Efast um að flokkur Bjartrar framtíðar beri hag bænda fyrir brjósti sunna karen sigurþórsdóttir skrifar 22. september 2016 12:08 Björt framtíð hefur verið afar gagnrýnin á nýsamþykkta búvörusamninga. Vísir/GVA Gunnar Bragi Sveinsson, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra, sagðist á þingi í dag efast um að þingflokkur Bjartrar framtíðar, sem harðlega hefur gagnrýnt nýja búvörusamninga, beri í raun og veru hag bænda fyrir brjósti. Hann kallaði eftir því að flokkurinn leggi fram sínar hugmyndir. „Það er verið að stíga í ákveðna átt að kerfisbreytingum með þessum samningum. Ef háttvirtur þingmaður er að tala um enn stærri breytingar þá væri gaman að heyra þær því ég óttast að það sé ekki vegna þess að þingflokkurinn beri hag bænda fyrir brjósti,“ sagði Gunnar Bragi á þingi. Björt Ólafsdóttir, þingmaður Bjartrar framtíðar, hafði óskað eftir svörum frá ráðherra með vísan til orða hans um að gera hefði mátt betur í samningagerðinni, en þótti svör hans þó heldur rýr. „Sauðfjárbændur til dæmis, þeir fá enn þá að vera fátækir. Það er innbyggt í það kerfi sem ráðherra er með í þessum nýju lögum áfram. Það er viðurkennt á þann hátt að þeir bændur sem ekki búa nálægt kaupstað fá meiri styrk út af því að það er sagt sem svo að enginn bóndi geti lifað af því að vera bara með lítið sauðfjárbú heldur þurfi hann að komast í aðra vinnu með,“ sagði Björt. Gunnar Bragi gaf þó lítið fyrir þessi orð. „Ég ætla að mótmæla því að háttvirtur þingmaður skuli standa hér og tala um að bændur séu fátækir. Að bændur haldi áfram að vera fátækir, það er með ólíkindum að þingmaður skuli standa hér uppi. Langflestir bændur á Íslandi búa bara mjög vel og hafa það býsna gott. Auðvitað er það eins og í öllum öðrum stéttum inn á milli aðilar sem hafa það ekkert sérstaklega gott,“ sagði hann. Aðspurður um hvað betur hefði mátt fara svaraði hann : „Það er ýmislegt í ytri aðstæðum sem gera stöðuna flóknari í dag varðandi rekstur búa. Búflutningur er erfiðari og svo framvegis. Sláturleyfishafar hafa hækkað verð til bænda. Það er alltaf hægt að vera vitur eftir á og læra af þeim. Þegar talaði um að það hefði verið hægt að undirbúa þetta með einhverjum hætti er það að það hefði verið hægt að reikna betur áhrif niður á einstök bú, til að sjá hvaða áhrif þessi samningur hefði á bændur sem voru búnir að kaupa sér bú fyrir ári síðan og svo framvegis,“ sagði Gunnar Bragi. „Auðvitað er það þannig að þegar þú gerir slíkan stóran samning þá eru ekki endilega allir ánægðir með hann. Það er bara eðli slíkra samninga. Það er þá okkar í þeim endurskoðunum sem fram undan eru að reyna að laga það sem hægt er að laga.“ Búvörusamningar Tengdar fréttir Yfir 100 milljarða búvörusamningar Nýir búvörusamningar taka gildi um áramótin í kjölfar samþykktar Alþingis á breytingum á ákvæðum búvörulaga. Meðal nýjunga í samningunum er að leggja af kvótakerfi í sauðfjárrækt og mjólkurframleiðslu. Vinna við endurskoðun sa 17. september 2016 07:00 Hefði þurft að undirbúa búvörusamninga betur Gunnar Bragi Sveinsson, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra, segir Sigmund Davíð Gunnlaugsson rétta manninn til að leiða Framsóknarflokkinn áfram inn í kosningar og vera forsætisráðherraefni flokksins. Hann segir Framsóknarflokkinn stan 16. september 2016 07:00 Stjórnarandstaðan hefði getað fellt búvörusamninginn á þingi Búvörulög hefðu fallið á þingi ef þeir þingmenn sem sátu hjá við atkvæðagreiðsluna hefðu greitt atkvæði á móti. Atkvæði stjórnarandstöðunnar komu þingmanni Bjartrar framtíðar, sem sagði nei, mjög á óvart. 