Lífið

Brad Pitt tjáir sig um skilnaðinn við Angelinu Jolie

Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar
Jolie og Pitt meðan allt lék í lyndi.
Jolie og Pitt meðan allt lék í lyndi. Vísir/Getty
Brad Pitt hefur nú tjáð sig um skilnað sinn og Angelinu Jolie en fréttir af skilnaðinum bárust í dag og hafa vakið mikla athygli enda voru hjónin eitt skærasta stjörnuparið.Í yfirlýsingu sem Pitt sendi tímaritinu People segist hann mjög leiður vegna skilnaðarins:„Ég er mjög leiður út af þessu en það sem skiptir mestu máli er vellíðan barnanna okkar. Ég vil vinsamlegast biðja fjölmiðla um að gefa þeim frið á þessum erfiðu tímum.“Lögmaður Jolie sendi People einnig yfirlýsingu þar sem fram kemur að leikkonan muni ekki tjá sig við fjölmiðla um skilnaðinn.„Angelina Jolie Pitt hefur sótt um skilnað. Ákvörðunin er tekin með hagsmuni fjölskyldunnar í huga. Hún mun ekki tjá sig um málið og biður um að einkalíf sitt og fjölskyldunnar verði virt á þessum erfiðu tímum.“Jolie og Pitt hafa verið gift síðan árið 2014 en þau hafa verið saman síðan árið 2004. Þau eiga saman sex börn og fer Jolie fram á fullt forræði yfir þeim öllum. Í skilnaðarpappírunum kemur fram að ástæðan fyrir því að Jolie sæki um skilnað sé óásættanlegur ágreiningur. Þá kemur einnig fram í skilnaðarpappírunum að hjónin hafi verið skilin að borði og sæng síðan 15. september en Jolie sótti formlega um skilnað í gær.


Tengdar fréttir
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.