Rjúpnaskytta saknað: Erfiðar aðstæður til leitar á Snæfellsnesi Ásgeir Erlendsson skrifar 6. nóvember 2016 09:43 Skytturnar héldu til veiða frá Slitvindastöðum í Staðarsveit. Vísir/Loftmyndir Leit að tveimur rjúpnaskyttum á Snæfellsnesi sem staðið hefur yfir í hálfan sólarhring hefur enn engan árangur borið. Aðstæður til leitar í nótt voru erfiðar en liðsauki frá höfuðborgarsvæðinu, Suðurlandi, Reykjanesi og allt norður í Skagafjörð tekur nú þátt í leitinni. Björgunarsveitir Slysavarnafélagsins Landsbjargar á Snæfellsnesi og Vesturlandi voru kallaðar út um klukkan hálfellefu í gærkvöldi til leitar að tveimur rjúpnaskyttum sem í gærmorgun héldu til veiða frá Slitvindastöðum í Staðarsveit á sunnanverðu Snæfellsnesi. Þar höfðu mennirnir tveir dvalið í sumarbústað í eigu fjölskyldu annars þeirra en meira er ekki vitað um ferðir þeirra. Liðsauki frá höfuðborgarsvæðinu tekur þátt í leitinni auk þess sem áætlunarhópur Slysavarnafélagsins Landsbjargar hefur verið kallaður saman í björgunarmiðstöðinni við Skógarhlíð til að aðstoða við skipulagningu leitaraðgerða. Einar Þór Strand í aðgerðarstjórn Landsbjargar á Snæfellsnesi segir aðstæður hafa verið erfiðar til leitar í nótt þar sem dimm þoka hefur legið yfir leitarsvæðinu, sem er erfitt yfirferðar. „Við tókum í nótt hraðleit á svæðinu eins og hægt var en það var náttúrulega ekkert skyggni, bæði myrkur og þoka,“ segir Einar. „Nú er kominn auka mannskapur á svæðið og þeir eru að fara að ganga upp í þessum töluðu orðum.“ Þegar taka hátt í áttatíu manns þátt í leitinni. Þyrla Landhelgisgæslunnar aðstoðaði við leitina í nótt, meðal annars til að reyna að staðsetja síma mannanna, og verður mögulega kölluð aftur út í dag. Einar segist þó telja að hún kæmi að litlu gagni sem stendur vegna þess hve lélegt skyggni er. Samkvæmt upplýsingum frá Slysavarnafélaginu Landsbjörg mun björgunarsveitarfólki á leitarsvæðinu fjölga verulega eftir því sem líður á morguninn. Einar segir þó ekki hvern sem er geta tekið þátt í leitinni. Leitarsvæðið er mjög bratt, nokkuð um skriður á svæðinu og nánast ekkert skyggni, sem fyrr segir. Mest lesið Fólk veltir fyrir sér hvort Áslaug Arna hafi verið slompuð í ræðustól Innlent Bensínbrúsar inni í íbúðinni Innlent Maðurinn kominn í leitirnar Innlent Annar látinn eftir eldsvoðann á Hjarðarhaga Innlent Lagði Livio sem þarf að punga út 25 milljónum króna Innlent Sást ekki til sólar fyrir mýi Innlent „Verkefnið bara heltekur okkur“ Innlent Fær þyngri dóm fyrir að nauðga konu, taka það upp og senda henni Innlent Skoða hvort eitthvað saknæmt hafi átt sér stað Innlent Fólki sé vel treystandi til að fá sér bjór á íþróttaviðburðum Innlent Fleiri fréttir Fólk látið vinna of hratt og fái ekki greitt fyrir alla vinnuna Sást ekki til sólar fyrir mýi Áfengi og íþróttaviðburðir geti átt samleið sé farið að lögum Bensínbrúsar inni í íbúðinni Fjögurra ára gömul hola heyrir brátt sögunni til Möguleg íkveikja til rannsóknar, snuðað á ræstingarfólki og flugnager Hafi verulega þýðingu hvort Dagbjört hafi haft ásetning til morðs „Verkefnið bara heltekur okkur“ Annar látinn eftir eldsvoðann á Hjarðarhaga Lagði Livio sem þarf að punga út 25 milljónum króna Stefna að opnun nýs hjúkrunarheimilis á Akureyri árið 2028 Framkvæmdir í tómri Árbæjarlaug ganga vel Fólk veltir fyrir sér hvort Áslaug Arna hafi verið slompuð í ræðustól Ný samræmd próf taki ekki yfir skólastarfið eins og þau gömlu Upptök eldsvoðans í rannsókn og nemar við Harvard áhyggjufullir Skoða hvort eitthvað saknæmt hafi átt sér stað Bein útsending: Að eldast á Íslandi Lítil hreyfing á fylgi stjórnmálaflokkanna Maðurinn kominn í leitirnar Verði bylting að geta fylgst með námsframvindu barna í rauntíma NEL tekur fyrir mál fjölskyldu Sigurðar Kristófers í júní Fólki sé vel treystandi til að fá sér bjór á íþróttaviðburðum Græddu á hjólinu í fyrra og vilja endurtaka leikinn Svona verður Sæbraut í stokki Súkkulaði sviðakjammar rjúka út á Selfossi Fær þyngri dóm fyrir að nauðga konu, taka það upp og senda henni Margt sem hægt sé að læra af Svíum í baráttunni gegn mansali Mál hættulegra fyrrverandi fanga endi alltaf eins Þjónusta hjálparsímans tryggð Mannskæður eldsvoði, garður ofan á Sæbraut og sviðakjammakaka Sjá meira
