Samstarf við núverandi ríkisstjórnarflokka ólíklegt nína hjördís þorkelsdóttir skrifar 23. október 2016 17:18 Af fundinum í morgun. visir/stefán Stjórnarandstöðuflokkarnir funduðu í morgun um mögulegt samstarf flokkanna á næsta kjörtímabili. Fundurinn fór fram fyrir opnum dyrum á veitingastaðnum Lækjarbrekku og stóð til 12:30. Samkvæmt Ótarri Proppé, þingmanni Bjartrar Framtíðar, var tilgangur fundarins ekki endilega að reyna að komast að niðurstöðu um stjórnarmyndun heldur að kanna sameiginlegan snertiflöt flokkanna. „Fundurinn var fyrst og fremst til þess að fara yfir málin og skoða hvar áherslurnar liggja saman og hvar í sundur,“ sagði Óttarr í samtali við fréttastofu Vísis.Stjórnarandstöðuflokkarnir hafa unnið vel samanÓttarr sagði jafnframt að flokkarnir þekktust vel eftir að hafa setið í stjórnarandstöðu á kjörtímabilinu sem er að líða. Því sé ekkert óeðlilegt að flokkarnir fundi sín á milli og beri saman bækur sínar. „Stjórnarandstaða á hverjum tíma er nú mjög oft í miklu samstarfi og það á við um þessa stjórnarandstöðu. Við höfum náttúrulega unnið saman og við erum með sameiginlegar áherslur í ákveðnum málum á þinginu,“ segir Óttarr og bætir við að flokkarnir hefðu til að mynda unnið saman að breytingatillögu við almannatryggingafrumvarp fyrir tveimur vikum. „Þessir flokkar hafa aldeilis talað saman og hist áður,“ segir Óttarr.Fundur af þessu tagi fordæmalaus Fundurinn var haldinn að frumkvæði Pírata en þeir buðu stjórnarandstöðuflokkunum ásamt Viðreisn til samræðna um mögulegt stjórnarsamstarf áður en gengið yrði til kosninga. Í yfirlýsingu Pírata kom fram að tilgangurinn með fundinum væri að koma í veg fyrir að stjórnmálaflokkar myndu skýla sér á bakvið málamyndanir í stjórnarmyndunum. „Sú hefð hefur skapast í íslenskum stjórnmálum að loforð eru einatt svikin eftir kosningar og bera menn fyrir sig „pólitískum ómöguleika“, eins og frægt er orðið. Hefðin er sú, að stjórnmálaflokkar sem mynda ríkisstjórnir á Íslandi skýla sér bakvið málamiðlanir í stjórnarmyndun. Þannig tekst þeim ítrekað að svíkja kjósendur sína,“ sögðu Píratar í yfirlýsingu sinni.Sjá einnig: Píratar boða fjóra flokka til viðræðna um samstarf Ekki eru fordæmi fyrir að fundum stjórnarandstöðuflokka á borð við þann sem fram fór í morgun, í það minnsta hafa slíkar viðræður stjórnarandstöðuflokka fyrir kosningar aldrei farið fram fyrir opnum dyrum.Ákvarðanir ekki teknar fyrr en eftir kosningar Aðspurður hvort flokkarnir hefðu komist að niðurstöðu í viðræðunum í dag svarar Óttarr að svo sé ekki. „Nei, ég get nú ekki sagt það. Þessi fundur var fyrst og fremst hluti af samtali og auðvitað að velta fyrir sér umbótum sem að þarf að gera í samfélaginu,“ segir Óttarr og þótt mögulegt samstarf hafi verið rætt verði vitaskuld engar ákvarðanir teknar fyrr en eftir kosningar. Flokkarnir fjórir munu hittast aftur á fimmtudagsmorgun og ræða saman aftur. Viðreisn þáði ekki boð Pírata um viðræður fyrir kosningar en flokkurinn hélt þess í stað blaðamannafund fyrr í dag þar sem farið var yfir helstu stefnumál.Samstarf stjórnarandstöðuflokka við ríkisstjórnarflokka hæpiðPíratar, sem mælist næst stærsti flokkurinn hér á landi, opnaði möguleika á samstarfi við stjórnarandstöðuna og Viðreisn en bauð stjórnarflokkunum tveimur ekki að vera aðilar að viðræðunum. Svandís Svavarsdóttir, þingmaður Vinstri grænna, hefur jafnframt lýst því yfir að flokkurinn hyggist ekki starfa með Sjálfstæðisflokki í ríkisstjórn eftir kosningar. Óttarr Proppé telur ólíklegt að Björt Framtíð komi til með að starfa með Framsóknarflokki og Sjálfstæðisflokki eftir kosningar. „Mér finnst það mjög hæpið miðað við áherslur þeirra flokka að við náum saman við þá í samræmi við áherslur okkar um umbætur og vönduð vinnubrögð. Það er mjög hæpið að sjá fyrir framlengingu á vinnubrögðum sem þessi ríkisstjórn sem er að fara frá hefur sýnt.