Líkamsárás í Vestmannaeyjum: Lögreglan vildi meta geðheilbrigði mannsins Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 26. október 2016 15:05 Vestmannaeyjar. Vísir/Pjetur Hæstiréttur hefur staðfest úrskurð Héraðsdóms Suðurlands þess efnis að ekki verði kallaður til dómkvaddur matsmaður til þess að framkvæma mat á manni sem meðal annars er grunaður er um alvarlega líkamsárás og kynferðisbrot gegn konu í Vestmannaeyjum aðfaranótt 17. september síðastliðinn. Lögreglustjórinn í Eyjum lagði fram kröfu þess efnis að lagt yrði mat á persónulegar aðstæður mannsins, hegðun hans og fyrri brot, þroska hans og heilbrigðisástand og þá sérstaklega geðheilbrigði. Maðurinn mótmælti kröfunni. Kröfu lögreglustjórans er hafnað á þeim forsendum að ekki komi skýrt fram í matsbeiðninni „hvað eigi að meta og hvað aðili hyggist sanna með mati. Kemur ekki neitt fram í matsbeiðni um hvaða þörf er á því að hið umbeðna mat verði framkvæmt og þá þykir ekki nægilega skýrt hvað meta skuli,“ segir í úrskurði héraðsdóms. Árásin vakti mikinn óhug enda voru lýsingar í greinargerð lögreglu ófagrar. Í greinargerðinni kemur meðal annars fram að konan hafi verið illa útleikin þegar komið var að henni á sjötta tímanum á laugardagsmorgun. Vitni lýsti því þannig að hún hafi verið afmynduð í andliti, nakin og blóðug á kynfærum. Voru áverkar hennar afar miklir og var konan köld og í annarlegu ástandi þegar hún fannst, óróleg og frásögn hennar verið óljós. Maðurinn sat í gæsluvarðhaldi til 28. september en þá hafnaði héraðsdómur kröfu lögreglunnar um áframhaldandi gæsluvarðhald á grundvelli almannahagsmuna. Þann úrskurð staðfesti Hæstiréttur nokkrum dögum síðar. Líkamsárás í Vestmannaeyjum Tengdar fréttir Hinn grunaði í Eyjum verður áfram á Litla-Hrauni Í varðhaldi á grundvelli rannsóknarhagsmuna. 24. september 2016 13:19 Konan sem varð fyrir árásinni í áfalli, segir fjölskyldan Konan sem flutt var með sjúkraflugi frá Vestmannaeyjum um helgina eftir grófa líkamsárás er sögð í miklu andlegu áfalli og eiga erfitt með að tjá sig um atburðinn. Hæstiréttur dæmdi í gær 23 ára karlmann í gæsluvarðhald til laugardags. 22. september 2016 07:00 Vitni gátu ekki bent á árásarmanninn í Eyjum Hæstiréttur hefur hafnað gæsluvarðhaldskröfu lögreglunnar 3. október 2016 22:30 Mest lesið Ákærðar fyrir að auglýsa vændi en kaupendurnir ekki Innlent Hópslysaáætlun virkjuð á Snæfellsnesi Innlent „Það endaði bara með því að það var brotið á börnunum okkar“ Innlent Nauðgaði sofandi kærustu sem hafði ítrekað verið brotið gegn Innlent Grindvíkingum blöskrar umræðan í Vikunni Innlent Jón biðst innilegrar afsökunar á umræðu um Grindavík Innlent Hafi tekið bílstjórann hálstaki meðan hann lá á flautunni Innlent Gretu Thunberg og félögum vísað úr landi Erlent Dómstólar neita Jóni Óttari um að fá afhenta haldlagða muni Innlent Okkar borg – Þvert á flokka tekur slaginn í borginni Innlent Fleiri fréttir Risaskuld, nýr