Nordic Playlist á Iceland Airwaves Stefán Árni Pálsson skrifar 31. október 2016 14:00 Iceland Airwaves hefst á miðvikudaginn. Nordic playlist kynnir þá listamenn sem að munu koma fram í stofuhorninu í Hörpu á Iceland Airwaves. Þeir listamenn eru Glowie, Emmsjé Gauti og Mugison. Nordic Playlist kappkostar að sýna þá fjölbreytilegu flóru sem Ísland hefur upp á að bjóða í tónlist. Þórunn Antonía mun vinna að video dagbók með Nordic Playlist vefsíðunni þar sem hún greinir frá því helsta sem vekur athygli og rýnir sérstaklega í hvaða norrænu tónlistarmenn koma fram á Iceland Airwaves. Nordic Playlist er fyrsta tónlistarvefsíðan sem einblínir á að segja frá norrænum tónlistarmönnum og útgáfum þeirra. Síðan var sett á laggirnar í janúar 2014 með stuðningi formennskuverkefnisins hjá Norrænu ráðherranefndinni sem Íslendingar voru þá í forvari fyrir. Nordic Playlist hefur laðað til sín margt af þekktasta tónlistarfólki Norðurlanda sem hefur sett saman spilunarlista þar sem þeir beina athygli sinni að uppáhalds tónlistinni sinni. Síðan þykir nú á meðal þeirra tónlistarfjölmiðla sem bókarar á hátíðum eins og Hróaskeldu og ritstjórar stórra spilunarlista horfa einna helst á til að fylgjast með straumum og stefnum í norrænni tónlist. Þar fyrir utan birtist vikulega uppfærður topp 10 listi frá hverju landi og fréttir af því sem er að gerast í norrænni tónlist. Vefsíðan, www.nordicplaylist.com, var sett á laggirnar í janúar 2014 til að vinna að útbreiðslu norrænnar tónlistar í stafrænu umhverfi. Verkefnið er stutt af Norrænu ráðherranefndinni og var eitt af formennskuverkefnum Íslendinga árið 2014. Spilunarlistinn er þróaður af NOMEX sem er norrænn samstarfsvettvangur ÚTÓN og systurskrifstofanna fjögurra á Norðurlöndum. Vefsíðan hefur að leiðarljósi að skapa aðgang að því sem er helst að gerast svo auðvelt sé að finna upplýsingar á einum stað. „Norðurlöndin eru þekkt fyrir mikið og gott tónlistarlíf og margir af listamönnum okkar skara framúr á heimsvísu. Nordic Playlist er fyrsta síðan sem hefur það hlutverk að kynna þessa listamenn og um leið að varpa ljósi á þá sem eru að byrja að geta sér gott orð. Þetta er fyrsta vefsíða sinnar tegundar og gagngert sett upp til að auðvelda aðgang Norðurlandabúa að tónlist nágranna sinna og um leið að sinna þeim áhuga sem er alþjóðlega á Norrænni tónlist,“ segir Anna Hildur Hildibrandsdóttir, framkvæmdastjóri NOMEX, sem þróað hefur Nordic Playlist síðuna. Airwaves Mest lesið „Þú veist þú varst að fara að reykja krakk, er það ekki?“ Lífið Sýnilegri í senunni á meðgöngunni Menning Halla fær að koma inn í eldhúsið tvisvar á ári Lífið Ástin blómstrar hjá Arndísi Önnu og Lindu Lífið Einn heitasti listamaður landsins heldur þræði Menning Það skrítnasta á djamminu: Amfetamín inni á klósetti og fólk að ríða Menning Segir Sinatra hafa verið „risavaxinn“ neðan beltis Lífið Skilaboð frá Höllu á Facebook upphaf að farsælu samstarfi Tíska og hönnun Taka í gegn fjölskylduhús í Eyjum með einstöku útsýni Lífið Þau þykja skara fram úr í íslenskri tónlist Tónlist Fleiri fréttir „Þú veist þú varst að fara að reykja krakk, er það ekki?“ Halla fær að koma inn í eldhúsið tvisvar á ári Taka í gegn fjölskylduhús í Eyjum með einstöku útsýni Selfyssingar unnu Skjálftann með verki um hinsegin bakslag Ástin blómstrar hjá Arndísi Önnu og Lindu A-teens og tveir fyrrverandi sigurvegarar taka þátt í Melodifestivalen Segir Sinatra hafa verið „risavaxinn“ neðan beltis Bílakarókí með Bítinu: „Rændirðu henni?