Heppnin með Spánverja á Bíldshöfða: „Þetta var bara hans dagur“ Ásgeir Erlendsson skrifar 28. september 2016 11:30 Það þykir ganga kraftaverki næst að erlendir ferðamenn skyldu ekki slasast alvarlega þegar öflug gassprenging varð við metandælu bensínstöðvar við Bíldshöfða. Ferðamennirnir reyndu að dæla Metani á própan-gaskút en slíkt hefur ekki gerst áður að sögn forstjóra N1. Húsbíll þeirra og dælan eru gjörónýt. Slökkvilið, lögregla og sjúkralið voru kölluð að bensínstöð N1 við Bíldshöfða á öðrum tímanum í gær þegar tilkynnt var um öfluga gassprengingu við metandælu stöðvarinnar. Í fyrstu var óttast um metanleka í kjölfar sprengingarinnar og var götum í kringum bensínstöðina lokað. „Erlendur ferðamaður reynir að dæla metangasi á gaskút sem á að vera própangas í. Kúturinn springur og bifreiðin í rauninni með,“ segri Eggert Þór Kristófersson, forstjóri N1. Brak frá kútnum dreyfðist í allar áttir og með ólíkindum að ferðamaðurinn sem stóð við kútinn skyldi sleppa nær ómeiddur. Ferðamönnunum var skiljanlega brugðið en þeir unnu að því að bjarga verðmætum úr húsbílnum áður en hann var fluttur af vettvangi. „Þetta hefur verið mikið sjokk fyrir þau því að þetta hefði getað farið mjög illa. Bara heppin að hafa lifað,“ segir Þórir Steinarsson, varðstjóri hjá slökkviliðinu á höfuðborgarsvæðinu. „Sem betur fer. Það er bara hans dagur í dag.“ Eggert Þór Kristófersson, forstjóri N1, segir að þrýstingurinn á metandælunni sé tuttugufalt meiri en á dælu sem fyllir á própangaskúta. Þar að auki sé bannað að dæla sjálfur á slíka kúta en atvik sem þetta hefur ekki komið upp áður hér á landi. „Vanalega kemur fólk inn og kaupir nýjan kút. Þetta er greinilega eitthvað sem við þurfum að fylgjast með útaf aukningu ferðamanna.“ Ferðamennska á Íslandi Mest lesið Reyndu að fá flugmann Maduros til að aðstoða við handtöku hans Erlent „Því miður er verklagið þannig“ Innlent Viðbrögð hjólreiðamannsins að einhverju leyti skiljanleg Innlent Fjárhagsstaðan alvarleg hjá ríkislögreglustjóra Innlent Opnun Brákarborgar frestað enn á ný Innlent Fastur heima í þrjá daga út af engum mokstri Innlent Ögmundur Ísak ráðinn til þingflokks Sjálfstæðisflokksins Innlent „Þetta verður allt saman stórvarasamt í fyrramálið“ Veður Kallar Biden ljótan að utan sem innan og vill hann í fangelsi Erlent Ein hinna reknu segir konunum kastað fyrir ljónin Innlent Fleiri fréttir „Því miður er verklagið þannig“ Opnun Brákarborgar frestað enn á ný Ögmundur Ísak ráðinn til þingflokks Sjálfstæðisflokksins Viðbrögð hjólreiðamannsins að einhverju leyti skiljanleg Fjárhagsstaðan alvarleg hjá ríkislögreglustjóra Formannskosningu Pírata frestað Fastur heima í þrjá daga út af engum mokstri Þurfa mögulega að fresta formannskosningu vegna formgalla Flughálka í kortunum, breytingar hjá bönkunum og formaður Pírata Reyna að lokka íslenska lækna heim Óvenjulegir smáskjálftar reyndust sprengingar Ein hinna reknu segir konunum kastað fyrir ljónin Fylgjast með smáskjálftum við Bláa lónið Kirkjuþing skorar á stjórnvöld að hækka sóknargjald Ósammála ráðherra um að atkvæðajafnvægi sé mannréttindamál Ungir innflytjendur á Íslandi ekki jafn jaðarsettir og í Svíþjóð Leita til UNESCO vegna Vonarskarðs og kæra kynjahalla Aukin verðbólga áhyggjuefni og asahláka í kortunum Spyr hvort ökumenn myndu keyra á gangandi á götunni Séra Flosi Magnússon fallinn frá Að jafnaði tilkynnt um tólf kynferðisbrot í hverri viku Var ofurölvi þegar hann hljóp yfir Reykjanesbraut „Auðvitað slær þetta mig ekki vel“ Fundi slitið án árangurs og nýr ekki boðaður „Fyrstu þrjú árin sem ég var veik voru algjört helvíti“ Vill sjá byggingakrana í Úlfarsárdal á næsta ári Reikna með flughálum vegum Fagnar aðgerðum en telur húsnæðispakkann „fremur rýran“ Úrskurðarnefnd klofin en framkvæmdaleyfi stendur Engar uppsagnir í farvatninu Sjá meira
