Lífið

Adele tileinkaði heila tónleika Pitt og Jolie: „Fékk sjokk þegar ég sá fréttirnar“

Stefán Árni Pálsson skrifar
Brad og Angelina eru að skilja.
Brad og Angelina eru að skilja. vísir/getty
Leikkonan Angelina Jolie sótti um skilnað frá Brad Pitt á mánudaginn og rötuðu fréttirnar í heimsmiðlana í gær. Þau hafa verið saman síðan árið 2004 en giftu sig árið 2014.

Breska söngkonan Adele hélt tónleika í Madison Square Garden í New York og eins og flestir vita fjalla lögin hennar flest um sambandslit. Hún ákvað því að tileinka tónleikunum Brangelina og skilnaðnum.

„Ég er í raun og veru mjög sorgmædd yfir þessum fréttum. Ég þekki þau ekki neitt en ég fékk sjokk þegar ég vaknaði upp í morgun og sá fréttirnar,“ sagði Adele á tónleikunum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.