15. september 2016 06:30 Mest lesið Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Innlent „Við erum með stórt sár á sálinni“ Innlent Að minnsta kosti 44 látnir og 280 saknað Erlent Framsóknarmenn boða til blaðamannafundar Innlent Fundar með Kristrúnu, Þorgerði og þingmönnum á Íslandi í dag Innlent Friðuð Árbæjarstífla fái nýtt útlit og verði „upplifunarbrú“ Innlent Makar Bandaríkjamanna handteknir í dvalarleyfisviðtölum Erlent Tveir þjóðvarðliðar skotnir nálægt Hvíta húsinu Erlent Vill fá svör um málsmeðferðartíma úrskurðarnefndar Innlent Grunaður um að byrla konum svo þær migu á sig í starfsviðtali Erlent Fleiri fréttir Friðuð Árbæjarstífla fái nýtt útlit og verði „upplifunarbrú“ Vill fá svör um málsmeðferðartíma úrskurðarnefndar Fundar með Kristrúnu, Þorgerði og þingmönnum á Íslandi í dag Tugir á bráðamóttökuna á dag vegna hálku Framsóknarmenn boða til blaðamannafundar Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Ákall íbúa leiðir til enn minni þéttingar í Grafarvogi Lögmannafélagið aðhefst ekki Allir Grindvíkingar fái að kjósa í Grindavík Stjórn RÚV vill vísa Ísraelum úr Eurovision Mjófirðingar segja laxeldi geta lyft byggðinni snöggt „Við erum með stórt sár á sálinni“ Grindvíkingar fá orðið, hálkuslys og frestun barneigna „Það er búið að vera steinpakkað“ Þakkar fjölmiðlaumfjöllun að grænt ljós fékkst „Fullkomið hneyksli“ ef Alþingi veitti Daða Má skattlagningarvald Vísuðu þremur frá Keflavíkurflugvelli Sóttvarnarlæknir gegnir embætti landlæknis tímabundið Semur um DNA-próf til að koma í veg fyrir ólöglegan flutning barna Staðfesta sextán ára dóm Dagbjartar Páll áfram í leyfi en leggur fyrirhugaðri nýrri stofnun lið Ekki hægt að treysta mælum vélarinnar þar sem afísunarvökvinn fraus Þekktu efnin enn þau vinsælustu Formaður Afstöðu vill á lista Samfylkingarinnar Andstaða almennings hvati til að búa vel um hnútana Búast við að mál lögmannsins verði fellt niður Ráðherra ræðir laxeldi í Mjóafirði og sprautusjúklingum fer fækkandi Þráhyggjuhegðunin staðið í fjórtán ár Losna við nágranna eftir þriggja ára baráttu Auknar líkur á kvikuhlaupi en óvissa um hvenær gýs næst Sjá meira
Gunnar Bragi Sveinsson, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra, sagðist á þingi í dag efast um að þingflokkur Bjartrar framtíðar, sem harðlega hefur gagnrýnt nýja búvörusamninga, beri í raun og veru hag bænda fyrir brjósti. Hann kallaði eftir því að flokkurinn leggi fram sínar hugmyndir. „Það er verið að stíga í ákveðna átt að kerfisbreytingum með þessum samningum. Ef háttvirtur þingmaður er að tala um enn stærri breytingar þá væri gaman að heyra þær því ég óttast að það sé ekki vegna þess að þingflokkurinn beri hag bænda fyrir brjósti,“ sagði Gunnar Bragi á þingi. Björt Ólafsdóttir, þingmaður Bjartrar framtíðar, hafði óskað eftir svörum frá ráðherra með vísan til orða hans um að gera hefði mátt betur í samningagerðinni, en þótti svör hans þó heldur rýr. „Sauðfjárbændur til dæmis, þeir fá enn þá að vera fátækir. Það er innbyggt í það kerfi sem ráðherra er með í þessum nýju lögum áfram. Það er viðurkennt á þann hátt að þeir bændur sem ekki búa nálægt kaupstað fá meiri styrk út af því að það er sagt sem svo að enginn bóndi geti lifað af því að vera bara með lítið sauðfjárbú heldur þurfi hann að komast í aðra vinnu með,“ sagði Björt. Gunnar Bragi gaf þó lítið fyrir þessi orð. „Ég ætla að mótmæla því að háttvirtur þingmaður skuli standa hér og tala um að bændur séu fátækir. Að bændur haldi áfram að vera fátækir, það er með ólíkindum að þingmaður skuli standa hér uppi. Langflestir bændur á Íslandi búa bara mjög vel og hafa það býsna gott. Auðvitað er það eins og í öllum öðrum stéttum inn á milli aðilar sem hafa það ekkert sérstaklega gott,“ sagði hann. Aðspurður um hvað betur hefði mátt fara svaraði hann : „Það er ýmislegt í ytri aðstæðum sem gera stöðuna flóknari í dag varðandi rekstur búa. Búflutningur er erfiðari og svo framvegis. Sláturleyfishafar hafa hækkað verð til bænda. Það er alltaf hægt að vera vitur eftir á og læra af þeim. Þegar talaði um að það hefði verið hægt að undirbúa þetta með einhverjum hætti er það að það hefði verið hægt að reikna betur áhrif niður á einstök bú, til að sjá hvaða áhrif þessi samningur hefði á bændur sem voru búnir að kaupa sér bú fyrir ári síðan og svo framvegis,“ sagði Gunnar Bragi. „Auðvitað er það þannig að þegar þú gerir slíkan stóran samning þá eru ekki endilega allir ánægðir með hann. Það er bara eðli slíkra samninga. Það er þá okkar í þeim endurskoðunum sem fram undan eru að reyna að laga það sem hægt er að laga.“
