Innlent

Sögulegt uppgjör Sigmundar Davíðs og Sigurðar Inga fer fram í dag

Atli Ísleifsson og Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifa
Flokksþing Framsóknarflokksins fer fram í Háskólabíói.
Flokksþing Framsóknarflokksins fer fram í Háskólabíói. Vísir/Ernir
Sögulegt uppgjör á milli Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar formanns Framsóknarflokksins og Sigurðar Inga Jóhannssonar forsætisráðherra og varaformanns Framsóknarflokksins fer fram í dag þegar gengið verður til atkvæða á flokksþingi Framsóknarflokksins sem fram fer í Háskólabíói.  

Það er engum ofsögum sagt að Framsóknarflokkurinn sé klofinn en hann skiptist í tvær fylkingar á milli þeirra Sigmundar Davíðs og Sigurðar Inga. Það er því mikil spenna fyrir kjörinu í dag en bæði formannsefnin ávörpuðu flokksþingið í gær. Skaut Sigurður Ingi föstum skotum á formanninn en eins og flestum er í fersku minni sagði Sigmundur Davíð af sér sem forsætisráðherra í apríl og Sigurður Ingi tók við.

Gengið verður til atkvæða klukkan 11:30 og ættu niðurstöður úr formannskjöri að liggja fyrir laust eftir hádegi.

Eftir að úrslit liggja fyrir verður kosið í varaformannsembættið. Lilja Alfreðsdóttir utanríkisráðherra gefur kost á sér sem varaformaður auk þess sem Eygló Harðardóttir félags-og húsnæðismálaráðherra hefur gefið það út að hún sækist eftir varaformannsembættinu ef skipt verði um formann í flokknum. Þegar kosið hefur verið um varaformann verður kosið um embætti ritara.


Tengdar fréttir

Sundraður Framsóknarflokkur býr sig undir átök á flokksþingi

Flokksþing Framsóknarflokksins hefst í dag í skugga mikilla innanflokksátaka. Formaðurinn er sakaður um einræðistilburði. Framkvæmdastjóri flokksins setti Jóhannes Þór Skúlason, aðstoðarmann Sigmundar, í starf tengiliðs flokksins við




Fleiri fréttir

Sjá meira


×