Bæjarráðið í Eyjum neitar að greiða orlof til húsmæðra Benedikt Bóas Hinriksson skrifar 13. október 2016 07:00 Hildur Helga Gísladóttir, framkvæmdastjóri Kvenfélagasambands Íslands segir að sveitarfélög hafi áður látið reyna á þetta án þess hafa erindi sem erfiði. Bæjarráð Vestmannaeyja hafnaði því á fundi sínum á þriðjudag að greiða húsmæðraorlof fyrir árið 2016. Elliði Vignisson, bæjarstjóri Vestmannaeyja, segir að það sé gert vegna jafnréttis en Hildur Helga Gísladóttir, framkvæmdastjóri Kvenfélagasambands Íslands, bendir á að þessi gjörningur bæjarins sé ekki samkvæmt lögum. Bæjarráð Vestmannaeyja segir í fundargerð sinni að ráðið sé einbeitt í vilja sínum að hafa jafnrétti að leiðarljósi í öllu sínu starfi. Elliði ítrekar að bærinn starfi eftir jafnréttislögum og húsmæðraorlof falli ekki undir þau lög. „Við teljum að okkur sé ekki lengur fært að greiða þetta. Okkur finnst undarlegt að vera sett í þá stöðu að þurfa að velja eftir hvaða lögum við förum. Ef við förum eftir lögum um orlof húsmæðra þá erum við klárlega að brjóta jafnréttislög, hið minnsta.“Elliði Vignisson, bæjarstjóri í Vestmannaeyjum.Mynd/Óskar PéturBæjarráðið bendir í rökstuðningi sínum á að lög um orlof húsmæðra uppfylli ekki skilyrði laga um jafna stöðu og jafnan rétt kvenna og karla enda fá húsfeður og eða ekklar ekki notið til jafns við konur þess orlofs sem lögin kveða á um. „Ljóst má því telja að lög um orlof húsmæðra brjóta gegn lögum um jafna stöðu karla og kvenna og grundvallarreglum íslenskrar stjórnskipunar,“ segir í rökstuðningi bæjarráðs. Elliði segir að menning og hefð sé í kringum þessar greiðslur en það sé ekki nóg til að fá þær. „Upphaflega kemur þetta frá kvennafundi bæjarstjórnar sem var haldinn árið 2008. Mér myndi finnast slæmt ef bæjarráð dagsins í dag, sem eingöngu er skipað karlmönnum, myndi ganga gegn þessari ákvörðun. Þetta er umdeilt eins og svo mörg mannanna verk.“ Hildur Helga segir að Vestmannaeyjabæ sé skylt að greiða orlofið. „Þeir geta ekki sparað þessar krónur frekar en að greiða önnur lögbundin gjöld. Þetta er klárlega brot á lögum. Kvenfélög hafa farið innheimtuleiðina og alltaf unnið þau. Þetta er sorglegt mál því kvenfélagið þar er stór hluti af samfélaginu þarna.“ Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Íslendingar í alvarlegu umferðarslysi í Suður-Afríku Innlent Halla forseti opnar sig um kynferðisbrot í æsku Innlent Bústaðakirkja opnuð vegna slyssins í Suður-Afríku Innlent Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Innlent Enn fleiri myndir úr safni Epsteins: „En hún vill þúsund dali fyrir hverja stúlku“ Erlent Reynslubolti kveður lögregluna Innlent Stormur gæti skollið á landið á aðfangadag Innlent Katrín orðin stjórnarformaður Innlent Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Innlent Hæstiréttur vill ekki hlýða á Kristján Markús Innlent Fleiri fréttir Meðferð við spilafíkn loks niðurgreidd af Sjúkratryggingum Kílómetragjaldið bitni helst á sparneytnum eldsneytisbílum Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Íslendingar lentu í alvarlegu slysi í Suður-Afríku Stóraukið fjármagn til Frú Ragnheiðar Standi ekki til að leggja niður Rás 2 þrátt fyrir boðaða heimild Bæta hjóla- og göngustíga í Breiðholti, Grafarholti og í Elliðaárdal Birkir vill þriðja til fjórða sæti hjá Samfylkingu Lítið snjóflóð féll á snjótroðara í Hlíðarfjalli Tímamótasamningur Sjúkratrygginga og SÁÁ Hætta á snjóflóðum til fjalla í Eyjafirði Hluti auglýsingatekna Rúv renni til einkarekinna fjölmiðla „Við látum alltaf taka okkur í bakaríið á endanum“ Götulokanir í miðborginni á Þorláksmessu og um áramót Logi kynnti aðgerðir í þágu fjölmiðla Einn handtekinn í aðgerð sérsveitar á Selfossi Bústaðakirkja opnuð vegna slyssins í Suður-Afríku Stormur gæti skollið á landið á aðfangadag Kílómetragjaldið verður að veruleika og hvassviðri um jólin Funduðu í 320 klukkustundir og afgreiddu 37 frumvörp Telja innbrot og umferðarlagabrot mesta vandamálið Katrín orðin stjórnarformaður Hæstiréttur vill ekki hlýða á Kristján Markús Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Halla forseti opnar sig um kynferðisbrot í æsku Íslendingar í alvarlegu umferðarslysi í Suður-Afríku Fjögur vilja stöðu ríkislögreglustjóra Þrír vasaþjófar handteknir á gistiheimili Laugarneshverfi Starfslokasamningar undirstofnana kostað hátt í 175 milljónir Reynslubolti kveður lögregluna Sjá meira
