Ritara Samfylkingarinnar blöskraði gagnrýni Gillz en biðst afsökunar á orðum sínum Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 13. október 2016 15:40 Óskar Steinn Jónínuson Ómarsson telur að Egill Einarsson hafi ekki efni á að gagnrýna sig á feminískum grundvelli. Vísir „Egill er enginn femínisti, þvert á móti,“ segir Óskar Steinn Jónínuson Ómarsson, ritari Samfylkingarinnar. Hann segir að honum hafi blöskrað að sjá Egil Einarsson, útvarpsmann og einkaþjálfara, gagnrýna sig úr feminískri átt. Óskar biðst þó afsökunar á harkalegum orðum sínum í garð Egils. Líkt og greint hefur verið frá á Vísi í dag sagði Óskar Steinn Agli að fokka sér í kjölfar þess að Egill gagnrýndi tíst Óskars þar sem hann vakti athygli á þeirri umræðu sem átti sér stað á Alþingi á meðan Unnur Brá gaf barni sínu brjóst.Frumvarpið sem Unnur Brá talaði fyrir í dag (með barnið á brjósti) snýst um að vísa útlendingum hraðar úr landi. En ógeðslega krúttlegt.— Óskar Steinn (@oskasteinn) October 12, 2016 Kæri Samfylkinga-Óskar. Gætirðu mögulega gefið út topic-lista fyrir konur þar sem þær geta séð hvað þær mega ræða þegar þær gefa brjóst? https://t.co/ZfvMIRIJgC— Egill Einarsson (@EgillGillz) October 13, 2016 Í samtali við Vísi segir Óskar að tíst hans um Unni Brá hafi ekki verið um brjóstagjöf hennar heldur um hvað verið hafi til umræðu á Alþingi. Verið var að ræða frumvarp til laga um breytingu á lögum um útlendinga þannig að til 1. janúar 2017 muni kæra í tilteknum málum umsækjenda um alþjóðlega vernd, þar sem Útlendingastofnun hefur ákveðið að viðkomandi skuli yfirgefa landið, ekki fresta réttaráhrifum þeirrar ákvörðunar. „Ástæða þess að ég var svolítið reiður í gær og sendi út þetta tíst er að við erum að senda börn úr landi sem þekkja ekkert annað heimili en Ísland. Við erum að gera þetta trekk í trekk og hér ríða yfir reiðiöldur í samfélaginu í hvert skipti sem þessar fréttir koma,“ segir Óskar. Tístið hafi ekki beinst að brjóstagjöf Unnar Brár.Óskar Steinn Jónínuson Ómarsson, ritari Samfylkingarinnar.„Það eina sem heyrist frá stjórnvöldum er að það eigi að herða reglur og senda hælisleitendur fyrr úr landi. Það var inntak þess sem Unnur Brá var að segja í gær. Ég vildi vekja athygli á því. Það hefur ekkert að gera með að hún sé með barn á brjósti. Það er frábært mál sem ætti að vera sjálfsagt. Ég tek hatt minn ofan fyrir henni vegna þess,“ segir Óskar Steinn.Rifjar upp umdeilda bloggfærslu Egils Honum hafi hins vegar blöskrað í morgun þegar hann hafi séð Egil Einarsson svara tísti sínu. Óskar segir að Egill hafi ekki efni á því að gagnrýna sig á feminískum grundvelli. „Mér fannst svo fáranlegt að fá þessa gagnrýni frá Agli sem hefur verið að beita orðræðu sem normalíserar nauðganir,“ segir Óskar og vísar þar sérstaklega til umdeildar bloggfærslu sem Egill skrifaði á bloggsíðu sína árið 2007 þar sem hann sagði Steinunni Valdísi Óskarsdóttur, þá þingmann Samfylkingarinnar vera portkonu. Egill Einarsson.Vísir/VilhelmÞá sagði hann konur sem væru femínistar vera „flestallar ógeðslegar auk þess að vera geðsjúklingar“. Einnig sagði Egill að þjóðþekktar konur þyrftu á því að halda að sænga hjá karlmönnum. Um Kolbrúnu Halldórsdóttur ,þáverandi þingmann Vinstri-grænna, sagði hann að ákveðnir karlmenn myndu „fylla hana eins og hátíðarkalkún“ Egill fjarlægði síðar þessa bloggfærslu og árið 2010, þegar hún var rifjuð upp eftir að Egill varð andlit símaskrárinnar, sagði Egill að hann hefði ekki verið að hvetja til nauðgana með færslunni. Þarna