flokkur og áheyrnarprufur hunda Hópslysaáætlun virkjuð á Snæfellsnesi Rúða brotin og flugeld kastað inn Riða staðfest á Kirkjuhóli Hafa þurft að sjóða vatnið í 79 daga Ágreiningur við ríkisstarfsmenn kostaði 642 milljónir á tíu árum Handtekinn fyrir stórfellda líkamsárás í Dugguvogi Farið yfir framboð hjá Miðflokknum „Það endaði bara með því að það var brotið á börnunum okkar“ Segir erfitt fyrir lækna að starfa við boðuð skilyrði Okkar borg – Þvert á flokka tekur slaginn í borginni „Hlýtur að hafa í sér fælingarmátt ef þú yrðir nafngreindur við slíka iðju“ Nauðgaði sofandi kærustu sem hafði ítrekað verið brotið gegn Stolt úthverfatútta en ekki lattelepjandi miðbæjarrotta Vændi á Norðurlandi og ósáttir læknar Sex slasaðir eftir árekstur á Jökuldalsheiði Jón biðst innilegrar afsökunar á umræðu um Grindavík Dómstólar neita Jóni Óttari um að fá afhenta haldlagða muni Ákærðar fyrir að auglýsa vændi en kaupendurnir ekki Einum veittir stunguáverkar og annar varð fyrir hópárás „Draumar geta ræst“ Grindvíkingum blöskrar umræðan í Vikunni Nýr formaður SUS vill sækja til hægri Miður að börn fylgi foreldrum en ekki öfugt Hafi tekið bílstjórann hálstaki meðan hann lá á flautunni Play skuldi Isavia hálfan milljarð króna Tveir á sjúkrahús eftir að bíll valt við árekstur „Þetta er ekki á borði þingflokksins“ Umdeild brottvísun, fjárhagstjón á Grænlandi og kyngreint sæði Óttast áhrifin á vinnandi mæður Sjá meira
Hæstiréttur hefur staðfest úrskurð Héraðsdóms Suðurlands þess efnis að ekki verði kallaður til dómkvaddur matsmaður til þess að framkvæma mat á manni sem meðal annars er grunaður er um alvarlega líkamsárás og kynferðisbrot gegn konu í Vestmannaeyjum aðfaranótt 17. september síðastliðinn. Lögreglustjórinn í Eyjum lagði fram kröfu þess efnis að lagt yrði mat á persónulegar aðstæður mannsins, hegðun hans og fyrri brot, þroska hans og heilbrigðisástand og þá sérstaklega geðheilbrigði. Maðurinn mótmælti kröfunni. Kröfu lögreglustjórans er hafnað á þeim forsendum að ekki komi skýrt fram í matsbeiðninni „hvað eigi að meta og hvað aðili hyggist sanna með mati. Kemur ekki neitt fram í matsbeiðni um hvaða þörf er á því að hið umbeðna mat verði framkvæmt og þá þykir ekki nægilega skýrt hvað meta skuli,“ segir í úrskurði héraðsdóms. Árásin vakti mikinn óhug enda voru lýsingar í greinargerð lögreglu ófagrar. Í greinargerðinni kemur meðal annars fram að konan hafi verið illa útleikin þegar komið var að henni á sjötta tímanum á laugardagsmorgun. Vitni lýsti því þannig að hún hafi verið afmynduð í andliti, nakin og blóðug á kynfærum. Voru áverkar hennar afar miklir og var konan köld og í annarlegu ástandi þegar hún fannst, óróleg og frásögn hennar verið óljós. Maðurinn sat í gæsluvarðhaldi til 28. september en þá hafnaði héraðsdómur kröfu lögreglunnar um áframhaldandi gæsluvarðhald á grundvelli almannahagsmuna. Þann úrskurð staðfesti Hæstiréttur nokkrum dögum síðar.
