Himinlifandi að kumlið sé fundið Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 3. október 2016 10:07 Myndir frá fundinum. Kristín Huld Sigurðardóttir, forstöðumaður Minjastofnunar, er í skýjunum með fund gæsaveiðimanna á kumli manns á Ásum í Skaftártungu sem líklegt er talið að sé eigandi um eitt þúsund ára gamals sverðs sem sömu skyttur fundu á steinsnar frá snemma í september. Kuml er sem kunnugt er orð notað yfir gröf þess sem grafinn var að heiðnum sið. „Við erum voðalega ánægð með að kumlið sé fundið,“ segir Kristín í samtali við Vísi. Tveir fornleifafræðingar frá Minjastofnun auk beinasérfræðings frá Fornleifastofnun héldu á vettvang í gærmorgun og hafa unnið hörðum höndum síðan.Mjaðmagrind og vinstri fótur „Þau fundu botninn á kumlinu og í því voru smá fótabein, ekki mikið. Það er greinlegt að eldvatnið hefur tekið megnið af manninum,“ segir Kristín. Hluti af mjaðmagrind hafi fundist sem og vinstri fóturinn. Mögulega sé fleiri gripi að finna en grafið verður áfram fram á miðjan dag í dag hið minnsta. Um sextíu metrar eru frá svæðinu þar sem sverðið fannst um daginn og þar sem kumlið fannst um helgina. Fornleifafræðingar skönnuðu svæðið nærri sverðinu eftir þann fund á dögunum en án árangurs. Aðstæður eru ekki þær auðveldustu enda hefur verið blautt á svæðinu. Þá sé greinilegt að áin hefur brotið kumlið niður.Koma í bæinn síðar í dag Aðspurð hvort þarna sé að finna jarðneskar leifar Hróars Tungugoði, sem sagnfræðingar telja líklegan eiganda sverðsins, segist Kristín ekki vilja draga svo miklar ályktanir. Til þess vildi hún vilja finna ökuskírteini við hlið líksins, eða þá að sverðið væri merkt manninum segir hún hlæjandi. „Fólk má alveg velta hlutunum fyrir sér samt, það er bara gaman að því. Mágur hans Gunnars á Hlíðarenda bjó þarna einhvers staðar,“ segir Kristín og gefur blaðamanni eitthvað til að velta fyrir sér. Nema eitthvað fleira finnist á svæðinu framan af degi munu fornleifafræðingarnir snúa til Reykjavíkur með beinin og litla járnmuni síðar í dag. Tengdar fréttir Með merkari fornleifafundum síðustu ára "Það eru svo fá sverð sem hafa fundist hér og því er þetta mikill fengur fyrir sögu þjóðarinnar,“ dr. Kristín Huld Sigurðardóttir, forstöðumaður Minjastofnunar Íslands. 6. september 2016 07:00 Fundu mannabein skammt frá staðnum þar sem víkingasverðið fannst Gæsaveiðimenn fundu í dag mannabein og málmhlut skammt frá þeim stað þar sem um þúsund ára gamalt sverð fannst í Skaftárhreppi í byrjun síðasta mánaðar. 1. október 2016 21:01 Eigna má sverðið Hróari Tungugoða Sverðið er frá 10. öld fannst á slóðum sem þar sem bær goðorðsmannsins Hróars Tungugoða stóð mögulega. Prófessor emeritus í sagnfræði kastar fram þeirri tilgátu að höfðingi eins og Hróar hafi hugsanlega átt sverðið. 9. september 2016 07:00 Mest lesið „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Innlent Sveitarstjórn reyni að skrá íbúa úr sveitarfélaginu og ógni grundvallarréttindum Innlent Lögregla kölluð til eftir að bremsuvírar voru klipptir á reiðhjólum barna Innlent Hleypur 110 kílómetra á dag til að setja heimsmet Innlent Skoða að efla geðheilbrigðisþjónustu á Austurlandi eftir röð áfalla Innlent Bílvelta í Kömbunum Innlent Kjölur ekki á dagskrá Innlent Fólk deili lyfseðlum og „míkródósi“: „Við getum ekki réttlætt þá meðferð“ Innlent Lögregla hafi hlaupið á sig á Siglufirði: „Þetta eru einstök prúðmenni“ Innlent Starfsfólk Alcoa vilji setja fyrirtækinu mörk Innlent Fleiri fréttir Bílvelta í Kömbunum „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Sveitarstjórn reyni að skrá íbúa úr sveitarfélaginu og ógni grundvallarréttindum Skoða að efla geðheilbrigðisþjónustu á Austurlandi eftir röð áfalla Kjölur ekki á dagskrá Lögregla kölluð til eftir að bremsuvírar voru klipptir á reiðhjólum barna Hleypur 110 kílómetra á dag til að setja heimsmet Fólk deili lyfseðlum og „míkródósi“: „Við getum ekki réttlætt þá meðferð“ Deila lyfseðlum fyrir þyngdarstjórnunarlyf og undankeppni HM hefst Starfsfólk Alcoa vilji setja fyrirtækinu mörk Lögregla hafi hlaupið á sig á Siglufirði: „Þetta eru einstök prúðmenni“ Ætla að rannsaka meint undirboð á kísilmálmi „Mér hefur aldrei verið sýnd jafn mikil vanvirðing“ Hélt eiginkonu og fimm börnum í heljargreipum Breyta Korpuskóla til að anna eftirspurn í Klettaskóla Vegabætur á Vestfjörðum opni tækifæri í vetrarferðamennsku Vilja aðgerðir strax Ástand á stúdentagörðum: Ítrekuð innbrot, mat stolið, dýnur í kjallara og hland á gólfi „Geta verið dauðsföll, þú veist ekkert hvað er í þessu“ Öllum börnum undir sex mánaða boðin forvörn gegn RS veiru Vildu fá að vita hvort ríkisstyrkir hefðu farið í málsóknir gegn orkuframkvæmdum Vara við ólöglegum megrunarlyfjum sem eru í umferð Konan er fundin Sextán ára kveikti í herbergi sínu Þremur sleppt úr haldi og brotaþoli útskrifaður „Það kemur að því að við lendum í veseni“ Ekki hægt að þaga þegar stjórnmálamenn leika sér að því að særa fram tröllin 252,6 milljónir runnið í ríkissjóð úr dánarbúum án lögerfingja á tíu árum Þrjú söfn í eina sæng Yfirgefið hreysi víkur fyrir hundrað íbúðum Sjá meira
Kristín Huld Sigurðardóttir, forstöðumaður Minjastofnunar, er í skýjunum með fund gæsaveiðimanna á kumli manns á Ásum í Skaftártungu sem líklegt er talið að sé eigandi um eitt þúsund ára gamals sverðs sem sömu skyttur fundu á steinsnar frá snemma í september. Kuml er sem kunnugt er orð notað yfir gröf þess sem grafinn var að heiðnum sið. „Við erum voðalega ánægð með að kumlið sé fundið,“ segir Kristín í samtali við Vísi. Tveir fornleifafræðingar frá Minjastofnun auk beinasérfræðings frá Fornleifastofnun héldu á vettvang í gærmorgun og hafa unnið hörðum höndum síðan.Mjaðmagrind og vinstri fótur „Þau fundu botninn á kumlinu og í því voru smá fótabein, ekki mikið. Það er greinlegt að eldvatnið hefur tekið megnið af manninum,“ segir Kristín. Hluti af mjaðmagrind hafi fundist sem og vinstri fóturinn. Mögulega sé fleiri gripi að finna en grafið verður áfram fram á miðjan dag í dag hið minnsta. Um sextíu metrar eru frá svæðinu þar sem sverðið fannst um daginn og þar sem kumlið fannst um helgina. Fornleifafræðingar skönnuðu svæðið nærri sverðinu eftir þann fund á dögunum en án árangurs. Aðstæður eru ekki þær auðveldustu enda hefur verið blautt á svæðinu. Þá sé greinilegt að áin hefur brotið kumlið niður.Koma í bæinn síðar í dag Aðspurð hvort þarna sé að finna jarðneskar leifar Hróars Tungugoði, sem sagnfræðingar telja líklegan eiganda sverðsins, segist Kristín ekki vilja draga svo miklar ályktanir. Til þess vildi hún vilja finna ökuskírteini við hlið líksins, eða þá að sverðið væri merkt manninum segir hún hlæjandi. „Fólk má alveg velta hlutunum fyrir sér samt, það er bara gaman að því. Mágur hans Gunnars á Hlíðarenda bjó þarna einhvers staðar,“ segir Kristín og gefur blaðamanni eitthvað til að velta fyrir sér. Nema eitthvað fleira finnist á svæðinu framan af degi munu fornleifafræðingarnir snúa til Reykjavíkur með beinin og litla járnmuni síðar í dag.