Búvörusamningar Tengdar fréttir Yfir 100 milljarða búvörusamningar Nýir búvörusamningar taka gildi um áramótin í kjölfar samþykktar Alþingis á breytingum á ákvæðum búvörulaga. Meðal nýjunga í samningunum er að leggja af kvótakerfi í sauðfjárrækt og mjólkurframleiðslu. Vinna við endurskoðun sa 17. september 2016 07:00 Hefði þurft að undirbúa búvörusamninga betur Gunnar Bragi Sveinsson, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra, segir Sigmund Davíð Gunnlaugsson rétta manninn til að leiða Framsóknarflokkinn áfram inn í kosningar og vera forsætisráðherraefni flokksins. Hann segir Framsóknarflokkinn stan 16. september 2016 07:00 Stjórnarandstaðan hefði getað fellt búvörusamninginn á þingi Búvörulög hefðu fallið á þingi ef þeir þingmenn sem sátu hjá við atkvæðagreiðsluna hefðu greitt atkvæði á móti. Atkvæði stjórnarandstöðunnar komu þingmanni Bjartrar framtíðar, sem sagði nei, mjög á óvart. 15. september 2016 06:30 Mest lesið Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Innlent „Við erum með stórt sár á sálinni“ Innlent Að minnsta kosti 44 látnir og 280 saknað Erlent Framsóknarmenn boða til blaðamannafundar Innlent Fundar með Kristrúnu, Þorgerði og þingmönnum á Íslandi í dag Innlent Friðuð Árbæjarstífla fái nýtt útlit og verði „upplifunarbrú“ Innlent Makar Bandaríkjamanna handteknir í dvalarleyfisviðtölum Erlent Tveir þjóðvarðliðar skotnir nálægt Hvíta húsinu Erlent Vill fá svör um málsmeðferðartíma úrskurðarnefndar Innlent Grunaður um að byrla konum svo þær migu á sig í starfsviðtali Erlent Fleiri fréttir Friðuð Árbæjarstífla fái nýtt útlit og verði „upplifunarbrú“ Vill fá svör um málsmeðferðartíma úrskurðarnefndar Fundar með Kristrúnu, Þorgerði og þingmönnum á Íslandi í dag Tugir á bráðamóttökuna á dag vegna hálku Framsóknarmenn boða til blaðamannafundar Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Ákall íbúa leiðir til enn minni þéttingar í Grafarvogi Lögmannafélagið aðhefst ekki Allir Grindvíkingar fái að kjósa í Grindavík Stjórn RÚV vill vísa Ísraelum úr Eurovision Mjófirðingar segja laxeldi geta lyft byggðinni snöggt „Við erum með stórt sár á sálinni“ Grindvíkingar fá orðið, hálkuslys og frestun barneigna „Það er búið að vera steinpakkað“ Þakkar fjölmiðlaumfjöllun að grænt ljós fékkst „Fullkomið hneyksli“ ef Alþingi veitti Daða Má skattlagningarvald Vísuðu þremur frá Keflavíkurflugvelli Sóttvarnarlæknir gegnir embætti landlæknis tímabundið Semur um DNA-próf til að koma í veg fyrir ólöglegan flutning barna Staðfesta sextán ára dóm Dagbjartar Páll áfram í leyfi en leggur fyrirhugaðri nýrri stofnun lið Ekki hægt að treysta mælum vélarinnar þar sem afísunarvökvinn fraus Þekktu efnin enn þau vinsælustu Formaður Afstöðu vill á lista Samfylkingarinnar Andstaða almennings hvati til að búa vel um hnútana Búast við að mál lögmannsins verði fellt niður Ráðherra ræðir laxeldi í Mjóafirði og sprautusjúklingum fer fækkandi Þráhyggjuhegðunin staðið í fjórtán ár Losna við nágranna eftir þriggja ára baráttu Auknar líkur á kvikuhlaupi en óvissa um hvenær gýs næst Sjá meira
Yfir 100 milljarða búvörusamningar Nýir búvörusamningar taka gildi um áramótin í kjölfar samþykktar Alþingis á breytingum á ákvæðum búvörulaga. Meðal nýjunga í samningunum er að leggja af kvótakerfi í sauðfjárrækt og mjólkurframleiðslu. Vinna við endurskoðun sa 17. september 2016 07:00
Hefði þurft að undirbúa búvörusamninga betur Gunnar Bragi Sveinsson, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra, segir Sigmund Davíð Gunnlaugsson rétta manninn til að leiða Framsóknarflokkinn áfram inn í kosningar og vera forsætisráðherraefni flokksins. Hann segir Framsóknarflokkinn stan 16. september 2016 07:00
Stjórnarandstaðan hefði getað fellt búvörusamninginn á þingi Búvörulög hefðu fallið á þingi ef þeir þingmenn sem sátu hjá við atkvæðagreiðsluna hefðu greitt atkvæði á móti. Atkvæði stjórnarandstöðunnar komu þingmanni Bjartrar framtíðar, sem sagði nei, mjög á óvart. 15. september 2016 06:30
Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Innlent
Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Innlent