Líkamsárás í Vestmannaeyjum Tengdar fréttir Hinn grunaði í Eyjum verður áfram á Litla-Hrauni Í varðhaldi á grundvelli rannsóknarhagsmuna. 24. september 2016 13:19 Konan sem varð fyrir árásinni í áfalli, segir fjölskyldan Konan sem flutt var með sjúkraflugi frá Vestmannaeyjum um helgina eftir grófa líkamsárás er sögð í miklu andlegu áfalli og eiga erfitt með að tjá sig um atburðinn. Hæstiréttur dæmdi í gær 23 ára karlmann í gæsluvarðhald til laugardags. 22. september 2016 07:00 Vitni gátu ekki bent á árásarmanninn í Eyjum Hæstiréttur hefur hafnað gæsluvarðhaldskröfu lögreglunnar 3. október 2016 22:30 Mest lesið Ákærðar fyrir að auglýsa vændi en kaupendurnir ekki Innlent Hópslysaáætlun virkjuð á Snæfellsnesi Innlent „Það endaði bara með því að það var brotið á börnunum okkar“ Innlent Nauðgaði sofandi kærustu sem hafði ítrekað verið brotið gegn Innlent Grindvíkingum blöskrar umræðan í Vikunni Innlent Jón biðst innilegrar afsökunar á umræðu um Grindavík Innlent Hafi tekið bílstjórann hálstaki meðan hann lá á flautunni Innlent Gretu Thunberg og félögum vísað úr landi Erlent Dómstólar neita Jóni Óttari um að fá afhenta haldlagða muni Innlent Okkar borg – Þvert á flokka tekur slaginn í borginni Innlent Fleiri fréttir Risaskuld, nýr flokkur og áheyrnarprufur hunda Hópslysaáætlun virkjuð á Snæfellsnesi Rúða brotin og flugeld kastað inn Riða staðfest á Kirkjuhóli Hafa þurft að sjóða vatnið í 79 daga Ágreiningur við ríkisstarfsmenn kostaði 642 milljónir á tíu árum Handtekinn fyrir stórfellda líkamsárás í Dugguvogi Farið yfir framboð hjá Miðflokknum „Það endaði bara með því að það var brotið á börnunum okkar“ Segir erfitt fyrir lækna að starfa við boðuð skilyrði Okkar borg – Þvert á flokka tekur slaginn í borginni „Hlýtur að hafa í sér fælingarmátt ef þú yrðir nafngreindur við slíka iðju“ Nauðgaði sofandi kærustu sem hafði ítrekað verið brotið gegn Stolt úthverfatútta en ekki lattelepjandi miðbæjarrotta Vændi á Norðurlandi og ósáttir læknar Sex slasaðir eftir árekstur á Jökuldalsheiði Jón biðst innilegrar afsökunar á umræðu um Grindavík Dómstólar neita Jóni Óttari um að fá afhenta haldlagða muni Ákærðar fyrir að auglýsa vændi en kaupendurnir ekki Einum veittir stunguáverkar og annar varð fyrir hópárás „Draumar geta ræst“ Grindvíkingum blöskrar umræðan í Vikunni Nýr formaður SUS vill sækja til hægri Miður að börn fylgi foreldrum en ekki öfugt Hafi tekið bílstjórann hálstaki meðan hann lá á flautunni Play skuldi Isavia hálfan milljarð króna Tveir á sjúkrahús eftir að bíll valt við árekstur „Þetta er ekki á borði þingflokksins“ Umdeild brottvísun, fjárhagstjón á Grænlandi og kyngreint sæði Óttast áhrifin á vinnandi mæður Sjá meira
Hinn grunaði í Eyjum verður áfram á Litla-Hrauni Í varðhaldi á grundvelli rannsóknarhagsmuna. 24. september 2016 13:19
Konan sem varð fyrir árásinni í áfalli, segir fjölskyldan Konan sem flutt var með sjúkraflugi frá Vestmannaeyjum um helgina eftir grófa líkamsárás er sögð í miklu andlegu áfalli og eiga erfitt með að tjá sig um atburðinn. Hæstiréttur dæmdi í gær 23 ára karlmann í gæsluvarðhald til laugardags. 22. september 2016 07:00
Vitni gátu ekki bent á árásarmanninn í Eyjum Hæstiréttur hefur hafnað gæsluvarðhaldskröfu lögreglunnar 3. október 2016 22:30