Gistiskýlið ekki mannsæmandi í lengri tíma Nadine Guðrún Yaghi skrifar 4. október 2016 20:00 Útlendingastofnun vinnur nú að því að opna gistiskýli fyrir hælisleitendur á Krókhálsi en metfjöldi hælisumsókna á haustmánuðum hefur haft í för með sér að húsnæðisúrræði á vegum stofnunarinnar hafa verið fullnýtt undanfarnar vikur. Öryggisgæsla verður í húsnæðinu allan sólarhringinn. Aldrei áður hafa jafnmargir sótt um vernd í einum mánuði hér á landi og í september. Umsóknir í september voru 177. Af þeim voru 65 frá Makedóníu og 49 frá Albaníu. Næstu lönd á eftir eru Georgía og Írak. Heildarfjöldi umsókna um vernd það sem af er ári eru um 570. Undanfarið hefur verið fjallað um slæmt ástand húsnæðismála hælisleitenda en af þeim 380 hælisleitendum, sem Útlendingastofnun er með í sinni þjónustu, dvelja um 140 á hótelum og gistiheimilum. Þá hafa margir neyðst til þess að sofa á göngum í húsnæði á vegum stofnunarinnar. Gistiskýlið verður móttökustaður fyrir hælisleitendur sem hingað koma án maka og barna. Gert er ráð fyrir að það muni rúma allt að 75 manns og að fyrstu hælisleitendurnir flytji inn á fimmtudaginn. „Þetta eru það margir sem eru að koma að við ráðum ekki við það. Á meðan við erum að vinna í heildarúrræðum þá brugðum við á það ráð að fá þetta starfsleyfi,“ segir Kristín Völundardóttir, forstjóri Útlendingastofnunar, en stofnunin fékk ýmsar undanþágur frá þar til bærum aðilum.En er aðstaðan mannsæmandi? „Svo sem ekki til langs tíma, alls ekki. Þetta er hins vegar neyðarráðstöfun og hér er þak yfir höfuðið og hér verða rúm og sængur og matur,“ segir Kristín. Rauði krossinn hefur aðstoðað við opnunina og leggur til búnað í húsnæðið. Tengdar fréttir Útlendingastofnun undirbýr opnun gistiskýlis fyrir hælisleitendur Gistiskýlið verður fyrsti móttökustaður fyrir hælisleitendur sem koma til landsins án maka og barna. 4. október 2016 16:46 Húsnæðismál hælisleitenda í ólestri: Sofa á göngum í húsnæði á vegum Útlendingastofnunar Húsnæðismál hælisleitenda hér á landi eru í ólestri. Útlendingastofnun leitar nú lausna og reynir að semja við sveitarfélögin um þjónustu við hælisleitendur. Takist það ekki kemur til greina að virkja neyðarskipulag Rauða krossins og setja á fót fjöldahjálparstöð. 19. september 2016 19:00 Flóttamannabúðir gætu risið fyrir hælisleitendur sem koma hingað Nokkurs konar flóttamannabúðir gætu risið hér á landi ef stjórnvöld grípa ekki inn í. 21. september 2016 07:00 Um fjörutíu hælisleitendur bíða flutnings úr landi Um fjörutíu hælisleitendur sem hafa fengið endanlega synjun bíða nú eftir flutningi úr landi. Flutningurinn er framkvæmdur af Ríkislögreglustjóra. Embættið leitar nú fimm hælisleitenda sem ekki hafa gefið sig fram en eiga að vera farnir úr landi. 