Öryrkjar ósáttir við „stærstu kerfisbreytingu í áratugi“ Jóhann K. Jóhannsson skrifar 8. október 2016 21:13 Formaður Öryrkjabandalagsins gagnrýnir þær breytingar sem ríkisstjórnin ætlar gera á almannatryggingakerfinu og segir að þær muni ekki gagnast sínum félagsmönnum. Tekjur öryrkja muni áfram skerðast krónu á móti krónu. Félagsmálaráðherra segir þetta hins vegar eina mestu breytingu á almannatryggingakerfinu í áratugi. Ríkisstjórnin ákvað í gær að leggja til breytingar sem bæta eigi kjör aldraðra og öryrkja en með breytingunum hækkar framfærsluviðmið þeirra upp í 300 þúsund krónur á mánuði. „Þetta þýðir veruleg kjarabót til lífeyrisþega. VIð erum að ná í gegn umfangsmestu breytingar á almannatryggingakerfinu áratugum saman,“ segir Eygló Harðardóttir félagsmálaráðherra. Formaður Öryrkjabandlagsins segir að tíðindin hafi glatt hana í fyrstu. „En síðar þá fékk ég þær upplýsingar að þessi hækkun eigi að eiga sér stað innan bótaflokks sem heitir sérstök framfærsluuppbót og það er alls ekki gott. Sú ákvörðun er í hrópandi ósamræmi við það sem þessi ríkisstjórn hefur talað fyrir, það er starfsgetumatið,“ segir Ellen Calmon.Enginn ávinningur af hlutastörfum Ellen segir að fyrstu tekjur einskalinga sem eru með sérstaka framfærsluuppbót komi til með að skerðist krónu fyrir krónu og sé ríkisstjórnin að fest það fyrirkomulag í sessi með þessu frumvarpi. „Örorkulífeyrisþegar hafa engan ávinning af því að vinna hlutastörf sem eru kannski fyrir 20 til 40 þúsund krónur á mánuði.“ Ekki náðist samstaða innan velferðanefndar varðandi breytingar á örorkulífeyri einstaklinga og segir félagsmálaráðherra að Öryrkjabandalagið hafi laggst gegn þeim tillögum sem aðilar vinnumarkaðarins og stjórnarflokkarnir hafi lagt til. „Það eru hinsvegar tillögur sem við vonandi getum kynnt á næstunni sem snúa að sambærilegri kerfisbreytingu fyrir öryrkja þar sem við erum að tala um verulega fjármuni til þeirra. Við erum hins vegar bara með þetta kerfi. Vegna þeirrar ósamstöðu sem var til staðar að þá förum við inn í núverandi kerfi og reynum að koma til móts við þessa kröfu um 300 þúsund kallinn gagnvart þeim sem hafa alldra minnst,“ segir Eygló og bætir við að hún sé bjartsýn á að þetta frumvarp nái fram að ganga fyrir þinglok. Formaður Öryrkjabandalagsins segir ríkisstjórnina enn hafa tíma til að gera breytingar á frumvarpinu og tryggja lágmarks framfærsluuppbót. „Ég verð að halda í vonina, þingi hefir ekki verið slysið og ég mæli með því að ríkisstjórnin endurskoði þessa ráðstöfun og setji hana frekar inn í tekjutryggingu eða grunnlífeyri. Þá mun hún nýtast öllum örorkulífeyrisþegum því það þarf svo sannarlega að hækka alla örorkulífeyrisþega upp í að minnsta kosti 300.000 krónur, það eru lágmarkslaun.