Eldvatn ógnar kirkjugarði Svavar Hávarðsson skrifar 4. október 2016 06:30 Fornleifafræðingar skoða ummerki hlaupsins frá í fyrra ásamt Gísla Halldóri Magnússyni, bónda á Ytri-Ásum. Mynd/Uggi Nauðsynlegt er að ráðast í skráningu fornleifa í Skaftártungu á þeim slóðum sem tíundu aldar sverð og mannabein fundust á síðastliðnum vikum. Eins þarf að gera ráðstafanir til að varðveita þekktar fornminjar á svæðinu sem ella munu tapast í ána Eldvatn. Þar á meðal er kirkjugarður. Þetta segir Uggi Ævarsson, minjavörður Suðurlands, sem hefur um helgina rannsakað fundarstað beinanna í landi Ytri-Ása í Skaftártungu, en eins og kunnugt er gengu gæsaskyttur fram á mannabein á laugardag og var fundarstaðurinn aðeins nokkrum tugum metra frá þeim stað þar sem annar hópur gæsaveiðimanna fann sverð frá tíundu öld í september. Er sá fundur talinn einn sá merkasti í íslenskri fornleifafræði í langan tíma enda slíkir fundir fátíðir. Nærtækt er að álykta að beinin séu af eiganda sverðsins, þó sérfræðingar treysti sér ekki til að fullyrða að svo sé. Uggi Ævarsson „Eftir þetta stóra hlaup í fyrra – Skaftárhlaupið í október – höfum við verið að vinna viðbragðsáætlun fyrir þetta hamfarasvæði næst Eldvatninu, og þá sérstaklega af meiri þunga núna eftir þessa fundi. Þar er fyrsta vers fornleifaskráning á þessu svæði strax í haust. Síðan er viðbúið að þurfi að grafa í tóftir sem eru á árbakkanum sem eru í hættu. Þess utan verður unnin vöktunaráætlun,“ segir Uggi og bætir við að nú þegar sé vitað um þrjár tóftir sem eru í bráðri hættu þar sem verður að bregðast við strax. „Svo eru önnur stærri mál eins og þar sem áin er farin að ógna gömlum kirkjugarði sem þarf að verja með grjótgarði og moka upp úr árfarveginum til að verja þessar minjar, og þá til að stýra ánni frá kirkjugarðinum sem er á árbakkanum.“ Uggi segir jafnframt að aldur þessara minja sem um ræðir sé ekki þekktur og verði ekki staðfestur nema með rannsóknum. Mikið sé hins vegar af gjóskulögum á svæðinu svo aldursgreining sé ekkert tiltökumál þegar þar að kemur. Uggi og félagar fundu ekkert í gær til viðbótar því sem hafði þegar komið í leitirnar um helgina; botninn á kumli þar sem fundust smá fótabein, auk hluta af mjaðmagrind sem og bein úr vinstri fæti. Eins hafa fundist smáhlutir úr járni sem eftir er að greina, en það er á verksviði til þess bærra sérfræðinga. Eins verður ráðist í það í vikunni að aldurs- og kyngreina beinin. „Við hreinsuðum allstórt svæði í kringum fundarstaðinn, til að leita af okkur allan grun. Hvorki komu í ljós fleiri grafir né beinagrindur eða bein,“ segir Uggi. Almennt séð er það talið eitt af brýnustu verkefnum Minjastofnunar Íslands að safna saman upplýsingum um fornleifar, samræma skráningu og gögn og miðla áfram til almennings. Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu. Birtist í Fréttablaðinu Fornminjar Hlaup í Skaftá Tengdar fréttir Fleytti jafnvel kerlingar í Skaftárhlaupi í fyrra Þeim möguleika er nú velt upp að sverðið, sem fannst í Skaftárhreppi á dögunum, hafi aðeins legið þar í stutta stund. Hlaup í ánni gæti hafa numið það með sér og fært til. 10. september 2016 07:00 Með merkari fornleifafundum síðustu ára "Það eru svo fá sverð sem hafa fundist hér og því er þetta mikill fengur fyrir sögu þjóðarinnar,“ dr. Kristín Huld Sigurðardóttir, forstöðumaður Minjastofnunar Íslands. 