Sigurður Ingi skaut á Sigmund Davíð: „Missi maður traust má telja fullvíst að manns eigin breytni leiddi til þess“ Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 1. október 2016 12:52 Sigurður Ingi Jóhannsson forsætisráðherra og varaformaður Framsóknarflokksins sagði það ekki í anda Framsóknarflokksins að honum hafi einungis verið úthlutað 15 mínútum í ræðutíma á flokksþingi Framsóknar í dag. Sagði hann það hafa verið einhliða ákvörðun formannsins að breyta dagskrá þingsins á þann veg að forsætisráðherra fengi 15 mínútur til að fara yfir seinustu sex mánuði í ríkisstjórnarsamstarfinu. Það má segja að Sigurður Ingi hafi sent Sigmundi Davíð tóninn, þó undir rós, í ræðu sinni. Eins og kunnugt er berjast þeir um formennsku í flokknum en formannskjörið fer fram á morgun. Sigurði Inga var tíðrætt um traust, hvað leiðir til þess að fólk missi traust og hvernig má vinna það til baka. Hann nefndi Sigmund Davíð aldrei á nafn en augljóst var í hvað forsætisráðherra var að vísa enda hóf hann ræðu sína á að rifja upp það sem gerðist í apríl síðastliðnum en þá sagði Sigmundur Davíð af sér sem forsætisráðherra vegna Panama-lekans og Sigurður Ingi tók við. „Það stefndi í að dagar ríkisstjórnarinnar væru taldir en ég tók að mér það verkefni að halda saman ríkisstjórninni. [...] Ég áttaði mig á því að það væri ekki sjálfgefið að það tækist en traust jókst smám saman. Þetta gerðist ekki af sjálfu sér heldur tókst vegna forystu okkar,“ sagði Sigurður Ingi. Hann sagði að samstaða og samvinna væru á meðal grunngilda Framsóknarflokksins. Þá hefði flokkurinn lagt mikið undir til þess að greiða fyrir málum ríkisstjórnarinnar síðan í apríl og unnið í góðu samstarfi bæði við hinn stjórnarflokkinn sem og stjórnarandstöðu. Sigurður Ingi velti því síðan upp hvernig staðan væri varðandi mögulegt ríkisstjórnarsamstarf eftir komandi kosningar: „Við þurfum að hafa flokk eða flokka sem vilja vinna með okkur. Hvernig er staðan í þeim efnum?“ Forsætisráðherra ræddi síðan mikið um traust. Hann sagði fólk vita hvenær traust væri laskað og að horfið traust væri horfið. Það væri hægt að vinna það til baka en sá sem missti traustið ætti ekki að benda á þann sem treysti honum sem ástæðuna fyrir því að hann hefði misst traust. „Missi maður traust má telja fullvíst að það er manns eigin breytni sem leiddi til þess,“ sagði Sigurður Ingi. Við lok ræðu sinnar þakkaði hann fyrir þær 15 mínútur sem hann fékk úthlutað. Hann hvatti síðan til málefnalegrar umræðu á flokksþinginu en þar verður ekki aðeins kosið um forystu flokksins heldur stefna hans mörkuð í helstu málefnum fyrir komandi þingkosningar.Ræðu Sigurðar Inga á flokksþinginu í dag má sjá í heild sinni í spilaranum hér að ofan. Tengdar fréttir Baðst afsökunar á því að vera ekki í tengslum við Framsóknarmenn Sigmundur Davíð Gunnlaugsson formaður Framsóknarflokksins ávarpaði flokksþings Framsóknar í Háskólabíói í morgun. Klukkan rúmlega 11 hóf hann ræðu sína en í henni fór hann um víðan völl. 1. október 2016 11:58 Bein útsending: Flokksþing Framsóknar Flokksþing Framsóknarflokksins hófst í morgun í Háskólabíói. 1. október 2016 10:56 Sundraður Framsóknarflokkur býr sig undir átök á flokksþingi Flokksþing Framsóknarflokksins hefst í dag í skugga mikilla innanflokksátaka. Formaðurinn er sakaður um einræðistilburði. Framkvæmdastjóri flokksins setti Jóhannes Þór Skúlason, aðstoðarmann Sigmundar, í starf tengiliðs flokksins við 1. október 2016 07:00 Mest lesið Sumarævintýri íslenskrar stúlku á Ítalíu breyttist í martröð Innlent Var tilbúinn að taka hálsæð Kourani í sundur með lykli Innlent Vill ekki að kjötkaupmaður tali fyrir hverfið allt Innlent Allir bílarnir ónýtir og mildi að ekki fór verr Innlent Lést í brúðkaupsferð á Íslandi Innlent Leiðtogi í hreyfingu Charlie Kirk játar kosningasvik Erlent Furðar sig á kröfu Fjölmiðlanefndar: „Ég er bara lobbíisti eigin skoðana“ Innlent Æ fleiri falla fyrir svikum úr enn fleiri áttum Innlent Skrifa ný drög að friðaráætlun Erlent Morgunblaðinu og mbl ekki ritstýrt „af ráðherrum, þeim til þægðar“ Innlent Fleiri fréttir „Við verðum að hafa