Hjólamaðurinn átti að passa sig á kanínunni segja dýravinir Jakob Bjarnar skrifar 11. október 2016 16:00 Hallgerður Hauksdóttir segir hjólamanninn Hlöðver Bernharð bera fulla ábyrgð á árekstrinum við kanínuna. Hallgerður Hauksdóttir, formaður Dýraverndarsambands Íslands, segir hjólamanninn bera fulla ábyrgð á árekstrinum við kanínuna. Hans er ábyrgðin, ekki kanínunnar. Vísir greindi frá hörðum árekstri í morgun en Hlöðver Bernharður Jökulsson sjúkraþjálfari er stórslasaður eftir að hann hjólaði á kanínu í Elliðaárdalnum. Lungað féll saman og rifbein eru brotin, einhver tvíbrotin auk þess sem herðablaðið er sprungið þvert yfir. Hörður Bernharður er sárþjáður og segir þetta stórhættulegt svæði að fara um vegna kanínuplágu og kallar eftir aðgerðum af hálfu Reykjavíkurborgar.Lifandi verur eiga alltaf réttinn Hallgerður segist hafa samúð með Herð Bernharði en ef við myndum setja kött eða hund inní jöfnuna, í staðinn fyrir kanínuna, þá væri ekki verið að kalla eftir sérstökum aðgerðum. Við séum hins vegar fljót að stökkva á kanínurnar af því að þær liggja vel við höggi. „Lifandi verur eiga alltaf réttinn. Bíllinn, hjól, farartæki telst hlutur og þeim sem honum stjórnar – honum ber að gæta sín. Ég myndi aldrei kaupa það að kanínan hafi verið fyrir honum. Hjólreiðamanninum ber að gæta sín, sérstaklega þar sem vitað er að svona dýr eru fyrir hendi. Alveg eins og á þjóðvegum landsins þar sem við verðum að gæta okkur á kindum. Þetta er hliðstætt,“ segir Hallgerður. Hún segir hins vegar annað mál með kanínuvandann, því þær eru í vandræðum. Þær eru ekki gerðar til að lifa af íslenskan vetur. „Þær einu sem lifa af eru við hitaveitustokkana eða þá að þeim sé hjálpað. Geysileg afföll og þetta eru hroðalegir dauðdagar, svelti og kuldi. Þetta er langdreginn dauðdagi.“Þetta snýst um velferð dýranna Hallgerður segir að það geti hreinlega talist hjálparskylda okkar að aflífa kanínurnar á mannúðlegan hátt. „Eru þessi dýr þess umkomin að lifa í náttúrunni og þrífast? Ef þau eru það ekki, hvað eigum við þá að gera? Getur vel verið að okkar hjálparskylda felist í því að fækka þeim. Þetta snýst um dýravelferð, við verðum að hugsa um þeirra velferð og ef þetta er þrautalíf er spurning hvort við þurfum ekki að skoða þetta betur.“ Fari Reykjavíkurborg út í aðgerðir til að fækka kanínurnar er mikilvægt að menn vandi til verksins. „Þær mega ekki líða fyrir aðgerðirnar eins og minkarnir þegar við erum að drekkja þeim í gildrum.“Ef fækka á kanínum verður að vanda til verksins Hallgerður segist ekki sérfróð um aflífun dýra, þetta sé vandasamt því þetta er innan borgarmarka og því megi ekki skjóta dýrin. „En í tilfelli minkanna er þetta sparnaðarmál, ódýrara er að drekkja þeim en aflífa á mannúðlegan hátt. Þess vegna gerum við það og þess vegna var þetta lögleitt. Í því samhengi; ef Reykjavíkurborg fer að gera eitthvað verður hún að vanda sig.