“ Logi Már Einarsson, varaformaður Samfylkingarinnar, fullyrti jafnframt í samtali við Vísi að málefnastaða Samfylkingarinnar ætti lítið sameiginlegt með ríkisstjórnarflokkunum. „Við höfum sagt það lengi að málefnastaða okkar og þeirra [ríkisstjórnarflokkanna] tveggja er með þeim hætti að miklu augljósara væri að við störfuðum með umbótaöflunum.“ Inntur eftir því hvort samstarf væri gjörsamlega útilokað svaraði Logi að Samfylkingin færi ekki í ríkisstjórnarsamstarf með Sjálfstæðisflokknum. „Við munum ekki starfa með Sjálfstæðisflokknum eftir kosningar. Við munum starfa með þeim að öllum góðum málum en ekki í meirihlutasamstarfi.“ Kosningar 2016 Tengdar fréttir Píratar boða fjóra flokka til viðræðna um samstarf Píratar hafa sent forsvarsmönnum Bjartrar framtíðar, Viðreisnar, Vinstri hreyfingarinnar - græns framboðs og Samfylkinginnar bréf þar sem Píratar lýsa sig reiðubúna til þess að hefja formlegar stjórnarmyndunarviðræður fyrir komandi alþingiskosningar. 16. október 2016 11:19 Útspil Pírata óþörf klækjastjórnmál Píratar hafa boðað formenn fjögurra flokka til fundar við sig um mögulegt stjórnarsamstarf og drög að stjórnarsáttmála sem kynna á tveimur dögum fyrir kosningar. 17. október 2016 06:00 Samfylkingin hefur fundað með Pírötum Formaður Samfylkingarinnar hitti fulltrúa Pírata á fundi í Reykjavík í morgun. 18. október 2016 11:54 Helsti vandi Íslands ósamkeppnishæf lífskjör Farið var yfir helstu stefnumál Viðreisnar á blaðamannafundi í dag. 23. október 2016 15:52 Mest lesið Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Innlent Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Innlent „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Innlent Breyti engu á jörðu niðri að viðurkenna sjálfstæði Palestínu Erlent Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Innlent Opnun Samverks á Hellu fagnað Innlent Þjóðarpúls Gallups: Kristrún og Þorgerður gætu myndað meirihluta án Flokks fólksins Innlent Trump ræsir út kjarnorkukafbáta eftir „ögrandi“ ummæli Rússa Erlent Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Innlent Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Innlent Fleiri fréttir Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Opnun Samverks á Hellu fagnað „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Þjóðarpúls Gallups: Kristrún og Þorgerður gætu myndað meirihluta án Flokks fólksins „Ég upplifi þetta sem mikinn yfirgang og ofbeldi“ Íbúar við Þjórsá æfir og þrumuveður um Versló Handtekinn með reipi um hálsinn eftir ofsaakstur á flugbraut undir áhrifum fíkniefna Búast við þrumuveðri og vatnavöxtum Ný verðskrá kindakjöts vonbrigði fyrir sauðfjárbændur Sagði foreldrana líklega hafa dottið í aðdraganda andlátsins Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Fundu engan hvítabjörn Hraunbreiðan þykknar og líkur á framhlaupum aukast „Hann skilar algjörlega auðu í náttúruverndarmálum“ Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Skýrara hvar besta veðrið verður um helgina Vann skemmdir á golfvelli og skildi eftir smokk Trump hækkar tolla á Ísland og viðbúnaður á Þjóðhátíð Þyrlan farin vestur í hvítabjarnareftirlit Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Annasamt ár á Bessastöðum: Kóngafólk, keisari, umtöluð undirskrift og brúnir skór Áhrifin af stöðvunarkröfunni óveruleg Mengun gæti borist á Snæfellsnes og Vestfirði Hlutum kastað til í verslun og könnu í bílrúðu Óheppilegt ef fölsk mynd varpar sök á saklausan mann Skiptar skoðanir um umfang og kostnað vegna listaverks Ólafs í Eyjum Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ „Komið nóg af áföllum“ Níu ára og með sitt eigið „Fannars bakarí“ í Njarðvík Sjá meira
