Himinlifandi að kumlið sé fundið Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 3. október 2016 10:07 Myndir frá fundinum. Kristín Huld Sigurðardóttir, forstöðumaður Minjastofnunar, er í skýjunum með fund gæsaveiðimanna á kumli manns á Ásum í Skaftártungu sem líklegt er talið að sé eigandi um eitt þúsund ára gamals sverðs sem sömu skyttur fundu á steinsnar frá snemma í september. Kuml er sem kunnugt er orð notað yfir gröf þess sem grafinn var að heiðnum sið. „Við erum voðalega ánægð með að kumlið sé fundið,“ segir Kristín í samtali við Vísi. Tveir fornleifafræðingar frá Minjastofnun auk beinasérfræðings frá Fornleifastofnun héldu á vettvang í gærmorgun og hafa unnið hörðum höndum síðan.Mjaðmagrind og vinstri fótur „Þau fundu botninn á kumlinu og í því voru smá fótabein, ekki mikið. Það er greinlegt að eldvatnið hefur tekið megnið af manninum,“ segir Kristín. Hluti af mjaðmagrind hafi fundist sem og vinstri fóturinn. Mögulega sé fleiri gripi að finna en grafið verður áfram fram á miðjan dag í dag hið minnsta. Um sextíu metrar eru frá svæðinu þar sem sverðið fannst um daginn og þar sem kumlið fannst um helgina. Fornleifafræðingar skönnuðu svæðið nærri sverðinu eftir þann fund á dögunum en án árangurs. Aðstæður eru ekki þær auðveldustu enda hefur verið blautt á svæðinu. Þá sé greinilegt að áin hefur brotið kumlið niður.Koma í bæinn síðar í dag Aðspurð hvort þarna sé að finna jarðneskar leifar Hróars Tungugoði, sem sagnfræðingar telja líklegan eiganda sverðsins, segist Kristín ekki vilja draga svo miklar ályktanir. Til þess vildi hún vilja finna ökuskírteini við hlið líksins, eða þá að sverðið væri merkt manninum segir hún hlæjandi. „Fólk má alveg velta hlutunum fyrir sér samt, það er bara gaman að því. Mágur hans Gunnars á Hlíðarenda bjó þarna einhvers staðar,“ segir Kristín og gefur blaðamanni eitthvað til að velta fyrir sér. Nema eitthvað fleira finnist á svæðinu framan af degi munu fornleifafræðingarnir snúa til Reykjavíkur með beinin og litla járnmuni síðar í dag. Tengdar fréttir Með merkari fornleifafundum síðustu ára "Það eru svo fá sverð sem hafa fundist hér og því er þetta mikill fengur fyrir sögu þjóðarinnar,“ dr. Kristín Huld Sigurðardóttir, forstöðumaður Minjastofnunar Íslands. 6. september 2016 07:00 Fundu mannabein skammt frá staðnum þar sem víkingasverðið fannst Gæsaveiðimenn fundu í dag mannabein og málmhlut skammt frá þeim stað þar sem um þúsund ára gamalt sverð fannst í Skaftárhreppi í byrjun síðasta mánaðar. 1. október 2016 21:01 Eigna má sverðið Hróari Tungugoða Sverðið er frá 10. öld fannst á slóðum sem þar sem bær goðorðsmannsins Hróars Tungugoða stóð mögulega. Prófessor emeritus í sagnfræði kastar fram þeirri tilgátu að höfðingi eins og Hróar hafi hugsanlega átt sverðið. 9. september 2016 07:00 Mest lesið Fólk búi í hesthúsunum: „Þarna kom að því sem við höfum varað við í mörg ár“ Innlent Kristinn Örn lést eftir hitaslag á Spáni Innlent Segir leigubílstjórastéttina hafa verið „eyðilagða“ Innlent Veita útlendingum greiðari aðgang að heilbrigðiskerfinu en er skylt Innlent Hátt í þrjú hundruð mótmæla útlendingastefnu stjórnvalda Innlent Hitamet aldarinnar slegið Veður Talsverðar skemmdir eftir mikinn eld í Hafnarfirði Innlent Íslendingur lést vegna hitaslags Innlent „Það hefði auðvitað verið betra“ Innlent Vatn flæddi upp úr klósettum og niðurföllum Innlent Fleiri fréttir Furðuísar hjá Kjörís