Það þykir ganga kraftaverki næst að erlendir ferðamenn skyldu ekki slasast alvarlega þegar öflug gassprenging varð við metandælu bensínstöðvar við Bíldshöfða. Ferðamennirnir reyndu að dæla Metani á própan-gaskút en slíkt hefur ekki gerst áður að sögn forstjóra N1. Húsbíll þeirra og dælan eru gjörónýt. Slökkvilið, lögregla og sjúkralið voru kölluð að bensínstöð N1 við Bíldshöfða á öðrum tímanum í gær þegar tilkynnt var um öfluga gassprengingu við metandælu stöðvarinnar. Í fyrstu var óttast um metanleka í kjölfar sprengingarinnar og var götum í kringum bensínstöðina lokað. „Erlendur ferðamaður reynir að dæla metangasi á gaskút sem á að vera própangas í. Kúturinn springur og bifreiðin í rauninni með,“ segri Eggert Þór Kristófersson, forstjóri N1. Brak frá kútnum dreyfðist í allar áttir og með ólíkindum að ferðamaðurinn sem stóð við kútinn skyldi sleppa nær ómeiddur. Ferðamönnunum var skiljanlega brugðið en þeir unnu að því að bjarga verðmætum úr húsbílnum áður en hann var fluttur af vettvangi. „Þetta hefur verið mikið sjokk fyrir þau því að þetta hefði getað farið mjög illa. Bara heppin að hafa lifað,“ segir Þórir Steinarsson, varðstjóri hjá slökkviliðinu á höfuðborgarsvæðinu. „Sem betur fer. Það er bara hans dagur í dag.“ Eggert Þór Kristófersson, forstjóri N1, segir að þrýstingurinn á metandælunni sé tuttugufalt meiri en á dælu sem fyllir á própangaskúta. Þar að auki sé bannað að dæla sjálfur á slíka kúta en atvik sem þetta hefur ekki komið upp áður hér á landi. „Vanalega kemur fólk inn og kaupir nýjan kút. Þetta er greinilega eitthvað sem við þurfum að fylgjast með útaf aukningu ferðamanna.“
Ferðamennska á Íslandi Mest lesið Reyndu að fá flugmann Maduros til að aðstoða við handtöku hans Erlent „Því miður er verklagið þannig“ Innlent Viðbrögð hjólreiðamannsins að einhverju leyti skiljanleg Innlent Fjárhagsstaðan alvarleg hjá ríkislögreglustjóra Innlent Opnun Brákarborgar frestað enn á ný Innlent Fastur heima í þrjá daga út af engum mokstri Innlent Ögmundur Ísak ráðinn til þingflokks Sjálfstæðisflokksins Innlent „Þetta verður allt saman stórvarasamt í fyrramálið“ Veður Kallar Biden ljótan að utan sem innan og vill hann í fangelsi Erlent Ein hinna reknu segir konunum kastað fyrir ljónin Innlent Fleiri fréttir „Því miður er verklagið þannig“ Opnun Brákarborgar frestað enn á ný Ögmundur Ísak ráðinn til þingflokks Sjálfstæðisflokksins Viðbrögð hjólreiðamannsins að einhverju leyti skiljanleg Fjárhagsstaðan alvarleg hjá ríkislögreglustjóra Formannskosningu Pírata frestað Fastur heima í þrjá daga út af engum mokstri Þurfa mögulega að fresta formannskosningu vegna formgalla Flughálka í kortunum, breytingar hjá bönkunum og formaður Pírata Reyna að lokka íslenska lækna heim Óvenjulegir smáskjálftar reyndust sprengingar Ein hinna reknu segir konunum kastað fyrir ljónin Fylgjast með smáskjálftum við Bláa lónið Kirkjuþing skorar á stjórnvöld að hækka sóknargjald Ósammála ráðherra um að atkvæðajafnvægi sé mannréttindamál Ungir innflytjendur á Íslandi ekki jafn jaðarsettir og í Svíþjóð Leita til UNESCO vegna Vonarskarðs og kæra kynjahalla Aukin verðbólga áhyggjuefni og asahláka í kortunum Spyr hvort ökumenn myndu keyra á gangandi á götunni Séra Flosi Magnússon fallinn frá Að jafnaði tilkynnt um tólf kynferðisbrot í hverri viku Var ofurölvi þegar hann hljóp yfir Reykjanesbraut „Auðvitað slær þetta mig ekki vel“ Fundi slitið án árangurs og nýr ekki boðaður „Fyrstu þrjú árin sem ég var veik voru algjört helvíti“ Vill sjá byggingakrana í Úlfarsárdal á næsta ári Reikna með flughálum vegum Fagnar aðgerðum en telur húsnæðispakkann „fremur rýran“ Úrskurðarnefnd klofin en framkvæmdaleyfi stendur Engar uppsagnir í farvatninu Sjá meira