Öryrkjar ósáttir við „stærstu kerfisbreytingu í áratugi“ Jóhann K. Jóhannsson skrifar 8. október 2016 21:13 Formaður Öryrkjabandalagsins gagnrýnir þær breytingar sem ríkisstjórnin ætlar gera á almannatryggingakerfinu og segir að þær muni ekki gagnast sínum félagsmönnum. Tekjur öryrkja muni áfram skerðast krónu á móti krónu. Félagsmálaráðherra segir þetta hins vegar eina mestu breytingu á almannatryggingakerfinu í áratugi. Ríkisstjórnin ákvað í gær að leggja til breytingar sem bæta eigi kjör aldraðra og öryrkja en með breytingunum hækkar framfærsluviðmið þeirra upp í 300 þúsund krónur á mánuði. „Þetta þýðir veruleg kjarabót til lífeyrisþega. VIð erum að ná í gegn umfangsmestu breytingar á almannatryggingakerfinu áratugum saman,“ segir Eygló Harðardóttir félagsmálaráðherra. Formaður Öryrkjabandlagsins segir að tíðindin hafi glatt hana í fyrstu. „En síðar þá fékk ég þær upplýsingar að þessi hækkun eigi að eiga sér stað innan bótaflokks sem heitir sérstök framfærsluuppbót og það er alls ekki gott. Sú ákvörðun er í hrópandi ósamræmi við það sem þessi ríkisstjórn hefur talað fyrir, það er starfsgetumatið,“ segir Ellen Calmon.Enginn ávinningur af hlutastörfum Ellen segir að fyrstu tekjur einskalinga sem eru með sérstaka framfærsluuppbót komi til með að skerðist krónu fyrir krónu og sé ríkisstjórnin að fest það fyrirkomulag í sessi með þessu frumvarpi. „Örorkulífeyrisþegar hafa engan ávinning af því að vinna hlutastörf sem eru kannski fyrir 20 til 40 þúsund krónur á mánuði.“ Ekki náðist samstaða innan velferðanefndar varðandi breytingar á örorkulífeyri einstaklinga og segir félagsmálaráðherra að Öryrkjabandalagið hafi laggst gegn þeim tillögum sem aðilar vinnumarkaðarins og stjórnarflokkarnir hafi lagt til. „Það eru hinsvegar tillögur sem við vonandi getum kynnt á næstunni sem snúa að sambærilegri kerfisbreytingu fyrir öryrkja þar sem við erum að tala um verulega fjármuni til þeirra. Við erum hins vegar bara með þetta kerfi. Vegna þeirrar ósamstöðu sem var til staðar að þá förum við inn í núverandi kerfi og reynum að koma til móts við þessa kröfu um 300 þúsund kallinn gagnvart þeim sem hafa alldra minnst,“ segir Eygló og bætir við að hún sé bjartsýn á að þetta frumvarp nái fram að ganga fyrir þinglok. Formaður Öryrkjabandalagsins segir ríkisstjórnina enn hafa tíma til að gera breytingar á frumvarpinu og tryggja lágmarks framfærsluuppbót. „Ég verð að halda í vonina, þingi hefir ekki verið slysið og ég mæli með því að ríkisstjórnin endurskoði þessa ráðstöfun og setji hana frekar inn í tekjutryggingu eða grunnlífeyri. Þá mun hún nýtast öllum örorkulífeyrisþegum því það þarf svo sannarlega að hækka alla örorkulífeyrisþega upp í að minnsta kosti 300.000 krónur, það eru lágmarkslaun.“ Mest lesið „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Innlent Stórbruni í Gufunesi Innlent Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Innlent Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Innlent Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Innlent Sturla Böðvarsson er látinn Innlent Mátti skjóta hund vegna viðbúins fjárhagslegs tjóns Innlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Innlent Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Innlent Fleiri fréttir Stórbruni í Gufunesi Reyna aftur að fá Helga Bjart á bak við lás og slá Niðurstöður samræmdra prófa í vor verði opinberaðar Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Mátti skjóta hund vegna viðbúins fjárhagslegs tjóns Loka lauginni vegna veðurs Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Funda um Evrópumálin „fjarri kastljósi fjölmiðla“ Ásdís Halla og Erna Kristín skiptast á ráðuneytum Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Vonskuveður víða um land og óvissustig í gildi Íslenskum ríkisborgurum fjölgaði fimmtán sinnum meira en erlendum Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Bálhvasst á Austfjörðum og óvissustig vegna snjóflóðahættu Maður ársins og slökkviliðið brugðust við vegna álftar sem fraus föst Þrjár vikur í fyrsta gjalddaga og 15% eiga eftir að skrá kílómetrastöðu Fengu ekki réttargæslumann þrátt fyrir grun um ofbeldi á leikskólanum „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Draumur að skipuleggja kvennaverkfall í Þýskalandi Sturla Böðvarsson er látinn Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Sérsveitaraðgerð á Selfossi Fleiri stelpur týndar en áður Húsnæðismálin „helsti drifkraftur verðbólgu síðasta áratuginn“ „Evrópusambandið hefur haft sömu viðskiptastefnu og Trump“ Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Sjá meira