og 70 ára afmæli Heilsustofnunar Hlaupa sex maraþon á jafnmörgum dögum í jakkafötum Eldur á svölum reyndist vera íbúi að grilla Rýnt í fund Trump og Pútíns og jakkafataklæddir raðmaraþonhlauparar „Það hefði auðvitað verið betra“ Kristinn Örn lést eftir hitaslag á Spáni Grunaðir um hópárás með kylfu Funda með foreldrum barna á Múlaborg á morgun Vilja stórefla samgöngur á Vesturlandi Sóttu mann sem féll niður bratta Hátt í þrjú hundruð mótmæla útlendingastefnu stjórnvalda Fólk búi í hesthúsunum: „Þarna kom að því sem við höfum varað við í mörg ár“ Íslendingur lést vegna hitaslags Ókeypis veðmálasíður „ekki eins og áfengislaus bjór“ „Staðan er alvarleg en við vitum ekki hversu alvarleg hún er“ Vatn flæddi upp úr klósettum og niðurföllum Stuð og stemning á fjölskyldudögum í Vogum Fagna sekt vegna veðmálaauglýsinga og tjón eftir vatnsveður Segir leigubílstjórastéttina hafa verið „eyðilagða“ Talsverðar skemmdir eftir mikinn eld í Hafnarfirði Veita útlendingum greiðari aðgang að heilbrigðiskerfinu en er skylt Þrjú hjólhýsi „splundruðust“ á Holtavörðuheiðinni Sekta Símann fyrir að auglýsa erlenda veðmálasíðu „Sprengingarnar eru að skemma húsin okkar“ Sveitastjórn Rangárþings ytra gefur út framkvæmdaleyfi fyrir Hvammsvirkjun Foreldrar verði að halda ró sinni þegar kynferðisbrot eru rædd við börn Vatnstjón á Kjarvalsstöðum og sautján öðrum stöðum Kynferðisbrot á leikskóla og tímamótafundur forseta Líkamsárás á borði lögreglu Hjólhýsi hafa „sprungið“ á Holtavörðuheiðinni Sjá meira
Kristín Huld Sigurðardóttir, forstöðumaður Minjastofnunar, er í skýjunum með fund gæsaveiðimanna á kumli manns á Ásum í Skaftártungu sem líklegt er talið að sé eigandi um eitt þúsund ára gamals sverðs sem sömu skyttur fundu á steinsnar frá snemma í september. Kuml er sem kunnugt er orð notað yfir gröf þess sem grafinn var að heiðnum sið. „Við erum voðalega ánægð með að kumlið sé fundið,“ segir Kristín í samtali við Vísi. Tveir fornleifafræðingar frá Minjastofnun auk beinasérfræðings frá Fornleifastofnun héldu á vettvang í gærmorgun og hafa unnið hörðum höndum síðan.Mjaðmagrind og vinstri fótur „Þau fundu botninn á kumlinu og í því voru smá fótabein, ekki mikið. Það er greinlegt að eldvatnið hefur tekið megnið af manninum,“ segir Kristín. Hluti af mjaðmagrind hafi fundist sem og vinstri fóturinn. Mögulega sé fleiri gripi að finna en grafið verður áfram fram á miðjan dag í dag hið minnsta. Um sextíu metrar eru frá svæðinu þar sem sverðið fannst um daginn og þar sem kumlið fannst um helgina. Fornleifafræðingar skönnuðu svæðið nærri sverðinu eftir þann fund á dögunum en án árangurs. Aðstæður eru ekki þær auðveldustu enda hefur verið blautt á svæðinu. Þá sé greinilegt að áin hefur brotið kumlið niður.Koma í bæinn síðar í dag Aðspurð hvort þarna sé að finna jarðneskar leifar Hróars Tungugoði, sem sagnfræðingar telja líklegan eiganda sverðsins, segist Kristín ekki vilja draga svo miklar ályktanir. Til þess vildi hún vilja finna ökuskírteini við hlið líksins, eða þá að sverðið væri merkt manninum segir hún hlæjandi. „Fólk má alveg velta hlutunum fyrir sér samt, það er bara gaman að því. Mágur hans Gunnars á Hlíðarenda bjó þarna einhvers staðar,“ segir Kristín og gefur blaðamanni eitthvað til að velta fyrir sér. Nema eitthvað fleira finnist á svæðinu framan af degi munu fornleifafræðingarnir snúa til Reykjavíkur með beinin og litla járnmuni síðar í dag.