“ Þetta er mikið tilfinningamál, að sögn Hallgerðar. Um er að ræða voðalega sæt dýr sem margir sinna og gefa. Rétt sé að láta þær í friði að því gefnu að þær geti lifað veturinn af. „En, í öllu falli eiga hjólreiðamenn að gæta sín og það erum við mennirnir sem berum ábyrgðina.“ Tengdar fréttir Margbrotinn eftir árekstur við kanínu Hlöðver Jökulsson slasaðist illa eftir að hann hjólaði á kanínu í Elliðaárdalnum. Lungað féll saman og bein brotnuðu. Hann brýnir borgina til verka gegn fjölgun kanína sem hann segir að viss um að hafa valdið fleri slysum. 11. október 2016 06:00 Mest lesið Segir af sér þingmennsku vegna tilraunar til vændiskaupa Innlent „Þetta er ekki það sem við samþykktum“ Erlent Tók við verðlaunapeningnum og hyggst eiga hann Erlent Safna undirskriftum og segja Þorgerði að taka Long opnum örmum Innlent Kolbeinn Tumi tekur við af Erlu Björgu Innlent Hér sést hvar jarðgöngin eiga að opnast á Heimaey Innlent Manneklan mest hjá skólum og frístundaheimilum sem tilheyra Austurmiðstöð Innlent Loðin svör gervigreindar sem brjóti gegn höfundarrétti: „Engin þakklæti til stofnunarinnar“ Innlent Taki ásökunum alvarlega og skipi Signýju til bráðabirgða Innlent Yfir 350 milljónir í kostnað vegna starfslokasamninga hjá ríkisstofnunum Innlent Fleiri fréttir Bærinn fær 70 milljónir fyrir gamla Landbankahúsið sem fær nýtt hlutverk Kolbeinn Tumi tekur við af Erlu Björgu Þingið kallar áfram eftir hugmyndum frá almenningi Manneklan mest hjá skólum og frístundaheimilum sem tilheyra Austurmiðstöð Yfir 350 milljónir í kostnað vegna starfslokasamninga hjá ríkisstofnunum Segir af sér þingmennsku vegna tilraunar til vændiskaupa Andstæðan við lóðabrask Taki ásökunum alvarlega og skipi Signýju til bráðabirgða Safna undirskriftum og segja Þorgerði að taka Long opnum örmum Loðin svör gervigreindar sem brjóti gegn höfundarrétti: „Engin þakklæti til stofnunarinnar“ Hér sést hvar jarðgöngin eiga að opnast á Heimaey Dómari skapað hættulegt fordæmi fyrir ofbeldismenn Fjöldi kynferðisbrota í fyrra heldur yfir meðaltali Borgin segir upp leigusamningi og 54 barna leikskóla að óbreyttu lokað Finnur vill oddvitasæti VG í Reykjavík og bjóða fram með öðrum flokkum Ólga á norðurslóðum, Eyjagöng og nýr íþróttaálfur Kallar fulltrúa sendiráðsins á teppið: „Mér er ekki skemmt“ Kallar eftir upplýsingum um kínverska strætisvagna á Íslandi Forstjóri Deloitte: Sver af sér allar sakir en stígur til hliðar Lá við árekstri flugvélar og „kústa“ vegna gleymsku flugumferðarstjóra Sendiherraefnið biðst afsökunar „Við höfum ekkert að fela“ Forstjóri Deloitte ákærður fyrir kynferðisbrot Krónan standi í vegi fyrir innviðaframkvæmdum Fífilsgata verður Túnfífilsgata en ekki Hlíðarfótur „Þarna var ákveðið að verja ekki börnin“ Börnin hafi ekki sætt illri meðferð í skilningi laga „Markmiðið var aldrei að kaupa eign til að selja með hagnaði“ Bein útsending: Kynna skýrslu um starfsemi vöggustofu Grín sendiherrans ógni Íslandi Sjá meira
