Sigurður Ingi skaut á Sigmund Davíð: „Missi maður traust má telja fullvíst að manns eigin breytni leiddi til þess“ Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 1. október 2016 12:52 Sigurður Ingi Jóhannsson forsætisráðherra og varaformaður Framsóknarflokksins sagði það ekki í anda Framsóknarflokksins að honum hafi einungis verið úthlutað 15 mínútum í ræðutíma á flokksþingi Framsóknar í dag. Sagði hann það hafa verið einhliða ákvörðun formannsins að breyta dagskrá þingsins á þann veg að forsætisráðherra fengi 15 mínútur til að fara yfir seinustu sex mánuði í ríkisstjórnarsamstarfinu. Það má segja að Sigurður Ingi hafi sent Sigmundi Davíð tóninn, þó undir rós, í ræðu sinni. Eins og kunnugt er berjast þeir um formennsku í flokknum en formannskjörið fer fram á morgun. Sigurði Inga var tíðrætt um traust, hvað leiðir til þess að fólk missi traust og hvernig má vinna það til baka. Hann nefndi Sigmund Davíð aldrei á nafn en augljóst var í hvað forsætisráðherra var að vísa enda hóf hann ræðu sína á að rifja upp það sem gerðist í apríl síðastliðnum en þá sagði Sigmundur Davíð af sér sem forsætisráðherra vegna Panama-lekans og Sigurður Ingi tók við. „Það stefndi í að dagar ríkisstjórnarinnar væru taldir en ég tók að mér það verkefni að halda saman ríkisstjórninni. [...] Ég áttaði mig á því að það væri ekki sjálfgefið að það tækist en traust jókst smám saman. Þetta gerðist ekki af sjálfu sér heldur tókst vegna forystu okkar,“ sagði Sigurður Ingi. Hann sagði að samstaða og samvinna væru á meðal grunngilda Framsóknarflokksins. Þá hefði flokkurinn lagt mikið undir til þess að greiða fyrir málum ríkisstjórnarinnar síðan í apríl og unnið í góðu samstarfi bæði við hinn stjórnarflokkinn sem og stjórnarandstöðu. Sigurður Ingi velti því síðan upp hvernig staðan væri varðandi mögulegt ríkisstjórnarsamstarf eftir komandi kosningar: „Við þurfum að hafa flokk eða flokka sem vilja vinna með okkur. Hvernig er staðan í þeim efnum?“ Forsætisráðherra ræddi síðan mikið um traust. Hann sagði fólk vita hvenær traust væri laskað og að horfið traust væri horfið. Það væri hægt að vinna það til baka en sá sem missti traustið ætti ekki að benda á þann sem treysti honum sem ástæðuna fyrir því að hann hefði misst traust. „Missi maður traust má telja fullvíst að það er manns eigin breytni sem leiddi til þess,“ sagði Sigurður Ingi. Við lok ræðu sinnar þakkaði hann fyrir þær 15 mínútur sem hann fékk úthlutað. Hann hvatti síðan til málefnalegrar umræðu á flokksþinginu en þar verður ekki aðeins kosið um forystu flokksins heldur stefna hans mörkuð í helstu málefnum fyrir komandi þingkosningar.Ræðu Sigurðar Inga á flokksþinginu í dag má sjá í heild sinni í spilaranum hér að ofan. Tengdar fréttir Baðst afsökunar á því að vera ekki í tengslum við Framsóknarmenn Sigmundur Davíð Gunnlaugsson formaður Framsóknarflokksins ávarpaði flokksþings Framsóknar í Háskólabíói í morgun. Klukkan rúmlega 11 hóf hann ræðu sína en í henni fór hann um víðan völl. 1. október 2016 11:58 Bein útsending: Flokksþing Framsóknar Flokksþing Framsóknarflokksins hófst í morgun í Háskólabíói. 1. október 2016 10:56 Sundraður Framsóknarflokkur býr sig undir átök á flokksþingi Flokksþing Framsóknarflokksins hefst í dag í skugga mikilla innanflokksátaka. Formaðurinn er sakaður um einræðistilburði. Framkvæmdastjóri flokksins setti Jóhannes Þór Skúlason, aðstoðarmann Sigmundar, í starf tengiliðs flokksins við 1. október 2016 07:00 Mest lesið Sendur til Íslands eftir þrætu um persónuupplýsingar innflytjenda Erlent Margföld aðsókn í vökvagjöf: „Fólk er ekkert að gera þetta að gamni sínu“ Innlent Komnir djúpt gegnum línu Úkraínumanna Erlent Stórfelld líkamsárás og ráðist á dyravörð Innlent Kiðjabergsmálinu hvergi nærri lokið Innlent Kínverskt skip stórskemmt eftir árekstur við tundurspilli Erlent Albanese segir Netanyahu í afneitun Erlent Einn látinn og tíu slasaðir eftir stóra sprengingu Erlent B sé ekki best Innlent Mannréttindabarátta ekki í samkeppni um athygli Innlent Fleiri fréttir Hlið við