Himinlifandi að kumlið sé fundið Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 3. október 2016 10:07 Myndir frá fundinum. Kristín Huld Sigurðardóttir, forstöðumaður Minjastofnunar, er í skýjunum með fund gæsaveiðimanna á kumli manns á Ásum í Skaftártungu sem líklegt er talið að sé eigandi um eitt þúsund ára gamals sverðs sem sömu skyttur fundu á steinsnar frá snemma í september. Kuml er sem kunnugt er orð notað yfir gröf þess sem grafinn var að heiðnum sið. „Við erum voðalega ánægð með að kumlið sé fundið,“ segir Kristín í samtali við Vísi. Tveir fornleifafræðingar frá Minjastofnun auk beinasérfræðings frá Fornleifastofnun héldu á vettvang í gærmorgun og hafa unnið hörðum höndum síðan.Mjaðmagrind og vinstri fótur „Þau fundu botninn á kumlinu og í því voru smá fótabein, ekki mikið. Það er greinlegt að eldvatnið hefur tekið megnið af manninum,“ segir Kristín. Hluti af mjaðmagrind hafi fundist sem og vinstri fóturinn. Mögulega sé fleiri gripi að finna en grafið verður áfram fram á miðjan dag í dag hið minnsta. Um sextíu metrar eru frá svæðinu þar sem sverðið fannst um daginn og þar sem kumlið fannst um helgina. Fornleifafræðingar skönnuðu svæðið nærri sverðinu eftir þann fund á dögunum en án árangurs. Aðstæður eru ekki þær auðveldustu enda hefur verið blautt á svæðinu. Þá sé greinilegt að áin hefur brotið kumlið niður.Koma í bæinn síðar í dag Aðspurð hvort þarna sé að finna jarðneskar leifar Hróars Tungugoði, sem sagnfræðingar telja líklegan eiganda sverðsins, segist Kristín ekki vilja draga svo miklar ályktanir. Til þess vildi hún vilja finna ökuskírteini við hlið líksins, eða þá að sverðið væri merkt manninum segir hún hlæjandi. „Fólk má alveg velta hlutunum fyrir sér samt, það er bara gaman að því. Mágur hans Gunnars á Hlíðarenda bjó þarna einhvers staðar,“ segir Kristín og gefur blaðamanni eitthvað til að velta fyrir sér. Nema eitthvað fleira finnist á svæðinu framan af degi munu fornleifafræðingarnir snúa til Reykjavíkur með beinin og litla járnmuni síðar í dag. Tengdar fréttir Með merkari fornleifafundum síðustu ára "Það eru svo fá sverð sem hafa fundist hér og því er þetta mikill fengur fyrir sögu þjóðarinnar,“ dr. Kristín Huld Sigurðardóttir, forstöðumaður Minjastofnunar Íslands. 6. september 2016 07:00 Fundu mannabein skammt frá staðnum þar sem víkingasverðið fannst Gæsaveiðimenn fundu í dag mannabein og málmhlut skammt frá þeim stað þar sem um þúsund ára gamalt sverð fannst í Skaftárhreppi í byrjun síðasta mánaðar. 1. október 2016 21:01 Eigna má sverðið Hróari Tungugoða Sverðið er frá 10. öld fannst á slóðum sem þar sem bær goðorðsmannsins Hróars Tungugoða stóð mögulega. Prófessor emeritus í sagnfræði kastar fram þeirri tilgátu að höfðingi eins og Hróar hafi hugsanlega átt sverðið. 9. september 2016 07:00 Mest lesið Tilkynnt um mann vopnaðan skotvopni og einn handtekinn Innlent Börnum haldið innilokuðum í „hryllingshúsi“ í fleiri ár Erlent Mun sjá eftir árásinni alla ævi Innlent Yfirgefa Svíþjóð til að hraða þróun rafmagnsflugvélar Erlent Pilturinn muni líklega afplána þriðjung átta ára dóms fyrir manndráp Innlent Getur frelsað El Salvador-fangann en vill það ekki Erlent „Ég skipaði þá aðila sem ég taldi hæfasta“ Innlent Birgir Guðjónsson er látinn Innlent Skrifa nú undir samninginn sem féll af borðinu eftir hitafundinn Erlent Var svo „þreyttur á öllu“ að hann ákvað að