Fjárframlög til Landspítala ekki í takti við aukna þjónustu Nadine Guðrún Yaghi skrifar 31. október 2016 20:00 Viðbótarfjárþörf Landspítalans eru 11,7 milljarðar fyrir næsta ár en fjárframlög til spítalans eru ekki í takti við aukna þjónustu. Þetta segir forstjóri Landspítalans sem telur brýnt að minna á stöðuna nú að kosningum loknum. Páll Matthíasson, forstjóri Landspítalans segir fjárþörf spítalans vera töluverða. „Við metum það sem svo að á næsta ári þurfum við um það bil 11,7 milljarða til þess að geta veitt framúrskarandi þjónustu og byggt hana rétt um. Til viðbótar við fjármálaætlun fyrri ríkisstjórnar þá sýnist okkur við þurfa nálægt 66 milljörðum næstu fimm árin inn í Landspítalann,“ segir Páll og bætir við að samkvæmt fjármálaáætlun fyrri ríkisstjórnar þá sé gert ráð fyrir tveimur milljörðum aukalega í sérhæfða spítalaþjónustu á árinu 2017. „Þetta er mjög fjarri því sem við teljum vera þörf spítalans. Við teljum brýnt að minna á þetta núna þegar menn eru að byrja að hugsa til framtíðar eftir kosningar,“ segir Páll. Af þeim rúmu 11,7 milljörðum sem spítalinn þurfi til viðbótar við fjárframlög þarf 400 milljónir í aukið framboð þjónustu til að stytta biðlista, rúma tvo milljarðar að lágmarki vegna viðhalds, rúmar 400 milljónir í lágmarksþörf vegna tækjakaupa og 400 milljónir í rekstur brjóstamiðstöðvar en stofnkostnaður hennar eru rúmar 550 milljónir. Þá segir Páll fjárframlög ekki vera í takti til aukna þjónustu en árleg aukning á eftirspurn vegna mannfjölgunar og öldrunar þjóðarinnar er 1,7 prósent. Þá hefur fjölgun ferðamanna hér á landi áhrif en 14.303 ferðamenn komu á Bráðamóttöku Landspítalans á árunum 2001-2014. „Ár frá ári þá eykst álagið gríðarlega vegna ferðamanna. Svo dæmi sé tekið þá eru 10 prósent sjúklinga á gjörgæsludeild spítalans síðasta árið erlendir ferðamenn,“ segir Páll Matthíasson. Ferðamennska á Íslandi Mest lesið Telur að of mikil saltnotkun geri moksturinn enn erfiðari Innlent Orðin hæsta kirkja í heimi Erlent Andrés ekki lengur prins og látinn yfirgefa heimili sitt Erlent „Því miður er verklagið þannig“ Innlent Ökumaður stöðvaður með snjófargan á framrúðunni Innlent Þjóðvegi eitt lokað vegna veðurs Innlent Reyndu að fá flugmann Maduros til að aðstoða við handtöku hans Erlent Segja ríkislögreglustjóra þurfa að taka til hjá sér Innlent Farþegagjald ólögmætt og höfnin skuldar tugi milljóna Innlent Segir Repúblikönum að beita kjarnorkuúrræðinu Erlent Fleiri fréttir Mest ánægja starfsfólks í sveitarfélögum á Suðurlandi Strætó enn á eftir áætlun en opnun hringvegarins í vinnslu Innanlandsflugi aflýst vegna veðurs Ríkislögreglustjóra sagt að endurskoða reksturinn og allt á floti í hlákunni Farþegagjald ólögmætt og höfnin skuldar tugi milljóna Bein útsending: Langvinn einkenni Covid Segja ríkislögreglustjóra þurfa að taka til hjá sér Telur að of mikil saltnotkun geri moksturinn enn erfiðari Þjóðvegi eitt lokað vegna veðurs Ökumaður stöðvaður með snjófargan á framrúðunni „Því miður er verklagið þannig“ Opnun Brákarborgar frestað enn á ný Ögmundur Ísak ráðinn til þingflokks Sjálfstæðisflokksins Viðbrögð hjólreiðamannsins að einhverju leyti skiljanleg Fjárhagsstaðan alvarleg og tímabundin ráðning ráðgjafans ekki endurnýjuð Formannskosningu Pírata frestað Fastur heima í þrjá daga út af engum mokstri Þurfa mögulega að fresta formannskosningu vegna formgalla Flughálka í kortunum, breytingar hjá bönkunum og formaður Pírata Reyna að lokka íslenska lækna heim Óvenjulegir smáskjálftar reyndust sprengingar Ein hinna reknu segir konunum kastað fyrir ljónin Guðmundur fetar í fótspor Sivjar Fylgjast með smáskjálftum við Bláa lónið Kirkjuþing skorar á stjórnvöld að hækka sóknargjald Ósammála ráðherra um að atkvæðajafnvægi sé mannréttindamál Ungir innflytjendur á Íslandi ekki jafn jaðarsettir og í Svíþjóð Leita til UNESCO vegna Vonarskarðs og kæra kynjahalla Aukin verðbólga áhyggjuefni og asahláka í kortunum Spyr hvort ökumenn myndu keyra á gangandi á götunni Sjá meira
