Lífeyrismálið í gegn á Alþingi ef annað fer út Snærós Sindradóttir skrifar 21. september 2016 07:00 Katrín Jakobsdóttir, formaður Vinstri grænna. vísir/anton brink „Það er spurning hvort ríkisstjórnin sjái fyrir sér að liðka eitthvað fyrir þessu máli með því að setja önnur mál til hliðar,“ segir Óttarr Proppé, formaður Bjartrar framtíðar, og nefnir sem dæmi umdeilt frumvarp um breytingar á námslánakerfinu og LÍN. Á mánudag kynnti ríkisstjórnin áform um breytingar á lífeyrissjóðakerfinu sem gera eiga launafólki auðveldara að færa sig á milli opinbers og almenns vinnumarkaðar. Einnig að lífeyrisaldur opinberra starfsmanna verður hækkaður í 67 ár.Óttarr ProppéMálið er umfangsmikið en þingmaður Pírata, Birgitta Jónsdóttir, átti í orðaskiptum við Bjarna Benediktsson fjármálaráðherra vegna þess á þingi á mánudag og kallaði eftir því að málið fengi eðlilega þinglega meðferð, kallað væri eftir umsögnum um málið en það ekki klárað á einni viku. Bjarni Benediktsson sagði í kjölfarið að ef slík staða kæmi upp þá væri tilefni til að framlengja þingið. Þingið ætti ekki að ljúka störfum án þess að hafa klárað málið. „Það er ljóst að forystumenn verkalýðshreyfingarinnar standa að baki tillögunum. Það breytir því ekki að við berum ábyrgð á því að fjalla vandlega um málið. Þetta er viðamikil breyting sem er mikilvægt að sé rýnd, hvernig hún kemur út fyrir kynslóðirnar og svo framvegis,“ segir Katrín Jakobsdóttir, formaður Vinstri grænna.Guðlaugur Þór Þórðarson segir það kalla á niðurskurð næstu ár ef samkomulagið verður ekki staðfest strax.vísir/stefánKatrín kastar fram þeirri hugmynd að stofnuð verði milliþinganefnd sem geti farið með málið fram á næsta kjörtímabil. Stjórnarflokkunum finnst hins vegar mikilvægt að málið klárist á þessu ári. Töluverður afgangur er af ríkissjóði nú vegna stöðugleikaframlagsins en fari svo að málið verði afgreitt á næsta ári, og umsamin eingreiðsla úr ríkissjóði bókfærist ekki á þessu ári, ætti að koma fram halli á fjárlögum næsta árs. „Samkvæmt Ríkisfjármálaáætlun og þeim reglum sem við höfum sett um opinber fjármál megum við ekki hafa halla á fjárlögum núna. Ef við settum þetta á á næsta ári myndi það kalla á mikinn niðurskurð ríkisútgjalda á árunum þar á eftir,“ segir Guðlaugur Þór Þórðarson, varaformaður fjárlaganefndar.Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Byrjað að daðra við rasíska samsæriskenningu Innlent Helgi Pétursson er látinn Innlent Vitinn á Gjögurtá fallinn í sjó fram Innlent Kom ekki til greina hjá starfshópi en nú líkleg niðurstaða Innlent Svona stór er nýja moskítóflugan í samanburði Innlent Klóraði sig til blóðs meðan hann svaf Innlent Fengu nóg og tóku málin í sínar eigin hendur Innlent „Þeir sem leika sér að eldinum munu brenna upp til agna“ Erlent Keyrði aftan á strætisvagn Innlent Vegagerðin býður út for- og verkhönnun Fljótaganga Innlent Fleiri fréttir Eldur í Sorpu á Granda Keyrði aftan á strætisvagn Vegagerðin býður út for- og verkhönnun Fljótaganga Safna undirskriftum til að styðja Fjarðarheiðargöng Einn fluttur á slysadeild eftir árekstur í Garðabæ Vitinn á Gjögurtá fallinn í sjó fram Kom ekki til greina hjá starfshópi en nú líkleg niðurstaða Sjö sækja um tvær lausar stöður Minni hagvöxtur og hjólhýsin mögulega í Skerjafjörðinn Ætla að flytja starfsemi Vogs Tvöfalt fleiri skipulagðir brotahópar en fyrir tíu árum Klóraði sig til blóðs meðan hann svaf Skortir lækna í Breiðholti Staðfesti tveggja ára dóm vegna nauðgunar í jólateiti fyrir austan Fleiri sem ekki verja neinum tíma í lestur Byrjað að daðra við rasíska samsæriskenningu Helgi Pétursson er látinn Stolinn köttur, nágrannaerjur og ungmenni til vandræða Lýsa víðtæku ofbeldi gagnvart eldra fólki og kalla eftir vakningu Vill byrja á næstu göngum árið 2027 en segir ekki hvar Fengu nóg og tóku málin í sínar eigin hendur Bregðast ekki við bílastæðavanda við skíðasvæði í Reykjavík Héldu styrktartónleika fyrir kristna flóttamenn Svona stór er nýja moskítóflugan í samanburði Tapaði aftur gegn borginni eftir afdrifaríka rennibrautarferð Sakborningur enn að störfum og atvikið ekki tilkynnt Brotið á Stuðlum ekki tilkynnt og foreldrar taka mál í eigin hendur Sakfelldur fyrir morð og refsing þyngd verulega Kolröng skilaboð að brosa á mynd með ESB í miðjum storminum Prófkjör hjá Sjálfstæðismönnum í Mosfellsbæ Sjá meira
