Sálfræðitryllir og hefndarsaga í fínum umbúðum Tómas Valgeirsson skrifar 8. september 2016 11:30 Atriði úr kvikmyndinni Eiðurinn eftir Baltasar Kormák. Mynd/ Lilja Jóns ©RVK Studios Kvikmyndir Eiðurinn Leikstjóri: Baltasar Kormákur Framleiðendur: RVK Studios, Agnes Johansen, Baltasar Kormákur og fleiri Aðalleikarar: Baltasar Kormákur, Gísli Örn Garðarsson, Hera Hilmarsdóttir, Margrét Bjarnadóttir Myndataka: Óttar Guðnason Klipping: Sigvaldi J. Kárason Seint verður sagt að Baltasar Kormákur sé ekki þjarkur í sínu fagi, miðað við þann fjölda verkefna sem hann dælir út. Fínt er þó að sjá manninn vera með annan fótinn í Hollywood en samtímis reglulega halda hinum hér á heimavelli. Með Eiðnum snýr hann sér að dramatrylli um hvert foreldraeðlið getur farið með mann undir mjög strembnum kringumstæðum, þemu sem eru Balta alls ekki ókunnug á ferlinum. Baltasar leikur skurðlækninn Finn, sem í fyrstu virðist vera með allt sitt í blússandi standi. Fljótlega uppgötvar hann að dóttir hans, Anna, er komin í neyslu og í samband við skuggalegan dópsala, Óttar. Dóttirin sér ekki sólina fyrir nýja kærastanum en Finnur neitar að horfa upp á hana sökkva dýpra. Lausnin er þá að losa sig við glæpamanninn, hvað sem það mun kosta, en þá er spurningin hvort Finnur sé tilbúinn að taka afleiðingunum. Leikstjórinn sækir örlítið í tóninn sem hann lék sér að í myndum eins og Mýrinni og Inhale, en síður skilaboð þeirra og innihald. Hann hefur góð tök á andrúmsloftinu og sér til þess að halda því bláköldu og raunsæju að mestu. Aðstæður í myndinni skiptast gjarnan á milli þess að vera afar grípandi og býsna ótrúverðugar, en útkoman gengur upp. Handrit þeirra Baltasars og Ólafs Egilssonar þræðir saman lágstemmdan sálfræðitrylli og dökka hefndarsögu. Framvindan heldur áhorfandanum við efnið og tekst að bæta upp fyrir ýmsar holur í handritinu með sannfærandi samtölum og spennuuppbyggingu sem sýnir að myndin hefur púls. Áhugavert er hvernig sagan spilar með samúð áhorfandans í garð ákveðinna persóna. Það helsta sem hefði mátt fjúka eða lagfæra er lokahluti myndarinnar. Hann passar sérstaklega illa við og kæmi ekki á óvart ef margir Íslendingar myndu ósjálfrátt hugsa til annarrar frægrar myndar sem skartar mörgum sömu leikurum. Segi ekki hverrar?… Kvenpersónur myndarinnar hafa reyndar ekki úr miklu að moða, án þess að það bitni á frammistöðu Heru Hilmarsdóttur, sem blæs miklu lífi í Önnu. Fínt hefði verið að fá meira af tengingu aðalpersónunnar við dóttur sína og ekki síður eiginkonu. Einnig fær Ingvar E. Sigurðsson ósköp lítið að gera í hlutverki samstarfsmanns Finns. Sumar ákvarðanir Finns virðast ekki alltaf vera í samræmi við karakter hans, en þó er unnið ágætlega úr þróun persónunnar. Baltasar túlkar hann af fagmennsku og kemur vel út í forgrunninum, í flottu formi þar að auki – sem reyndar er ítrekað lögð áhersla á í gegnum tómstundir Finns. Baltasar hefur ekki sést á bíótjaldi síðan Reykjavík-Rotterdam kom út en hann sýnir áreynslulaust hversu gefinn hann er fyrir smáatriði í tilfinningasenum. Í hlutverki Finns tekst honum að vera viðkunnanlegur, afslappaður, ófyrirsjáanlegur og áhorfendur ná að tengja við persónuna. Gísli Örn Garðarsson er sömuleiðis góður með þynnra hlutverk í höndunum og gefur