Formaður Öryrkjabandalagsins gagnrýnir þær breytingar sem ríkisstjórnin ætlar gera á almannatryggingakerfinu og segir að þær muni ekki gagnast sínum félagsmönnum. Tekjur öryrkja muni áfram skerðast krónu á móti krónu. Félagsmálaráðherra segir þetta hins vegar eina mestu breytingu á almannatryggingakerfinu í áratugi. Ríkisstjórnin ákvað í gær að leggja til breytingar sem bæta eigi kjör aldraðra og öryrkja en með breytingunum hækkar framfærsluviðmið þeirra upp í 300 þúsund krónur á mánuði. „Þetta þýðir veruleg kjarabót til lífeyrisþega. VIð erum að ná í gegn umfangsmestu breytingar á almannatryggingakerfinu áratugum saman,“ segir Eygló Harðardóttir félagsmálaráðherra. Formaður Öryrkjabandlagsins segir að tíðindin hafi glatt hana í fyrstu. „En síðar þá fékk ég þær upplýsingar að þessi hækkun eigi að eiga sér stað innan bótaflokks sem heitir sérstök framfærsluuppbót og það er alls ekki gott. Sú ákvörðun er í hrópandi ósamræmi við það sem þessi ríkisstjórn hefur talað fyrir, það er starfsgetumatið,“ segir Ellen Calmon.Enginn ávinningur af hlutastörfum Ellen segir að fyrstu tekjur einskalinga sem eru með sérstaka framfærsluuppbót komi til með að skerðist krónu fyrir krónu og sé ríkisstjórnin að fest það fyrirkomulag í sessi með þessu frumvarpi. „Örorkulífeyrisþegar hafa engan ávinning af því að vinna hlutastörf sem eru kannski fyrir 20 til 40 þúsund krónur á mánuði.“ Ekki náðist samstaða innan velferðanefndar varðandi breytingar á örorkulífeyri einstaklinga og segir félagsmálaráðherra að Öryrkjabandalagið hafi laggst gegn þeim tillögum sem aðilar vinnumarkaðarins og stjórnarflokkarnir hafi lagt til. „Það eru hinsvegar tillögur sem við vonandi getum kynnt á næstunni sem snúa að sambærilegri kerfisbreytingu fyrir öryrkja þar sem við erum að tala um verulega fjármuni til þeirra. Við erum hins vegar bara með þetta kerfi. Vegna þeirrar ósamstöðu sem var til staðar að þá förum við inn í núverandi kerfi og reynum að koma til móts við þessa kröfu um 300 þúsund kallinn gagnvart þeim sem hafa alldra minnst,“ segir Eygló og bætir við að hún sé bjartsýn á að þetta frumvarp nái fram að ganga fyrir þinglok. Formaður Öryrkjabandalagsins segir ríkisstjórnina enn hafa tíma til að gera breytingar á frumvarpinu og tryggja lágmarks framfærsluuppbót. „Ég verð að halda í vonina, þingi hefir ekki verið slysið og ég mæli með því að ríkisstjórnin endurskoði þessa ráðstöfun og setji hana frekar inn í tekjutryggingu eða grunnlífeyri. Þá mun hún nýtast öllum örorkulífeyrisþegum því það þarf svo sannarlega að hækka alla örorkulífeyrisþega upp í að minnsta kosti 300.000 krónur, það eru lágmarkslaun.“
Mest lesið „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Innlent Stórbruni í Gufunesi Innlent Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Innlent Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Innlent Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Innlent Sturla Böðvarsson er látinn Innlent Mátti skjóta hund vegna viðbúins fjárhagslegs tjóns Innlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Innlent Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Innlent Fleiri fréttir Stórbruni í Gufunesi Reyna aftur að fá Helga Bjart á bak við lás og slá Niðurstöður samræmdra prófa í vor verði opinberaðar Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Mátti skjóta hund vegna viðbúins fjárhagslegs tjóns Loka lauginni vegna veðurs Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Funda um Evrópumálin „fjarri kastljósi fjölmiðla“ Ásdís Halla og Erna Kristín skiptast á ráðuneytum Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Vonskuveður víða um land og óvissustig í gildi Íslenskum ríkisborgurum fjölgaði fimmtán sinnum meira en erlendum Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Bálhvasst á Austfjörðum og óvissustig vegna snjóflóðahættu Maður ársins og slökkviliðið brugðust við vegna álftar sem fraus föst Þrjár vikur í fyrsta gjalddaga og 15% eiga eftir að skrá kílómetrastöðu Fengu ekki réttargæslumann þrátt fyrir grun um ofbeldi á leikskólanum „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Draumur að skipuleggja kvennaverkfall í Þýskalandi Sturla Böðvarsson er látinn Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Sérsveitaraðgerð á Selfossi Fleiri stelpur týndar en áður Húsnæðismálin „helsti drifkraftur verðbólgu síðasta áratuginn“ „Evrópusambandið hefur haft sömu viðskiptastefnu og Trump“ Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Sjá meira