Ríkislögreglustjóra ekki verið tilkynnt um innbrot í tölvu fyrrverandi forsætisráðherra Hulda Hólmkelsdóttir skrifar 12. september 2016 14:43 Sigmundur Davíð ásamt konu sinni Önnu Sigurlaugu Pálsdóttur á haustþingi miðstjórnar Framsóknarflokksins um liðna helgi. vísir/sveinn Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, fyrrverandi forsætisráðherra, hélt því fram í ræðu sinni á haustþingi miðstjórnar Framsóknarflokksins að brotist hafi verið inn í tölvu hans og honum fylgt eftir um heiminn. Í svari til fréttastofu segir að embætti ríkislögreglustjóra hafi ekki verið tilkynnt um slíkt brot. „Ég gerði alltaf ráð fyrir því að það væri fylgst með því sem ég sagði í símann, ég veit að það var brotist inn í tölvuna hjá mér, ég lét skoða það, og við reyndum eins og við mögulega gátum að forðast að hleypa þessum aðilum að okkur. En þeir reyndu mikið, eltu mig meira að segja til útlanda,” sagði Sigmundur Davíð Gunnlaugsson í ræðu sinni á haustþingi miðstjórnar Framsóknarflokksins. Sigurður Ingi Jóhannsson forsætisráðherra sagðist í samtali við mbl.is eftir fundinn ekki þekkja til málsins. „Þú verður að ræða það við hann, ég þekki það ekki alveg,“ sagði Sigurður Ingi. Brot gegn stjórnskipan ríkisins og æðstu stjórnvöldum þess heyrir undir greiningardeild ríkislögreglustjóra. Í svari greiningardeildar til fréttastofu segir að ekki hafi verið tilkynnt um slíkt brot til embættisins. „Embætti ríkislögreglustjóra hefur ekki verið tilkynnt um innbrot í tölvu fyrrverandi forsætisráðherra.“ Kosningar 2016 Tengdar fréttir Stirt milli formanns og forsætisráðherra Menn eru sammála um að samræður á miðstjórnarfundi Framsóknarflokksins um helgina hafi verið hreinskiptar og hreinsað andrúmsloftið. 12. september 2016 06:30 Trúnaðarbrestur í stjórn flokksins: Mun ekki sitja sem varaformaður í óbreyttri stjórn Sigurður Ingi Jóhannsson sagði í ræðu sinni á miðstjórnafundi flokksins ekki geta setið sem varaformaður eftir lansþingið í óbreyttri stjórn. 10. september 2016 19:42 Sigmundur segir að kröfuhafar hafi fylgst vel með honum og að brotist hafi verið inn í tölvuna hans Það er múgur og margmenni á haustþingi miðstjórnar Framsóknarflokksins sem nú fer fram í Hofi á Akureyri. Mun fleiri mættu en gert var ráð fyrir og þurfti því að opna salinn út á gang og koma fyrir fleiri stólum svo allir gætu fengið sæti og fylgst með fundinum. 10. september 2016 15:03 Miðstjórn Framsóknarflokksins fundar á Akureyri í dag Dagsetning flokksþings ákveðin á fundinum. 10. september 2016 11:37 Mest lesið Þrír látnir í risaöldum á Tenerife Erlent Var komin á slæman stað og fór ekki úr húsi án fylgdar Innlent „Hann hlýtur að leggja allt kapp á Reykjavík“ Innlent Aflýsa yfir þúsund flugferðum Erlent „Dagur, enga frasapólitík hér“ Innlent Gestir Bylgjunnar fá að synda undir þessu þaki Erlent Ákvörðun ráðherra megi ekki litast af almenningsáliti Innlent Brunaði af stað frá ölvunarpósti en var handtekinn við Hamraborg Innlent Margir keypt fleiri en einn vegna fordómafullrar umræðu Innlent Getur ríkislögreglustjóri setið áfram? Innlent Fleiri fréttir Vill leiða Sjálfstæðisflokkinn í Reykjanesbæ „Dagur, enga frasapólitík hér“ Ákvörðun ráðherra megi ekki litast af almenningsáliti Húsæðis- og efnahagsmál brenna á ungu fólki „Hann hlýtur að leggja