“ Mest lesið „Hann stal henni“ Erlent Ísland og Palestína gera samkomulag um samstarf Innlent Ísland ekki í fararbroddi heldur fylgi öðrum í humátt á eftir Erlent Lauma sér inn í útfarir og senda kirkjuvörðum fingurinn Innlent 8,8 stiga skjálfti í Rússlandi: Flóðbylgjuviðvaranir gefnar út víða um Kyrrahaf Erlent Arabaríki og lönd ESB kalla eftir tveggja ríkja lausn og afvopnun Hamas Erlent Engin framlög til jarðganga en óljós áform um innviðafélag Innlent Hvað á að gera um Verslunarmannahelgina? Innlent Fundu týnda brú við Suðurlandsbraut Innlent Meintur þjófur leitaði til lögreglu vegna framkvæmdastjórans Innlent Fleiri fréttir Ísland og Palestína gera samkomulag um samstarf Fundu týnda brú við Suðurlandsbraut Engin framlög til jarðganga en óljós áform um innviðafélag Hvað á að gera um Verslunarmannahelgina? Þyrlan kölluð út vegna fjórhjólaslyss Ökumaður stöðvaður og kærður fyrir fjölmörg umferðalagabrot Lauma sér inn í útfarir og senda kirkjuvörðum fingurinn Versta sviðsmyndin, galið greiðslumat og óvæntur fundur Fimm prósent fallið fyrir ástarsvikum Halla og Björn ætla til Nýja Íslands Engin fjármögnun gereyðingarvopna á Íslandi Enn varað við svikapóstum: „Við hlökkum til að fá jákvæða svörun frá þér“ Samstarfið við Íra og Frakka tímafrekt Hefja gjaldtöku við höfnina í Stykkishólmi Ágengir ferðamenn hafi sært syrgjandi Mýrdælinga Neyðarástand á Gasa og ágengir túristar angra kirkjugesti Dóttirin í Súlunesi ákærð Vonast til að spáin rætist ekki: Rigning og 22 metrar á sekúndu Rannsaka áhrif samfélagsmiðla á heilastarfsemi barna Meintur þjófur leitaði til lögreglu vegna framkvæmdastjórans Gat ekki sannað að verkstæðið tjónaði vélina Mögulegur fyrirboði um goslok Fundaði með Guterres: Tveggja ríkja lausnin sé eina lausnin Ungir menn staðnir að því að skjóta gelkúlum á vegfarendur Enn gýs úr einum megingíg og virknin nokkuð stöðug Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns „Þetta er auðvitað stórhættulegt“ Styttist í háþróuð gervigreindarsvindl á íslensku Setja þurfi meiri þunga í hagsmunagæslu gagnvart ESB Neyðast til að endurbyggja grunnskólann vegna myglu Sjá meira
Formaður Öryrkjabandalagsins gagnrýnir þær breytingar sem ríkisstjórnin ætlar gera á almannatryggingakerfinu og segir að þær muni ekki gagnast sínum félagsmönnum. Tekjur öryrkja muni áfram skerðast krónu á móti krónu. Félagsmálaráðherra segir þetta hins vegar eina mestu breytingu á almannatryggingakerfinu í áratugi. Ríkisstjórnin ákvað í gær að leggja til breytingar sem bæta eigi kjör aldraðra og öryrkja en með breytingunum hækkar framfærsluviðmið þeirra upp í 300 þúsund krónur á mánuði. „Þetta þýðir veruleg kjarabót til lífeyrisþega. VIð erum að ná í gegn umfangsmestu breytingar á almannatryggingakerfinu áratugum saman,“ segir Eygló Harðardóttir félagsmálaráðherra. Formaður Öryrkjabandlagsins segir að tíðindin hafi glatt hana í fyrstu. „En síðar þá fékk ég þær upplýsingar að þessi hækkun eigi að eiga sér stað innan bótaflokks sem heitir sérstök framfærsluuppbót og það er alls ekki gott. Sú ákvörðun er í hrópandi ósamræmi við það sem þessi ríkisstjórn hefur talað fyrir, það er starfsgetumatið,“ segir Ellen Calmon.Enginn ávinningur af hlutastörfum Ellen segir að fyrstu tekjur einskalinga sem eru með sérstaka framfærsluuppbót komi til með að skerðist krónu fyrir krónu og sé ríkisstjórnin að fest það fyrirkomulag í sessi með þessu frumvarpi. „Örorkulífeyrisþegar hafa engan ávinning af því að vinna hlutastörf sem eru kannski fyrir 20 til 40 þúsund krónur á mánuði.