Fréttamenn eltu Sigmund Davíð á röndum á meðan leitað var að bílstjóranum Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 23. september 2016 18:02 Það má segja að setið hafi verið um Sigmund Davíð Gunnlaugsson formann Framsóknarflokksins þegar hann fór af löngum þingflokksfundi flokksins á fimmta tímanum í dag. Fundurinn hófst um klukkan 13:20 en um hálfþrjúleytið fór Sigurður Ingi Jóhannsson forsætisráðherra og varaformaður Framsóknar af fundinum án þess að ræða við fjölmiðla. Fundinum lauk svo ekki fyrr en um tveimur tímum síðar, eða um klukkan 16:30, en miklar deilur hafa verið innan flokksins þar sem skiptar skoðanir eru um það hvort Sigmundur Davíð eigi að leiða flokkinn. Þá hafa nokkur félög innan Framsóknarflokksins skorað á Sigurð Inga að bjóða sig fram til formanns en Vísir greindi frá því fyrr í dag að þingflokkurinn hafi lýst yfir fullum stuðningi við Sigmund Davíð.„Er það svona spennandi að Framsóknarflokkurinn haldi þingflokksfund?“ Heimir Már Pétursson fréttamaður Stöðvar 2 og aðrir fjölmiðlamenn sem beðið höfðu fregna af fundinum í um þrjá klukkutíma voru í miðju viðtali við Willum Þór Þórsson þingmann Framsóknarflokksins þegar Sigmundur Davíð birtist í mynd og var á leiðinni út úr þinghúsinu ásamt Jóhannesi Þór Skúlasyni aðstoðarmanni sínum. Fréttamennirnir eltu þá félaga út og náðu að spyrja Sigmund nokkurra spurninga fyrir utan þinghúsið. Þegar Sigmundur Davíð hafði svarað einni spurningu labbaði hann af stað en var áfram eltur af fréttamönnunum og náði Heimir Már meðal annars að spyrja hann hvort hann byggist við því að Sigurður Ingi myndi tilkynna um formanns. „Er það svona spennandi að Framsóknarflokkurinn haldi þingflokksfund?“ spurði Sigmundur þá léttur í bragði.Voru að leita að bílstjóranum Gísli Einarsson fréttamaður spurði þá á móti hvort að Framsóknarflokkurinn væri ekki alltaf spennandi og sagði Sigmundur hlæjandi að það væri reyndar rétt. Hann hélt síðan áfram labbi sínu en svaraði aðspurður að hann teldi stöðu sína innan þingflokksins góða. Þá kvaðst Sigmundur bjartsýnn á framhaldið og bjartsýnn á kosningarnar. Hann sagði þó fundinn ekki hafa verið til þess að kveða upp úr um stöðu sína innan flokksins; til þess væri flokksþing. Heimir Már spurði hann síðan hvort að óánægja hefði verið innan þingflokksins með svör hans í kappræðum RÚV í gærkvöldi. „Við erum að leita að Þorsteini,“ sagði Sigmundur þá en það er maðurinn sem átti að sækja hann og Jóhannes Þór að loknum fundi. „Jæja, strákar þetta er orðið ágætt núna,“ sagði Jóhannes Þór síðan en myndband af þessu öllu saman má sjá í spilaranum hér að ofan. Kosningar 2016 Tengdar fréttir Þingflokkurinn lýsir yfir fullum stuðningi við Sigmund Davíð Sigmundur Davíð var kampakátur eftir langan þingflokksfund Framsóknarmanna. 23. september 2016 16:46 Ekki gert ráð fyrir framboði Sigurðar Inga í dagskrá Flokksþings Reyndar er ekki gert ráð fyrir því að neinn fari fram gegn Sigmundi Davíð Gunnlaugssyni. 23. september 2016 14:42 Krísufundur hjá Framsóknarflokknum Meirihluti þingmanna flokksins boðuðu til fundarins. 23. september 2016 13:26 Mest lesið Ekki hægt að draga ályktanir um hver varð manninum „líklegast“ að bana Innlent Gosmóðan gæti setið sem fastast fram á fimmtudag: „Menn verða að taka þetta alvarlega“ Innlent Lokuð inni með lokað fyrir glugga í þrjá daga Innlent Segjast komnir með nóg og ætla að gæta að framtíð Íslands Innlent Einfaldlega nýnastistar sem þýði meira ofbeldi og átök Innlent Maðurinn sem lýst var eftir fundinn Innlent Hvalreki í Vogum Innlent Fundurinn vonbrigði: „Þetta leikrit er hafið“ Innlent Árekstur á Rangárvallarvegi Fréttir Hefur áhyggjur af málflutningi „taugaveiklaðrar“ stjórnarandstöðu Innlent Fleiri fréttir Ekki hægt að draga ályktanir um hver varð manninum „líklegast“ að bana Hvalreki í Vogum Gosmóðan gæti setið sem fastast fram á fimmtudag: „Menn verða