allt kapp á Reykjavík“ Margir keypt fleiri en einn vegna fordómafullrar umræðu Borgarstjórnarsigur lífsnauðsynlegur Sjálfstæðismönnum Brunaði af stað frá ölvunarpósti en var handtekinn við Hamraborg Var komin á slæman stað og fór ekki úr húsi án fylgdar Þriggja stiga skjálfti í Öskju Getur ríkislögreglustjóri setið áfram? Píratar kjósa formann í lok mánaðar Reyndi að flýja lögreglu en endaði uppi á kanti Engin ástæða til að breyta neinu Fölsuð megrunarlyf líklega á leið til landsins Óljóst hvað olli því að rútan hafnaði utan vegar Geta haft opið um helgar en algjör óvissa um húsnæðismálin Brosið fer ekki af Hrunamönnum Eldur bak við innstungu reyndist minni háttar Hætta á fölsuðum megrunarlyfjum og leitað í ræturnar Útkall á mesta forgangi vegna kajakræðara í vanda „Mikið svakalega hlakka ég til að hreinsa til í ráðhúsinu“ Í beinni: Skyndifundur Sjálfstæðismanna á Grand Hotel Alltaf hægt að gera betur á meðferðarheimilunum Menningarverðlaun Árborgar til hjóna á Eyrarbakka Seatrips gert að greiða hundrað milljónir vegna tjóns á flutningaskipi Óskiljanleg lánaviðmið og Grammy-tilnefning stórstjörnunnar Eldur í þúsund fermetra fjósi með skepnum inni Happdrætti Háskólans sýknað af tugmilljóna kröfu Catalinu Veittist fyrst að dyravörðum og svo að lögreglumönnum Sjá meira
Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, fyrrverandi forsætisráðherra, hélt því fram í ræðu sinni á haustþingi miðstjórnar Framsóknarflokksins að brotist hafi verið inn í tölvu hans og honum fylgt eftir um heiminn. Í svari til fréttastofu segir að embætti ríkislögreglustjóra hafi ekki verið tilkynnt um slíkt brot. „Ég gerði alltaf ráð fyrir því að það væri fylgst með því sem ég sagði í símann, ég veit að það var brotist inn í tölvuna hjá mér, ég lét skoða það, og við reyndum eins og við mögulega gátum að forðast að hleypa þessum aðilum að okkur. En þeir reyndu mikið, eltu mig meira að segja til útlanda,” sagði Sigmundur Davíð Gunnlaugsson í ræðu sinni á haustþingi miðstjórnar Framsóknarflokksins. Sigurður Ingi Jóhannsson forsætisráðherra sagðist í samtali við mbl.is eftir fundinn ekki þekkja til málsins. „Þú verður að ræða það við hann, ég þekki það ekki alveg,“ sagði Sigurður Ingi. Brot gegn stjórnskipan ríkisins og æðstu stjórnvöldum þess heyrir undir greiningardeild ríkislögreglustjóra. Í svari greiningardeildar til fréttastofu segir að ekki hafi verið tilkynnt um slíkt brot til embættisins. „Embætti ríkislögreglustjóra hefur ekki verið tilkynnt um innbrot í tölvu fyrrverandi forsætisráðherra.“
Kosningar 2016 Tengdar fréttir Stirt milli formanns og forsætisráðherra Menn eru sammála um að samræður á miðstjórnarfundi Framsóknarflokksins um helgina hafi verið hreinskiptar og hreinsað andrúmsloftið. 12. september 2016 06:30 Trúnaðarbrestur í stjórn flokksins: Mun ekki sitja sem varaformaður í óbreyttri stjórn Sigurður Ingi Jóhannsson sagði í ræðu sinni á miðstjórnafundi flokksins ekki geta setið sem varaformaður eftir lansþingið í óbreyttri stjórn. 10. september 2016 19:42 Sigmundur segir að kröfuhafar hafi fylgst vel með honum og að brotist hafi verið inn í tölvuna hans Það er múgur og margmenni á haustþingi miðstjórnar Framsóknarflokksins sem nú fer fram í Hofi á Akureyri. Mun fleiri mættu en gert var ráð fyrir og þurfti því að opna salinn út á gang og koma fyrir fleiri stólum svo allir gætu fengið sæti og fylgst með fundinum. 