þetta betur niðurnjörvað“ Pétur hættur sem forstjóri Reykjalundar Furðar sig á kröfu Fjölmiðlanefndar: „Ég er bara lobbíisti eigin skoðana“ Allir bílarnir ónýtir og mildi að ekki fór verr Æ fleiri falla fyrir svikum úr enn fleiri áttum Hópslys í hálkunni og netsvindlarar sækja í sig veðrið Var tilbúinn að taka hálsæð Kourani í sundur með lykli Mótorkrossiðkun barna sé í uppnámi vegna vörugjalda Lést í brúðkaupsferð á Íslandi Minnst 49 arnarungar komust á legg í sumar Drónar, buggy- og snjóbíll nýttust við björgun göngufólks Líkamsárásir og grunur um íkveikju í kjallara Allt að átta stiga frost og él á stöku stað Sumarævintýri íslenskrar stúlku á Ítalíu breyttist í martröð Morgunblaðinu og mbl ekki ritstýrt „af ráðherrum, þeim til þægðar“ Þrír fluttir með þyrlu en enginn í lífshættu eftir tvo árekstra á Norðvesturlandi Drógu Hildi aftur í land Vill ekki að kjötkaupmaður tali fyrir hverfið allt Kveikt í Rice Krispies á Borg í Grímsnesi Enn ein úttektin sýnir alvarlega stöðu fatlaðra: „Sláandi" Slökkvilið kallað út vegna elds í blokk á Völlunum Sláandi sinnuleysi í málefnum fatlaðra og COP30 gert upp Þriggja fólksbíla árekstur nálægt Blönduósi Árekstur við Laugarbakka: „Glerhálka og svartaþoka“ Öllum í Brussel drullusama um hefndaraðgerðir Íslands „Við hjá ZoloIceland leggjum áherslu á spilavíti“ Óásættanlegt að ríflega helmingur sveitarfélaga falli í málefnum fatlaðra Heilbrigðisstofnun Suðurlands þarf nýja byggingu á Selfossi Fá bandarísku sérgreinarnar ekki viðurkenndar Stefnuleysi í málefnum fatlaðra og versnandi efnahagshorfur Sjá meira
Sigurður Ingi Jóhannsson forsætisráðherra og varaformaður Framsóknarflokksins sagði það ekki í anda Framsóknarflokksins að honum hafi einungis verið úthlutað 15 mínútum í ræðutíma á flokksþingi Framsóknar í dag. Sagði hann það hafa verið einhliða ákvörðun formannsins að breyta dagskrá þingsins á þann veg að forsætisráðherra fengi 15 mínútur til að fara yfir seinustu sex mánuði í ríkisstjórnarsamstarfinu. Það má segja að Sigurður Ingi hafi sent Sigmundi Davíð tóninn, þó undir rós, í ræðu sinni. Eins og kunnugt er berjast þeir um formennsku í flokknum en formannskjörið fer fram á morgun. Sigurði Inga var tíðrætt um traust, hvað leiðir til þess að fólk missi traust og hvernig má vinna það til baka. Hann nefndi Sigmund Davíð aldrei á nafn en augljóst var í hvað forsætisráðherra var að vísa enda hóf hann ræðu sína á að rifja upp það sem gerðist í apríl síðastliðnum en þá sagði Sigmundur Davíð af sér sem forsætisráðherra vegna Panama-lekans og Sigurður Ingi tók við. „Það stefndi í að dagar ríkisstjórnarinnar væru taldir en ég tók að mér það verkefni að halda saman ríkisstjórninni. [...] Ég áttaði mig á því að það væri ekki sjálfgefið að það tækist en traust jókst smám saman. Þetta gerðist ekki af sjálfu sér heldur tókst vegna forystu okkar,“ sagði Sigurður Ingi. Hann sagði að samstaða og samvinna væru á meðal grunngilda Framsóknarflokksins. Þá hefði flokkurinn lagt mikið undir til þess að greiða fyrir málum ríkisstjórnarinnar síðan í apríl og unnið í góðu samstarfi bæði við hinn stjórnarflokkinn sem og stjórnarandstöðu. Sigurður Ingi velti því síðan upp hvernig staðan væri varðandi mögulegt ríkisstjórnarsamstarf eftir komandi kosningar: „Við þurfum að hafa flokk eða flokka sem vilja vinna með okkur. Hvernig er staðan í þeim efnum?“ Forsætisráðherra ræddi síðan mikið um traust. Hann sagði fólk vita hvenær traust væri laskað og að horfið traust væri horfið. Það væri hægt að vinna það til baka en sá sem missti traustið ætti ekki að benda á þann sem treysti honum sem ástæðuna fyrir því að hann hefði misst traust. „Missi maður traust má telja fullvíst að það er manns eigin breytni sem leiddi til þess,“ sagði Sigurður Ingi. Við lok ræðu sinnar þakkaði hann fyrir þær 15 mínútur sem hann fékk úthlutað. Hann hvatti síðan til málefnalegrar umræðu á flokksþinginu en þar verður ekki aðeins kosið um forystu flokksins heldur stefna hans mörkuð í helstu málefnum fyrir komandi þingkosningar.Ræðu Sigurðar Inga á flokksþinginu í dag má sjá í heild sinni í spilaranum hér að ofan.