Reynisfjöru, tollar og yfirlýsing leiðtoga ESB B sé ekki best Kiðjabergsmálinu hvergi nærri lokið Mannréttindabarátta ekki í samkeppni um athygli Stórfelld líkamsárás og ráðist á dyravörð Margföld aðsókn í vökvagjöf: „Fólk er ekkert að gera þetta að gamni sínu“ Tilfelli alvarlegrar ókyrrðar gætu tvöfaldast vegna loftslagsbreytinga Óvenjuleg ákvörðun, holskefla kvartana og ókyrrð Upphaflegasta útgáfa Snorra-Eddu snýr heim eftir fjögurra alda útlegð Einnota plastvörur fái sérstaka merkingu „Sannarlega ekki eitthvað sem ég ætlaði að taka þátt í“ Stytta opnunartíma Seltjarnarneslaugar: „Er þetta það sem við viljum spara í?“ Ókyrrð að aukast en lítil hætta á ferðum Komu ferðamönnum í sjálfsheldu á Búlandstindi til aðstoðar Fylla í skörð reynslubolta Þurfti rannsóknarvinnu til að finna upplýsingar um bílastæðarukkun „Alvarlegar afleiðingar“ verði greiðsluþátttöku hætt Bráðabirgðaheimild veitt fyrir Hvammsvirkjun Fer í þrjú útköll á dag: Sprenging í útköllum vegna veggjalúsar „Ef við værum nasistar þá værum við ekki að skipta um kross“ Bílastæðamál, POTS, ókyrrð og íslenski hesturinn Engin byssa reyndist vera í bílnum Strætisvagnar rákust saman við Borgartún Hinn látni bandarískur ferðamaður á sextugsaldri Svara til saka eftir tvær vikur Dásamar ÁTVR og skýtur á lögreglustjóra Virkjanir í Skagafirði úr vernd í bið en Urriðafoss í nýtingu Meira að segja happ þegar frystihúsið brann Nýtt skilti komið upp og rauða ljósið mun loga oftar Tíu metra djúp hola í ísnum á vinsælli gönguleið Sjá meira
Sigurður Ingi Jóhannsson forsætisráðherra og varaformaður Framsóknarflokksins sagði það ekki í anda Framsóknarflokksins að honum hafi einungis verið úthlutað 15 mínútum í ræðutíma á flokksþingi Framsóknar í dag. Sagði hann það hafa verið einhliða ákvörðun formannsins að breyta dagskrá þingsins á þann veg að forsætisráðherra fengi 15 mínútur til að fara yfir seinustu sex mánuði í ríkisstjórnarsamstarfinu. Það má segja að Sigurður Ingi hafi sent Sigmundi Davíð tóninn, þó undir rós, í ræðu sinni. Eins og kunnugt er berjast þeir um formennsku í flokknum en formannskjörið fer fram á morgun. Sigurði Inga var tíðrætt um traust, hvað leiðir til þess að fólk missi traust og hvernig má vinna það til baka. Hann nefndi Sigmund Davíð aldrei á nafn en augljóst var í hvað forsætisráðherra var að vísa enda hóf hann ræðu sína á að rifja upp það sem gerðist í apríl síðastliðnum en þá sagði Sigmundur Davíð af sér sem forsætisráðherra vegna Panama-lekans og Sigurður Ingi tók við. „Það stefndi í að dagar ríkisstjórnarinnar væru taldir en ég tók að mér það verkefni að halda saman ríkisstjórninni. [...] Ég áttaði mig á því að það væri ekki sjálfgefið að það tækist en traust jókst smám saman. Þetta gerðist ekki af sjálfu sér heldur tókst vegna forystu okkar,“ sagði Sigurður Ingi. Hann sagði að samstaða og samvinna væru á meðal grunngilda Framsóknarflokksins. Þá hefði flokkurinn lagt mikið undir til þess að greiða fyrir málum ríkisstjórnarinnar síðan í apríl og unnið í góðu samstarfi bæði við hinn stjórnarflokkinn sem og stjórnarandstöðu. Sigurður Ingi velti því síðan upp hvernig staðan væri varðandi mögulegt ríkisstjórnarsamstarf eftir komandi kosningar: „Við þurfum að hafa flokk eða flokka sem vilja vinna með okkur. Hvernig er staðan í þeim efnum?“ Forsætisráðherra ræddi síðan mikið um traust. Hann sagði fólk vita hvenær traust væri laskað og að horfið traust væri horfið. Það væri hægt að vinna það til baka en sá sem missti traustið ætti ekki að benda á þann sem treysti honum sem ástæðuna fyrir því að hann hefði misst traust. „Missi maður traust má telja fullvíst að það er manns eigin breytni sem leiddi til þess,“ sagði Sigurður Ingi. Við lok ræðu sinnar þakkaði hann fyrir þær 15 mínútur sem hann fékk úthlutað. Hann hvatti síðan til málefnalegrar umræðu á flokksþinginu en þar verður ekki aðeins kosið um forystu flokksins heldur stefna hans mörkuð í helstu málefnum fyrir komandi þingkosningar.Ræðu Sigurðar Inga á flokksþinginu í dag má sjá í heild sinni í spilaranum hér að ofan.
Tengdar fréttir Baðst afsökunar á því að vera ekki í tengslum við Framsóknarmenn Sigmundur Davíð Gunnlaugsson formaður Framsóknarflokksins ávarpaði flokksþings Framsóknar í Háskólabíói í morgun. Klukkan rúmlega 11 hóf hann ræðu sína en í henni fór hann um víðan völl. 1. október 2016 11:58 Bein útsending: Flokksþing Framsóknar Flokksþing Framsóknarflokksins hófst í morgun í Háskólabíói. 1. október 2016 10:56 Sundraður Framsóknarflokkur býr sig undir átök á flokksþingi Flokksþing Framsóknarflokksins hefst í dag í skugga mikilla innanflokksátaka. Formaðurinn er sakaður um einræðistilburði. Framkvæmdastjóri flokksins setti Jóhannes Þór Skúlason, aðstoðarmann Sigmundar, í starf tengiliðs flokksins við 1. október 2016 07:00 Mest lesið Sendur til Íslands eftir þrætu um persónuupplýsingar innflytjenda Erlent Margföld aðsókn í vökvagjöf: „Fólk er ekkert að gera þetta að gamni sínu“ Innlent Komnir djúpt gegnum línu Úkraínumanna Erlent Stórfelld líkamsárás og ráðist á dyravörð Innlent Kiðjabergsmálinu hvergi nærri lokið Innlent Kínverskt skip stórskemmt eftir árekstur við tundurspilli Erlent Albanese segir Netanyahu í afneitun Erlent Einn látinn og tíu slasaðir eftir stóra sprengingu Erlent B sé ekki best Innlent Mannréttindabarátta ekki í samkeppni um athygli Innlent Fleiri fréttir Hlið við Reynisfjöru, tollar og yfirlýsing leiðtoga ESB B sé ekki best Kiðjabergsmálinu hvergi nærri lokið Mannréttindabarátta ekki í samkeppni um athygli Stórfelld líkamsárás og ráðist á dyravörð Margföld aðsókn í vökvagjöf: „Fólk er ekkert að gera þetta að gamni sínu“ Tilfelli alvarlegrar ókyrrðar gætu tvöfaldast vegna loftslagsbreytinga Óvenjuleg ákvörðun, holskefla kvartana og ókyrrð Upphaflegasta útgáfa Snorra-Eddu snýr heim eftir fjögurra alda útlegð Einnota plastvörur fái sérstaka merkingu „Sannarlega ekki eitthvað sem ég ætlaði að taka þátt í“ Stytta opnunartíma Seltjarnarneslaugar: „Er þetta það sem við viljum spara í?“ Ókyrrð að aukast en lítil hætta á ferðum Komu ferðamönnum í sjálfsheldu á Búlandstindi til aðstoðar Fylla í skörð reynslubolta Þurfti rannsóknarvinnu til að finna upplýsingar um bílastæðarukkun „Alvarlegar afleiðingar“ verði greiðsluþátttöku hætt Bráðabirgðaheimild veitt fyrir Hvammsvirkjun Fer í þrjú útköll á dag: Sprenging í útköllum vegna veggjalúsar „Ef við værum nasistar þá værum við ekki að skipta um kross“ Bílastæðamál, POTS, ókyrrð og íslenski hesturinn Engin byssa reyndist vera í bílnum Strætisvagnar rákust saman við Borgartún Hinn látni bandarískur ferðamaður á sextugsaldri Svara til saka eftir tvær vikur Dásamar ÁTVR og skýtur á lögreglustjóra Virkjanir í Skagafirði úr vernd í bið en Urriðafoss í nýtingu Meira að segja happ þegar frystihúsið brann Nýtt skilti komið upp og rauða ljósið mun loga oftar Tíu metra djúp hola í ísnum á vinsælli gönguleið Sjá meira
Baðst afsökunar á því að vera ekki í tengslum við Framsóknarmenn Sigmundur Davíð Gunnlaugsson formaður Framsóknarflokksins ávarpaði flokksþings Framsóknar í Háskólabíói í morgun. Klukkan rúmlega 11 hóf hann ræðu sína en í henni fór hann um víðan völl. 1. október 2016 11:58
Bein útsending: Flokksþing Framsóknar Flokksþing Framsóknarflokksins hófst í morgun í Háskólabíói. 1. október 2016 10:56
Sundraður Framsóknarflokkur býr sig undir átök á flokksþingi Flokksþing Framsóknarflokksins hefst í dag í skugga mikilla innanflokksátaka. Formaðurinn er sakaður um einræðistilburði. Framkvæmdastjóri flokksins setti Jóhannes Þór Skúlason, aðstoðarmann Sigmundar, í starf tengiliðs flokksins við 1. október 2016 07:00