Stéttarfélög að drukkna í málum sem snúa að ferðaþjónustu Hulda Hólmkelsdóttir skrifar 13. september 2016 21:45 Á síðustu fimm árum hefur störfum í ferðaþjónustu fjölgað um tæp fjörutíu prósent á meðan störfum í landinu hefur fjölgað um sex prósent. Vísir/Pjetur Á síðustu fimm árum hefur störfum í ferðaþjónustu fjölgað um tæp fjörutíu prósent á meðan störfum í landinu hefur fjölgað um sex prósent. Stór hluti starfsfólks í ferðaþjónustu eru ungt fólk og erlendir ríkisborgarar. Þrír af hverjum fjórum starfsmönnum í veitingageiranum eru undir þrítugu og ríflega fjórðungur starfsmanna ferðaþjónustu eru útlendingar. Forsvarsmenn stéttarfélaga eru að drukkna í málum sem snúa að launarétti og félagslegu undirboði ferðaþjónustufyrirtækja. Fjallað var um málið í Kastljósi kvöldsins. Eitt af hverjum tíu störfum í landinu er talið vera í ferðaþjónustu og breytingin mikil á stuttum tíma. Stéttarfélög hafa ítrekað bent á bresti í kjaramálum starfsfólks ferðaþjónustunnar. Framkvæmdastjóri Starfsgreinasambandsins segir aukið eftirliti hafa skilað árangri en að gera þurfi mun betur. Í flestum tilfellum er um að ræða grun um brot á ákvæðum um launakjör eða hvíldartíma. Oft er um að ræða útlendinga eða unga starfsmenn sem eru síður eða ómeðvitaðir um réttindi sín. Þá er einnig algengt að starfsfólki í ferðaþjónustunni séu boðin svokölluð jafnaðarlaun, sem ná oft ekki lágmarkskjarasamningum. Eigendur ferðaþjónustufyrirtækja hafa jafnvel í mörgum tilfellum auglýst eftir og nýtt sér erlenda sjálfboðaliða í vinnu, sem annars væri greitt fyrir. Ríflega 22 þúsund manns starfa nú við ferðaþjónustu en fæstir hafa próf í greininni. Framkvæmdastjóri Samtaka ferðaþjónustunnar segir það koma niður á greininni og að það kalli á endurskoðun á úreltu námskerfi. Í nýrri skýrslu stjórnstöðvar ferðamála er bent á að starfsmannavelta sé óvenju há í ferðaþjónustu. Með minnkandi atvinnuleysi er því spáð að erfitt geti verið að halda í starfsfólk, sérstaklega menntað eða faglært starfsfólk. Í skýrslunni kemur einnig fram að fæstir þeirra 22 þúsund einstaklinga sem starfa í ferðaþjónustu hér á landi hafi einhverskonar próf í greininni. Ástæðurnar eru meðal annars taldar vera skortur á starfsnámi. Það nám sem þegar er til staðar hefur ekki haldið í við mikinn vöxt innan greinarinnar. Aðsókn í þjónanám hefur þó aukist um fimmtíu prósent frá árinu 2011 og 22,5 prósent í kokkanám. Þrátt fyrir þá aukningu þyrfti að útskrifa sextíu þjóna árlega til að anna eftirspurn, í stað rúmlega tuttugu eins og nú er. Útskrifa þyrfti nær áttatíu kokka á ári en nú eru þeir rúmlega fimmtíu. Ferðamennska á Íslandi Mest lesið Glæpir eiga ekki að borga sig: Gæti hagnast fjárhagslega á að hafa banað föður sínum Innlent Deildar meiningar um tölvupóst sem óvart var sendur á alla í nefndinni Innlent Reglulega tilkynnt um þjófnað á vatni Innlent Myndskeið birt af Reiner eftir morðin og fyrir handtöku Erlent Björg býður ungliðum til fundar Innlent Svona svara stjórnvöld ákalli um bundið slitlag á sveitavegi Innlent Nafn unga mannsins sem lést á Vesturlandsvegi Innlent Verði húsið rifið verði fyrst að óska þess að friðun verði afnumin Innlent Staðin að því að stinga inn á sig snyrtivörum Innlent Takmarka fjölda nemenda utan EES Innlent Fleiri fréttir Guðrún vinsælli en Agnes og traust til kirkjunnar á uppleið Glæpir eiga ekki að borga sig: Gæti hagnast fjárhagslega á að hafa banað föður sínum Björg býður ungliðum til fundar Verði húsið rifið verði fyrst að óska þess að friðun verði afnumin Staðin að því að stinga inn á sig snyrtivörum Takmarka fjölda nemenda utan EES Deildar