“ Ekki náðist samstaða innan velferðanefndar varðandi breytingar á örorkulífeyri einstaklinga og segir félagsmálaráðherra að Öryrkjabandalagið hafi laggst gegn þeim tillögum sem aðilar vinnumarkaðarins og stjórnarflokkarnir hafi lagt til. „Það eru hinsvegar tillögur sem við vonandi getum kynnt á næstunni sem snúa að sambærilegri kerfisbreytingu fyrir öryrkja þar sem við erum að tala um verulega fjármuni til þeirra. Við erum hins vegar bara með þetta kerfi. Vegna þeirrar ósamstöðu sem var til staðar að þá förum við inn í núverandi kerfi og reynum að koma til móts við þessa kröfu um 300 þúsund kallinn gagnvart þeim sem hafa alldra minnst,“ segir Eygló og bætir við að hún sé bjartsýn á að þetta frumvarp nái fram að ganga fyrir þinglok. Formaður Öryrkjabandalagsins segir ríkisstjórnina enn hafa tíma til að gera breytingar á frumvarpinu og tryggja lágmarks framfærsluuppbót. „Ég verð að halda í vonina, þingi hefir ekki verið slysið og ég mæli með því að ríkisstjórnin endurskoði þessa ráðstöfun og setji hana frekar inn í tekjutryggingu eða grunnlífeyri. Þá mun hún nýtast öllum örorkulífeyrisþegum því það þarf svo sannarlega að hækka alla örorkulífeyrisþega upp í að minnsta kosti 300.000 krónur, það eru lágmarkslaun.“
Mest lesið „Hann stal henni“ Erlent Ísland og Palestína gera samkomulag um samstarf Innlent Ísland ekki í fararbroddi heldur fylgi öðrum í humátt á eftir Erlent Lauma sér inn í útfarir og senda kirkjuvörðum fingurinn Innlent 8,8 stiga skjálfti í Rússlandi: Flóðbylgjuviðvaranir gefnar út víða um Kyrrahaf Erlent Arabaríki og lönd ESB kalla eftir tveggja ríkja lausn og afvopnun Hamas Erlent Engin framlög til jarðganga en óljós áform um innviðafélag Innlent Hvað á að gera um Verslunarmannahelgina? Innlent Fundu týnda brú við Suðurlandsbraut Innlent Meintur þjófur leitaði til lögreglu vegna framkvæmdastjórans Innlent Fleiri fréttir Ísland og Palestína gera samkomulag um samstarf Fundu týnda brú við Suðurlandsbraut Engin framlög til jarðganga en óljós áform um innviðafélag Hvað á að gera um Verslunarmannahelgina? Þyrlan kölluð út vegna fjórhjólaslyss Ökumaður stöðvaður og kærður fyrir fjölmörg umferðalagabrot Lauma sér inn í útfarir og senda kirkjuvörðum fingurinn Versta sviðsmyndin, galið greiðslumat og óvæntur fundur Fimm prósent fallið fyrir ástarsvikum Halla og Björn ætla til Nýja Íslands Engin fjármögnun gereyðingarvopna á Íslandi Enn varað við svikapóstum: „Við hlökkum til að fá jákvæða svörun frá þér“ Samstarfið við Íra og Frakka tímafrekt Hefja gjaldtöku við höfnina í Stykkishólmi Ágengir ferðamenn hafi sært syrgjandi Mýrdælinga Neyðarástand á Gasa og ágengir túristar angra kirkjugesti Dóttirin í Súlunesi ákærð Vonast til að spáin rætist ekki: Rigning og 22 metrar á sekúndu Rannsaka áhrif samfélagsmiðla á heilastarfsemi barna Meintur þjófur leitaði til lögreglu vegna framkvæmdastjórans Gat ekki sannað að verkstæðið tjónaði vélina Mögulegur fyrirboði um goslok Fundaði með Guterres: Tveggja ríkja lausnin sé eina lausnin Ungir menn staðnir að því að skjóta gelkúlum á vegfarendur Enn gýs úr einum megingíg og virknin nokkuð stöðug Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns „Þetta er auðvitað stórhættulegt“ Styttist í háþróuð gervigreindarsvindl á íslensku Setja þurfi meiri þunga í hagsmunagæslu gagnvart ESB Neyðast til að endurbyggja grunnskólann vegna myglu Sjá meira