hafi verið grófur einkahúmor á ferð. Óskar segir að það sé ekki gild afsökun. „Við höfum séð núna bylgju af sögum frá konum á samfélagsmiðlum frá konum sem hafa orðið fyrir kynferðisofbeldi. Nauðgunarmenning er mikið vandamál á Íslandi og Egill er búinn að vera ýta undir hana með sínum orðum í gegnum tíðina,“ segir Óskar og vísar þar til Twitter-færslu Hildar Lilliendahl þar sem hún hvatti íslenskar konur til að deila reynslu sinni af kynferðisofbeldi. Frásagnir eru orðnar yfir 50 talsins og hafa vakið mikla athygli. Óskar segir þó að hann gripið of harkalega til orða og biðst hann afsökunar á því sem hann sagði við Egil á Twitter. „Ég tók of harkalega orða og ég biðst afsökunar á því. Svona eigum við hvorki að tala við né um fólk. Við eigum að vera málefnanleg og ég biðst afsökunar á því að taka svona harkalega til orða.“ Tengdar fréttir Ritari Samfylkingarinnar segir Gillz að fokka sér "Myndi líka kalla þig nauðgara en þá gætirðu kært mig svo ég læt þetta nægja.“ 13. október 2016 10:52 Birtir tugi frásagna kvenna af kynferðisofbeldi: "Þetta er eitthvert allra stærsta útistandandi réttlætismál okkar samtíma“ Hildur Lilliendahl segist ekki treysta sér til að hvetja ungar konur til að kæra kynferðisofbeldi eins og staðan er í dag. 13. október 2016 09:15 Mest lesið Kári hættur hjá Íslenskri erfðagreiningu Innlent Grunaður um að hafa frelsissvipt ferðamann í nokkrar klukkustundir Innlent Segjast hafa lent í drónaárás á alþjóðlegu hafsvæði Erlent Hikar ekki við að lögsækja skyldi Rafmennt nota nafn skólans Innlent Lokunin óásættanleg og muni leiða til verðhækkana fyrir íbúa Innlent Drengnum sleppt en fleiri handteknir Erlent Munaði sex atkvæðum Erlent Birgir Guðjónsson er látinn Innlent Kalla eftir mannúð og miskunnsemi stjórnvalda gagnvart börnum Innlent Mótmælt við ríkisstjórnarfund: „Oscar á heima hér“ Innlent Fleiri fréttir Mótmælt við ríkisstjórnarfund: „Oscar á heima hér“ Kári hættur hjá Íslenskri erfðagreiningu Lokunin óásættanleg og muni leiða til verðhækkana fyrir íbúa Líkamsárásir og brotist inn í raftækjaverslun Grunaður um að hafa frelsissvipt ferðamann í nokkrar klukkustundir Hikar ekki við að lögsækja skyldi Rafmennt nota nafn skólans Myndaveisla: Lúðrasveit, fánar og gríðarstór stytta á Verkalýðsdaginn Kalla eftir mannúð og miskunnsemi stjórnvalda gagnvart börnum Fulllestað og veikt flutningskerfi raforku Þekkir ofbeldið sem konur í karllægum störfum verða fyrir Vilja móta samfélagið í þágu vinnandi fólks Íslenskum framleiðendum gerðir afarkostir og kröfugöngur verkalýðsins Verkalýðsdagurinn haldinn í skugga sjálftöku forystumanna Breytt veiðigjaldafrumvarp lagt fram Kaffistofa leigubílstjóra orðin „nyrsta moska í heimi“ Kalla saman ráðherranefnd svo rafmagnsleysi endurtaki sig ekki hér Birgir Guðjónsson er látinn Niðurstöðu um styrkjamálið megi vænta með vorinu „Þetta er mikill merkisdagur fyrir okkur“ Handtóku vopnaðan mann og kröfugöngur verkalýðsins „Ég skipaði þá aðila sem ég taldi hæfasta“ Hátíðardagskrá um allt land á verkalýðsdaginn Tilkynnt um mann vopnaðan skotvopni og einn handtekinn Líkamsárás á veitingastað Pilturinn muni líklega afplána þriðjung átta ára dóms fyrir manndráp Hornafjörður gæti bjargað flugi Icelandair á Ísafjörð Gefur lítið fyrir tal um fyrningu Brot á trausti gagnvart félögum Lúðvíks sem vilji hjálpa Gætti trúnaðar eftir að erindi tengdamömmunnar barst Mun sjá eftir árásinni alla ævi Sjá meira