Tengdar fréttir Með merkari fornleifafundum síðustu ára "Það eru svo fá sverð sem hafa fundist hér og því er þetta mikill fengur fyrir sögu þjóðarinnar,“ dr. Kristín Huld Sigurðardóttir, forstöðumaður Minjastofnunar Íslands. 6. september 2016 07:00 Fundu mannabein skammt frá staðnum þar sem víkingasverðið fannst Gæsaveiðimenn fundu í dag mannabein og málmhlut skammt frá þeim stað þar sem um þúsund ára gamalt sverð fannst í Skaftárhreppi í byrjun síðasta mánaðar. 1. október 2016 21:01 Eigna má sverðið Hróari Tungugoða Sverðið er frá 10. öld fannst á slóðum sem þar sem bær goðorðsmannsins Hróars Tungugoða stóð mögulega. Prófessor emeritus í sagnfræði kastar fram þeirri tilgátu að höfðingi eins og Hróar hafi hugsanlega átt sverðið. 9. september 2016 07:00 Mest lesið Fólk búi í hesthúsunum: „Þarna kom að því sem við höfum varað við í mörg ár“ Innlent Kristinn Örn lést eftir hitaslag á Spáni Innlent Segir leigubílstjórastéttina hafa verið „eyðilagða“ Innlent Veita útlendingum greiðari aðgang að heilbrigðiskerfinu en er skylt Innlent Hátt í þrjú hundruð mótmæla útlendingastefnu stjórnvalda Innlent Hitamet aldarinnar slegið Veður Talsverðar skemmdir eftir mikinn eld í Hafnarfirði Innlent Íslendingur lést vegna hitaslags Innlent „Það hefði auðvitað verið betra“ Innlent Vatn flæddi upp úr klósettum og niðurföllum Innlent Fleiri fréttir Furðuísar hjá Kjörís og 70 ára afmæli Heilsustofnunar Hlaupa sex maraþon á jafnmörgum dögum í jakkafötum Eldur á svölum reyndist vera íbúi að grilla Rýnt í fund Trump og Pútíns og jakkafataklæddir raðmaraþonhlauparar „Það hefði auðvitað verið betra“ Kristinn Örn lést eftir hitaslag á Spáni Grunaðir um hópárás með kylfu Funda með foreldrum barna á Múlaborg á morgun Vilja stórefla samgöngur á Vesturlandi Sóttu mann sem féll niður bratta Hátt í þrjú hundruð mótmæla útlendingastefnu stjórnvalda Fólk búi í hesthúsunum: „Þarna kom að því sem við höfum varað við í mörg ár“ Íslendingur lést vegna hitaslags Ókeypis veðmálasíður „ekki eins og áfengislaus bjór“ „Staðan er alvarleg en við vitum ekki hversu alvarleg hún er“ Vatn flæddi upp úr klósettum og niðurföllum Stuð og stemning á fjölskyldudögum í Vogum Fagna sekt vegna veðmálaauglýsinga og tjón eftir vatnsveður Segir leigubílstjórastéttina hafa verið „eyðilagða“ Talsverðar skemmdir eftir mikinn eld í Hafnarfirði Veita útlendingum greiðari aðgang að heilbrigðiskerfinu en er skylt Þrjú hjólhýsi „splundruðust“ á Holtavörðuheiðinni Sekta Símann fyrir að auglýsa erlenda veðmálasíðu „Sprengingarnar eru að skemma húsin okkar“ Sveitastjórn Rangárþings ytra gefur út framkvæmdaleyfi fyrir Hvammsvirkjun Foreldrar verði að halda ró sinni þegar kynferðisbrot eru rædd við börn Vatnstjón á Kjarvalsstöðum og sautján öðrum stöðum Kynferðisbrot á leikskóla og tímamótafundur forseta Líkamsárás á borði lögreglu Hjólhýsi hafa „sprungið“ á Holtavörðuheiðinni Sjá meira
Með merkari fornleifafundum síðustu ára "Það eru svo fá sverð sem hafa fundist hér og því er þetta mikill fengur fyrir sögu þjóðarinnar,“ dr. Kristín Huld Sigurðardóttir, forstöðumaður Minjastofnunar Íslands. 6. september 2016 07:00
Fundu mannabein skammt frá staðnum þar sem víkingasverðið fannst Gæsaveiðimenn fundu í dag mannabein og málmhlut skammt frá þeim stað þar sem um þúsund ára gamalt sverð fannst í Skaftárhreppi í byrjun síðasta mánaðar. 1. október 2016 21:01
Eigna má sverðið Hróari Tungugoða Sverðið er frá 10. öld fannst á slóðum sem þar sem bær goðorðsmannsins Hróars Tungugoða stóð mögulega. Prófessor emeritus í sagnfræði kastar fram þeirri tilgátu að höfðingi eins og Hróar hafi hugsanlega átt sverðið. 9. september 2016 07:00