Innlent

Þrjú voru flutt á sjúkrahús eftir alvarlegt slys á Reykjanesbraut

Birgir Olgeirsson skrifar
Frá vettvangi slyssins.
Frá vettvangi slyssins. Vísir

Þrjú voru fluttir sjúkrahús eftir alvarlegt bílslys á Reykjanesbrautinni við Vallarhverfið í Hafnarfirði í hádeginu í dag.

Slysið varð þegar lögreglumaður á bilfhjóli í forgangsakstri rakst utan í bíl. Var lögreglumaðurinn að aðstoða sjúkrabíl í forgangsakstri.

Sjúkrabíllinn var að flytja einstakling sem hafði slasast alvarlega í umferðarslysi á Reykjanesbrautinni við Keflavík skömmu áður.

Sjá einnig: Reykjanesbraut lokað vegna umferðarslyss

Um var að ræða tvo karla og eina konu sem öll eru á fertugsaldri.

Annar maðurinn og önnur konan eru á gjörgæsludeild Landspítalans. Ekki er hægt að greina frá líðan þess þriðja að svo stöddu.

Uppfært 17:12:
Eftirfarandi tilkynning hefur borist frá lögreglunni:
„Tveir slösuðust í hörðum árekstri lögreglubifhjóls og bifreiðar á Reykjanesbraut í Hafnarfirði, á móts við Áslandshverfi, fyrr í dag. Lögreglubifhjólinu var ekið í forgangsakstri austur Reykjanesbraut þegar ökumaður bifreiðar á leið vestur tók U-beygju og í  veg fyrir bifhjólið, sem var á talsverðri ferð.

Lögreglumaðurinn og ökumaður bifreiðarinnar slösuðust mikið, en eru ekki í lífshættu. Forgangsaksturinn var tilkomin vegna alvarlegs umferðarslyss á Suðurnesjum, en Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu var að greiða fyrir leið sjúkrabifreiða frá þeim vettvangi.“

Uppfært 17:48:
Maðurinn sem verið var að flytja í sjúkrabílnum er látinn. Þetta kom fram í tilkynningu frá lögreglu nú síðdegis.


Tengdar fréttirAthugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.