Stjórnarandstöðuflokkarnir funduðu í morgun um mögulegt samstarf flokkanna á næsta kjörtímabili. Fundurinn fór fram fyrir opnum dyrum á veitingastaðnum Lækjarbrekku og stóð til 12:30. Samkvæmt Ótarri Proppé, þingmanni Bjartrar Framtíðar, var tilgangur fundarins ekki endilega að reyna að komast að niðurstöðu um stjórnarmyndun heldur að kanna sameiginlegan snertiflöt flokkanna. „Fundurinn var fyrst og fremst til þess að fara yfir málin og skoða hvar áherslurnar liggja saman og hvar í sundur,“ sagði Óttarr í samtali við fréttastofu Vísis.Stjórnarandstöðuflokkarnir hafa unnið vel samanÓttarr sagði jafnframt að flokkarnir þekktust vel eftir að hafa setið í stjórnarandstöðu á kjörtímabilinu sem er að líða. Því sé ekkert óeðlilegt að flokkarnir fundi sín á milli og beri saman bækur sínar. „Stjórnarandstaða á hverjum tíma er nú mjög oft í miklu samstarfi og það á við um þessa stjórnarandstöðu. Við höfum náttúrulega unnið saman og við erum með sameiginlegar áherslur í ákveðnum málum á þinginu,“ segir Óttarr og bætir við að flokkarnir hefðu til að mynda unnið saman að breytingatillögu við almannatryggingafrumvarp fyrir tveimur vikum. „Þessir flokkar hafa aldeilis talað saman og hist áður,“ segir Óttarr.Fundur af þessu tagi fordæmalaus Fundurinn var haldinn að frumkvæði Pírata en þeir buðu stjórnarandstöðuflokkunum ásamt Viðreisn til samræðna um mögulegt stjórnarsamstarf áður en gengið yrði til kosninga. Í yfirlýsingu Pírata kom fram að tilgangurinn með fundinum væri að koma í veg fyrir að stjórnmálaflokkar myndu skýla sér á bakvið málamyndanir í stjórnarmyndunum. „Sú hefð hefur skapast í íslenskum stjórnmálum að loforð eru einatt svikin eftir kosningar og bera menn fyrir sig „pólitískum ómöguleika“, eins og frægt er orðið. Hefðin er sú, að stjórnmálaflokkar sem mynda ríkisstjórnir á Íslandi skýla sér bakvið málamiðlanir í stjórnarmyndun. Þannig tekst þeim ítrekað að svíkja kjósendur sína,“ sögðu Píratar í yfirlýsingu sinni.Sjá einnig: Píratar boða fjóra flokka til viðræðna um samstarf Ekki eru fordæmi fyrir að fundum stjórnarandstöðuflokka á borð við þann sem fram fór í morgun, í það minnsta hafa slíkar viðræður stjórnarandstöðuflokka fyrir kosningar aldrei farið fram fyrir opnum dyrum.Ákvarðanir ekki teknar fyrr en eftir kosningar Aðspurður hvort flokkarnir hefðu komist að niðurstöðu í viðræðunum í dag svarar Óttarr að svo sé ekki. „Nei, ég get nú ekki sagt það. Þessi fundur var fyrst og fremst hluti af samtali og auðvitað að velta fyrir sér umbótum sem að þarf að gera í samfélaginu,“ segir Óttarr og þótt mögulegt samstarf hafi verið rætt verði vitaskuld engar ákvarðanir teknar fyrr en eftir kosningar. Flokkarnir fjórir munu hittast aftur á fimmtudagsmorgun og ræða saman aftur. Viðreisn þáði ekki boð Pírata um viðræður fyrir kosningar en flokkurinn hélt þess í stað blaðamannafund fyrr í dag þar sem farið var yfir helstu stefnumál.Samstarf stjórnarandstöðuflokka við ríkisstjórnarflokka hæpiðPíratar, sem mælist næst stærsti flokkurinn hér á landi, opnaði möguleika á samstarfi við stjórnarandstöðuna og Viðreisn en bauð stjórnarflokkunum tveimur ekki að vera aðilar að viðræðunum. Svandís Svavarsdóttir, þingmaður Vinstri grænna, hefur jafnframt lýst því yfir að flokkurinn hyggist ekki starfa með Sjálfstæðisflokki í ríkisstjórn eftir kosningar. Óttarr Proppé telur ólíklegt að Björt Framtíð komi til með að starfa með Framsóknarflokki og Sjálfstæðisflokki eftir kosningar. „Mér finnst það mjög hæpið miðað við áherslur þeirra flokka að við náum saman við þá í samræmi við áherslur okkar um umbætur og vönduð vinnubrögð. Það er mjög hæpið að sjá fyrir framlengingu á vinnubrögðum sem þessi ríkisstjórn sem er að fara frá hefur sýnt.“ Logi Már Einarsson, varaformaður Samfylkingarinnar, fullyrti jafnframt í samtali við Vísi að málefnastaða Samfylkingarinnar ætti lítið sameiginlegt með ríkisstjórnarflokkunum. „Við höfum sagt það lengi að málefnastaða okkar og þeirra [ríkisstjórnarflokkanna] tveggja er með þeim hætti að miklu augljósara væri að við störfuðum með umbótaöflunum.“ Inntur eftir því hvort samstarf væri gjörsamlega útilokað svaraði Logi að Samfylkingin færi ekki í ríkisstjórnarsamstarf með Sjálfstæðisflokknum. „Við munum ekki starfa með Sjálfstæðisflokknum eftir kosningar. Við munum starfa með þeim að öllum góðum málum en ekki í meirihlutasamstarfi.“