Tengdar fréttir Baðst afsökunar á því að vera ekki í tengslum við Framsóknarmenn Sigmundur Davíð Gunnlaugsson formaður Framsóknarflokksins ávarpaði flokksþings Framsóknar í Háskólabíói í morgun. Klukkan rúmlega 11 hóf hann ræðu sína en í henni fór hann um víðan völl. 1. október 2016 11:58 Bein útsending: Flokksþing Framsóknar Flokksþing Framsóknarflokksins hófst í morgun í Háskólabíói. 1. október 2016 10:56 Sundraður Framsóknarflokkur býr sig undir átök á flokksþingi Flokksþing Framsóknarflokksins hefst í dag í skugga mikilla innanflokksátaka. Formaðurinn er sakaður um einræðistilburði. Framkvæmdastjóri flokksins setti Jóhannes Þór Skúlason, aðstoðarmann Sigmundar, í starf tengiliðs flokksins við 1. október 2016 07:00 Mest lesið Sumarævintýri íslenskrar stúlku á Ítalíu breyttist í martröð Innlent Var tilbúinn að taka hálsæð Kourani í sundur með lykli Innlent Vill ekki að kjötkaupmaður tali fyrir hverfið allt Innlent Allir bílarnir ónýtir og mildi að ekki fór verr Innlent Lést í brúðkaupsferð á Íslandi Innlent Leiðtogi í hreyfingu Charlie Kirk játar kosningasvik Erlent Furðar sig á kröfu Fjölmiðlanefndar: „Ég er bara lobbíisti eigin skoðana“ Innlent Æ fleiri falla fyrir svikum úr enn fleiri áttum Innlent Skrifa ný drög að friðaráætlun Erlent Morgunblaðinu og mbl ekki ritstýrt „af ráðherrum, þeim til þægðar“ Innlent Fleiri fréttir „Við verðum að hafa þetta betur niðurnjörvað“ Pétur hættur sem forstjóri Reykjalundar Furðar sig á kröfu Fjölmiðlanefndar: „Ég er bara lobbíisti eigin skoðana“ Allir bílarnir ónýtir og mildi að ekki fór verr Æ fleiri falla fyrir svikum úr enn fleiri áttum Hópslys í hálkunni og netsvindlarar sækja í sig veðrið Var tilbúinn að taka hálsæð Kourani í sundur með lykli Mótorkrossiðkun barna sé í uppnámi vegna vörugjalda Lést í brúðkaupsferð á Íslandi Minnst 49 arnarungar komust á legg í sumar Drónar, buggy- og snjóbíll nýttust við björgun göngufólks Líkamsárásir og grunur um íkveikju í kjallara Allt að átta stiga frost og él á stöku stað Sumarævintýri íslenskrar stúlku á Ítalíu breyttist í martröð Morgunblaðinu og mbl ekki ritstýrt „af ráðherrum, þeim til þægðar“ Þrír fluttir með þyrlu en enginn í lífshættu eftir tvo árekstra á Norðvesturlandi Drógu Hildi aftur í land Vill ekki að kjötkaupmaður tali fyrir hverfið allt Kveikt í Rice Krispies á Borg í Grímsnesi Enn ein úttektin sýnir alvarlega stöðu fatlaðra: „Sláandi" Slökkvilið kallað út vegna elds í blokk á Völlunum Sláandi sinnuleysi í málefnum fatlaðra og COP30 gert upp Þriggja fólksbíla árekstur nálægt Blönduósi Árekstur við Laugarbakka: „Glerhálka og svartaþoka“ Öllum í Brussel drullusama um hefndaraðgerðir Íslands „Við hjá ZoloIceland leggjum áherslu á spilavíti“ Óásættanlegt að ríflega helmingur sveitarfélaga falli í málefnum fatlaðra Heilbrigðisstofnun Suðurlands þarf nýja byggingu á Selfossi Fá bandarísku sérgreinarnar ekki viðurkenndar Stefnuleysi í málefnum fatlaðra og versnandi efnahagshorfur Sjá meira
Baðst afsökunar á því að vera ekki í tengslum við Framsóknarmenn Sigmundur Davíð Gunnlaugsson formaður Framsóknarflokksins ávarpaði flokksþings Framsóknar í Háskólabíói í morgun. Klukkan rúmlega 11 hóf hann ræðu sína en í henni fór hann um víðan völl. 1. október 2016 11:58
Bein útsending: Flokksþing Framsóknar Flokksþing Framsóknarflokksins hófst í morgun í Háskólabíói. 1. október 2016 10:56
Sundraður Framsóknarflokkur býr sig undir átök á flokksþingi Flokksþing Framsóknarflokksins hefst í dag í skugga mikilla innanflokksátaka. Formaðurinn er sakaður um einræðistilburði. Framkvæmdastjóri flokksins setti Jóhannes Þór Skúlason, aðstoðarmann Sigmundar, í starf tengiliðs flokksins við 1. október 2016 07:00