“ „Besta byrjun á desember sem hægt var að hugsa sér“ Radiohead frestar tónleikum sínum í Köben Vann ekki úr nauðguninni og skaddaðist á mænu Kim mældist með „litla heilavirkni“ Fagnaði 35 árum með stæl í Kólumbíu Stjörnulífið: Ólétta og ást í 23 ár Er hægt að njóta kynlífs þrátt fyrir mikla áfallasögu? Fela einhverfu til að passa inn MTV hættir að sýna tónlistarmyndbönd allan sólarhringinn Hvorki síldarævintýri né gervigreind Krakkatían: Pizza, leikhús og þjóðfáni Vill hvetja mæður til að segja eigin sögu Óþægilegt erótískt ljóð Kennedy afhjúpað í framhjáhaldsdeilu Fréttatía vikunnar: Dreki, HúbbaBúbba og verðbólgan Júlí Heiðar og Dísa byrja með hlaðvarp Missti seinni fótinn sex árum eftir þann fyrri Töframaður fann Dimmu heila á húfi Dauða kindin óheppileg byrjun á brúðkaupi Skrautlegur dagur Guðrúnar Hafsteins og Fannars Jólaskreytingin þarf ekki að vera dýr og margt hægt að endurnýta „Lífið hefur ekkert alltaf verið auðvelt“ Norðurslóðastjörnu sagt að frumbyggjaskírteini væri „fals“ Sjá meira
Nordic playlist kynnir þá listamenn sem að munu koma fram í stofuhorninu í Hörpu á Iceland Airwaves. Þeir listamenn eru Glowie, Emmsjé Gauti og Mugison. Nordic Playlist kappkostar að sýna þá fjölbreytilegu flóru sem Ísland hefur upp á að bjóða í tónlist. Þórunn Antonía mun vinna að video dagbók með Nordic Playlist vefsíðunni þar sem hún greinir frá því helsta sem vekur athygli og rýnir sérstaklega í hvaða norrænu tónlistarmenn koma fram á Iceland Airwaves. Nordic Playlist er fyrsta tónlistarvefsíðan sem einblínir á að segja frá norrænum tónlistarmönnum og útgáfum þeirra. Síðan var sett á laggirnar í janúar 2014 með stuðningi formennskuverkefnisins hjá Norrænu ráðherranefndinni sem Íslendingar voru þá í forvari fyrir. Nordic Playlist hefur laðað til sín margt af þekktasta tónlistarfólki Norðurlanda sem hefur sett saman spilunarlista þar sem þeir beina athygli sinni að uppáhalds tónlistinni sinni. Síðan þykir nú á meðal þeirra tónlistarfjölmiðla sem bókarar á hátíðum eins og Hróaskeldu og ritstjórar stórra spilunarlista horfa einna helst á til að fylgjast með straumum og stefnum í norrænni tónlist. Þar fyrir utan birtist vikulega uppfærður topp 10 listi frá hverju landi og fréttir af því sem er að gerast í norrænni tónlist. Vefsíðan, www.nordicplaylist.com, var sett á laggirnar í janúar 2014 til að vinna að útbreiðslu norrænnar tónlistar í stafrænu umhverfi. Verkefnið er stutt af Norrænu ráðherranefndinni og var eitt af formennskuverkefnum Íslendinga árið 2014. Spilunarlistinn er þróaður af NOMEX sem er norrænn samstarfsvettvangur ÚTÓN og systurskrifstofanna fjögurra á Norðurlöndum. Vefsíðan hefur að leiðarljósi að skapa aðgang að því sem er helst að gerast svo auðvelt sé að finna upplýsingar á einum stað. „Norðurlöndin eru þekkt fyrir mikið og gott tónlistarlíf og margir af listamönnum okkar skara framúr á heimsvísu. Nordic Playlist er fyrsta síðan sem hefur það hlutverk að kynna þessa listamenn og um leið að varpa ljósi á þá sem eru að byrja að geta sér gott orð. Þetta er fyrsta vefsíða sinnar tegundar og gagngert sett upp til að auðvelda aðgang Norðurlandabúa að tónlist nágranna sinna og um leið að sinna þeim áhuga sem er alþjóðlega á Norrænni tónlist,“ segir Anna Hildur Hildibrandsdóttir, framkvæmdastjóri NOMEX, sem þróað hefur Nordic Playlist síðuna.
