Bíó og sjónvarp

Baltasar framleiðir mynd um Spánverjavígin

Birgir Olgeirsson skrifar
Baltasar Kormákur í Eiðnum en hann er nú staddur á kvikmyndahátíðinni í San Sebastian þar sem myndin er sýnd.
Baltasar Kormákur í Eiðnum en hann er nú staddur á kvikmyndahátíðinni í San Sebastian þar sem myndin er sýnd. Vísir/RVKStudios
Íslenska kvikmyndafyrirtækið RVK Studios mun framleiða kvikmyndina Red Fjords sem er byggð á  Spánverjavígunum svokölluðu þegar 31 baskneskur skipbrotsmaður var veginn af vestfirskum bændum undir forystu Ara sýslumanns í Ögri árið 1615.

Greint er frá því á vef Variety að Baltasar Kormákur muni framleiða myndina í gegnum RVK Studios og Eduardo Carneros, forstjóri Euskadi Movie, og Javie Lopez Blanco, forstjóri Tornasol Films, muni einnig koma að framleiðslu myndarinnar. 

Leikstjóri hennar verður Spánverjinn Koldo Serra en myndin mun fjalla um ungan veiðimann að nafni Ishmael sem eftir að hafa fylgt eiginkonu sinni og syni til grafar ræður sig á hvalveiðiskip sem heldur til Íslands þar sem ríkir mikil hungursneyð.

Sagt var frá Red Fjords á kvikmyndahátíðinni í San Sebastian þar sem Baltasar Kormákur kynnir nýjustu mynd sína Eiðinn. 


Tengdar fréttir

Eiðurinn fer vel af stað

Eiðurinn fór vel af stað um helgina og er þetta stærsta opnum á íslenskri mynd á árinu og önnur besta opnun á íslenskri mynd Baltasars Kormáks.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×