meiningar um tölvupóst sem óvart var sendur á alla í nefndinni Svona svara stjórnvöld ákalli um bundið slitlag á sveitavegi Mikill meirihluti ánægður með að Ísland taki ekki þátt Reglulega tilkynnt um þjófnað á vatni Pollróleg þó starfsáætlun þingsins hafi verið felld úr gildi Telja brotið gegn réttindum barna og íhuga málaferli Ragnhildur nýr framkvæmdastjóri Píeta samtakanna Norðurþing og Heidelberg undirrita viljayfirlýsingu vegna uppbyggingar á Bakka Skoða málsókn vegna látinna sona og hagstæðustu jólainnkaupin Vestmannaeyjastrengir 4 og 5 teknir í rekstur Grunaður um manndráp á Kársnesi Nafn unga mannsins sem lést á Vesturlandsvegi Stofnunum fækkar um tuttugu Ísland tekur höndum saman með Norðurlöndum og Eystrasaltsríkjum Sex hundruð miðar á vettvangi morðsins: „Fokking hálfvita fífl bæði tvö!!!!“ Skilaboð Vestfirðings til stjórnvalda ekki útvarpshæf eftir 50 milljóna króna tjón Höfðu haldið til í ruslageymslunni dagana á undan Óska eftir myndefni frá Kársnesi vegna mannslátsins „Gjörsamlega samfélagslega ótækt“ að hafna kröfunni „Grafalvarlegt“ að Ísland fari gegn vísindalegri ráðgjöf Laxar struku úr landeldi í Eyjum Starfsáætlun þingsins kippt úr sambandi Faldi töflurnar í nammipoka Ekið á gangandi vegfaranda á Sæbraut Sjá meira
Á síðustu fimm árum hefur störfum í ferðaþjónustu fjölgað um tæp fjörutíu prósent á meðan störfum í landinu hefur fjölgað um sex prósent. Stór hluti starfsfólks í ferðaþjónustu eru ungt fólk og erlendir ríkisborgarar. Þrír af hverjum fjórum starfsmönnum í veitingageiranum eru undir þrítugu og ríflega fjórðungur starfsmanna ferðaþjónustu eru útlendingar. Forsvarsmenn stéttarfélaga eru að drukkna í málum sem snúa að launarétti og félagslegu undirboði ferðaþjónustufyrirtækja. Fjallað var um málið í Kastljósi kvöldsins. Eitt af hverjum tíu störfum í landinu er talið vera í ferðaþjónustu og breytingin mikil á stuttum tíma. Stéttarfélög hafa ítrekað bent á bresti í kjaramálum starfsfólks ferðaþjónustunnar. Framkvæmdastjóri Starfsgreinasambandsins segir aukið eftirliti hafa skilað árangri en að gera þurfi mun betur. Í flestum tilfellum er um að ræða grun um brot á ákvæðum um launakjör eða hvíldartíma. Oft er um að ræða útlendinga eða unga starfsmenn sem eru síður eða ómeðvitaðir um réttindi sín. Þá er einnig algengt að starfsfólki í ferðaþjónustunni séu boðin svokölluð jafnaðarlaun, sem ná oft ekki lágmarkskjarasamningum. Eigendur ferðaþjónustufyrirtækja hafa jafnvel í mörgum tilfellum auglýst eftir og nýtt sér erlenda sjálfboðaliða í vinnu, sem annars væri greitt fyrir. Ríflega 22 þúsund manns starfa nú við ferðaþjónustu en fæstir hafa próf í greininni. Framkvæmdastjóri Samtaka ferðaþjónustunnar segir það koma niður á greininni og að það kalli á endurskoðun á úreltu námskerfi. Í nýrri skýrslu stjórnstöðvar ferðamála er bent á að starfsmannavelta sé óvenju há í ferðaþjónustu. Með minnkandi atvinnuleysi er því spáð að erfitt geti verið að halda í starfsfólk, sérstaklega menntað eða faglært starfsfólk. Í skýrslunni kemur einnig fram að fæstir þeirra 22 þúsund einstaklinga sem starfa í ferðaþjónustu hér á landi hafi einhverskonar próf í greininni. Ástæðurnar eru meðal annars taldar vera skortur á starfsnámi. Það nám sem þegar er til staðar hefur ekki haldið í við mikinn vöxt innan greinarinnar. Aðsókn í þjónanám hefur þó aukist um fimmtíu prósent frá árinu 2011 og 22,5 prósent í kokkanám. Þrátt fyrir þá aukningu þyrfti að útskrifa sextíu þjóna árlega til að anna eftirspurn, í stað rúmlega tuttugu eins og nú er. Útskrifa þyrfti nær áttatíu kokka á ári en nú eru þeir rúmlega fimmtíu.