Airwaves Mest lesið „Þú veist þú varst að fara að reykja krakk, er það ekki?“ Lífið Sýnilegri í senunni á meðgöngunni Menning Halla fær að koma inn í eldhúsið tvisvar á ári Lífið Ástin blómstrar hjá Arndísi Önnu og Lindu Lífið Einn heitasti listamaður landsins heldur þræði Menning Það skrítnasta á djamminu: Amfetamín inni á klósetti og fólk að ríða Menning Segir Sinatra hafa verið „risavaxinn“ neðan beltis Lífið Skilaboð frá Höllu á Facebook upphaf að farsælu samstarfi Tíska og hönnun Taka í gegn fjölskylduhús í Eyjum með einstöku útsýni Lífið Þau þykja skara fram úr í íslenskri tónlist Tónlist Fleiri fréttir „Þú veist þú varst að fara að reykja krakk, er það ekki?“ Halla fær að koma inn í eldhúsið tvisvar á ári Taka í gegn fjölskylduhús í Eyjum með einstöku útsýni Selfyssingar unnu Skjálftann með verki um hinsegin bakslag Ástin blómstrar hjá Arndísi Önnu og Lindu A-teens og tveir fyrrverandi sigurvegarar taka þátt í Melodifestivalen Segir Sinatra hafa verið „risavaxinn“ neðan beltis Bílakarókí með Bítinu: „Rændirðu henni?“ „Besta byrjun á desember sem hægt var að hugsa sér“ Radiohead frestar tónleikum sínum í Köben Vann ekki úr nauðguninni og skaddaðist á mænu Kim mældist með „litla heilavirkni“ Fagnaði 35 árum með stæl í Kólumbíu Stjörnulífið: Ólétta og ást í 23 ár Er hægt að njóta kynlífs þrátt fyrir mikla áfallasögu? Fela einhverfu til að passa inn MTV hættir að sýna tónlistarmyndbönd allan sólarhringinn Hvorki síldarævintýri né gervigreind Krakkatían: Pizza, leikhús og þjóðfáni Vill hvetja mæður til að segja eigin sögu Óþægilegt erótískt ljóð Kennedy afhjúpað í framhjáhaldsdeilu Fréttatía vikunnar: Dreki, HúbbaBúbba og verðbólgan Júlí Heiðar og Dísa byrja með hlaðvarp Missti seinni fótinn sex árum eftir þann fyrri Töframaður fann Dimmu heila á húfi Dauða kindin óheppileg byrjun á brúðkaupi Skrautlegur dagur Guðrúnar Hafsteins og Fannars Jólaskreytingin þarf ekki að vera dýr og margt hægt að endurnýta „Lífið hefur ekkert alltaf verið auðvelt“ Norðurslóðastjörnu sagt að frumbyggjaskírteini væri „fals“ Sjá meira