Þyrlan ræst út til að tryggja að Grímseyingar geti kosið Atli Ísleifsson skrifar 28. október 2016 15:53 Grímsey. Vísir/Pjetur „Það eru víst öll ráð til að bjarga öllu eða flestu nú orðið. Sem betur fer,“ segir Bjarni Magnússon, fyrrum hreppstjóri í Grímsey, eftir að þyrla Landhelgisgæslunnar var fengin til að koma kjörseðlum til Grímseyjar. Ljóst var að hvorki var hægt að koma þeim út í eyjuna með ferjunni eða flugi vegna veðurs.RÚV greindi frá þessu en samkvæmt lögum er ekki hægt að birta úrslit kosninga fyrr en öllum kjördeildum hefur verið lokað, en ef kjósendur fá ekki kjörgögn er kjördeild ekki starfhæf. 53 eru nú á kjörskrá í Grímsey. „Það átti að senda kjörseðlana með ferjunni en það er versta rok þannig að hún komst ekki. Þyrlan mun fljúga með þá frá Dalvík og kemur um klukkan fjögur. Við verðum að athuga að það er haust og allra veðra von. Vanalega er kosið á vorin og veður skaplegra,“ segir Bjarni sem hefur haldið utan um framkvæmd kosninga í Grímsey frá árinu 1969. Hann segir að mikið sé að gera við undirbúning nú daginn fyrir kosningar. Kjördeildin verður opnuð klukkan níu í fyrramálið og hvetur hann Grímseyinga til að kjósa snemma. „Ég vona að fólk taki tillit til þess.“ Vonast er til að hægt verði að fljúga út í eyjuna á morgun þannig að koma megi kjörseðlum til yfirkjörstjórnar á Akureyri. Spáð sé betra veðri en í dag. Bjarni segir spenning vera í Grímseyingum nú í aðdraganda kosninga og hvetur fólk endilega til að nýta kosningaréttinn. „Kosningaþátttakan í Grímsey hefur verið góð en nú í seinni tíð er fólkið miklu meira á ferðinni en áður fyrr. Nú hefur maður ekki hugmynd um hvenær fólk er að koma eða fara. Það eru því margir sem kjósa utankjörfundar,“ segir Bjarni. Kosningar 2016 X16 Norðaustur Mest lesið Neitaði að endurgreiða ofgreidd laun um sex milljónir Innlent Tollar á vörur frá Íslandi verða 15 prósent samkvæmt forsetatilskipun Erlent Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ Innlent Freista þess að hindra að Bandaríkin fargi miklu magni getnaðarvarna Erlent Áhrifin af stöðvunarkröfunni óveruleg Innlent Annasamt ár á Bessastöðum: Kóngafólk, keisari, umtöluð undirskrift og brúnir skór Innlent „Eins og að vera úti á rúmsjó“ í Eyjum annað kvöld Veður Varasamar aðstæður fyrir ferðalanga Veður Hlutum kastað til í verslun og könnu í bílrúðu Innlent Óheppilegt ef fölsk mynd varpar sök á saklausan mann Innlent Fleiri fréttir Neitaði að endurgreiða ofgreidd laun um sex milljónir Annasamt ár á Bessastöðum: Kóngafólk, keisari, umtöluð undirskrift og brúnir skór Áhrifin af stöðvunarkröfunni óveruleg Mengun gæti borist á Snæfellsnes og Vestfirði Hlutum kastað til í verslun og könnu í bílrúðu Óheppilegt ef fölsk mynd varpar sök á saklausan mann Skiptar skoðanir um umfang og kostnað vegna listaverks Ólafs í Eyjum Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ „Komið nóg af áföllum“ Níu ára og með sitt eigið „Fannars bakarí“ í Njarðvík „Þetta er hættuleg helgi“ Eldri borgarar sem verði fyrir ofbeldi ættingja geti hvergi leitað Aldraðir beittir ofbeldi af ættingjum og gervigreindarmistök lögreglu Ferðaþjónustuþorpið Vík: „Við erum ein á báti“ Tjaldsvæði á Norðurlandi óðum að fyllast Framkvæmdir við Hvammsvirkjun stöðvaðar Borgin hafnar yfirlýsingum KSÍ Fólk varist dúfur í Vestmannaeyjum Ógnaði vegfarendum með stórum hníf Ferðamaður lést við Breiðamerkursand „Í Evrópumálum tel ég að þetta sé ekki rétti tíminn að fara í þá vegferð“ Falið ofbeldi gegn eldri borgurum: „Þetta er barnið mitt, ég ól það upp, gerði ég mistök?“ Ísbjarnareftirlit á Vestfjörðum Íslenskum nemendum fækkar en erlendum fjölgar Lögregla biðst afsökunar vegna myndarinnar Þyrlan kölluð út vegna bráðra veikinda á Breiðamerkursandi Ofbeldi gegn eldri borgurum oft hulið Aukið viðbragð í öllum deildum lögreglu Lögregla dreifði gjörbreyttri mynd af díselþjófum Sendinefnd ESB tjáir sig ekki um tollana Sjá meira