Kosningar 2016 Tengdar fréttir Píratar boða fjóra flokka til viðræðna um samstarf Píratar hafa sent forsvarsmönnum Bjartrar framtíðar, Viðreisnar, Vinstri hreyfingarinnar - græns framboðs og Samfylkinginnar bréf þar sem Píratar lýsa sig reiðubúna til þess að hefja formlegar stjórnarmyndunarviðræður fyrir komandi alþingiskosningar. 16. október 2016 11:19 Útspil Pírata óþörf klækjastjórnmál Píratar hafa boðað formenn fjögurra flokka til fundar við sig um mögulegt stjórnarsamstarf og drög að stjórnarsáttmála sem kynna á tveimur dögum fyrir kosningar. 17. október 2016 06:00 Samfylkingin hefur fundað með Pírötum Formaður Samfylkingarinnar hitti fulltrúa Pírata á fundi í Reykjavík í morgun. 18. október 2016 11:54 Helsti vandi Íslands ósamkeppnishæf lífskjör Farið var yfir helstu stefnumál Viðreisnar á blaðamannafundi í dag. 23. október 2016 15:52 Mest lesið Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Innlent Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Innlent „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Innlent Breyti engu á jörðu niðri að viðurkenna sjálfstæði Palestínu Erlent Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Innlent Opnun Samverks á Hellu fagnað Innlent Þjóðarpúls Gallups: Kristrún og Þorgerður gætu myndað meirihluta án Flokks fólksins Innlent Trump ræsir út kjarnorkukafbáta eftir „ögrandi“ ummæli Rússa Erlent Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Innlent Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Innlent Fleiri fréttir Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Opnun Samverks á Hellu fagnað „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Þjóðarpúls Gallups: Kristrún og Þorgerður gætu myndað meirihluta án Flokks fólksins „Ég upplifi þetta sem mikinn yfirgang og ofbeldi“ Íbúar við Þjórsá æfir og þrumuveður um Versló Handtekinn með reipi um hálsinn eftir ofsaakstur á flugbraut undir áhrifum fíkniefna Búast við þrumuveðri og vatnavöxtum Ný verðskrá kindakjöts vonbrigði fyrir sauðfjárbændur Sagði foreldrana líklega hafa dottið í aðdraganda andlátsins Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Fundu engan hvítabjörn Hraunbreiðan þykknar og líkur á framhlaupum aukast „Hann skilar algjörlega auðu í náttúruverndarmálum“ Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Skýrara hvar besta veðrið verður um helgina Vann skemmdir á golfvelli og skildi eftir smokk Trump hækkar tolla á Ísland og viðbúnaður á Þjóðhátíð Þyrlan farin vestur í hvítabjarnareftirlit Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Annasamt ár á Bessastöðum: Kóngafólk, keisari, umtöluð undirskrift og brúnir skór Áhrifin af stöðvunarkröfunni óveruleg Mengun gæti borist á Snæfellsnes og Vestfirði Hlutum kastað til í verslun og könnu í bílrúðu Óheppilegt ef fölsk mynd varpar sök á saklausan mann Skiptar skoðanir um umfang og kostnað vegna listaverks Ólafs í Eyjum Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ „Komið nóg af áföllum“ Níu ára og með sitt eigið „Fannars bakarí“ í Njarðvík Sjá meira
Píratar boða fjóra flokka til viðræðna um samstarf Píratar hafa sent forsvarsmönnum Bjartrar framtíðar, Viðreisnar, Vinstri hreyfingarinnar - græns framboðs og Samfylkinginnar bréf þar sem Píratar lýsa sig reiðubúna til þess að hefja formlegar stjórnarmyndunarviðræður fyrir komandi alþingiskosningar. 16. október 2016 11:19
Útspil Pírata óþörf klækjastjórnmál Píratar hafa boðað formenn fjögurra flokka til fundar við sig um mögulegt stjórnarsamstarf og drög að stjórnarsáttmála sem kynna á tveimur dögum fyrir kosningar. 17. október 2016 06:00
Samfylkingin hefur fundað með Pírötum Formaður Samfylkingarinnar hitti fulltrúa Pírata á fundi í Reykjavík í morgun. 18. október 2016 11:54
Helsti vandi Íslands ósamkeppnishæf lífskjör Farið var yfir helstu stefnumál Viðreisnar á blaðamannafundi í dag. 23. október 2016 15:52