Innlent

Oddvitar í Íslensku þjóðfylkingunni hættir

Sunna Karen Sigurþórsdóttir skrifar

Oddvitar Íslensku þjóðfylkingarinnar í Reykjavíkurkjördæmunum tveimur, Gústaf Níelsson og Gunnlaugur Ingvarsson, hafa dregið framboð sín til baka. Þeir segjast ekki ætla fram fyrir flokkinn á meðan forysta hans sé í höndum Helga Helgasonar, formanns flokksins.

„Hann hefur sýnt það að hann hefur ekki áhuga á framgangi flokksins. Hann vill útiloka fólk frá starfi í flokknum sem honum þóknast ekki. Hann hefur ekki stjórn á flokknum og forystuhæfileikar hans eru því miður ekki fyrir hendi. Svona ungt stjórnmálaafl þarf á sterkri forystu að halda,“ segir Gunnlaugur í samtali við Vísi.

Gunnlaugur segir þá Gústaf þó ekki hætta í stjórnmálum. „Þetta þýðir ekki það að okkar afl, okkar sterka afl sem á eftir að verða mun sterkara í framtíðinni og á fullt erindi við íslensku þjóðarinnar, muni koma fram,“ segir hann. Þeir muni bjóða sig fram í næstu borgarstjórnarkosningum, en veit ekki hvort það verði undir formerkjum Íslensku þjóðfylkingarinnar.

„Við þurfum að stöðva að hér verði byggð moska íslamista í Sogamýrinni og við munum gera það.“

Þá segir Gunnlaugur þetta mikið áfall, enda hafi þeir tveir með góðri aðstoð dyggra stuðningsmanna lagt ómælda vinnu í kosningabaráttuna. Hann veit ekki hver næstu skref innan flokksins verða.

„Þetta er áfall fyrir flokkinn og okkur sem höfum verið að standa í þessu. Kannski kemur flokkurinn fram listum eftir þetta, ég skal ekkert um það segja.“Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.