ómenninu Óttari eitthvað smávegis auka. Sterkustu senurnar eru yfirleitt með þeim Balta saman. Því miður verður söguþráðurinn fyrirsjáanlegri eftir því sem á líður en þá fer formúlum fjölgandi. Hvað tæknivinnslu varðar er heildin glæsileg. Klippingin er flott og kvikmyndatakan er til mikillar fyrirmyndar að ógleymdum nokkrum þrælmögnuðum þyrluskotum. Það verður ekki tekið af leikstjóranum Baltasar að í kvikmyndum sínum nýtir hann umgjörðina fyrir allan aurinn. Helstu kostir Eiðsins skrifast að mestu á Baltasar og tök hans á efninu fyrir framan og aftan vélina, þrátt fyrir vankanta hér og þar. Myndin fær enga plúsa fyrir frumlegheit en tilfinningakjarninn heldur henni gangandi og það ætti að lyfta henni upp í prýðisfín meðmæli.Niðurstaða: Eiðurinn stendur betri verkum Baltasars nokkuð að baki og skilur í heildina ekki mikið eftir sig, en hún er faglega gerð og mátulega spennandi.Greinin birtist fyrst í Fréttablaðinu 8. september. Bíó og sjónvarp Menning Mest lesið Niðurgangurinn á Þingvöllum þaggaður niður Lífið Brynjar Morthens leikur Bubba Morthens Bíó og sjónvarp Rómantík í loftinu hjá Sveindísi Jane Lífið Tæki Brynjar Níels með í bústaðinn Lífið „Sigmundur Davíð gerði ekki shit þegar hann var forsætisráðherra“ Lífið Frambjóðendur, sjónvarpsstjörnur og gamlir félagar fögnuðu með Geir Menning Víkingur Heiðar tilnefndur til Grammy-verðlauna Menning Fagnar átta árum án hugbreytandi efna Lífið Hlustar á Taylor Swift og elskar The Kardashians Lífið Skotheldar hugmyndir fyrir feðradaginn Lífið Fleiri fréttir Efni sem veldur uppköstum, yfirliðum og eilífri æsku The Bikeriders: Hvenær komum við í flugeldaverksmiðjuna!? Kælt niður í byrjun og svo búmm! DIMMA var flott en einhæf Sjá meira
Kvikmyndir Eiðurinn Leikstjóri: Baltasar Kormákur Framleiðendur: RVK Studios, Agnes Johansen, Baltasar Kormákur og fleiri Aðalleikarar: Baltasar Kormákur, Gísli Örn Garðarsson, Hera Hilmarsdóttir, Margrét Bjarnadóttir Myndataka: Óttar Guðnason Klipping: Sigvaldi J. Kárason Seint verður sagt að Baltasar Kormákur sé ekki þjarkur í sínu fagi, miðað við þann fjölda verkefna sem hann dælir út. Fínt er þó að sjá manninn vera með annan fótinn í Hollywood en samtímis reglulega halda hinum hér á heimavelli. Með Eiðnum snýr hann sér að dramatrylli um hvert foreldraeðlið getur farið með mann undir mjög strembnum kringumstæðum, þemu sem eru Balta alls ekki ókunnug á ferlinum. Baltasar leikur skurðlækninn Finn, sem í fyrstu virðist vera með allt sitt í blússandi standi. Fljótlega uppgötvar hann að dóttir hans, Anna, er komin í neyslu og í samband við skuggalegan dópsala, Óttar. Dóttirin sér ekki sólina fyrir nýja kærastanum en Finnur neitar að horfa upp á hana sökkva dýpra. Lausnin er þá að losa sig við glæpamanninn, hvað sem það mun kosta, en þá er spurningin hvort Finnur sé tilbúinn að taka afleiðingunum. Leikstjórinn sækir örlítið í tóninn sem hann lék sér að í myndum eins og Mýrinni og Inhale, en síður skilaboð þeirra og innihald. Hann hefur góð tök á andrúmsloftinu og sér til þess að halda því bláköldu og raunsæju að mestu. Aðstæður í myndinni skiptast gjarnan á milli þess að vera afar grípandi og býsna ótrúverðugar, en útkoman gengur upp. Handrit þeirra Baltasars og Ólafs Egilssonar þræðir saman lágstemmdan