Lífið

Brad Pitt sakaður um að misþyrma börnunum: Öskraði og veittist að þeim í einkaþotu

Stefán Árni Pálsson skrifar
Leikarinn Brad Pitt er sakaður um að hafa misþyrmt börnunum sínum með því að hafa öskrað ítrekað á þau og einnig beitt þau líkamlegu ofbeldi. Það mun vera ástæðan fyrir því að eiginkona hans, Angelina Jolie, sótti um skilnað á mánudaginn.

Þetta kemur fram í frétt TMZ sem var fyrsti miðillinn til að greina frá yfirvofandi skilnaði hjónanna.

Heimildarmaður TMZ segir að á miðvikudaginn síðastliðinn hafi Brad Pitt verið mjög ölvaður um borð í einkaþotu og gengið þar berserksgang. Þar hafi hann öskrað og veist að börnunum sínum.

Þegar vélinni var lent hélt Pitt áfram hegðun sinni og það hafi verið kornið sem fyllti mælinn hjá Jolie.

Lögreglan í Los Angeles er komin með málið inn á sitt borð og stendur rannsókn yfir. Rætt hefur verið við bæði Jolie og Pitt af yfirvöldum  og verður í framhaldinu rætt við börnin.
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.