Innlent

Kjörsókn töluvert minni í höfuðborginni fyrsta klukkutímann en 2013

Kolbeinn Tumi Daðason skrifar
Frá kosningum í Laugalækjarskóla í morgun.
Frá kosningum í Laugalækjarskóla í morgun. Vísir/Eyþór

Reykjavíkurborg býður kjósendum sínum og öðrum upp á að fylgjast með kjörsókn í borginni á vef sínum. Þetta eru þriðju kosningarnar í röð þar sem almenningi gefst kostur á að fylgjast með tölunum á vef borgarinnar.

1390 manns höfðu kosið í Reykjavík klukkan tíu í morgun samanborið við 2189 í kosningunum 2013. Ljóst er því að kjörsókn er heldur dræm samanborið við síðustu kosningar.

Á kjörskrá í Reykjavík eru 91.767 kjósendur og höfðu 1,51 prósent greitt atkvæði klukkan 10.

Kosningavakt Vísis fylgist grannt með gangi mála alla helgina. Vaktina má finna hér.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.