10. september 2016 15:03 Miðstjórn Framsóknarflokksins fundar á Akureyri í dag Dagsetning flokksþings ákveðin á fundinum. 10. september 2016 11:37 Mest lesið Þrír látnir í risaöldum á Tenerife Erlent Var komin á slæman stað og fór ekki úr húsi án fylgdar Innlent „Hann hlýtur að leggja allt kapp á Reykjavík“ Innlent Aflýsa yfir þúsund flugferðum Erlent „Dagur, enga frasapólitík hér“ Innlent Gestir Bylgjunnar fá að synda undir þessu þaki Erlent Ákvörðun ráðherra megi ekki litast af almenningsáliti Innlent Brunaði af stað frá ölvunarpósti en var handtekinn við Hamraborg Innlent Margir keypt fleiri en einn vegna fordómafullrar umræðu Innlent Getur ríkislögreglustjóri setið áfram? Innlent Fleiri fréttir Vill leiða Sjálfstæðisflokkinn í Reykjanesbæ „Dagur, enga frasapólitík hér“ Ákvörðun ráðherra megi ekki litast af almenningsáliti Húsæðis- og efnahagsmál brenna á ungu fólki „Hann hlýtur að leggja allt kapp á Reykjavík“ Margir keypt fleiri en einn vegna fordómafullrar umræðu Borgarstjórnarsigur lífsnauðsynlegur Sjálfstæðismönnum Brunaði af stað frá ölvunarpósti en var handtekinn við Hamraborg Var komin á slæman stað og fór ekki úr húsi án fylgdar Þriggja stiga skjálfti í Öskju Getur ríkislögreglustjóri setið áfram? Píratar kjósa formann í lok mánaðar Reyndi að flýja lögreglu en endaði uppi á kanti Engin ástæða til að breyta neinu Fölsuð megrunarlyf líklega á leið til landsins Óljóst hvað olli því að rútan hafnaði utan vegar Geta haft opið um helgar en algjör óvissa um húsnæðismálin Brosið fer ekki af Hrunamönnum Eldur bak við innstungu reyndist minni háttar Hætta á fölsuðum megrunarlyfjum og leitað í ræturnar Útkall á mesta forgangi vegna kajakræðara í vanda „Mikið svakalega hlakka ég til að hreinsa til í ráðhúsinu“ Í beinni: Skyndifundur Sjálfstæðismanna á Grand Hotel Alltaf hægt að gera betur á meðferðarheimilunum Menningarverðlaun Árborgar til hjóna á Eyrarbakka Seatrips gert að greiða hundrað milljónir vegna tjóns á flutningaskipi Óskiljanleg lánaviðmið og Grammy-tilnefning stórstjörnunnar Eldur í þúsund fermetra fjósi með skepnum inni Happdrætti Háskólans sýknað af tugmilljóna kröfu Catalinu Veittist fyrst að dyravörðum og svo að lögreglumönnum Sjá meira
Stirt milli formanns og forsætisráðherra Menn eru sammála um að samræður á miðstjórnarfundi Framsóknarflokksins um helgina hafi verið hreinskiptar og hreinsað andrúmsloftið. 12. september 2016 06:30
Trúnaðarbrestur í stjórn flokksins: Mun ekki sitja sem varaformaður í óbreyttri stjórn Sigurður Ingi Jóhannsson sagði í ræðu sinni á miðstjórnafundi flokksins ekki geta setið sem varaformaður eftir lansþingið í óbreyttri stjórn. 10. september 2016 19:42
Sigmundur segir að kröfuhafar hafi fylgst vel með honum og að brotist hafi verið inn í tölvuna hans Það er múgur og margmenni á haustþingi miðstjórnar Framsóknarflokksins sem nú fer fram í Hofi á Akureyri. Mun fleiri mættu en gert var ráð fyrir og þurfti því að opna salinn út á gang og koma fyrir fleiri stólum svo allir gætu fengið sæti og fylgst með fundinum. 10. september 2016 15:03
Miðstjórn Framsóknarflokksins fundar á Akureyri í dag Dagsetning flokksþings ákveðin á fundinum. 10. september 2016 11:37