Fréttamenn eltu Sigmund Davíð á röndum á meðan leitað var að bílstjóranum Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 23. september 2016 18:02 Það má segja að setið hafi verið um Sigmund Davíð Gunnlaugsson formann Framsóknarflokksins þegar hann fór af löngum þingflokksfundi flokksins á fimmta tímanum í dag. Fundurinn hófst um klukkan 13:20 en um hálfþrjúleytið fór Sigurður Ingi Jóhannsson forsætisráðherra og varaformaður Framsóknar af fundinum án þess að ræða við fjölmiðla. Fundinum lauk svo ekki fyrr en um tveimur tímum síðar, eða um klukkan 16:30, en miklar deilur hafa verið innan flokksins þar sem skiptar skoðanir eru um það hvort Sigmundur Davíð eigi að leiða flokkinn. Þá hafa nokkur félög innan Framsóknarflokksins skorað á Sigurð Inga að bjóða sig fram til formanns en Vísir greindi frá því fyrr í dag að þingflokkurinn hafi lýst yfir fullum stuðningi við Sigmund Davíð.„Er það svona spennandi að Framsóknarflokkurinn haldi þingflokksfund?“ Heimir Már Pétursson fréttamaður Stöðvar 2 og aðrir fjölmiðlamenn sem beðið höfðu fregna af fundinum í um þrjá klukkutíma voru í miðju viðtali við Willum Þór Þórsson þingmann Framsóknarflokksins þegar Sigmundur Davíð birtist í mynd og var á leiðinni út úr þinghúsinu ásamt Jóhannesi Þór Skúlasyni aðstoðarmanni sínum. Fréttamennirnir eltu þá félaga út og náðu að spyrja Sigmund nokkurra spurninga fyrir utan þinghúsið. Þegar Sigmundur Davíð hafði svarað einni spurningu labbaði hann af stað en var áfram eltur af fréttamönnunum og náði Heimir Már meðal annars að spyrja hann hvort hann byggist við því að Sigurður Ingi myndi tilkynna um formanns. „Er það svona spennandi að Framsóknarflokkurinn haldi þingflokksfund?“ spurði Sigmundur þá léttur í bragði.Voru að leita að bílstjóranum Gísli Einarsson fréttamaður spurði þá á móti hvort að Framsóknarflokkurinn væri ekki alltaf spennandi og sagði Sigmundur hlæjandi að það væri reyndar rétt. Hann hélt síðan áfram labbi sínu en svaraði aðspurður að hann teldi stöðu sína innan þingflokksins góða. Þá kvaðst Sigmundur bjartsýnn á framhaldið og bjartsýnn á kosningarnar. Hann sagði þó fundinn ekki hafa verið til þess að kveða upp úr um stöðu sína innan flokksins; til þess væri flokksþing. Heimir Már spurði hann síðan hvort að óánægja hefði verið innan þingflokksins með svör hans í kappræðum RÚV í gærkvöldi. „Við erum að leita að Þorsteini,“ sagði Sigmundur þá en það er maðurinn sem átti að sækja hann og Jóhannes Þór að loknum fundi. „Jæja, strákar þetta er orðið ágætt núna,“ sagði Jóhannes Þór síðan en myndband af þessu öllu saman má sjá í spilaranum hér að ofan. Kosningar 2016 Tengdar fréttir Þingflokkurinn lýsir yfir fullum stuðningi við Sigmund Davíð Sigmundur Davíð var kampakátur eftir langan þingflokksfund Framsóknarmanna. 23. september 2016 16:46 Ekki gert ráð fyrir framboði Sigurðar Inga í dagskrá Flokksþings Reyndar er ekki gert ráð fyrir því að neinn fari fram gegn Sigmundi Davíð Gunnlaugssyni. 23. september 2016 14:42 Krísufundur hjá Framsóknarflokknum Meirihluti þingmanna flokksins boðuðu til fundarins. 23. september 2016 13:26 Mest lesið Ástandið ólíðandi í Mjóddinni: „Hvernig upplifun er að mæta á svona salerni?“ Innlent Fordæmir Snorra harðlega og segir hann gamaldags Innlent Landhelgisgæslan bíður eftir rússnesku skipi Innlent Geti reynst ógn við öryggi allra barna Innlent Talíbanar óska eftir aðstoð alþjóðasamfélagsins Erlent Vélmenni hlaðin sprengiefnum rífi niður byggingar Erlent Fagna breytingunum en hætta ekki að berjast Innlent Mótmælti nýja kerfinu í fyrra en fagnaði því í dag Innlent Nágranni hafði betur og verkstæðið verður ekki endurbyggt Innlent Lögregla kölluð til vegna slagsmála og hnífaburðar Innlent Fleiri fréttir Fordæmir Snorra harðlega og segir hann gamaldags Ástandið ólíðandi í Mjóddinni: „Hvernig upplifun er að mæta á svona salerni?