að taka þetta alvarlega“ Hefur áhyggjur af málflutningi „taugaveiklaðrar“ stjórnarandstöðu Lokuð inni með lokað fyrir glugga í þrjá daga Fundurinn vonbrigði: „Þetta leikrit er hafið“ Búin að vera lokuð inni í þrjá daga vegna gosmóðunnar Vopnað rán og skartgripaþjófnaður í Reykjavík Einfaldlega nýnastistar sem þýði meira ofbeldi og átök Maðurinn sem lýst var eftir fundinn Fordæma Hamas og segja áform um „mannúðarborg“ óviðunandi Stofna grunnskóla fyrir einhverf börn í Garðabæ Loftgæði versnandi á gosstöðvunum Segjast komnir með nóg og ætla að gæta að framtíð Íslands Sex spænskar orrustuþotur á leið til landsins Hafa tapað tvö hundruð milljónum króna vegna fjársvika Hafa sótt um bráðabirgðaleyfi Vill vita hvaða samningar eru í undirbúningi gagnvart ESB Verði fram á nótt að slökkva eld í trjákurlinu Geta greint frá svörum Þorgerðar ef hún gefur leyfi Stal bíl og keyrði um flugbrautirnar „Það þarf ekki alveg að halda sig innandyra“ „Þetta eru markvissar aðgerðir til að brjóta niður menntastofnanir“ Aðstæður þær bestu síðan 2021: Bílastæði við eldgosið að fyllast Mesta mengun frá upphafi eldsumbrota og deilt um utanríkismálin Tveggja katta enn saknað eftir eldsvoða á Tryggvagötu Hæsta gildi brennisteinsdíoxíðs frá upphafi eldsumbrota Enn unnið í því að slökkva í trjákurlinu Enginn Vinnuskóli í Reykjavík í dag vegna gosmengunar Haldlagning á ketamíni hundraðfaldast á fjórum árum Sjá meira
Það má segja að setið hafi verið um Sigmund Davíð Gunnlaugsson formann Framsóknarflokksins þegar hann fór af löngum þingflokksfundi flokksins á fimmta tímanum í dag. Fundurinn hófst um klukkan 13:20 en um hálfþrjúleytið fór Sigurður Ingi Jóhannsson forsætisráðherra og varaformaður Framsóknar af fundinum án þess að ræða við fjölmiðla. Fundinum lauk svo ekki fyrr en um tveimur tímum síðar, eða um klukkan 16:30, en miklar deilur hafa verið innan flokksins þar sem skiptar skoðanir eru um það hvort Sigmundur Davíð eigi að leiða flokkinn. Þá hafa nokkur félög innan Framsóknarflokksins skorað á Sigurð Inga að bjóða sig fram til formanns en Vísir greindi frá því fyrr í dag að þingflokkurinn hafi lýst yfir fullum stuðningi við Sigmund Davíð.„Er það svona spennandi að Framsóknarflokkurinn haldi þingflokksfund?“ Heimir Már Pétursson fréttamaður Stöðvar 2 og aðrir fjölmiðlamenn sem beðið höfðu fregna af fundinum í um þrjá klukkutíma voru í miðju viðtali við Willum Þór Þórsson þingmann Framsóknarflokksins þegar Sigmundur Davíð birtist í mynd og var á leiðinni út úr þinghúsinu ásamt Jóhannesi Þór Skúlasyni aðstoðarmanni sínum. Fréttamennirnir eltu þá félaga út og náðu að spyrja Sigmund nokkurra spurninga fyrir utan þinghúsið. Þegar Sigmundur Davíð hafði svarað einni spurningu labbaði hann af stað en var áfram eltur af fréttamönnunum og náði Heimir Már meðal annars að spyrja hann hvort hann byggist við því að Sigurður Ingi myndi tilkynna um formanns. „Er það svona spennandi að Framsóknarflokkurinn haldi þingflokksfund?“ spurði Sigmundur þá léttur í bragði.Voru að leita að bílstjóranum Gísli Einarsson fréttamaður spurði þá á móti hvort að Framsóknarflokkurinn væri ekki alltaf spennandi og sagði Sigmundur hlæjandi að það væri reyndar rétt. Hann hélt síðan áfram labbi sínu en svaraði aðspurður að hann teldi stöðu sína innan þingflokksins góða. Þá kvaðst Sigmundur bjartsýnn á framhaldið og bjartsýnn á kosningarnar. Hann sagði þó fundinn ekki hafa verið til þess að kveða upp úr um stöðu sína innan flokksins; til þess væri flokksþing. Heimir Már spurði hann síðan hvort að óánægja hefði verið innan þingflokksins með svör hans í kappræðum RÚV í gærkvöldi. „Við erum að leita að Þorsteini,“ sagði Sigmundur þá en það er maðurinn sem átti að sækja hann og Jóhannes Þór að loknum fundi. „Jæja, strákar þetta er orðið ágætt núna,“ sagði Jóhannes Þór síðan en myndband af þessu öllu saman má sjá í spilaranum hér að ofan.