„Egill er enginn femínisti, þvert á móti,“ segir Óskar Steinn Jónínuson Ómarsson, ritari Samfylkingarinnar. Hann segir að honum hafi blöskrað að sjá Egil Einarsson, útvarpsmann og einkaþjálfara, gagnrýna sig úr feminískri átt. Óskar biðst þó afsökunar á harkalegum orðum sínum í garð Egils. Líkt og greint hefur verið frá á Vísi í dag sagði Óskar Steinn Agli að fokka sér í kjölfar þess að Egill gagnrýndi tíst Óskars þar sem hann vakti athygli á þeirri umræðu sem átti sér stað á Alþingi á meðan Unnur Brá gaf barni sínu brjóst.Frumvarpið sem Unnur Brá talaði fyrir í dag (með barnið á brjósti) snýst um að vísa útlendingum hraðar úr landi. En ógeðslega krúttlegt.— Óskar Steinn (@oskasteinn) October 12, 2016 Kæri Samfylkinga-Óskar. Gætirðu mögulega gefið út topic-lista fyrir konur þar sem þær geta séð hvað þær mega ræða þegar þær gefa brjóst? https://t.co/ZfvMIRIJgC— Egill Einarsson (@EgillGillz) October 13, 2016 Í samtali við Vísi segir Óskar að tíst hans um Unni Brá hafi ekki verið um brjóstagjöf hennar heldur um hvað verið hafi til umræðu á Alþingi. Verið var að ræða frumvarp til laga um breytingu á lögum um útlendinga þannig að til 1. janúar 2017 muni kæra í tilteknum málum umsækjenda um alþjóðlega vernd, þar sem Útlendingastofnun hefur ákveðið að viðkomandi skuli yfirgefa landið, ekki fresta réttaráhrifum þeirrar ákvörðunar. „Ástæða þess að ég var svolítið reiður í gær og sendi út þetta tíst er að við erum að senda börn úr landi sem þekkja ekkert annað heimili en Ísland. Við erum að gera þetta trekk í trekk og hér ríða yfir reiðiöldur í samfélaginu í hvert skipti sem þessar fréttir koma,“ segir Óskar. Tístið hafi ekki beinst að brjóstagjöf Unnar Brár.Óskar Steinn Jónínuson Ómarsson, ritari Samfylkingarinnar.„Það eina sem heyrist frá stjórnvöldum er að það eigi að herða reglur og senda hælisleitendur fyrr úr landi. Það var inntak þess sem Unnur Brá var að segja í gær. Ég vildi vekja athygli á því. Það hefur ekkert að gera með að hún sé með barn á brjósti. Það er frábært mál sem ætti að vera sjálfsagt. Ég tek hatt minn ofan fyrir henni vegna þess,“ segir Óskar Steinn.Rifjar upp umdeilda bloggfærslu Egils Honum hafi hins vegar blöskrað í morgun þegar hann hafi séð Egil Einarsson svara tísti sínu. Óskar segir að Egill hafi ekki efni á því að gagnrýna sig á feminískum grundvelli. „Mér fannst svo fáranlegt að fá þessa gagnrýni frá Agli sem hefur verið að beita orðræðu sem normalíserar nauðganir,“ segir Óskar og vísar þar sérstaklega til umdeildar bloggfærslu sem Egill skrifaði á bloggsíðu sína árið 2007 þar sem hann sagði Steinunni Valdísi Óskarsdóttur, þá þingmann Samfylkingarinnar vera portkonu. Egill Einarsson.Vísir/VilhelmÞá sagði hann konur sem væru femínistar vera „flestallar ógeðslegar auk þess að vera geðsjúklingar“. Einnig sagði Egill að þjóðþekktar konur þyrftu á því að halda að sænga hjá karlmönnum. Um Kolbrúnu Halldórsdóttur ,þáverandi þingmann Vinstri-grænna, sagði hann að ákveðnir karlmenn myndu „fylla hana eins og hátíðarkalkún“ Egill fjarlægði síðar þessa bloggfærslu og árið 2010, þegar hún var rifjuð upp eftir að Egill varð andlit símaskrárinnar, sagði Egill að hann hefði ekki verið að hvetja til nauðgana með færslunni. Þarna hafi verið grófur einkahúmor á ferð. Óskar segir að það sé ekki gild afsökun. „Við höfum séð núna bylgju af sögum frá konum á samfélagsmiðlum frá konum sem hafa orðið fyrir kynferðisofbeldi. Nauðgunarmenning er mikið vandamál á Íslandi og Egill er búinn að vera ýta undir hana með sínum orðum í gegnum tíðina,“ segir Óskar og vísar þar til Twitter-færslu Hildar Lilliendahl þar sem hún hvatti íslenskar konur til að deila reynslu sinni af kynferðisofbeldi. Frásagnir eru orðnar yfir 50 talsins og hafa vakið mikla athygli. Óskar segir þó að hann gripið of harkalega til orða og biðst hann afsökunar á því sem hann sagði við Egil á Twitter. „Ég tók of harkalega orða og ég biðst afsökunar á því. Svona eigum við hvorki að tala við né um fólk. Við eigum að vera málefnanleg og ég biðst afsökunar á því að taka svona harkalega til orða.“
