál í Breiðholti Svört mynd er dregin upp af Efra-Breiðholti í nýrri skýrslu Rauða krossins 4. nóvember 2016 08:00