Kosningar 2016 Tengdar fréttir Þingflokkurinn lýsir yfir fullum stuðningi við Sigmund Davíð Sigmundur Davíð var kampakátur eftir langan þingflokksfund Framsóknarmanna. 23. september 2016 16:46 Ekki gert ráð fyrir framboði Sigurðar Inga í dagskrá Flokksþings Reyndar er ekki gert ráð fyrir því að neinn fari fram gegn Sigmundi Davíð Gunnlaugssyni. 23. september 2016 14:42 Krísufundur hjá Framsóknarflokknum Meirihluti þingmanna flokksins boðuðu til fundarins. 23. september 2016 13:26 Mest lesið Ekki hægt að draga ályktanir um hver varð manninum „líklegast“ að bana Innlent Gosmóðan gæti setið sem fastast fram á fimmtudag: „Menn verða að taka þetta alvarlega“ Innlent Lokuð inni með lokað fyrir glugga í þrjá daga Innlent Segjast komnir með nóg og ætla að gæta að framtíð Íslands Innlent Einfaldlega nýnastistar sem þýði meira ofbeldi og átök Innlent Maðurinn sem lýst var eftir fundinn Innlent Hvalreki í Vogum Innlent Fundurinn vonbrigði: „Þetta leikrit er hafið“ Innlent Árekstur á Rangárvallarvegi Fréttir Hefur áhyggjur af málflutningi „taugaveiklaðrar“ stjórnarandstöðu Innlent Fleiri fréttir Ekki hægt að draga ályktanir um hver varð manninum „líklegast“ að bana Hvalreki í Vogum Gosmóðan gæti setið sem fastast fram á fimmtudag: „Menn verða að taka þetta alvarlega“ Hefur áhyggjur af málflutningi „taugaveiklaðrar“ stjórnarandstöðu Lokuð inni með lokað fyrir glugga í þrjá daga Fundurinn vonbrigði: „Þetta leikrit er hafið“ Búin að vera lokuð inni í þrjá daga vegna gosmóðunnar Vopnað rán og skartgripaþjófnaður í Reykjavík Einfaldlega nýnastistar sem þýði meira ofbeldi og átök Maðurinn sem lýst var eftir fundinn Fordæma Hamas og segja áform um „mannúðarborg“ óviðunandi Stofna grunnskóla fyrir einhverf börn í Garðabæ Loftgæði versnandi á gosstöðvunum Segjast komnir með nóg og ætla að gæta að framtíð Íslands Sex spænskar orrustuþotur á leið til landsins Hafa tapað tvö hundruð milljónum króna vegna fjársvika Hafa sótt um bráðabirgðaleyfi Vill vita hvaða samningar eru í undirbúningi gagnvart ESB Verði fram á nótt að slökkva eld í trjákurlinu Geta greint frá svörum Þorgerðar ef hún gefur leyfi Stal bíl og keyrði um flugbrautirnar „Það þarf ekki alveg að halda sig innandyra“ „Þetta eru markvissar aðgerðir til að brjóta niður menntastofnanir“ Aðstæður þær bestu síðan 2021: Bílastæði við eldgosið að fyllast Mesta mengun frá upphafi eldsumbrota og deilt um utanríkismálin Tveggja katta enn saknað eftir eldsvoða á Tryggvagötu Hæsta gildi brennisteinsdíoxíðs frá upphafi eldsumbrota Enn unnið í því að slökkva í trjákurlinu Enginn Vinnuskóli í Reykjavík í dag vegna gosmengunar Haldlagning á ketamíni hundraðfaldast á fjórum árum Sjá meira
Þingflokkurinn lýsir yfir fullum stuðningi við Sigmund Davíð Sigmundur Davíð var kampakátur eftir langan þingflokksfund Framsóknarmanna. 23. september 2016 16:46
Ekki gert ráð fyrir framboði Sigurðar Inga í dagskrá Flokksþings Reyndar er ekki gert ráð fyrir því að neinn fari fram gegn Sigmundi Davíð Gunnlaugssyni. 23. september 2016 14:42
Krísufundur hjá Framsóknarflokknum Meirihluti þingmanna flokksins boðuðu til fundarins. 23. september 2016 13:26