Viðbótarfjárþörf Landspítalans eru 11,7 milljarðar fyrir næsta ár en fjárframlög til spítalans eru ekki í takti við aukna þjónustu. Þetta segir forstjóri Landspítalans sem telur brýnt að minna á stöðuna nú að kosningum loknum. Páll Matthíasson, forstjóri Landspítalans segir fjárþörf spítalans vera töluverða. „Við metum það sem svo að á næsta ári þurfum við um það bil 11,7 milljarða til þess að geta veitt framúrskarandi þjónustu og byggt hana rétt um. Til viðbótar við fjármálaætlun fyrri ríkisstjórnar þá sýnist okkur við þurfa nálægt 66 milljörðum næstu fimm árin inn í Landspítalann,“ segir Páll og bætir við að samkvæmt fjármálaáætlun fyrri ríkisstjórnar þá sé gert ráð fyrir tveimur milljörðum aukalega í sérhæfða spítalaþjónustu á árinu 2017. „Þetta er mjög fjarri því sem við teljum vera þörf spítalans. Við teljum brýnt að minna á þetta núna þegar menn eru að byrja að hugsa til framtíðar eftir kosningar,“ segir Páll. Af þeim rúmu 11,7 milljörðum sem spítalinn þurfi til viðbótar við fjárframlög þarf 400 milljónir í aukið framboð þjónustu til að stytta biðlista, rúma tvo milljarðar að lágmarki vegna viðhalds, rúmar 400 milljónir í lágmarksþörf vegna tækjakaupa og 400 milljónir í rekstur brjóstamiðstöðvar en stofnkostnaður hennar eru rúmar 550 milljónir. Þá segir Páll fjárframlög ekki vera í takti til aukna þjónustu en árleg aukning á eftirspurn vegna mannfjölgunar og öldrunar þjóðarinnar er 1,7 prósent. Þá hefur fjölgun ferðamanna hér á landi áhrif en 14.303 ferðamenn komu á Bráðamóttöku Landspítalans á árunum 2001-2014. „Ár frá ári þá eykst álagið gríðarlega vegna ferðamanna. Svo dæmi sé tekið þá eru 10 prósent sjúklinga á gjörgæsludeild spítalans síðasta árið erlendir ferðamenn,“ segir Páll Matthíasson.
Ferðamennska á Íslandi Mest lesið Telur að of mikil saltnotkun geri moksturinn enn erfiðari Innlent Orðin hæsta kirkja í heimi Erlent Andrés ekki lengur prins og látinn yfirgefa heimili sitt Erlent „Því miður er verklagið þannig“ Innlent Ökumaður stöðvaður með snjófargan á framrúðunni Innlent Þjóðvegi eitt lokað vegna veðurs Innlent Reyndu að fá flugmann Maduros til að aðstoða við handtöku hans Erlent Segja ríkislögreglustjóra þurfa að taka til hjá sér Innlent Farþegagjald ólögmætt og höfnin skuldar tugi milljóna Innlent Segir Repúblikönum að beita kjarnorkuúrræðinu Erlent Fleiri fréttir Mest ánægja starfsfólks í sveitarfélögum á Suðurlandi Strætó enn á eftir áætlun en opnun hringvegarins í vinnslu Innanlandsflugi aflýst vegna veðurs Ríkislögreglustjóra sagt að endurskoða reksturinn og allt á floti í hlákunni Farþegagjald ólögmætt og höfnin skuldar tugi milljóna Bein útsending: Langvinn einkenni Covid Segja ríkislögreglustjóra þurfa að taka til hjá sér Telur að of mikil saltnotkun geri moksturinn enn erfiðari Þjóðvegi eitt lokað vegna veðurs Ökumaður stöðvaður með snjófargan á framrúðunni „Því miður er verklagið þannig“ Opnun Brákarborgar frestað enn á ný Ögmundur Ísak ráðinn til þingflokks Sjálfstæðisflokksins Viðbrögð hjólreiðamannsins að einhverju leyti skiljanleg Fjárhagsstaðan alvarleg og tímabundin ráðning ráðgjafans ekki endurnýjuð Formannskosningu Pírata frestað Fastur heima í þrjá daga út af engum mokstri Þurfa mögulega að fresta formannskosningu vegna formgalla Flughálka í kortunum, breytingar hjá bönkunum og formaður Pírata Reyna að lokka íslenska lækna heim Óvenjulegir smáskjálftar reyndust sprengingar Ein hinna reknu segir konunum kastað fyrir ljónin Guðmundur fetar í fótspor Sivjar Fylgjast með smáskjálftum við Bláa lónið Kirkjuþing skorar á stjórnvöld að hækka sóknargjald Ósammála ráðherra um að atkvæðajafnvægi sé mannréttindamál Ungir innflytjendur á Íslandi ekki jafn jaðarsettir og í Svíþjóð Leita til UNESCO vegna Vonarskarðs og kæra kynjahalla Aukin verðbólga áhyggjuefni og asahláka í kortunum Spyr hvort ökumenn myndu keyra á gangandi á götunni Sjá meira