Hallgerður Hauksdóttir, formaður Dýraverndarsambands Íslands, segir hjólamanninn bera fulla ábyrgð á árekstrinum við kanínuna. Hans er ábyrgðin, ekki kanínunnar. Vísir greindi frá hörðum árekstri í morgun en Hlöðver Bernharður Jökulsson sjúkraþjálfari er stórslasaður eftir að hann hjólaði á kanínu í Elliðaárdalnum. Lungað féll saman og rifbein eru brotin, einhver tvíbrotin auk þess sem herðablaðið er sprungið þvert yfir. Hörður Bernharður er sárþjáður og segir þetta stórhættulegt svæði að fara um vegna kanínuplágu og kallar eftir aðgerðum af hálfu Reykjavíkurborgar.Lifandi verur eiga alltaf réttinn Hallgerður segist hafa samúð með Herð Bernharði en ef við myndum setja kött eða hund inní jöfnuna, í staðinn fyrir kanínuna, þá væri ekki verið að kalla eftir sérstökum aðgerðum. Við séum hins vegar fljót að stökkva á kanínurnar af því að þær liggja vel við höggi. „Lifandi verur eiga alltaf réttinn. Bíllinn, hjól, farartæki telst hlutur og þeim sem honum stjórnar – honum ber að gæta sín. Ég myndi aldrei kaupa það að kanínan hafi verið fyrir honum. Hjólreiðamanninum ber að gæta sín, sérstaklega þar sem vitað er að svona dýr eru fyrir hendi. Alveg eins og á þjóðvegum landsins þar sem við verðum að gæta okkur á kindum. Þetta er hliðstætt,“ segir Hallgerður. Hún segir hins vegar annað mál með kanínuvandann, því þær eru í vandræðum. Þær eru ekki gerðar til að lifa af íslenskan vetur. „Þær einu sem lifa af eru við hitaveitustokkana eða þá að þeim sé hjálpað. Geysileg afföll og þetta eru hroðalegir dauðdagar, svelti og kuldi. Þetta er langdreginn dauðdagi.“Þetta snýst um velferð dýranna Hallgerður segir að það geti hreinlega talist hjálparskylda okkar að aflífa kanínurnar á mannúðlegan hátt. „Eru þessi dýr þess umkomin að lifa í náttúrunni og þrífast? Ef þau eru það ekki, hvað eigum við þá að gera? Getur vel verið að okkar hjálparskylda felist í því að fækka þeim. Þetta snýst um dýravelferð, við verðum að hugsa um þeirra velferð og ef þetta er þrautalíf er spurning hvort við þurfum ekki að skoða þetta betur.“ Fari Reykjavíkurborg út í aðgerðir til að fækka kanínurnar er mikilvægt að menn vandi til verksins. „Þær mega ekki líða fyrir aðgerðirnar eins og minkarnir þegar við erum að drekkja þeim í gildrum.“Ef fækka á kanínum verður að vanda til verksins Hallgerður segist ekki sérfróð um aflífun dýra, þetta sé vandasamt því þetta er innan borgarmarka og því megi ekki skjóta dýrin. „En í tilfelli minkanna er þetta sparnaðarmál, ódýrara er að drekkja þeim en aflífa á mannúðlegan hátt. Þess vegna gerum við það og þess vegna var þetta lögleitt. Í því samhengi; ef Reykjavíkurborg fer að gera eitthvað verður hún að vanda sig.“ Þetta er mikið tilfinningamál, að sögn Hallgerðar. Um er að ræða voðalega sæt dýr sem margir sinna og gefa. Rétt sé að láta þær í friði að því gefnu að þær geti lifað veturinn af. „En, í öllu falli eiga hjólreiðamenn að gæta sín og það erum við mennirnir sem berum ábyrgðina.“
