Segja samkomulagið virt að vettugi Sveinn Arnarsson skrifar 4. október 2016 07:00 Skrifað var undir samkomulagið hinn 19. september síðastliðinn í Hannesarholti á Grundarstíg. Fréttablaðið/GVA Kennarasamband Íslands og BHM leggjast gegn frumvarpi efnahags- og fjármálaráðherra um breytingar á lögum um Lífeyrissjóð starfsmanna ríkisins. Öll félögin undirrituðu samkomulag þess efnis en félögin telja frumvarpið ganga gegn því. Heimildir Fréttablaðsins herma að afstaða BHM sé í aðalatriðum í takt við afstöðu KÍ og BHM.Samkomulagið, sem undirritað var þann 19. síðasta mánaðar, segir til um að réttindi núverandi sjóðsfélaga eigi að vera tryggð. Að mati félaganna tryggir frumvarpið ekki þessa hagsmuni og því ekki annað hægt en að leggjast gegn því. Stjórn BSRB lýsti í gær yfir vonbrigðum með að ekki væri farið eftir því samkomulagi sem undirritað var við vinnslu frumvarpsins. Miklu skiptir fyrir stjórnvöld að samskipti við stóru stéttarfélögin séu á jákvæðum nótum. Gríðarlega stórar starfsstéttir eru innan vébanda þessara félaga. „Verði frumvarpið að lögum óbreytt gefur það augaleið að það mun hafa mjög neikvæð áhrif á samskipti bandalagsins við stjórnvöld, hvort sem heldur er í kjarasamningagerð eða öðru,“ segir Elín Björg Jónsdóttir, formaður BSRB, og telur mikilvægt að breyta frumvarpinu í átt að samkomulaginu. „Í vinnuferlinu var alltaf boðað að málið yrði unnið í fullri sátt. Samkomulagið nær utan um þau atriði sem samkomulag náðist um og frumvarpið er ekki að fanga innihald þess.“ Samkomulagið milli aðila var undirritað við hátíðlega athöfn þann 19. september. Frumvarpinu var dreift á Alþingi daginn eftir. Þórður Hjaltested, formaður KÍ, segir ekki annað hægt en að krefjast þess að málið verði ekki samþykkt á komandi þingi. „Hér er ekki á ferðinni nein stefnubreyting af okkar hálfu. Við erum enn aðilar að samkomulaginu. Það frumvarp sem lagt var fyrir þingið gengur bara þvert gegn samkomulaginu. Því vonumst við til að þingið fresti afgreiðslu þessa frumvarps, menn vinni það betur og það komi til þings á ný eftir kosningar. Þá gefst mikilvægur tími til að fara vel ofan í þetta mikilvæga mál,“ segir Þórður. Ekki náðist í Bjarna Benediktsson fjármálaráðherra við vinnslu fréttarinnar.Helstu atriði samkomulagsinsLaunakjör á opinberum og almennum vinnumarkaði verða samræmd og jöfnuð.Launafólki verður gert betur kleift að færa sig milli almenns og opinbers vinnumarkaðar hvenær sem er starfsævinnar án þess að það hafi teljandi áhrif á ávinnslu lífeyrisréttinda.Sjóðfélögum í lífeyrissjóðum opinberra starfsmanna verða tryggð sambærileg réttindi og þeir hafa nú með 120 milljarða króna framlagi hins opinbera til að mæta ófjármögnuðum framtíðarskuldbindingum vegna þeirra.Lífeyriskerfi opinberra starfsmanna verður fullfjármagnað og kerfið sjálfbært. Birtist í Fréttablaðinu Tengdar fréttir Vinnubrögð forystumanna BSRB sögð vera gerræðisleg Forsvarsmenn fjögurra stéttarfélaga innan BSRB eru andvígir breytingum á lífeyrissjóðakerfinu. Sjúkraliðar segja vinnubrögð forystu BSRB gerræðisleg. 20. september 2016 06:30 Skrifuðu undir samkomulag í umboðsleysi Fimm stéttarfélög opinberra starfsmanna gagnrýna samkomulag sem undirritað var í gær um jöfnun lífeyrisréttinda. Félag hjúkrunarfræðinga telur að skrifaði hafi verið undir samkomulagið í umboðsleysi og hefur óskað eftir fundi með fjármálaráðherra vegna málsins. 