25. september 2016 19:45 Mest lesið Viðsnúningur og Helgi Bjartur færður bak við lás og slá Innlent Akademískir starfsmenn lýsa yfir vantrausti á rektor Innlent Slapp óvænt við fangelsi og braut ítrekað á stjúpdóttur sinni Innlent Hætta vinnslu umsókna innflytjenda frá 75 ríkjum Erlent Vilja geta sett herlög á eyju norðan Íslands Erlent Vaktin: Stofna vinnuhóp um framtíð Grænlands Erlent Á batavegi eftir alvarlega líkamsárás á Höfða Innlent Fékk afa sinn með sér á skólabekk Innlent Léttara yfir formanninum eftir þriggja tíma fund Innlent Trump segir stjórnvöld í Íran hætt að drepa mótmælendur Erlent Fleiri fréttir Akademískir starfsmenn lýsa yfir vantrausti á rektor Slapp óvænt við fangelsi og braut ítrekað á stjúpdóttur sinni Viðsnúningur og Helgi Bjartur færður bak við lás og slá Á batavegi eftir alvarlega líkamsárás á Höfða Léttara yfir formanninum eftir þriggja tíma fund Fékk afa sinn með sér á skólabekk Lögregluaðgerð beint gegn áfengissölu í Kópavogi Boðaður á fund í ráðuneytinu með stuttum fyrirvara Sögulegur fundur um framtíð Grænlands Tveir fulltrúar taka þátt í aukinni hernaðarviðveru Tveir handteknir vegna alvarlegrar líkamsárásar Kaus að styðja karlasamtök í stað lögreglu Ræddu undanþágu losunarheimilda Brutu stjórnsýslulög við útgáfu hvalveiðileyfis Jafnlaunavottunin verður lögð af á þessu ári Ljósvistarhönnuður hoppar hæð sína af gleði vegna breytinga Skoða dóma MDE í ráðuneyti og refsiréttarnefnd Hneykslan meðal kennara vegna rangfærslna Ingu í Kastljósi „Látið undan þrýstingi stóru fyrirtækjanna í búvöruframleiðslu“ Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Bleikja strauk út í sjó úr landeldi Fundað um Grænland og Inga vill aðgreina eftir íslenskukunnáttu Dómur MDE hljóti að vera stjórnvöldum alvarlegt umhugsunarefni Á skilorði eftir að hafa kýlt, skallað og bitið konu sína Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark 90 prósentum landsmanna þótti skaupið gott Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Alþingi kemur saman í dag eftir jólafrí Vongóð um stuðning Miðflokksins Sjá meira
Útlendingastofnun vinnur nú að því að opna gistiskýli fyrir hælisleitendur á Krókhálsi en metfjöldi hælisumsókna á haustmánuðum hefur haft í för með sér að húsnæðisúrræði á vegum stofnunarinnar hafa verið fullnýtt undanfarnar vikur. Öryggisgæsla verður í húsnæðinu allan sólarhringinn. Aldrei áður hafa jafnmargir sótt um vernd í einum mánuði hér á landi og í september. Umsóknir í september voru 177. Af þeim voru 65 frá Makedóníu og 49 frá Albaníu. Næstu lönd á eftir eru Georgía og Írak. Heildarfjöldi umsókna um vernd það sem af er ári eru um 570. Undanfarið hefur verið fjallað um slæmt ástand húsnæðismála hælisleitenda en af þeim 380 hælisleitendum, sem Útlendingastofnun er með í sinni þjónustu, dvelja um 140 á hótelum og gistiheimilum. Þá hafa margir neyðst til þess að sofa á göngum í húsnæði á vegum stofnunarinnar. Gistiskýlið verður móttökustaður fyrir hælisleitendur sem hingað koma án maka og barna. Gert er ráð fyrir að það muni rúma allt að 75 manns og að fyrstu hælisleitendurnir flytji inn á fimmtudaginn. „Þetta eru það margir sem eru að koma að við ráðum ekki við það. Á meðan við erum að vinna í heildarúrræðum þá brugðum við á það ráð að fá þetta starfsleyfi,“ segir Kristín Völundardóttir, forstjóri Útlendingastofnunar, en stofnunin fékk ýmsar undanþágur frá þar til bærum aðilum.En er aðstaðan mannsæmandi? „Svo sem ekki til langs tíma, alls ekki. Þetta er hins vegar neyðarráðstöfun og hér er þak yfir höfuðið og hér verða rúm og sængur og matur,“ segir Kristín. Rauði krossinn hefur aðstoðað við opnunina og leggur til búnað í húsnæðið.