Tengdar fréttir Margbrotinn eftir árekstur við kanínu Hlöðver Jökulsson slasaðist illa eftir að hann hjólaði á kanínu í Elliðaárdalnum. Lungað féll saman og bein brotnuðu. Hann brýnir borgina til verka gegn fjölgun kanína sem hann segir að viss um að hafa valdið fleri slysum. 11. október 2016 06:00 Mest lesið Segir af sér þingmennsku vegna tilraunar til vændiskaupa Innlent „Þetta er ekki það sem við samþykktum“ Erlent Tók við verðlaunapeningnum og hyggst eiga hann Erlent Safna undirskriftum og segja Þorgerði að taka Long opnum örmum Innlent Kolbeinn Tumi tekur við af Erlu Björgu Innlent Hér sést hvar jarðgöngin eiga að opnast á Heimaey Innlent Manneklan mest hjá skólum og frístundaheimilum sem tilheyra Austurmiðstöð Innlent Loðin svör gervigreindar sem brjóti gegn höfundarrétti: „Engin þakklæti til stofnunarinnar“ Innlent Taki ásökunum alvarlega og skipi Signýju til bráðabirgða Innlent Yfir 350 milljónir í kostnað vegna starfslokasamninga hjá ríkisstofnunum Innlent Fleiri fréttir Bærinn fær 70 milljónir fyrir gamla Landbankahúsið sem fær nýtt hlutverk Kolbeinn Tumi tekur við af Erlu Björgu Þingið kallar áfram eftir hugmyndum frá almenningi Manneklan mest hjá skólum og frístundaheimilum sem tilheyra Austurmiðstöð Yfir 350 milljónir í kostnað vegna starfslokasamninga hjá ríkisstofnunum Segir af sér þingmennsku vegna tilraunar til vændiskaupa Andstæðan við lóðabrask Taki ásökunum alvarlega og skipi Signýju til bráðabirgða Safna undirskriftum og segja Þorgerði að taka Long opnum örmum Loðin svör gervigreindar sem brjóti gegn höfundarrétti: „Engin þakklæti til stofnunarinnar“ Hér sést hvar jarðgöngin eiga að opnast á Heimaey Dómari skapað hættulegt fordæmi fyrir ofbeldismenn Fjöldi kynferðisbrota í fyrra heldur yfir meðaltali Borgin segir upp leigusamningi og 54 barna leikskóla að óbreyttu lokað Finnur vill oddvitasæti VG í Reykjavík og bjóða fram með öðrum flokkum Ólga á norðurslóðum, Eyjagöng og nýr íþróttaálfur Kallar fulltrúa sendiráðsins á teppið: „Mér er ekki skemmt“ Kallar eftir upplýsingum um kínverska strætisvagna á Íslandi Forstjóri Deloitte: Sver af sér allar sakir en stígur til hliðar Lá við árekstri flugvélar og „kústa“ vegna gleymsku flugumferðarstjóra Sendiherraefnið biðst afsökunar „Við höfum ekkert að fela“ Forstjóri Deloitte ákærður fyrir kynferðisbrot Krónan standi í vegi fyrir innviðaframkvæmdum Fífilsgata verður Túnfífilsgata en ekki Hlíðarfótur „Þarna var ákveðið að verja ekki börnin“ Börnin hafi ekki sætt illri meðferð í skilningi laga „Markmiðið var aldrei að kaupa eign til að selja með hagnaði“ Bein útsending: Kynna skýrslu um starfsemi vöggustofu Grín sendiherrans ógni Íslandi Sjá meira
Margbrotinn eftir árekstur við kanínu Hlöðver Jökulsson slasaðist illa eftir að hann hjólaði á kanínu í Elliðaárdalnum. Lungað féll saman og bein brotnuðu. Hann brýnir borgina til verka gegn fjölgun kanína sem hann segir að viss um að hafa valdið fleri slysum. 11. október 2016 06:00
Loðin svör gervigreindar sem brjóti gegn höfundarrétti: „Engin þakklæti til stofnunarinnar“ Innlent
Loðin svör gervigreindar sem brjóti gegn höfundarrétti: „Engin þakklæti til stofnunarinnar“ Innlent