Tengdar fréttir Ritari Samfylkingarinnar segir Gillz að fokka sér "Myndi líka kalla þig nauðgara en þá gætirðu kært mig svo ég læt þetta nægja.“ 13. október 2016 10:52 Birtir tugi frásagna kvenna af kynferðisofbeldi: "Þetta er eitthvert allra stærsta útistandandi réttlætismál okkar samtíma“ Hildur Lilliendahl segist ekki treysta sér til að hvetja ungar konur til að kæra kynferðisofbeldi eins og staðan er í dag. 13. október 2016 09:15 Mest lesið Kári hættur hjá Íslenskri erfðagreiningu Innlent Grunaður um að hafa frelsissvipt ferðamann í nokkrar klukkustundir Innlent Segjast hafa lent í drónaárás á alþjóðlegu hafsvæði Erlent Hikar ekki við að lögsækja skyldi Rafmennt nota nafn skólans Innlent Lokunin óásættanleg og muni leiða til verðhækkana fyrir íbúa Innlent Drengnum sleppt en fleiri handteknir Erlent Munaði sex atkvæðum Erlent Birgir Guðjónsson er látinn Innlent Kalla eftir mannúð og miskunnsemi stjórnvalda gagnvart börnum Innlent Mótmælt við ríkisstjórnarfund: „Oscar á heima hér“ Innlent Fleiri fréttir Mótmælt við ríkisstjórnarfund: „Oscar á heima hér“ Kári hættur hjá Íslenskri erfðagreiningu Lokunin óásættanleg og muni leiða til verðhækkana fyrir íbúa Líkamsárásir og brotist inn í raftækjaverslun Grunaður um að hafa frelsissvipt ferðamann í nokkrar klukkustundir Hikar ekki við að lögsækja skyldi Rafmennt nota nafn skólans Myndaveisla: Lúðrasveit, fánar og gríðarstór stytta á Verkalýðsdaginn Kalla eftir mannúð og miskunnsemi stjórnvalda gagnvart börnum Fulllestað og veikt flutningskerfi raforku Þekkir ofbeldið sem konur í karllægum störfum verða fyrir Vilja móta samfélagið í þágu vinnandi fólks Íslenskum framleiðendum gerðir afarkostir og kröfugöngur verkalýðsins Verkalýðsdagurinn haldinn í skugga sjálftöku forystumanna Breytt veiðigjaldafrumvarp lagt fram Kaffistofa leigubílstjóra orðin „nyrsta moska í heimi“ Kalla saman ráðherranefnd svo rafmagnsleysi endurtaki sig ekki hér Birgir Guðjónsson er látinn Niðurstöðu um styrkjamálið megi vænta með vorinu „Þetta er mikill merkisdagur fyrir okkur“ Handtóku vopnaðan mann og kröfugöngur verkalýðsins „Ég skipaði þá aðila sem ég taldi hæfasta“ Hátíðardagskrá um allt land á verkalýðsdaginn Tilkynnt um mann vopnaðan skotvopni og einn handtekinn Líkamsárás á veitingastað Pilturinn muni líklega afplána þriðjung átta ára dóms fyrir manndráp Hornafjörður gæti bjargað flugi Icelandair á Ísafjörð Gefur lítið fyrir tal um fyrningu Brot á trausti gagnvart félögum Lúðvíks sem vilji hjálpa Gætti trúnaðar eftir að erindi tengdamömmunnar barst Mun sjá eftir árásinni alla ævi Sjá meira
Ritari Samfylkingarinnar segir Gillz að fokka sér "Myndi líka kalla þig nauðgara en þá gætirðu kært mig svo ég læt þetta nægja.“ 13. október 2016 10:52
Birtir tugi frásagna kvenna af kynferðisofbeldi: "Þetta er eitthvert allra stærsta útistandandi réttlætismál okkar samtíma“ Hildur Lilliendahl segist ekki treysta sér til að hvetja ungar konur til að kæra kynferðisofbeldi eins og staðan er í dag. 13. október 2016 09:15