Innlent

Yngsta þing frá því fyrir stríð

Jóhann Óli Eiðsson skrifar
Ari Trausti Guðmundsson er elstur en hann verður 68 ára í desember.
Ari Trausti Guðmundsson er elstur en hann verður 68 ára í desember.
Meðalaldur nýkjörinna þingmanna er 46,8 ár. Það er yngsta Alþingi á lýðveldistíma. Leita þarf aftur til kosninganna 1934 til að finna yngra þing.

Þingflokkur Pírata er áberandi yngstur en meðalaldur þingmanna þeirra er 30,5 ár. Þingflokkar Vinstri grænna og Samfylkingarinnar eru elstir en meðalaldur beggja flokka er rúmlega 57,6 ár.

Yngstu þingmennirnir eru fæddir árið 1990. Það eru Píratarnir Ásta Guðrún Helgadóttir og Eva Pandora Baldursdóttir og Sjálfstæðiskonan Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir. Af þeim þremur er Áslaug Arna yngst.

Aldursforseti þessa þings er Vinstri græni nýliðinn Ari Trausti Guðmundsson en hann verður 68 ára gamall í desember. Á hæla hans fylgja Sjálfstæðismennirnir Vilhjálmur Bjarnason, 64,5 ára, og Páll Magnússon, rúmlega 62 ára. 

Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu




Fleiri fréttir

Sjá meira


×