20. september 2016 18:45 Saka stjórnvöld um útúrsnúning Kennarasambandið styður ekki frumvarp um lífeyrissjóði opinberra starfsmanna sem nú er til meðferðar á Alþingi. Sambandið telur trúnaðarbrest milli þess og ríkisvaldsins. 3. október 2016 07:00 Lífeyrismálið í gegn á Alþingi ef annað fer út Þingmenn stjórnarandstöðunnar segja lítinn tíma til að ljúka breytingum á lífeyrissjóðakerfinu sem kynntar hafa verið. Stjórnarflokkarnir segja mikilvægt að klára málið til að komast hjá niðurskurði. 21. september 2016 07:00 Mest lesið Höfða mál vegna fullyrðinga um að forsetafrúin sé karlmaður Erlent Trump látinn vita að nafn hans væri í Epstein-skjölunum Erlent Kári um njósnatalið: „Óvarlegt af mér og býsna óheiðarlegt“ Innlent Rússnesk farþegaflugvél hrapaði og á fimmta tug talinn af Erlent „Hvað næst? Sparka í okkur? Berja okkur? Stinga einhverju í okkur?“ Innlent „Held að sjávarútvegurinn hafi misst samtalið við þjóðina“ Innlent Vinnur á fjórum stöðum en eigin íbúð fjarlægur draumur Innlent Níu látnir er landamæradeilur blossa upp Erlent Handtekinn í Laugardal grunaður um mansal Innlent Slóðinn að gosinu einungis fyrir viðbragðsaðila og jeppa Icelandia Innlent Fleiri fréttir Hundruð kvenna einmana: „Er skrýtið að eiga engar vinkonur?“ Ekið á ökumann rafmagnshlaupahjóls og gámur á hliðina Gosmóða mælist í morgunsárið en ætti að minnka með deginum Viðbragðsaðilar kallaðir út vegna elds í sanddæluskipi á Ísafirði Kári um njósnatalið: „Óvarlegt af mér og býsna óheiðarlegt“ Handtekinn í Laugardal grunaður um mansal „Held að sjávarútvegurinn hafi misst samtalið við þjóðina“ 250 þúsund gestir skemmtiferðaskipa á Akureyri í sumar „Hvað næst? Sparka í okkur? Berja okkur? Stinga einhverju í okkur?“ Vinnur á fjórum stöðum en eigin íbúð fjarlægur draumur Slóðinn að gosinu einungis fyrir viðbragðsaðila og jeppa Icelandia Útgerðin misst tengsl við almenning og ómögulegt að fá greiðslumat Tengist ekki skuggaflota Rússlands Játaði gróft ofbeldi gegn eigin foreldrum og að hafa ekið á mann Þingmaður telur að vísa ætti skvettaranum úr landi Þyrlan sótti slasaðan einstakling í Skaftafell Gæsluvarðhald yfir sveðjumanni í Úlfarsárdal framlengt þriðja sinni Sjaldséður beinhákarl í Faxaflóa Sérsveitin handtók mann í Garðabæ „Íbúar eru einfaldlega komnir með nóg“ Einn handtekinn vegna frelsissviptingar í Árbæ Meirihluti vill banna sjókvíaeldi Almenn andstaða við sjókvíaeldi og neikvætt viðhorf til þéttingar byggðar „Þetta er grátt mál þó ég hafi ekki gert neitt rangt“ Ætlar að kæra skvettarann sem segir árásina „bara brandara“ Virðist alls ekki sjá eftir skvettunni Sökk í mýri við Stokkseyri Gosmóðan fýkur á brott Meirihluti landsmanna ánægður með söluna á Íslandsbanka Karl Héðinn stígur til hliðar Sjá meira
