Viðurkenndi að hafa brotið trúnað um aðgerðir Seðlabankans fyrir setningu neyðarlaga Atli Ísleifsson skrifar 19. október 2016 21:04 Sturla Pálsson. Vísir/GVA Sturla Pálsson, framkvæmdastjóri hjá Seðlabanka Íslands, viðurkenndi í yfirheyrslum hjá embætti sérstaks saksóknara árið 2012 að hafa brotið trúnað þegar hann greindi eiginkonu sinni frá aðgerðum Seðlabankans dagana fyrir setningu neyðarlaganna í október 2008. Eiginkona Sturlu starfaði á þeim tíma sem lögmaður Samtaka fjármálafyrirtækja, málsvara fjármálafyrirtækja, og þar með banka, í hagsmunamálum þeirra. Í skýrslu sérstaks saksóknara, sem fréttastofa hefur undir höndum, kemur fram að Sturlu hafi verið kynnt skjal við yfirheyrslu þar sem væri endurritað símtal milli hans og eiginkonu sinnar að kvöldi laugardagsins 4. október þar sem hann greinir henni frá því að hugsanlega yrði einum bankanna þriggja bjargað. Þá sagði hann Sigurjón Þ. Árnason, þáverandi bankastjóra Landsbankans, hafa verið hættan að hringja í Seðlabankann, vera „búinn að kasta inn handklæðinu, hann [væri] búinn að gefast upp. Einnig kemur fram að það séu bara Kaupþingsmenn núna og Landsbankinn sé farinn og ECB [Evrópski seðlabankinn] muni triggera það,“ að því er haft er eftir Sturlu. Við yfirheyrslur hjá sérstökum saksóknara sagðist Sturla kannast við símtalið og kvaðst hann „náttúrulega vera að brjóta trúnað með því að ræða þetta við konuna sína.“ Ljóst var að dagana áður en neyðarlögin voru sett, hafi einstaklingar með slíkar innherjaupplýsingar getað nýtt sér upplýsingar um raunverulega stöðu bankanna við opnun markaða á mánudeginum. Neyðarlögin voru svo samþykkt að síðla dags, mánudagsins 6. október 2008. Tengdar fréttir Samtalið verður ekki birt með samþykki Geirs Geir H. Haarde segir að forsætisráðherra eigi ekki að þurfa að sæta því að embættismenn hljóðriti samtöl við hann án hans vitundar. 19. október 2016 19:32 Skipti um síma til að hljóðrita samtalið Davíð Oddsson þáverandi Seðlabankastjóri skipti sérstaklega um síma til að hann gæti hljóðritað samtal sem hann átti við Geir H Haarde þáverandi forsætisráðherra um umdeilt neyðarlán til Kaupþings. Davíð taldi ólíklegt að ríkið myndi fá lánið greitt til baka. 19. október 2016 18:30 Mest lesið „Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ Innlent „Vona að þú sofir vel“ Innlent Í leyfi frá þingstörfum og flytur til New York Innlent Kári var harðákveðinn að hætta ekki sem forstjóri Innlent Kári hættur hjá Íslenskri erfðagreiningu Innlent „Ég meina, hann er að missa fyrirtækið sitt“ Innlent Tifandi tímasprengjan sem grunuð er um frelsissviptingu Innlent Lokunin óásættanleg og muni leiða til verðhækkana fyrir íbúa Innlent „Við gerum ekki svona við börn“ Innlent Buðu mótherjum Björgólfs fyrst þjónustu sína Innlent Fleiri fréttir Búið að innsigla Kastrup: „Góður að taka á móti fólki en ömurlegur í tölvupóstum“ Tifandi tímasprengjan sem grunuð er um frelsissviptingu „Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ „Vona að þú sofir vel“ Eldur í ruslabíl vestur í bæ Buðu mótherjum Björgólfs fyrst þjónustu sína Mannréttindadómstóllinn blandar sér í Vatnsendamálið „Mér finnst þetta ómöguleg framkoma“ Í leyfi frá þingstörfum og flytur til New York Óljóst hvers vegna ferðamanni var haldið í gíslingu Borgarstjóri sé brennuvargur en Framsókn í slökkviliðinu „Ég meina, hann er að missa fyrirtækið sitt“ Sindri og Védís Hervör til Kópavogsbæjar Bókhaldstækni og aukin skattheimta skýri afganginn Tæplega tíu milljarða viðsnúningur Kári var harðákveðinn að hætta ekki sem forstjóri Stuðningsmenn Oscars mótmæltu og Kári Stefáns hættur Bein útsending: Kynna ársreikning Reykjavíkurborgar „Við gerum ekki svona við börn“ Mótmælt við ríkisstjórnarfund: „Oscar á heima hér“ Kári hættur hjá Íslenskri erfðagreiningu Lokunin óásættanleg og muni leiða til verðhækkana fyrir íbúa Líkamsárásir og brotist inn í raftækjaverslun Grunaður um að hafa frelsissvipt ferðamann í nokkrar klukkustundir Hikar ekki við að lögsækja skyldi Rafmennt nota nafn skólans Myndaveisla: Lúðrasveit, fánar og gríðarstór stytta á Verkalýðsdaginn Kalla eftir mannúð og miskunnsemi stjórnvalda gagnvart börnum Fulllestað og veikt flutningskerfi raforku Þekkir ofbeldið sem konur í karllægum störfum verða fyrir Vilja móta samfélagið í þágu vinnandi fólks Sjá meira