„Það er spurning hvort ríkisstjórnin sjái fyrir sér að liðka eitthvað fyrir þessu máli með því að setja önnur mál til hliðar,“ segir Óttarr Proppé, formaður Bjartrar framtíðar, og nefnir sem dæmi umdeilt frumvarp um breytingar á námslánakerfinu og LÍN. Á mánudag kynnti ríkisstjórnin áform um breytingar á lífeyrissjóðakerfinu sem gera eiga launafólki auðveldara að færa sig á milli opinbers og almenns vinnumarkaðar. Einnig að lífeyrisaldur opinberra starfsmanna verður hækkaður í 67 ár.Óttarr ProppéMálið er umfangsmikið en þingmaður Pírata, Birgitta Jónsdóttir, átti í orðaskiptum við Bjarna Benediktsson fjármálaráðherra vegna þess á þingi á mánudag og kallaði eftir því að málið fengi eðlilega þinglega meðferð, kallað væri eftir umsögnum um málið en það ekki klárað á einni viku. Bjarni Benediktsson sagði í kjölfarið að ef slík staða kæmi upp þá væri tilefni til að framlengja þingið. Þingið ætti ekki að ljúka störfum án þess að hafa klárað málið. „Það er ljóst að forystumenn verkalýðshreyfingarinnar standa að baki tillögunum. Það breytir því ekki að við berum ábyrgð á því að fjalla vandlega um málið. Þetta er viðamikil breyting sem er mikilvægt að sé rýnd, hvernig hún kemur út fyrir kynslóðirnar og svo framvegis,“ segir Katrín Jakobsdóttir, formaður Vinstri grænna.Guðlaugur Þór Þórðarson segir það kalla á niðurskurð næstu ár ef samkomulagið verður ekki staðfest strax.vísir/stefánKatrín kastar fram þeirri hugmynd að stofnuð verði milliþinganefnd sem geti farið með málið fram á næsta kjörtímabil. Stjórnarflokkunum finnst hins vegar mikilvægt að málið klárist á þessu ári. Töluverður afgangur er af ríkissjóði nú vegna stöðugleikaframlagsins en fari svo að málið verði afgreitt á næsta ári, og umsamin eingreiðsla úr ríkissjóði bókfærist ekki á þessu ári, ætti að koma fram halli á fjárlögum næsta árs. „Samkvæmt Ríkisfjármálaáætlun og þeim reglum sem við höfum sett um opinber fjármál megum við ekki hafa halla á fjárlögum núna. Ef við settum þetta á á næsta ári myndi það kalla á mikinn niðurskurð ríkisútgjalda á árunum þar á eftir,“ segir Guðlaugur Þór Þórðarson, varaformaður fjárlaganefndar.Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu
Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Byrjað að daðra við rasíska samsæriskenningu Innlent Helgi Pétursson er látinn Innlent Vitinn á Gjögurtá fallinn í sjó fram Innlent Kom ekki til greina hjá starfshópi en nú líkleg niðurstaða Innlent Svona stór er nýja moskítóflugan í samanburði Innlent Klóraði sig til blóðs meðan hann svaf Innlent Fengu nóg og tóku málin í sínar eigin hendur Innlent „Þeir sem leika sér að eldinum munu brenna upp til agna“ Erlent Keyrði aftan á strætisvagn Innlent Vegagerðin býður út for- og verkhönnun Fljótaganga Innlent Fleiri fréttir Eldur í Sorpu á Granda Keyrði aftan á strætisvagn Vegagerðin býður út for- og verkhönnun Fljótaganga Safna undirskriftum til að styðja Fjarðarheiðargöng Einn fluttur á slysadeild eftir árekstur í Garðabæ Vitinn á Gjögurtá fallinn í sjó fram Kom ekki til greina hjá starfshópi en nú líkleg niðurstaða Sjö sækja um tvær lausar stöður Minni hagvöxtur og hjólhýsin mögulega í Skerjafjörðinn Ætla að flytja starfsemi Vogs Tvöfalt fleiri skipulagðir brotahópar en fyrir tíu árum Klóraði sig til blóðs meðan hann svaf Skortir lækna í Breiðholti Staðfesti tveggja ára dóm vegna nauðgunar í jólateiti fyrir austan Fleiri sem ekki verja neinum tíma í lestur Byrjað að daðra við rasíska samsæriskenningu Helgi Pétursson er látinn Stolinn köttur, nágrannaerjur og ungmenni til vandræða Lýsa víðtæku ofbeldi gagnvart eldra fólki og kalla eftir vakningu Vill byrja á næstu göngum árið 2027 en segir ekki hvar Fengu nóg og tóku málin í sínar eigin hendur Bregðast ekki við bílastæðavanda við skíðasvæði í Reykjavík Héldu styrktartónleika fyrir kristna flóttamenn Svona stór er nýja moskítóflugan í samanburði Tapaði aftur gegn borginni eftir afdrifaríka rennibrautarferð Sakborningur enn að störfum og atvikið ekki tilkynnt Brotið á Stuðlum ekki tilkynnt og foreldrar taka mál í eigin hendur Sakfelldur fyrir morð og refsing þyngd verulega Kolröng skilaboð að brosa á mynd með ESB í miðjum storminum Prófkjör hjá Sjálfstæðismönnum í Mosfellsbæ Sjá meira