“ Fagna breytingunum en hætta ekki að berjast Landhelgisgæslan bíður eftir rússnesku skipi Geti reynst ógn við öryggi allra barna Mikil ánægja hjá ferðamönnum með alla aðstöðu í Skaftafelli Mótmælti nýja kerfinu í fyrra en fagnaði því í dag Stórbætt afkoma öryrkja og „niðurlægjandi“ ástand Mjóddarinnar Lögregla kölluð til vegna slagsmála og hnífaburðar Leit vegna neyðarsendis frestað Falla frá hluta ákæru vegna tunnumótmælanna Nágranni hafði betur og verkstæðið verður ekki endurbyggt Innkalla ferskan kjúkling frá Matfugli vegna gruns um salmonellu Tilkynnt um hljóð úr neyðarsendi á flugi yfir Akranes Einfaldasta lausnin að bæta kjör geislafræðinga Veitur vara við svikaskilaboðum Áhersla lögð á andlega líðan eldra fólks sem sé lítið rædd Þrjátíu þúsund fengu hærri lífeyri í dag en síðustu mánaðamót Ákærður fyrir að bera sig ítrekað Segir nýtt kerfi stórbæta kjör lífeyrisþega Með á þriðja þúsund pilla í nammipokum Bein útsending: Nýtt örorku- og endurhæfingarkerfi tekur gildi Það sé skammtímalausn að lengja opnunartíma og senda fólk erlendis í geislameðferð Snærós ráðin framkvæmdastjóri Evrópuhreyfingarinnar Sólveig Anna sé sjálf sek um dyggðaskreytingar Með óspektir og réðst á lögreglumann Vill skipta út borgarstjórnarflokknum en halda Hildi inni Hútar réðust inn til Sameinuðu þjóðanna og tóku ellefu starfsmenn í hald Biðjast ekki afsökunar Ferðamaður tekinn á tvö hundruð kílómetra hraða Sjá meira
Það má segja að setið hafi verið um Sigmund Davíð Gunnlaugsson formann Framsóknarflokksins þegar hann fór af löngum þingflokksfundi flokksins á fimmta tímanum í dag. Fundurinn hófst um klukkan 13:20 en um hálfþrjúleytið fór Sigurður Ingi Jóhannsson forsætisráðherra og varaformaður Framsóknar af fundinum án þess að ræða við fjölmiðla. Fundinum lauk svo ekki fyrr en um tveimur tímum síðar, eða um klukkan 16:30, en miklar deilur hafa verið innan flokksins þar sem skiptar skoðanir eru um það hvort Sigmundur Davíð eigi að leiða flokkinn. Þá hafa nokkur félög innan Framsóknarflokksins skorað á Sigurð Inga að bjóða sig fram til formanns en Vísir greindi frá því fyrr í dag að þingflokkurinn hafi lýst yfir fullum stuðningi við Sigmund Davíð.„Er það svona spennandi að Framsóknarflokkurinn haldi þingflokksfund?“ Heimir Már Pétursson fréttamaður Stöðvar 2 og aðrir fjölmiðlamenn sem beðið höfðu fregna af fundinum í um þrjá klukkutíma voru í miðju viðtali við Willum Þór Þórsson þingmann Framsóknarflokksins þegar Sigmundur Davíð birtist í mynd og var á leiðinni út úr þinghúsinu ásamt Jóhannesi Þór Skúlasyni aðstoðarmanni sínum. Fréttamennirnir eltu þá félaga út og náðu að spyrja Sigmund nokkurra spurninga fyrir utan þinghúsið. Þegar Sigmundur Davíð hafði svarað einni spurningu labbaði hann af stað en var áfram eltur af fréttamönnunum og náði Heimir Már meðal annars að spyrja hann hvort hann byggist við því að Sigurður Ingi myndi tilkynna um formanns. „Er það svona spennandi að Framsóknarflokkurinn haldi þingflokksfund?“ spurði Sigmundur þá léttur í bragði.Voru að leita að bílstjóranum Gísli Einarsson fréttamaður spurði þá á móti hvort að Framsóknarflokkurinn væri ekki alltaf spennandi og sagði Sigmundur hlæjandi að það væri reyndar rétt. Hann hélt síðan áfram labbi sínu en svaraði aðspurður að hann teldi stöðu sína innan þingflokksins góða. Þá kvaðst Sigmundur bjartsýnn á framhaldið og bjartsýnn á kosningarnar. Hann sagði þó fundinn ekki hafa verið til þess að kveða upp úr um stöðu sína innan flokksins; til þess væri flokksþing. Heimir Már spurði hann síðan hvort að óánægja hefði verið innan þingflokksins með svör hans í kappræðum RÚV í gærkvöldi. „Við erum að leita að Þorsteini,“ sagði Sigmundur þá en það er maðurinn sem átti að sækja hann og Jóhannes Þór að loknum fundi. „Jæja, strákar þetta er orðið ágætt núna,“ sagði Jóhannes Þór síðan en myndband af þessu öllu saman má sjá í spilaranum hér að ofan.