Sturla Pálsson, framkvæmdastjóri hjá Seðlabanka Íslands, viðurkenndi í yfirheyrslum hjá embætti sérstaks saksóknara árið 2012 að hafa brotið trúnað þegar hann greindi eiginkonu sinni frá aðgerðum Seðlabankans dagana fyrir setningu neyðarlaganna í október 2008. Eiginkona Sturlu starfaði á þeim tíma sem lögmaður Samtaka fjármálafyrirtækja, málsvara fjármálafyrirtækja, og þar með banka, í hagsmunamálum þeirra. Í skýrslu sérstaks saksóknara, sem fréttastofa hefur undir höndum, kemur fram að Sturlu hafi verið kynnt skjal við yfirheyrslu þar sem væri endurritað símtal milli hans og eiginkonu sinnar að kvöldi laugardagsins 4. október þar sem hann greinir henni frá því að hugsanlega yrði einum bankanna þriggja bjargað. Þá sagði hann Sigurjón Þ. Árnason, þáverandi bankastjóra Landsbankans, hafa verið hættan að hringja í Seðlabankann, vera „búinn að kasta inn handklæðinu, hann [væri] búinn að gefast upp. Einnig kemur fram að það séu bara Kaupþingsmenn núna og Landsbankinn sé farinn og ECB [Evrópski seðlabankinn] muni triggera það,“ að því er haft er eftir Sturlu. Við yfirheyrslur hjá sérstökum saksóknara sagðist Sturla kannast við símtalið og kvaðst hann „náttúrulega vera að brjóta trúnað með því að ræða þetta við konuna sína.“ Ljóst var að dagana áður en neyðarlögin voru sett, hafi einstaklingar með slíkar innherjaupplýsingar getað nýtt sér upplýsingar um raunverulega stöðu bankanna við opnun markaða á mánudeginum. Neyðarlögin voru svo samþykkt að síðla dags, mánudagsins 6. október 2008.
Tengdar fréttir Samtalið verður ekki birt með samþykki Geirs Geir H. Haarde segir að forsætisráðherra eigi ekki að þurfa að sæta því að embættismenn hljóðriti samtöl við hann án hans vitundar. 19. október 2016 19:32 Skipti um síma til að hljóðrita samtalið Davíð Oddsson þáverandi Seðlabankastjóri skipti sérstaklega um síma til að hann gæti hljóðritað samtal sem hann átti við Geir H Haarde þáverandi forsætisráðherra um umdeilt neyðarlán til Kaupþings. Davíð taldi ólíklegt að ríkið myndi fá lánið greitt til baka. 19. október 2016 18:30 Mest lesið „Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ Innlent „Vona að þú sofir vel“ Innlent Í leyfi frá þingstörfum og flytur til New York Innlent Kári var harðákveðinn að hætta ekki sem forstjóri Innlent Kári hættur hjá Íslenskri erfðagreiningu Innlent „Ég meina, hann er að missa fyrirtækið sitt“ Innlent Tifandi tímasprengjan sem grunuð er um frelsissviptingu Innlent Lokunin óásættanleg og muni leiða til verðhækkana fyrir íbúa Innlent „Við gerum ekki svona við börn“ Innlent Buðu mótherjum Björgólfs fyrst þjónustu sína Innlent Fleiri fréttir Búið að innsigla Kastrup: „Góður að taka á móti fólki en ömurlegur í tölvupóstum“ Tifandi tímasprengjan sem grunuð er um frelsissviptingu „Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ „Vona að þú sofir vel“ Eldur í ruslabíl vestur í bæ Buðu mótherjum Björgólfs fyrst þjónustu sína Mannréttindadómstóllinn blandar sér í Vatnsendamálið „Mér finnst þetta ómöguleg framkoma“ Í leyfi frá þingstörfum og flytur til New York Óljóst hvers vegna ferðamanni var haldið í gíslingu Borgarstjóri sé brennuvargur en Framsókn í slökkviliðinu „Ég meina, hann er að missa fyrirtækið sitt“ Sindri og Védís Hervör til Kópavogsbæjar Bókhaldstækni og aukin skattheimta skýri afganginn Tæplega tíu milljarða viðsnúningur Kári var harðákveðinn að hætta ekki sem forstjóri Stuðningsmenn Oscars mótmæltu og Kári Stefáns hættur Bein útsending: Kynna ársreikning Reykjavíkurborgar „Við gerum ekki svona við börn“ Mótmælt við ríkisstjórnarfund: „Oscar á heima hér“ Kári hættur hjá Íslenskri erfðagreiningu Lokunin óásættanleg og muni leiða til verðhækkana fyrir íbúa Líkamsárásir og brotist inn í raftækjaverslun Grunaður um að hafa frelsissvipt ferðamann í nokkrar klukkustundir Hikar ekki við að lögsækja skyldi Rafmennt nota nafn skólans Myndaveisla: Lúðrasveit, fánar og gríðarstór stytta á Verkalýðsdaginn Kalla eftir mannúð og miskunnsemi stjórnvalda gagnvart börnum Fulllestað og veikt flutningskerfi raforku Þekkir ofbeldið sem konur í karllægum störfum verða fyrir Vilja móta samfélagið í þágu vinnandi fólks Sjá meira
Samtalið verður ekki birt með samþykki Geirs Geir H. Haarde segir að forsætisráðherra eigi ekki að þurfa að sæta því að embættismenn hljóðriti samtöl við hann án hans vitundar. 19. október 2016 19:32
Skipti um síma til að hljóðrita samtalið Davíð Oddsson þáverandi Seðlabankastjóri skipti sérstaklega um síma til að hann gæti hljóðritað samtal sem hann átti við Geir H Haarde þáverandi forsætisráðherra um umdeilt neyðarlán til Kaupþings. Davíð taldi ólíklegt að ríkið myndi fá lánið greitt til baka. 19. október 2016 18:30