Innlent

Lúðvík stýrir rannsókn í máli Öldu Hrannar

Þorbjörn Þórðarson skrifar
Vísir
Lúðvík Bergvinsson héraðsdómslögmaður og fyrrverandi alþingismaður er settur héraðssaksóknari í máli Öldu Hrannar Jóhannsdóttur aðallögfræðings Lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu sem hefur réttarstöðu sakbornings í tengslum við rannsókn á ætluðu broti hennar í starfi.

Bæði ríkissaksóknari og Ólafur Þór Hauksson héraðssaksóknari lýstu yfir vanhæfi til að fjalla um mál Öldu Hrannar eftir að málið kom upp en hún var send í ótímabundið leyfi frá störfum eftir að rannsókn á máli hennar hófst.

Rannsóknin lýtur að embættisfærslum hennar í tengslum við rannsókn á svokölluðu Löke-máli meðan hún starfaði hjá lögreglunni á Suðurnesjum en hún er grunuð um að hafa ekki fylgt ákvæðum lögreglulaga og sakamálalaga við rannsókn málsins.

Lúðvík Bergvinsson sagði í samtali við fréttastofu að rannsóknin væri í traustum farvegi en hann vildi ekki tjá sig um málið að öðru leyti að svo stöddu.


Tengdar fréttir

Bogi settur til að leysa vanhæfisvandann

Bogi Nilsson, fyrrverandi ríkissaksóknari, hefur verið settur ríkissaksóknari í máli um kæru fyrrverandi sakborninga í LÖKE-málinu á hendur Öldu Hrönn Jóhannesdóttur, yfirlögfræðings hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu.

Alda Hrönn stígur til hliðar vegna ásakana um að hafa misbeitt valdi sínu

Lúðvík Bergvinsson héraðsdómslögmaður er settur héraðssaksóknari í máli sem varðar ásakanir á hendur Öldu Hrönn Jóhannsdóttur, aðllögfræðings lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu, en hún er sökuð um að hafa misbeitt lögregluvaldi við rannsókn á LÖKE-málinu svokallaða.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×