Tengdar fréttir Útlendingastofnun undirbýr opnun gistiskýlis fyrir hælisleitendur Gistiskýlið verður fyrsti móttökustaður fyrir hælisleitendur sem koma til landsins án maka og barna. 4. október 2016 16:46 Húsnæðismál hælisleitenda í ólestri: Sofa á göngum í húsnæði á vegum Útlendingastofnunar Húsnæðismál hælisleitenda hér á landi eru í ólestri. Útlendingastofnun leitar nú lausna og reynir að semja við sveitarfélögin um þjónustu við hælisleitendur. Takist það ekki kemur til greina að virkja neyðarskipulag Rauða krossins og setja á fót fjöldahjálparstöð. 19. september 2016 19:00 Flóttamannabúðir gætu risið fyrir hælisleitendur sem koma hingað Nokkurs konar flóttamannabúðir gætu risið hér á landi ef stjórnvöld grípa ekki inn í. 21. september 2016 07:00 Um fjörutíu hælisleitendur bíða flutnings úr landi Um fjörutíu hælisleitendur sem hafa fengið endanlega synjun bíða nú eftir flutningi úr landi. Flutningurinn er framkvæmdur af Ríkislögreglustjóra. Embættið leitar nú fimm hælisleitenda sem ekki hafa gefið sig fram en eiga að vera farnir úr landi. 25. september 2016 19:45 Mest lesið Viðsnúningur og Helgi Bjartur færður bak við lás og slá Innlent Akademískir starfsmenn lýsa yfir vantrausti á rektor Innlent Slapp óvænt við fangelsi og braut ítrekað á stjúpdóttur sinni Innlent Hætta vinnslu umsókna innflytjenda frá 75 ríkjum Erlent Vilja geta sett herlög á eyju norðan Íslands Erlent Vaktin: Stofna vinnuhóp um framtíð Grænlands Erlent Á batavegi eftir alvarlega líkamsárás á Höfða Innlent Fékk afa sinn með sér á skólabekk Innlent Léttara yfir formanninum eftir þriggja tíma fund Innlent Trump segir stjórnvöld í Íran hætt að drepa mótmælendur Erlent Fleiri fréttir Akademískir starfsmenn lýsa yfir vantrausti á rektor Slapp óvænt við fangelsi og braut ítrekað á stjúpdóttur sinni Viðsnúningur og Helgi Bjartur færður bak við lás og slá Á batavegi eftir alvarlega líkamsárás á Höfða Léttara yfir formanninum eftir þriggja tíma fund Fékk afa sinn með sér á skólabekk Lögregluaðgerð beint gegn áfengissölu í Kópavogi Boðaður á fund í ráðuneytinu með stuttum fyrirvara Sögulegur fundur um framtíð Grænlands Tveir fulltrúar taka þátt í aukinni hernaðarviðveru Tveir handteknir vegna alvarlegrar líkamsárásar Kaus að styðja karlasamtök í stað lögreglu Ræddu undanþágu losunarheimilda Brutu stjórnsýslulög við útgáfu hvalveiðileyfis Jafnlaunavottunin verður lögð af á þessu ári Ljósvistarhönnuður hoppar hæð sína af gleði vegna breytinga Skoða dóma MDE í ráðuneyti og refsiréttarnefnd Hneykslan meðal kennara vegna rangfærslna Ingu í Kastljósi „Látið undan þrýstingi stóru fyrirtækjanna í búvöruframleiðslu“ Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Bleikja strauk út í sjó úr landeldi Fundað um Grænland og Inga vill aðgreina eftir íslenskukunnáttu Dómur MDE hljóti að vera stjórnvöldum alvarlegt umhugsunarefni Á skilorði eftir að hafa kýlt, skallað og bitið konu sína Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark 90 prósentum landsmanna þótti skaupið gott Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Alþingi kemur saman í dag eftir jólafrí Vongóð um stuðning Miðflokksins Sjá meira
Útlendingastofnun undirbýr opnun gistiskýlis fyrir hælisleitendur Gistiskýlið verður fyrsti móttökustaður fyrir hælisleitendur sem koma til landsins án maka og barna. 4. október 2016 16:46
Húsnæðismál hælisleitenda í ólestri: Sofa á göngum í húsnæði á vegum Útlendingastofnunar Húsnæðismál hælisleitenda hér á landi eru í ólestri. Útlendingastofnun leitar nú lausna og reynir að semja við sveitarfélögin um þjónustu við hælisleitendur. Takist það ekki kemur til greina að virkja neyðarskipulag Rauða krossins og setja á fót fjöldahjálparstöð. 19. september 2016 19:00
Flóttamannabúðir gætu risið fyrir hælisleitendur sem koma hingað Nokkurs konar flóttamannabúðir gætu risið hér á landi ef stjórnvöld grípa ekki inn í. 21. september 2016 07:00
Um fjörutíu hælisleitendur bíða flutnings úr landi Um fjörutíu hælisleitendur sem hafa fengið endanlega synjun bíða nú eftir flutningi úr landi. Flutningurinn er framkvæmdur af Ríkislögreglustjóra. Embættið leitar nú fimm hælisleitenda sem ekki hafa gefið sig fram en eiga að vera farnir úr landi. 25. september 2016 19:45