Tengdar fréttir Með merkari fornleifafundum síðustu ára "Það eru svo fá sverð sem hafa fundist hér og því er þetta mikill fengur fyrir sögu þjóðarinnar,“ dr. Kristín Huld Sigurðardóttir, forstöðumaður Minjastofnunar Íslands. 6. september 2016 07:00 Fundu mannabein skammt frá staðnum þar sem víkingasverðið fannst Gæsaveiðimenn fundu í dag mannabein og málmhlut skammt frá þeim stað þar sem um þúsund ára gamalt sverð fannst í Skaftárhreppi í byrjun síðasta mánaðar. 1. október 2016 21:01 Eigna má sverðið Hróari Tungugoða Sverðið er frá 10. öld fannst á slóðum sem þar sem bær goðorðsmannsins Hróars Tungugoða stóð mögulega. Prófessor emeritus í sagnfræði kastar fram þeirri tilgátu að höfðingi eins og Hróar hafi hugsanlega átt sverðið. 9. september 2016 07:00 Mest lesið „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Innlent Sveitarstjórn reyni að skrá íbúa úr sveitarfélaginu og ógni grundvallarréttindum Innlent Lögregla kölluð til eftir að bremsuvírar voru klipptir á reiðhjólum barna Innlent Hleypur 110 kílómetra á dag til að setja heimsmet Innlent Skoða að efla geðheilbrigðisþjónustu á Austurlandi eftir röð áfalla Innlent Bílvelta í Kömbunum Innlent Kjölur ekki á dagskrá Innlent Fólk deili lyfseðlum og „míkródósi“: „Við getum ekki réttlætt þá meðferð“ Innlent Lögregla hafi hlaupið á sig á Siglufirði: „Þetta eru einstök prúðmenni“ Innlent Starfsfólk Alcoa vilji setja fyrirtækinu mörk Innlent Fleiri fréttir Bílvelta í Kömbunum „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Sveitarstjórn reyni að skrá íbúa úr sveitarfélaginu og ógni grundvallarréttindum Skoða að efla geðheilbrigðisþjónustu á Austurlandi eftir röð áfalla Kjölur ekki á dagskrá Lögregla kölluð til eftir að bremsuvírar voru klipptir á reiðhjólum barna Hleypur 110 kílómetra á dag til að setja heimsmet Fólk deili lyfseðlum og „míkródósi“: „Við getum ekki réttlætt þá meðferð“ Deila lyfseðlum fyrir þyngdarstjórnunarlyf og undankeppni HM hefst Starfsfólk Alcoa vilji setja fyrirtækinu mörk Lögregla hafi hlaupið á sig á Siglufirði: „Þetta eru einstök prúðmenni“ Ætla að rannsaka meint undirboð á kísilmálmi „Mér hefur aldrei verið sýnd jafn mikil vanvirðing“ Hélt eiginkonu og fimm börnum í heljargreipum Breyta Korpuskóla til að anna eftirspurn í Klettaskóla Vegabætur á Vestfjörðum opni tækifæri í vetrarferðamennsku Vilja aðgerðir strax Ástand á stúdentagörðum: Ítrekuð innbrot, mat stolið, dýnur í kjallara og hland á gólfi „Geta verið dauðsföll, þú veist ekkert hvað er í þessu“ Öllum börnum undir sex mánaða boðin forvörn gegn RS veiru Vildu fá að vita hvort ríkisstyrkir hefðu farið í málsóknir gegn orkuframkvæmdum Vara við ólöglegum megrunarlyfjum sem eru í umferð Konan er fundin Sextán ára kveikti í herbergi sínu Þremur sleppt úr haldi og brotaþoli útskrifaður „Það kemur að því að við lendum í veseni“ Ekki hægt að þaga þegar stjórnmálamenn leika sér að því að særa fram tröllin 252,6 milljónir runnið í ríkissjóð úr dánarbúum án lögerfingja á tíu árum Þrjú söfn í eina sæng Yfirgefið hreysi víkur fyrir hundrað íbúðum Sjá meira
Með merkari fornleifafundum síðustu ára "Það eru svo fá sverð sem hafa fundist hér og því er þetta mikill fengur fyrir sögu þjóðarinnar,“ dr. Kristín Huld Sigurðardóttir, forstöðumaður Minjastofnunar Íslands. 6. september 2016 07:00
Fundu mannabein skammt frá staðnum þar sem víkingasverðið fannst Gæsaveiðimenn fundu í dag mannabein og málmhlut skammt frá þeim stað þar sem um þúsund ára gamalt sverð fannst í Skaftárhreppi í byrjun síðasta mánaðar. 1. október 2016 21:01
Eigna má sverðið Hróari Tungugoða Sverðið er frá 10. öld fannst á slóðum sem þar sem bær goðorðsmannsins Hróars Tungugoða stóð mögulega. Prófessor emeritus í sagnfræði kastar fram þeirri tilgátu að höfðingi eins og Hróar hafi hugsanlega átt sverðið. 9. september 2016 07:00