aka inn í þvögu barna Erlent Fleiri fréttir Kalla saman ráðherranefnd svo rafmagnsleysi endurtaki sig ekki hér Birgir Guðjónsson er látinn Niðurstöðu um styrkjamálið megi vænta með vorinu „Þetta er mikill merkisdagur fyrir okkur“ Handtóku vopnaðan mann og kröfugöngur verkalýðsins „Ég skipaði þá aðila sem ég taldi hæfasta“ Hátíðardagskrá um allt land á verkalýðsdaginn Tilkynnt um mann vopnaðan skotvopni og einn handtekinn Líkamsárás á veitingastað Pilturinn muni líklega afplána þriðjung átta ára dóms fyrir manndráp Hornafjörður gæti bjargað flugi Icelandair á Ísafjörð Gefur lítið fyrir tal um fyrningu Brot á trausti gagnvart félögum Lúðvíks sem vilji hjálpa Gætti trúnaðar eftir að erindi tengdamömmunnar barst Mun sjá eftir árásinni alla ævi Segir lögreglumann sem njósnaði hafa gert mistök Frekari breytingar í Valhöll Ofsakláði grípur Spaugstofumenn Lítur málið mjög alvarlegum augum Átta ár fyrir að bana Bryndísi Klöru Hætta framleiðslu innanhúss og segja upp fólki Kristófer Breki nýr formaður Vöku Skýrsla starfshóps um lagaumgjörð hvalveiða tilbúin Gætu þurft að endurskoða aukastörf lögreglumanna Mjöll Snæsdóttir er látin Jafnréttisstofa kallar eftir svörum frá Ingu vegna skipunar í stjórn HMS Grunar að fleiri lögreglumenn hafi verið viðriðnir njósnirnar Segir Jon Øigarden Ingvar E þeirra Norðmanna Jafnréttisstofa krefur Ingu Sæland um útskýringu á vali á stjórnarmönnum „Það er ekkert til sem heitir að heita trúnaði um fundarbeiðni“ Sjá meira
Kristín Huld Sigurðardóttir, forstöðumaður Minjastofnunar, er í skýjunum með fund gæsaveiðimanna á kumli manns á Ásum í Skaftártungu sem líklegt er talið að sé eigandi um eitt þúsund ára gamals sverðs sem sömu skyttur fundu á steinsnar frá snemma í september. Kuml er sem kunnugt er orð notað yfir gröf þess sem grafinn var að heiðnum sið. „Við erum voðalega ánægð með að kumlið sé fundið,“ segir Kristín í samtali við Vísi. Tveir fornleifafræðingar frá Minjastofnun auk beinasérfræðings frá Fornleifastofnun héldu á vettvang í gærmorgun og hafa unnið hörðum höndum síðan.Mjaðmagrind og vinstri fótur „Þau fundu botninn á kumlinu og í því voru smá fótabein, ekki mikið. Það er greinlegt að eldvatnið hefur tekið megnið af manninum,“ segir Kristín. Hluti af mjaðmagrind hafi fundist sem og vinstri fóturinn. Mögulega sé fleiri gripi að finna en grafið verður áfram fram á miðjan dag í dag hið minnsta. Um sextíu metrar eru frá svæðinu þar sem sverðið fannst um daginn og þar sem kumlið fannst um helgina. Fornleifafræðingar skönnuðu svæðið nærri sverðinu eftir þann fund á dögunum en án árangurs. Aðstæður eru ekki þær auðveldustu enda hefur verið blautt á svæðinu. Þá sé greinilegt að áin hefur brotið kumlið niður.Koma í bæinn síðar í dag Aðspurð hvort þarna sé að finna jarðneskar leifar Hróars Tungugoði, sem sagnfræðingar telja líklegan eiganda sverðsins, segist Kristín ekki vilja draga svo miklar ályktanir. Til þess vildi hún vilja finna ökuskírteini við hlið líksins, eða þá að sverðið væri merkt manninum segir hún hlæjandi. „Fólk má alveg velta hlutunum fyrir sér samt, það er bara gaman að því. Mágur hans Gunnars á Hlíðarenda bjó þarna einhvers staðar,“ segir Kristín og gefur blaðamanni eitthvað til að velta fyrir sér. Nema eitthvað fleira finnist á svæðinu framan af degi munu fornleifafræðingarnir snúa til Reykjavíkur með beinin og litla járnmuni síðar í dag.