6. september 2016 07:00 Himinlifandi að kumlið sé fundið Hluti úr mjaðmagrind, vinstri leggur og járnmunir fundust steinsnar frá þeim stað sem sverðið fannst á fyrir tæpum mánuði. 3. október 2016 10:07 Eigna má sverðið Hróari Tungugoða Sverðið er frá 10. öld fannst á slóðum sem þar sem bær goðorðsmannsins Hróars Tungugoða stóð mögulega. Prófessor emeritus í sagnfræði kastar fram þeirri tilgátu að höfðingi eins og Hróar hafi hugsanlega átt sverðið. 9. september 2016 07:00 Mest lesið „Ef við værum nasistar þá værum við ekki að skipta um kross“ Innlent Engin byssa reyndist vera í bílnum Innlent Dásamar ÁTVR og skýtur á lögreglustjóra Innlent „Sannarlega ekki eitthvað sem ég ætlaði að taka þátt í“ Innlent Kínverskt skip stórskemmt eftir árekstur við tundurspilli Erlent Ókyrrð að aukast en lítil hætta á ferðum Innlent Margföld aðsókn í vökvagjöf: „Fólk er ekkert að gera þetta að gamni sínu“ Innlent Neitar að birta dómsskjöl og gagnrýnir Trump-liða fyrir blekkingarleik Erlent Boðar aðgerðir í þágu öryggis og fegrunar Washington D.C. Erlent Fer í þrjú útköll á dag: Sprenging í útköllum vegna veggjalúsar Innlent Fleiri fréttir Margföld aðsókn í vökvagjöf: „Fólk er ekkert að gera þetta að gamni sínu“ Tilfelli alvarlegrar ókyrrðar gætu tvöfaldast vegna loftslagsbreytinga Óvenjuleg ákvörðun, holskefla kvartana og ókyrrð Upphaflegasta útgáfa Snorra-Eddu snýr heim eftir fjögurra alda útlegð Einnota plastvörur fái sérstaka merkingu „Sannarlega ekki eitthvað sem ég ætlaði að taka þátt í“ Stytta opnunartíma Seltjarnarneslaugar: „Er þetta það sem við viljum spara í?“ Ókyrrð að aukast en lítil hætta á ferðum Komu ferðamönnum í sjálfsheldu á Búlandstindi til aðstoðar Fylla í skörð reynslubolta Þurfti rannsóknarvinnu til að finna upplýsingar um bílastæðarukkun „Alvarlegar afleiðingar“ verði greiðsluþátttöku hætt Bráðabirgðaheimild veitt fyrir Hvammsvirkjun Fer í þrjú útköll á dag: Sprenging í útköllum vegna veggjalúsar „Ef við værum nasistar þá værum við ekki að skipta um kross“ Bílastæðamál, POTS, ókyrrð og íslenski hesturinn Engin byssa reyndist vera í bílnum Strætisvagnar rákust saman við Borgartún Hinn látni bandarískur ferðamaður á sextugsaldri Svara til saka eftir tvær vikur Dásamar ÁTVR og skýtur á lögreglustjóra Virkjanir í Skagafirði úr vernd í bið en Urriðafoss í nýtingu Meira að segja happ þegar frystihúsið brann Nýtt skilti komið upp og rauða ljósið mun loga oftar Tíu metra djúp hola í ísnum á vinsælli gönguleið „Eins og það væri verið að segja mér að ég ætti tvo mánuði eftir ólifað“ Tveir á sjúkrahús eftir rafskútuslys Missir mikilvægrar meðferðar, óánægja í Ísrael og sundkappinn sem tefst Leiðtogar Norðurlanda og Eystrasaltsins: Engin friður án aðkomu Úkraínu“ Einn handtekinn vegna gruns um íkveikju Sjá meira