Kennarasamband Íslands og BHM leggjast gegn frumvarpi efnahags- og fjármálaráðherra um breytingar á lögum um Lífeyrissjóð starfsmanna ríkisins. Öll félögin undirrituðu samkomulag þess efnis en félögin telja frumvarpið ganga gegn því. Heimildir Fréttablaðsins herma að afstaða BHM sé í aðalatriðum í takt við afstöðu KÍ og BHM.Samkomulagið, sem undirritað var þann 19. síðasta mánaðar, segir til um að réttindi núverandi sjóðsfélaga eigi að vera tryggð. Að mati félaganna tryggir frumvarpið ekki þessa hagsmuni og því ekki annað hægt en að leggjast gegn því. Stjórn BSRB lýsti í gær yfir vonbrigðum með að ekki væri farið eftir því samkomulagi sem undirritað var við vinnslu frumvarpsins. Miklu skiptir fyrir stjórnvöld að samskipti við stóru stéttarfélögin séu á jákvæðum nótum. Gríðarlega stórar starfsstéttir eru innan vébanda þessara félaga. „Verði frumvarpið að lögum óbreytt gefur það augaleið að það mun hafa mjög neikvæð áhrif á samskipti bandalagsins við stjórnvöld, hvort sem heldur er í kjarasamningagerð eða öðru,“ segir Elín Björg Jónsdóttir, formaður BSRB, og telur mikilvægt að breyta frumvarpinu í átt að samkomulaginu. „Í vinnuferlinu var alltaf boðað að málið yrði unnið í fullri sátt. Samkomulagið nær utan um þau atriði sem samkomulag náðist um og frumvarpið er ekki að fanga innihald þess.“ Samkomulagið milli aðila var undirritað við hátíðlega athöfn þann 19. september. Frumvarpinu var dreift á Alþingi daginn eftir. Þórður Hjaltested, formaður KÍ, segir ekki annað hægt en að krefjast þess að málið verði ekki samþykkt á komandi þingi. „Hér er ekki á ferðinni nein stefnubreyting af okkar hálfu. Við erum enn aðilar að samkomulaginu. Það frumvarp sem lagt var fyrir þingið gengur bara þvert gegn samkomulaginu. Því vonumst við til að þingið fresti afgreiðslu þessa frumvarps, menn vinni það betur og það komi til þings á ný eftir kosningar. Þá gefst mikilvægur tími til að fara vel ofan í þetta mikilvæga mál,“ segir Þórður. Ekki náðist í Bjarna Benediktsson fjármálaráðherra við vinnslu fréttarinnar.Helstu atriði samkomulagsinsLaunakjör á opinberum og almennum vinnumarkaði verða samræmd og jöfnuð.Launafólki verður gert betur kleift að færa sig milli almenns og opinbers vinnumarkaðar hvenær sem er starfsævinnar án þess að það hafi teljandi áhrif á ávinnslu lífeyrisréttinda.Sjóðfélögum í lífeyrissjóðum opinberra starfsmanna verða tryggð sambærileg réttindi og þeir hafa nú með 120 milljarða króna framlagi hins opinbera til að mæta ófjármögnuðum framtíðarskuldbindingum vegna þeirra.Lífeyriskerfi opinberra starfsmanna verður fullfjármagnað og kerfið sjálfbært.
Birtist í Fréttablaðinu Tengdar fréttir Vinnubrögð forystumanna BSRB sögð vera gerræðisleg Forsvarsmenn fjögurra stéttarfélaga innan BSRB eru andvígir breytingum á lífeyrissjóðakerfinu. Sjúkraliðar segja vinnubrögð forystu BSRB gerræðisleg. 20. september 2016 06:30 Skrifuðu undir samkomulag í umboðsleysi Fimm stéttarfélög opinberra starfsmanna gagnrýna samkomulag sem undirritað var í gær um jöfnun lífeyrisréttinda. Félag hjúkrunarfræðinga telur að skrifaði hafi verið undir samkomulagið í umboðsleysi og hefur óskað eftir fundi með fjármálaráðherra vegna málsins. 20. september 2016 18:45 Saka stjórnvöld um útúrsnúning Kennarasambandið styður ekki frumvarp um lífeyrissjóði opinberra starfsmanna sem nú er til meðferðar á Alþingi. Sambandið telur trúnaðarbrest milli þess og ríkisvaldsins. 3. október 2016 07:00 Lífeyrismálið í gegn á Alþingi ef annað fer út Þingmenn stjórnarandstöðunnar segja lítinn tíma til að ljúka breytingum á lífeyrissjóðakerfinu sem kynntar hafa verið. Stjórnarflokkarnir segja mikilvægt að klára málið til að komast hjá niðurskurði. 