„Það eru víst öll ráð til að bjarga öllu eða flestu nú orðið. Sem betur fer,“ segir Bjarni Magnússon, fyrrum hreppstjóri í Grímsey, eftir að þyrla Landhelgisgæslunnar var fengin til að koma kjörseðlum til Grímseyjar. Ljóst var að hvorki var hægt að koma þeim út í eyjuna með ferjunni eða flugi vegna veðurs.RÚV greindi frá þessu en samkvæmt lögum er ekki hægt að birta úrslit kosninga fyrr en öllum kjördeildum hefur verið lokað, en ef kjósendur fá ekki kjörgögn er kjördeild ekki starfhæf. 53 eru nú á kjörskrá í Grímsey. „Það átti að senda kjörseðlana með ferjunni en það er versta rok þannig að hún komst ekki. Þyrlan mun fljúga með þá frá Dalvík og kemur um klukkan fjögur. Við verðum að athuga að það er haust og allra veðra von. Vanalega er kosið á vorin og veður skaplegra,“ segir Bjarni sem hefur haldið utan um framkvæmd kosninga í Grímsey frá árinu 1969. Hann segir að mikið sé að gera við undirbúning nú daginn fyrir kosningar. Kjördeildin verður opnuð klukkan níu í fyrramálið og hvetur hann Grímseyinga til að kjósa snemma. „Ég vona að fólk taki tillit til þess.“ Vonast er til að hægt verði að fljúga út í eyjuna á morgun þannig að koma megi kjörseðlum til yfirkjörstjórnar á Akureyri. Spáð sé betra veðri en í dag. Bjarni segir spenning vera í Grímseyingum nú í aðdraganda kosninga og hvetur fólk endilega til að nýta kosningaréttinn. „Kosningaþátttakan í Grímsey hefur verið góð en nú í seinni tíð er fólkið miklu meira á ferðinni en áður fyrr. Nú hefur maður ekki hugmynd um hvenær fólk er að koma eða fara. Það eru því margir sem kjósa utankjörfundar,“ segir Bjarni.
Kosningar 2016 X16 Norðaustur Mest lesið Neitaði að endurgreiða ofgreidd laun um sex milljónir Innlent Tollar á vörur frá Íslandi verða 15 prósent samkvæmt forsetatilskipun Erlent Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ Innlent Freista þess að hindra að Bandaríkin fargi miklu magni getnaðarvarna Erlent Áhrifin af stöðvunarkröfunni óveruleg Innlent Annasamt ár á Bessastöðum: Kóngafólk, keisari, umtöluð undirskrift og brúnir skór Innlent „Eins og að vera úti á rúmsjó“ í Eyjum annað kvöld Veður Varasamar aðstæður fyrir ferðalanga Veður Hlutum kastað til í verslun og könnu í bílrúðu Innlent Óheppilegt ef fölsk mynd varpar sök á saklausan mann Innlent Fleiri fréttir Neitaði að endurgreiða ofgreidd laun um sex milljónir Annasamt ár á Bessastöðum: Kóngafólk, keisari, umtöluð undirskrift og brúnir skór Áhrifin af stöðvunarkröfunni óveruleg Mengun gæti borist á Snæfellsnes og Vestfirði Hlutum kastað til í verslun og könnu í bílrúðu Óheppilegt ef fölsk mynd varpar sök á saklausan mann Skiptar skoðanir um umfang og kostnað vegna listaverks Ólafs í Eyjum Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ „Komið nóg af áföllum“ Níu ára og með sitt eigið „Fannars bakarí“ í Njarðvík „Þetta er hættuleg helgi“ Eldri borgarar sem verði fyrir ofbeldi ættingja geti hvergi leitað Aldraðir beittir ofbeldi af ættingjum og gervigreindarmistök lögreglu Ferðaþjónustuþorpið Vík: „Við erum ein á báti“ Tjaldsvæði á Norðurlandi óðum að fyllast Framkvæmdir við Hvammsvirkjun stöðvaðar Borgin hafnar yfirlýsingum KSÍ Fólk varist dúfur í Vestmannaeyjum Ógnaði vegfarendum með stórum hníf Ferðamaður lést við Breiðamerkursand „Í Evrópumálum tel ég að þetta sé ekki rétti tíminn að fara í þá vegferð“ Falið ofbeldi gegn eldri borgurum: „Þetta er barnið mitt, ég ól það upp, gerði ég mistök?“ Ísbjarnareftirlit á Vestfjörðum Íslenskum nemendum fækkar en erlendum fjölgar Lögregla biðst afsökunar vegna myndarinnar Þyrlan kölluð út vegna bráðra veikinda á Breiðamerkursandi Ofbeldi gegn eldri borgurum oft hulið Aukið viðbragð í öllum deildum lögreglu Lögregla dreifði gjörbreyttri mynd af díselþjófum Sendinefnd ESB tjáir sig ekki um tollana Sjá meira