Bæjarráð Vestmannaeyja hafnaði því á fundi sínum á þriðjudag að greiða húsmæðraorlof fyrir árið 2016. Elliði Vignisson, bæjarstjóri Vestmannaeyja, segir að það sé gert vegna jafnréttis en Hildur Helga Gísladóttir, framkvæmdastjóri Kvenfélagasambands Íslands, bendir á að þessi gjörningur bæjarins sé ekki samkvæmt lögum. Bæjarráð Vestmannaeyja segir í fundargerð sinni að ráðið sé einbeitt í vilja sínum að hafa jafnrétti að leiðarljósi í öllu sínu starfi. Elliði ítrekar að bærinn starfi eftir jafnréttislögum og húsmæðraorlof falli ekki undir þau lög. „Við teljum að okkur sé ekki lengur fært að greiða þetta. Okkur finnst undarlegt að vera sett í þá stöðu að þurfa að velja eftir hvaða lögum við förum. Ef við förum eftir lögum um orlof húsmæðra þá erum við klárlega að brjóta jafnréttislög, hið minnsta.“Elliði Vignisson, bæjarstjóri í Vestmannaeyjum.Mynd/Óskar PéturBæjarráðið bendir í rökstuðningi sínum á að lög um orlof húsmæðra uppfylli ekki skilyrði laga um jafna stöðu og jafnan rétt kvenna og karla enda fá húsfeður og eða ekklar ekki notið til jafns við konur þess orlofs sem lögin kveða á um. „Ljóst má því telja að lög um orlof húsmæðra brjóta gegn lögum um jafna stöðu karla og kvenna og grundvallarreglum íslenskrar stjórnskipunar,“ segir í rökstuðningi bæjarráðs. Elliði segir að menning og hefð sé í kringum þessar greiðslur en það sé ekki nóg til að fá þær. „Upphaflega kemur þetta frá kvennafundi bæjarstjórnar sem var haldinn árið 2008. Mér myndi finnast slæmt ef bæjarráð dagsins í dag, sem eingöngu er skipað karlmönnum, myndi ganga gegn þessari ákvörðun. Þetta er umdeilt eins og svo mörg mannanna verk.“ Hildur Helga segir að Vestmannaeyjabæ sé skylt að greiða orlofið. „Þeir geta ekki sparað þessar krónur frekar en að greiða önnur lögbundin gjöld. Þetta er klárlega brot á lögum. Kvenfélög hafa farið innheimtuleiðina og alltaf unnið þau. Þetta er sorglegt mál því kvenfélagið þar er stór hluti af samfélaginu þarna.“ Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu
Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Íslendingar í alvarlegu umferðarslysi í Suður-Afríku Innlent Halla forseti opnar sig um kynferðisbrot í æsku Innlent Bústaðakirkja opnuð vegna slyssins í Suður-Afríku Innlent Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Innlent Enn fleiri myndir úr safni Epsteins: „En hún vill þúsund dali fyrir hverja stúlku“ Erlent Reynslubolti kveður lögregluna Innlent Stormur gæti skollið á landið á aðfangadag Innlent Katrín orðin stjórnarformaður Innlent Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Innlent Hæstiréttur vill ekki hlýða á Kristján Markús Innlent Fleiri fréttir Meðferð við spilafíkn loks niðurgreidd af Sjúkratryggingum Kílómetragjaldið bitni helst á sparneytnum eldsneytisbílum Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Íslendingar lentu í alvarlegu slysi í Suður-Afríku Stóraukið fjármagn til Frú Ragnheiðar Standi ekki til að leggja niður Rás 2 þrátt fyrir boðaða heimild Bæta hjóla- og göngustíga í Breiðholti, Grafarholti og í Elliðaárdal Birkir vill þriðja til fjórða sæti hjá Samfylkingu Lítið snjóflóð féll á snjótroðara í Hlíðarfjalli Tímamótasamningur Sjúkratrygginga og SÁÁ Hætta á snjóflóðum til fjalla í Eyjafirði Hluti auglýsingatekna Rúv renni til einkarekinna fjölmiðla „Við látum alltaf taka okkur í bakaríið á endanum“ Götulokanir í miðborginni á Þorláksmessu og um áramót Logi kynnti aðgerðir í þágu fjölmiðla Einn handtekinn í aðgerð sérsveitar á Selfossi Bústaðakirkja opnuð vegna slyssins í Suður-Afríku Stormur gæti skollið á landið á aðfangadag Kílómetragjaldið verður að veruleika og hvassviðri um jólin Funduðu í 320 klukkustundir og afgreiddu 37 frumvörp Telja innbrot og umferðarlagabrot mesta vandamálið Katrín orðin stjórnarformaður Hæstiréttur vill ekki hlýða á Kristján Markús Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Halla forseti opnar sig um kynferðisbrot í æsku Íslendingar í alvarlegu umferðarslysi í Suður-Afríku Fjögur vilja stöðu ríkislögreglustjóra Þrír vasaþjófar handteknir á gistiheimili Laugarneshverfi Starfslokasamningar undirstofnana kostað hátt í 175 milljónir Reynslubolti kveður lögregluna Sjá meira