Leit að tveimur rjúpnaskyttum á Snæfellsnesi sem staðið hefur yfir í hálfan sólarhring hefur enn engan árangur borið. Aðstæður til leitar í nótt voru erfiðar en liðsauki frá höfuðborgarsvæðinu, Suðurlandi, Reykjanesi og allt norður í Skagafjörð tekur nú þátt í leitinni. Björgunarsveitir Slysavarnafélagsins Landsbjargar á Snæfellsnesi og Vesturlandi voru kallaðar út um klukkan hálfellefu í gærkvöldi til leitar að tveimur rjúpnaskyttum sem í gærmorgun héldu til veiða frá Slitvindastöðum í Staðarsveit á sunnanverðu Snæfellsnesi. Þar höfðu mennirnir tveir dvalið í sumarbústað í eigu fjölskyldu annars þeirra en meira er ekki vitað um ferðir þeirra. Liðsauki frá höfuðborgarsvæðinu tekur þátt í leitinni auk þess sem áætlunarhópur Slysavarnafélagsins Landsbjargar hefur verið kallaður saman í björgunarmiðstöðinni við Skógarhlíð til að aðstoða við skipulagningu leitaraðgerða. Einar Þór Strand í aðgerðarstjórn Landsbjargar á Snæfellsnesi segir aðstæður hafa verið erfiðar til leitar í nótt þar sem dimm þoka hefur legið yfir leitarsvæðinu, sem er erfitt yfirferðar. „Við tókum í nótt hraðleit á svæðinu eins og hægt var en það var náttúrulega ekkert skyggni, bæði myrkur og þoka,“ segir Einar. „Nú er kominn auka mannskapur á svæðið og þeir eru að fara að ganga upp í þessum töluðu orðum.“ Þegar taka hátt í áttatíu manns þátt í leitinni. Þyrla Landhelgisgæslunnar aðstoðaði við leitina í nótt, meðal annars til að reyna að staðsetja síma mannanna, og verður mögulega kölluð aftur út í dag. Einar segist þó telja að hún kæmi að litlu gagni sem stendur vegna þess hve lélegt skyggni er. Samkvæmt upplýsingum frá Slysavarnafélaginu Landsbjörg mun björgunarsveitarfólki á leitarsvæðinu fjölga verulega eftir því sem líður á morguninn. Einar segir þó ekki hvern sem er geta tekið þátt í leitinni. Leitarsvæðið er mjög bratt, nokkuð um skriður á svæðinu og nánast ekkert skyggni, sem fyrr segir.
Mest lesið Fólk veltir fyrir sér hvort Áslaug Arna hafi verið slompuð í ræðustól Innlent Bensínbrúsar inni í íbúðinni Innlent Maðurinn kominn í leitirnar Innlent Annar látinn eftir eldsvoðann á Hjarðarhaga Innlent Lagði Livio sem þarf að punga út 25 milljónum króna Innlent Sást ekki til sólar fyrir mýi Innlent „Verkefnið bara heltekur okkur“ Innlent Fær þyngri dóm fyrir að nauðga konu, taka það upp og senda henni Innlent Skoða hvort eitthvað saknæmt hafi átt sér stað Innlent Fólki sé vel treystandi til að fá sér bjór á íþróttaviðburðum Innlent Fleiri fréttir Fólk látið vinna of hratt og fái ekki greitt fyrir alla vinnuna Sást ekki til sólar fyrir mýi Áfengi og íþróttaviðburðir geti átt samleið sé farið að lögum Bensínbrúsar inni í íbúðinni Fjögurra ára gömul hola heyrir brátt sögunni til Möguleg íkveikja til rannsóknar, snuðað á ræstingarfólki og flugnager Hafi verulega þýðingu hvort Dagbjört hafi haft ásetning til morðs „Verkefnið bara heltekur okkur“ Annar látinn eftir eldsvoðann á Hjarðarhaga Lagði Livio sem þarf að punga út 25 milljónum króna Stefna að opnun nýs hjúkrunarheimilis á Akureyri árið 2028 Framkvæmdir í tómri Árbæjarlaug ganga vel Fólk veltir fyrir sér hvort Áslaug Arna hafi verið slompuð í ræðustól Ný samræmd próf taki ekki yfir skólastarfið eins og þau gömlu Upptök eldsvoðans í rannsókn og nemar við Harvard áhyggjufullir Skoða hvort eitthvað saknæmt hafi átt sér stað Bein útsending: Að eldast á Íslandi Lítil hreyfing á fylgi stjórnmálaflokkanna Maðurinn kominn í leitirnar Verði bylting að geta fylgst með námsframvindu barna í rauntíma NEL tekur fyrir mál fjölskyldu Sigurðar Kristófers í júní Fólki sé vel treystandi til að fá sér bjór á íþróttaviðburðum Græddu á hjólinu í fyrra og vilja endurtaka leikinn Svona verður Sæbraut í stokki Súkkulaði sviðakjammar rjúka út á Selfossi Fær þyngri dóm fyrir að nauðga konu, taka það upp og senda henni Margt sem hægt sé að læra af Svíum í baráttunni gegn mansali Mál hættulegra fyrrverandi fanga endi alltaf eins Þjónusta hjálparsímans tryggð Mannskæður eldsvoði, garður ofan á Sæbraut og sviðakjammakaka Sjá meira