21. september 2016 07:00 Mest lesið Höfða mál vegna fullyrðinga um að forsetafrúin sé karlmaður Erlent Trump látinn vita að nafn hans væri í Epstein-skjölunum Erlent Kári um njósnatalið: „Óvarlegt af mér og býsna óheiðarlegt“ Innlent Rússnesk farþegaflugvél hrapaði og á fimmta tug talinn af Erlent „Hvað næst? Sparka í okkur? Berja okkur? Stinga einhverju í okkur?“ Innlent „Held að sjávarútvegurinn hafi misst samtalið við þjóðina“ Innlent Vinnur á fjórum stöðum en eigin íbúð fjarlægur draumur Innlent Níu látnir er landamæradeilur blossa upp Erlent Handtekinn í Laugardal grunaður um mansal Innlent Slóðinn að gosinu einungis fyrir viðbragðsaðila og jeppa Icelandia Innlent Fleiri fréttir Hundruð kvenna einmana: „Er skrýtið að eiga engar vinkonur?“ Ekið á ökumann rafmagnshlaupahjóls og gámur á hliðina Gosmóða mælist í morgunsárið en ætti að minnka með deginum Viðbragðsaðilar kallaðir út vegna elds í sanddæluskipi á Ísafirði Kári um njósnatalið: „Óvarlegt af mér og býsna óheiðarlegt“ Handtekinn í Laugardal grunaður um mansal „Held að sjávarútvegurinn hafi misst samtalið við þjóðina“ 250 þúsund gestir skemmtiferðaskipa á Akureyri í sumar „Hvað næst? Sparka í okkur? Berja okkur? Stinga einhverju í okkur?“ Vinnur á fjórum stöðum en eigin íbúð fjarlægur draumur Slóðinn að gosinu einungis fyrir viðbragðsaðila og jeppa Icelandia Útgerðin misst tengsl við almenning og ómögulegt að fá greiðslumat Tengist ekki skuggaflota Rússlands Játaði gróft ofbeldi gegn eigin foreldrum og að hafa ekið á mann Þingmaður telur að vísa ætti skvettaranum úr landi Þyrlan sótti slasaðan einstakling í Skaftafell Gæsluvarðhald yfir sveðjumanni í Úlfarsárdal framlengt þriðja sinni Sjaldséður beinhákarl í Faxaflóa Sérsveitin handtók mann í Garðabæ „Íbúar eru einfaldlega komnir með nóg“ Einn handtekinn vegna frelsissviptingar í Árbæ Meirihluti vill banna sjókvíaeldi Almenn andstaða við sjókvíaeldi og neikvætt viðhorf til þéttingar byggðar „Þetta er grátt mál þó ég hafi ekki gert neitt rangt“ Ætlar að kæra skvettarann sem segir árásina „bara brandara“ Virðist alls ekki sjá eftir skvettunni Sökk í mýri við Stokkseyri Gosmóðan fýkur á brott Meirihluti landsmanna ánægður með söluna á Íslandsbanka Karl Héðinn stígur til hliðar Sjá meira
Vinnubrögð forystumanna BSRB sögð vera gerræðisleg Forsvarsmenn fjögurra stéttarfélaga innan BSRB eru andvígir breytingum á lífeyrissjóðakerfinu. Sjúkraliðar segja vinnubrögð forystu BSRB gerræðisleg. 20. september 2016 06:30
Skrifuðu undir samkomulag í umboðsleysi Fimm stéttarfélög opinberra starfsmanna gagnrýna samkomulag sem undirritað var í gær um jöfnun lífeyrisréttinda. Félag hjúkrunarfræðinga telur að skrifaði hafi verið undir samkomulagið í umboðsleysi og hefur óskað eftir fundi með fjármálaráðherra vegna málsins. 20. september 2016 18:45
Saka stjórnvöld um útúrsnúning Kennarasambandið styður ekki frumvarp um lífeyrissjóði opinberra starfsmanna sem nú er til meðferðar á Alþingi. Sambandið telur trúnaðarbrest milli þess og ríkisvaldsins. 3. október 2016 07:00
Lífeyrismálið í gegn á Alþingi ef annað fer út Þingmenn stjórnarandstöðunnar segja lítinn tíma til að ljúka breytingum á lífeyrissjóðakerfinu sem kynntar hafa verið. Stjórnarflokkarnir segja mikilvægt að klára málið til að komast hjá niðurskurði. 21. september 2016 07:00