Nauðsynlegt er að ráðast í skráningu fornleifa í Skaftártungu á þeim slóðum sem tíundu aldar sverð og mannabein fundust á síðastliðnum vikum. Eins þarf að gera ráðstafanir til að varðveita þekktar fornminjar á svæðinu sem ella munu tapast í ána Eldvatn. Þar á meðal er kirkjugarður. Þetta segir Uggi Ævarsson, minjavörður Suðurlands, sem hefur um helgina rannsakað fundarstað beinanna í landi Ytri-Ása í Skaftártungu, en eins og kunnugt er gengu gæsaskyttur fram á mannabein á laugardag og var fundarstaðurinn aðeins nokkrum tugum metra frá þeim stað þar sem annar hópur gæsaveiðimanna fann sverð frá tíundu öld í september. Er sá fundur talinn einn sá merkasti í íslenskri fornleifafræði í langan tíma enda slíkir fundir fátíðir. Nærtækt er að álykta að beinin séu af eiganda sverðsins, þó sérfræðingar treysti sér ekki til að fullyrða að svo sé. Uggi Ævarsson „Eftir þetta stóra hlaup í fyrra – Skaftárhlaupið í október – höfum við verið að vinna viðbragðsáætlun fyrir þetta hamfarasvæði næst Eldvatninu, og þá sérstaklega af meiri þunga núna eftir þessa fundi. Þar er fyrsta vers fornleifaskráning á þessu svæði strax í haust. Síðan er viðbúið að þurfi að grafa í tóftir sem eru á árbakkanum sem eru í hættu. Þess utan verður unnin vöktunaráætlun,“ segir Uggi og bætir við að nú þegar sé vitað um þrjár tóftir sem eru í bráðri hættu þar sem verður að bregðast við strax. „Svo eru önnur stærri mál eins og þar sem áin er farin að ógna gömlum kirkjugarði sem þarf að verja með grjótgarði og moka upp úr árfarveginum til að verja þessar minjar, og þá til að stýra ánni frá kirkjugarðinum sem er á árbakkanum.“ Uggi segir jafnframt að aldur þessara minja sem um ræðir sé ekki þekktur og verði ekki staðfestur nema með rannsóknum. Mikið sé hins vegar af gjóskulögum á svæðinu svo aldursgreining sé ekkert tiltökumál þegar þar að kemur. Uggi og félagar fundu ekkert í gær til viðbótar því sem hafði þegar komið í leitirnar um helgina; botninn á kumli þar sem fundust smá fótabein, auk hluta af mjaðmagrind sem og bein úr vinstri fæti. Eins hafa fundist smáhlutir úr járni sem eftir er að greina, en það er á verksviði til þess bærra sérfræðinga. Eins verður ráðist í það í vikunni að aldurs- og kyngreina beinin. „Við hreinsuðum allstórt svæði í kringum fundarstaðinn, til að leita af okkur allan grun. Hvorki komu í ljós fleiri grafir né beinagrindur eða bein,“ segir Uggi. Almennt séð er það talið eitt af brýnustu verkefnum Minjastofnunar Íslands að safna saman upplýsingum um fornleifar, samræma skráningu og gögn og miðla áfram til almennings. Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu.
Birtist í Fréttablaðinu Fornminjar Hlaup í Skaftá Tengdar fréttir Fleytti jafnvel kerlingar í Skaftárhlaupi í fyrra Þeim möguleika er nú velt upp að sverðið, sem fannst í Skaftárhreppi á dögunum, hafi aðeins legið þar í stutta stund. Hlaup í ánni gæti hafa numið það með sér og fært til. 10. september 2016 07:00 Með merkari fornleifafundum síðustu ára "Það eru svo fá sverð sem hafa fundist hér og því er þetta mikill fengur fyrir sögu þjóðarinnar,“ dr. Kristín Huld Sigurðardóttir, forstöðumaður Minjastofnunar Íslands. 6. september 2016 07:00 Himinlifandi að kumlið sé fundið Hluti úr mjaðmagrind, vinstri leggur og járnmunir fundust steinsnar frá þeim stað sem sverðið fannst á fyrir tæpum mánuði. 3. október 2016 10:07 Eigna má sverðið Hróari Tungugoða Sverðið er frá 10. öld fannst á slóðum sem þar sem bær goðorðsmannsins Hróars Tungugoða stóð mögulega. Prófessor emeritus í sagnfræði kastar fram þeirri tilgátu að höfðingi eins og Hróar hafi hugsanlega átt sverðið. 