sálfræðitrylli og dökka hefndarsögu. Framvindan heldur áhorfandanum við efnið og tekst að bæta upp fyrir ýmsar holur í handritinu með sannfærandi samtölum og spennuuppbyggingu sem sýnir að myndin hefur púls. Áhugavert er hvernig sagan spilar með samúð áhorfandans í garð ákveðinna persóna. Það helsta sem hefði mátt fjúka eða lagfæra er lokahluti myndarinnar. Hann passar sérstaklega illa við og kæmi ekki á óvart ef margir Íslendingar myndu ósjálfrátt hugsa til annarrar frægrar myndar sem skartar mörgum sömu leikurum. Segi ekki hverrar?… Kvenpersónur myndarinnar hafa reyndar ekki úr miklu að moða, án þess að það bitni á frammistöðu Heru Hilmarsdóttur, sem blæs miklu lífi í Önnu. Fínt hefði verið að fá meira af tengingu aðalpersónunnar við dóttur sína og ekki síður eiginkonu. Einnig fær Ingvar E. Sigurðsson ósköp lítið að gera í hlutverki samstarfsmanns Finns. Sumar ákvarðanir Finns virðast ekki alltaf vera í samræmi við karakter hans, en þó er unnið ágætlega úr þróun persónunnar. Baltasar túlkar hann af fagmennsku og kemur vel út í forgrunninum, í flottu formi þar að auki – sem reyndar er ítrekað lögð áhersla á í gegnum tómstundir Finns. Baltasar hefur ekki sést á bíótjaldi síðan Reykjavík-Rotterdam kom út en hann sýnir áreynslulaust hversu gefinn hann er fyrir smáatriði í tilfinningasenum. Í hlutverki Finns tekst honum að vera viðkunnanlegur, afslappaður, ófyrirsjáanlegur og áhorfendur ná að tengja við persónuna. Gísli Örn Garðarsson er sömuleiðis góður með þynnra hlutverk í höndunum og gefur ómenninu Óttari eitthvað smávegis auka. Sterkustu senurnar eru yfirleitt með þeim Balta saman. Því miður verður söguþráðurinn fyrirsjáanlegri eftir því sem á líður en þá fer formúlum fjölgandi. Hvað tæknivinnslu varðar er heildin glæsileg. Klippingin er flott og kvikmyndatakan er til mikillar fyrirmyndar að ógleymdum nokkrum þrælmögnuðum þyrluskotum. Það verður ekki tekið af leikstjóranum Baltasar að í kvikmyndum sínum nýtir hann umgjörðina fyrir allan aurinn. Helstu kostir Eiðsins skrifast að mestu á Baltasar og tök hans á efninu fyrir framan og aftan vélina, þrátt fyrir vankanta hér og þar. Myndin fær enga plúsa fyrir frumlegheit en tilfinningakjarninn heldur henni gangandi og það ætti að lyfta henni upp í prýðisfín meðmæli.Niðurstaða: Eiðurinn stendur betri verkum Baltasars nokkuð að baki og skilur í heildina ekki mikið eftir sig, en hún er faglega gerð og mátulega spennandi.Greinin birtist fyrst í Fréttablaðinu 8. september.
Bíó og sjónvarp Menning Mest lesið Niðurgangurinn á Þingvöllum þaggaður niður Lífið Brynjar Morthens leikur Bubba Morthens Bíó og sjónvarp Rómantík í loftinu hjá Sveindísi Jane Lífið Tæki Brynjar Níels með í bústaðinn Lífið „Sigmundur Davíð gerði ekki shit þegar hann var forsætisráðherra“ Lífið Frambjóðendur, sjónvarpsstjörnur og gamlir félagar fögnuðu með Geir Menning Víkingur Heiðar tilnefndur til Grammy-verðlauna Menning Fagnar átta árum án hugbreytandi efna Lífið Hlustar á Taylor Swift og elskar The Kardashians Lífið Skotheldar hugmyndir fyrir feðradaginn Lífið Fleiri fréttir Efni sem veldur uppköstum, yfirliðum og eilífri æsku The Bikeriders: Hvenær komum við í flugeldaverksmiðjuna!? Kælt niður í byrjun og svo búmm! DIMMA var flott en einhæf Sjá meira