Innlent

Karl og kona enn á gjörgæslu eftir umferðarslysið á Reykjanesbraut

Birgir Olgeirsson skrifar
Landspítali Íslands við Hringbraut.
Landspítali Íslands við Hringbraut. Mynd/Vilhelm
Karl og kona eru enn á gjörgæsludeild Landspítala Íslands eftir alvarlegt umferðarslys á Reykjanesbraut við Vallahverfið í Hafnarfirði um klukkan eitt í gær.

Slysið átti sér stað þegar lögreglubifhjól og bíll rákust á en lögreglumaður á bifhjólinu var að aðstoða sjúkrabíl í forgangsakstri sem var að flytja manneskju á sjúkrahús í Reykjavík sem hafði slasast skömmu áður í bílslysi við Róselstorg nærri flugstöðvar Leifs Eiríkssonar.

Lögreglumaðurinn og konan sem ók bílnum, sem bæði eru á fertugsaldri, eru bæði alvarlega slösuð en þó ekki talin í lífshættu.

Einn lést í bílslysinu við Rósaselstorg en verið var að flytja hann á Landspítalann þar sem hann var síðar úrskurðaður látinn.

Tveir til viðbótar hlutu minniháttar meiðsl vegna umferðarslyssins við Rósaselstorg.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×