9. september 2016 07:00 Mest lesið „Ef við værum nasistar þá værum við ekki að skipta um kross“ Innlent Engin byssa reyndist vera í bílnum Innlent Dásamar ÁTVR og skýtur á lögreglustjóra Innlent „Sannarlega ekki eitthvað sem ég ætlaði að taka þátt í“ Innlent Kínverskt skip stórskemmt eftir árekstur við tundurspilli Erlent Ókyrrð að aukast en lítil hætta á ferðum Innlent Margföld aðsókn í vökvagjöf: „Fólk er ekkert að gera þetta að gamni sínu“ Innlent Neitar að birta dómsskjöl og gagnrýnir Trump-liða fyrir blekkingarleik Erlent Boðar aðgerðir í þágu öryggis og fegrunar Washington D.C. Erlent Fer í þrjú útköll á dag: Sprenging í útköllum vegna veggjalúsar Innlent Fleiri fréttir Margföld aðsókn í vökvagjöf: „Fólk er ekkert að gera þetta að gamni sínu“ Tilfelli alvarlegrar ókyrrðar gætu tvöfaldast vegna loftslagsbreytinga Óvenjuleg ákvörðun, holskefla kvartana og ókyrrð Upphaflegasta útgáfa Snorra-Eddu snýr heim eftir fjögurra alda útlegð Einnota plastvörur fái sérstaka merkingu „Sannarlega ekki eitthvað sem ég ætlaði að taka þátt í“ Stytta opnunartíma Seltjarnarneslaugar: „Er þetta það sem við viljum spara í?“ Ókyrrð að aukast en lítil hætta á ferðum Komu ferðamönnum í sjálfsheldu á Búlandstindi til aðstoðar Fylla í skörð reynslubolta Þurfti rannsóknarvinnu til að finna upplýsingar um bílastæðarukkun „Alvarlegar afleiðingar“ verði greiðsluþátttöku hætt Bráðabirgðaheimild veitt fyrir Hvammsvirkjun Fer í þrjú útköll á dag: Sprenging í útköllum vegna veggjalúsar „Ef við værum nasistar þá værum við ekki að skipta um kross“ Bílastæðamál, POTS, ókyrrð og íslenski hesturinn Engin byssa reyndist vera í bílnum Strætisvagnar rákust saman við Borgartún Hinn látni bandarískur ferðamaður á sextugsaldri Svara til saka eftir tvær vikur Dásamar ÁTVR og skýtur á lögreglustjóra Virkjanir í Skagafirði úr vernd í bið en Urriðafoss í nýtingu Meira að segja happ þegar frystihúsið brann Nýtt skilti komið upp og rauða ljósið mun loga oftar Tíu metra djúp hola í ísnum á vinsælli gönguleið „Eins og það væri verið að segja mér að ég ætti tvo mánuði eftir ólifað“ Tveir á sjúkrahús eftir rafskútuslys Missir mikilvægrar meðferðar, óánægja í Ísrael og sundkappinn sem tefst Leiðtogar Norðurlanda og Eystrasaltsins: Engin friður án aðkomu Úkraínu“ Einn handtekinn vegna gruns um íkveikju Sjá meira
Fleytti jafnvel kerlingar í Skaftárhlaupi í fyrra Þeim möguleika er nú velt upp að sverðið, sem fannst í Skaftárhreppi á dögunum, hafi aðeins legið þar í stutta stund. Hlaup í ánni gæti hafa numið það með sér og fært til. 10. september 2016 07:00
Með merkari fornleifafundum síðustu ára "Það eru svo fá sverð sem hafa fundist hér og því er þetta mikill fengur fyrir sögu þjóðarinnar,“ dr. Kristín Huld Sigurðardóttir, forstöðumaður Minjastofnunar Íslands. 6. september 2016 07:00
Himinlifandi að kumlið sé fundið Hluti úr mjaðmagrind, vinstri leggur og járnmunir fundust steinsnar frá þeim stað sem sverðið fannst á fyrir tæpum mánuði. 3. október 2016 10:07
Eigna má sverðið Hróari Tungugoða Sverðið er frá 10. öld fannst á slóðum sem þar sem bær goðorðsmannsins Hróars Tungugoða stóð mögulega. Prófessor emeritus í sagnfræði kastar fram þeirri tilgátu að höfðingi eins og Hróar hafi hugsanlega átt sverðið. 9. september 2016 07:00