Ferðamennska á Íslandi Mest lesið Glæpir eiga ekki að borga sig: Gæti hagnast fjárhagslega á að hafa banað föður sínum Innlent Deildar meiningar um tölvupóst sem óvart var sendur á alla í nefndinni Innlent Reglulega tilkynnt um þjófnað á vatni Innlent Myndskeið birt af Reiner eftir morðin og fyrir handtöku Erlent Björg býður ungliðum til fundar Innlent Svona svara stjórnvöld ákalli um bundið slitlag á sveitavegi Innlent Nafn unga mannsins sem lést á Vesturlandsvegi Innlent Verði húsið rifið verði fyrst að óska þess að friðun verði afnumin Innlent Staðin að því að stinga inn á sig snyrtivörum Innlent Takmarka fjölda nemenda utan EES Innlent Fleiri fréttir Guðrún vinsælli en Agnes og traust til kirkjunnar á uppleið Glæpir eiga ekki að borga sig: Gæti hagnast fjárhagslega á að hafa banað föður sínum Björg býður ungliðum til fundar Verði húsið rifið verði fyrst að óska þess að friðun verði afnumin Staðin að því að stinga inn á sig snyrtivörum Takmarka fjölda nemenda utan EES Deildar meiningar um tölvupóst sem óvart var sendur á alla í nefndinni Svona svara stjórnvöld ákalli um bundið slitlag á sveitavegi Mikill meirihluti ánægður með að Ísland taki ekki þátt Reglulega tilkynnt um þjófnað á vatni Pollróleg þó starfsáætlun þingsins hafi verið felld úr gildi Telja brotið gegn réttindum barna og íhuga málaferli Ragnhildur nýr framkvæmdastjóri Píeta samtakanna Norðurþing og Heidelberg undirrita viljayfirlýsingu vegna uppbyggingar á Bakka Skoða málsókn vegna látinna sona og hagstæðustu jólainnkaupin Vestmannaeyjastrengir 4 og 5 teknir í rekstur Grunaður um manndráp á Kársnesi Nafn unga mannsins sem lést á Vesturlandsvegi Stofnunum fækkar um tuttugu Ísland tekur höndum saman með Norðurlöndum og Eystrasaltsríkjum Sex hundruð miðar á vettvangi morðsins: „Fokking hálfvita fífl bæði tvö!!!!“ Skilaboð Vestfirðings til stjórnvalda ekki útvarpshæf eftir 50 milljóna króna tjón Höfðu haldið til í ruslageymslunni dagana á undan Óska eftir myndefni frá Kársnesi vegna mannslátsins „Gjörsamlega samfélagslega ótækt“ að hafna kröfunni „Grafalvarlegt“ að Ísland fari gegn vísindalegri ráðgjöf Laxar struku úr landeldi í Eyjum Starfsáætlun þingsins kippt úr sambandi Faldi töflurnar í nammipoka Ekið á gangandi vegfaranda á Sæbraut Sjá meira