Tengdar fréttir Með merkari fornleifafundum síðustu ára "Það eru svo fá sverð sem hafa fundist hér og því er þetta mikill fengur fyrir sögu þjóðarinnar,“ dr. Kristín Huld Sigurðardóttir, forstöðumaður Minjastofnunar Íslands. 6. september 2016 07:00 Fundu mannabein skammt frá staðnum þar sem víkingasverðið fannst Gæsaveiðimenn fundu í dag mannabein og málmhlut skammt frá þeim stað þar sem um þúsund ára gamalt sverð fannst í Skaftárhreppi í byrjun síðasta mánaðar. 1. október 2016 21:01 Eigna má sverðið Hróari Tungugoða Sverðið er frá 10. öld fannst á slóðum sem þar sem bær goðorðsmannsins Hróars Tungugoða stóð mögulega. Prófessor emeritus í sagnfræði kastar fram þeirri tilgátu að höfðingi eins og Hróar hafi hugsanlega átt sverðið. 9. september 2016 07:00 Mest lesið Tilkynnt um mann vopnaðan skotvopni og einn handtekinn Innlent Börnum haldið innilokuðum í „hryllingshúsi“ í fleiri ár Erlent Mun sjá eftir árásinni alla ævi Innlent Yfirgefa Svíþjóð til að hraða þróun rafmagnsflugvélar Erlent Pilturinn muni líklega afplána þriðjung átta ára dóms fyrir manndráp Innlent Getur frelsað El Salvador-fangann en vill það ekki Erlent „Ég skipaði þá aðila sem ég taldi hæfasta“ Innlent Birgir Guðjónsson er látinn Innlent Skrifa nú undir samninginn sem féll af borðinu eftir hitafundinn Erlent Var svo „þreyttur á öllu“ að hann ákvað að aka inn í þvögu barna Erlent Fleiri fréttir Kalla saman ráðherranefnd svo rafmagnsleysi endurtaki sig ekki hér Birgir Guðjónsson er látinn Niðurstöðu um styrkjamálið megi vænta með vorinu „Þetta er mikill merkisdagur fyrir okkur“ Handtóku vopnaðan mann og kröfugöngur verkalýðsins „Ég skipaði þá aðila sem ég taldi hæfasta“ Hátíðardagskrá um allt land á verkalýðsdaginn Tilkynnt um mann vopnaðan skotvopni og einn handtekinn Líkamsárás á veitingastað Pilturinn muni líklega afplána þriðjung átta ára dóms fyrir manndráp Hornafjörður gæti bjargað flugi Icelandair á Ísafjörð Gefur lítið fyrir tal um fyrningu Brot á trausti gagnvart félögum Lúðvíks sem vilji hjálpa Gætti trúnaðar eftir að erindi tengdamömmunnar barst Mun sjá eftir árásinni alla ævi Segir lögreglumann sem njósnaði hafa gert mistök Frekari breytingar í Valhöll Ofsakláði grípur Spaugstofumenn Lítur málið mjög alvarlegum augum Átta ár fyrir að bana Bryndísi Klöru Hætta framleiðslu innanhúss og segja upp fólki Kristófer Breki nýr formaður Vöku Skýrsla starfshóps um lagaumgjörð hvalveiða tilbúin Gætu þurft að endurskoða aukastörf lögreglumanna Mjöll Snæsdóttir er látin Jafnréttisstofa kallar eftir svörum frá Ingu vegna skipunar í stjórn HMS Grunar að fleiri lögreglumenn hafi verið viðriðnir njósnirnar Segir Jon Øigarden Ingvar E þeirra Norðmanna Jafnréttisstofa krefur Ingu Sæland um útskýringu á vali á stjórnarmönnum „Það er ekkert til sem heitir að heita trúnaði um fundarbeiðni“ Sjá meira
Með merkari fornleifafundum síðustu ára "Það eru svo fá sverð sem hafa fundist hér og því er þetta mikill fengur fyrir sögu þjóðarinnar,“ dr. Kristín Huld Sigurðardóttir, forstöðumaður Minjastofnunar Íslands. 6. september 2016 07:00
Fundu mannabein skammt frá staðnum þar sem víkingasverðið fannst Gæsaveiðimenn fundu í dag mannabein og málmhlut skammt frá þeim stað þar sem um þúsund ára gamalt sverð fannst í Skaftárhreppi í byrjun síðasta mánaðar. 1. október 2016 21:01
Eigna má sverðið Hróari Tungugoða Sverðið er frá 10. öld fannst á slóðum sem þar sem bær goðorðsmannsins Hróars Tungugoða stóð mögulega. Prófessor emeritus í sagnfræði kastar fram þeirri tilgátu að höfðingi eins og Hróar hafi hugsanlega átt sverðið. 9. september 2016 07:00