Kosningar 2016 Tengdar fréttir Þingflokkurinn lýsir yfir fullum stuðningi við Sigmund Davíð Sigmundur Davíð var kampakátur eftir langan þingflokksfund Framsóknarmanna. 23. september 2016 16:46 Ekki gert ráð fyrir framboði Sigurðar Inga í dagskrá Flokksþings Reyndar er ekki gert ráð fyrir því að neinn fari fram gegn Sigmundi Davíð Gunnlaugssyni. 23. september 2016 14:42 Krísufundur hjá Framsóknarflokknum Meirihluti þingmanna flokksins boðuðu til fundarins. 23. september 2016 13:26 Mest lesið Ástandið ólíðandi í Mjóddinni: „Hvernig upplifun er að mæta á svona salerni?“ Innlent Fordæmir Snorra harðlega og segir hann gamaldags Innlent Landhelgisgæslan bíður eftir rússnesku skipi Innlent Geti reynst ógn við öryggi allra barna Innlent Talíbanar óska eftir aðstoð alþjóðasamfélagsins Erlent Vélmenni hlaðin sprengiefnum rífi niður byggingar Erlent Fagna breytingunum en hætta ekki að berjast Innlent Mótmælti nýja kerfinu í fyrra en fagnaði því í dag Innlent Nágranni hafði betur og verkstæðið verður ekki endurbyggt Innlent Lögregla kölluð til vegna slagsmála og hnífaburðar Innlent Fleiri fréttir Fordæmir Snorra harðlega og segir hann gamaldags Ástandið ólíðandi í Mjóddinni: „Hvernig upplifun er að mæta á svona salerni?“ Fagna breytingunum en hætta ekki að berjast Landhelgisgæslan bíður eftir rússnesku skipi Geti reynst ógn við öryggi allra barna Mikil ánægja hjá ferðamönnum með alla aðstöðu í Skaftafelli Mótmælti nýja kerfinu í fyrra en fagnaði því í dag Stórbætt afkoma öryrkja og „niðurlægjandi“ ástand Mjóddarinnar Lögregla kölluð til vegna slagsmála og hnífaburðar Leit vegna neyðarsendis frestað Falla frá hluta ákæru vegna tunnumótmælanna Nágranni hafði betur og verkstæðið verður ekki endurbyggt Innkalla ferskan kjúkling frá Matfugli vegna gruns um salmonellu Tilkynnt um hljóð úr neyðarsendi á flugi yfir Akranes Einfaldasta lausnin að bæta kjör geislafræðinga Veitur vara við svikaskilaboðum Áhersla lögð á andlega líðan eldra fólks sem sé lítið rædd Þrjátíu þúsund fengu hærri lífeyri í dag en síðustu mánaðamót Ákærður fyrir að bera sig ítrekað Segir nýtt kerfi stórbæta kjör lífeyrisþega Með á þriðja þúsund pilla í nammipokum Bein útsending: Nýtt örorku- og endurhæfingarkerfi tekur gildi Það sé skammtímalausn að lengja opnunartíma og senda fólk erlendis í geislameðferð Snærós ráðin framkvæmdastjóri Evrópuhreyfingarinnar Sólveig Anna sé sjálf sek um dyggðaskreytingar Með óspektir og réðst á lögreglumann Vill skipta út borgarstjórnarflokknum en halda Hildi inni Hútar réðust inn til Sameinuðu þjóðanna og tóku ellefu starfsmenn í hald Biðjast ekki afsökunar Ferðamaður tekinn á tvö hundruð kílómetra hraða Sjá meira
Þingflokkurinn lýsir yfir fullum stuðningi við Sigmund Davíð Sigmundur Davíð var kampakátur eftir langan þingflokksfund Framsóknarmanna. 23. september 2016 16:46
Ekki gert ráð fyrir framboði Sigurðar Inga í dagskrá Flokksþings Reyndar er ekki gert ráð fyrir því að neinn fari fram gegn Sigmundi Davíð Gunnlaugssyni. 23. september 2016 14:42
Krísufundur hjá Framsóknarflokknum Meirihluti þingmanna flokksins boðuðu til fundarins. 23. september 2016 13:26