Endurskoða þurfi verklag við atkvæðagreiðslur Hulda Hólmkelsdóttir skrifar 14. september 2016 13:38 Birgitta Jónsdóttir, þingflokksformaður Pírata. Vísir/Stefán Birgitta Jónsdóttir, þingflokksformaður Pírata segir að endurskoða þurfi verklag Pírata varðandi atkvæðagreiðslur á Alþingi. Hún kveðst hafa þurft að víkja af þingfundi vegna persónulegra aðstæðna þegar á atkvæðagreiðslu stóð í gær þegar búvörusamningur var samþykktur. Þetta segir hún í færslu á Facebook síðu sinni. Í færslunni svarar Birgitta spurningum sem henni hafa borist vegna samþykktar samningsins. Mikil umræða hefur skapast í kjölfar þess að samningurinn var samþykktur með aðeins nítján atkvæðum. Sjö greiddu atkvæði gegn samningnum og þá sátu sextán hjá. Sjö þingmenn höfðu staðfest fjarvist sína og 14 voru fjarverandi. Birgitta segir samningana vera vonda. „En þó eru þar ákvæði sem gera vont betra, eins og til dæmis þriggja ára útgönguleiðin og ákvæði um dýraníð og afleiðingar af þeim,“ segir Birgitta í Facebook færslu sinni. Þá segir Birgitta að þingflokkur Pírata treysti á fulltruá sinn í viðkomandi nefnd. „Við höfum það verklag eins og aðrir flokkar, að við treystum á dómgreind þess aðila sem á sæti í nefndum, í þessu tilfelli var það Helgi Hrafn sem var með þann bolta, hann lagði til að við myndum sitja hjá.“Sjálfstæðismenn hefðu ekki fellt samninginnBirgitta veltir því upp hvort endurskoða þurfi verklag flokksins varðandi atkvæðagreiðslur. „Mér finnst, í ljósi þeirrar réttmætu gagnrýni sem við höfum fengið á okkur varðandi hjásetuna, að við þurfum að endurskoða verklag varðandi atkvæðagreiðslur en vert að geta þess að við höfðum ekki fengið neinar skírar óskir frá grasrót okkar á milli annarar og þriðju umræðu um það hvernig við myndum haga atkvæðum okkar“ Hún telur ljóst að samningurinn hafi náð í gegn vegna vilja ríkisstjórnarinnar. „Þó svo að einhverjir þingmenn Sjálfstæðisflokksins hafi setið hjá, þá hefðu þeir aldrei fellt hann. Hef verið of lengi á þingi til að vita að svoleiðis fær aldrei að gerast í stórum málum.“ Þá segir Birgitta mikilvægt að nýta þá útgönguleið sem er í samningnum eftir þrjú ár. Það er þó í höndum bænda að virkja það ákvæði. Birgitta segir að Píratar muni leggja áherslu á að vinna ítarlega stefnu til að auka líkur á að bændur muni fella samninginn eftir þrjú ár.Færslu Birgittu í heild má lesa hér fyrir neðan. Búvörusamningar Tengdar fréttir Allt brjálað á Facebook vegna búvörusamnings Samkvæmt samfélagsmiðlinum skoraði Björt framtíð ófá stig með andstöðu sinni við samninginn. Stjórnarandstaðan á í vök að verjast. 14. september 2016 12:09 Búvörusamningar, umdeild skýrsla og ásakanir um fals og lygar Búvörusamningar að lögum með aðeins 19 atkvæðum en fimm þingmenn Sjálfstæðisflokks sátu hjá eða sögðu nei. Birgitta sakar Ásmund um lygar í ræðustól Alþingis. 13. september 2016 20:00 Hjáseta ekki sama og samþykki Mikil umræða hefur skapast í kjölfar þess að búvörusamningur var samþykktur í gær með aðeins nítján atkvæðum. 14. september 2016 11:24 Mest lesið Dorrit rænd í Lundúnum Innlent Rannsaka mannslát í Kópavogi Innlent Annað sinn sem læknir lýgur um krabbamein: „Þetta mun fara á versta veg“ Innlent Fundurinn afkastamikill en mikið verk fyrir höndum Erlent Hikuðu ekki þegar tækifærið gafst að opna verslun í Grindavík Innlent Þórhildur Sunna mótmælti með Grétu Thunberg Innlent Grunaður um rosalega brotahrinu í aðdraganda hraðbankaþjófnaðarins Innlent Sagði Campbell´s „gjörunninn“ mat fyrir „fátækt fólk“ Erlent Öflugur jarðskjálfti í Bárðarbungu Innlent Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Reykjanesbæ Innlent Fleiri fréttir Hikuðu ekki þegar tækifærið gafst að opna verslun í Grindavík Dorrit rænd í Lundúnum Rannsaka mannslát í Kópavogi Áfanginn „Allt fyrir ástina“ verðlaunaður á Selfossi Þórhildur Sunna mótmælti með Grétu Thunberg Annað sinn sem læknir lýgur um krabbamein: „Þetta mun fara á versta veg“ Læknir gerði sér upp krabbamein í tvígang Réðst á annan með skóflu Færa bílastæðin við Skógafoss: „Nú er stefnan sú að allir skuli helst labba sem lengst“ Harður árekstur á Suðurlandi Grunaður um rosalega brotahrinu í aðdraganda hraðbankaþjófnaðarins Innanlandsflugi Icelandair aflýst Alelda bíll á Dalvegi Orðin hluti af mannlífinu: „Án okkar væri heldur tómlegt að vera til“ Ósanngjarnt að kólnunin bitni á fyrstu kaupendum Tók átta klukkustundir að bjarga föstum ferðamönnum Erlend netverslun eykst og ögurstund hjá stelpunum okkar Eldur í snjóruðningstæki á Keflavíkurflugvelli Forsætisráðherra fer yfir sviðið eftir tæpt ár í starfi Áhyggjuefni að ungir menn hafi ekki jafn frjálslyndar skoðanir og feður þeirra Menn til vandræða á hótelum miðbæjarins Láta reyna á lögmæti ákvörðunar Fjarskiptastofu 30 milljóna króna gjöf frá kvenfélagskonum til fæðingardeilda Brotist inn hjá Viðeyjarferju Túlkar niðurstöðuna sem ákveðin skilaboð Ráðherra telur enn tímabært að hætta hvalveiðum Tímamót Pírata, langþreytt hjón og viðvaranir vegna snjókomu Óttast að skógrækt leggist nánast af Milljarðar úr landi í þágu tæknirisa Lögðu hníf að ökumanninum og sögðu honum að opna skottið Sjá meira
Birgitta Jónsdóttir, þingflokksformaður Pírata segir að endurskoða þurfi verklag Pírata varðandi atkvæðagreiðslur á Alþingi. Hún kveðst hafa þurft að víkja af þingfundi vegna persónulegra aðstæðna þegar á atkvæðagreiðslu stóð í gær þegar búvörusamningur var samþykktur. Þetta segir hún í færslu á Facebook síðu sinni. Í færslunni svarar Birgitta spurningum sem henni hafa borist vegna samþykktar samningsins. Mikil umræða hefur skapast í kjölfar þess að samningurinn var samþykktur með aðeins nítján atkvæðum. Sjö greiddu atkvæði gegn samningnum og þá sátu sextán hjá. Sjö þingmenn höfðu staðfest fjarvist sína og 14 voru fjarverandi. Birgitta segir samningana vera vonda. „En þó eru þar ákvæði sem gera vont betra, eins og til dæmis þriggja ára útgönguleiðin og ákvæði um dýraníð og afleiðingar af þeim,“ segir Birgitta í Facebook færslu sinni. Þá segir Birgitta að þingflokkur Pírata treysti á fulltruá sinn í viðkomandi nefnd. „Við höfum það verklag eins og aðrir flokkar, að við treystum á dómgreind þess aðila sem á sæti í nefndum, í þessu tilfelli var það Helgi Hrafn sem var með þann bolta, hann lagði til að við myndum sitja hjá.“Sjálfstæðismenn hefðu ekki fellt samninginnBirgitta veltir því upp hvort endurskoða þurfi verklag flokksins varðandi atkvæðagreiðslur. „Mér finnst, í ljósi þeirrar réttmætu gagnrýni sem við höfum fengið á okkur varðandi hjásetuna, að við þurfum að endurskoða verklag varðandi atkvæðagreiðslur en vert að geta þess að við höfðum ekki fengið neinar skírar óskir frá grasrót okkar á milli annarar og þriðju umræðu um það hvernig við myndum haga atkvæðum okkar“ Hún telur ljóst að samningurinn hafi náð í gegn vegna vilja ríkisstjórnarinnar. „Þó svo að einhverjir þingmenn Sjálfstæðisflokksins hafi setið hjá, þá hefðu þeir aldrei fellt hann. Hef verið of lengi á þingi til að vita að svoleiðis fær aldrei að gerast í stórum málum.“ Þá segir Birgitta mikilvægt að nýta þá útgönguleið sem er í samningnum eftir þrjú ár. Það er þó í höndum bænda að virkja það ákvæði. Birgitta segir að Píratar muni leggja áherslu á að vinna ítarlega stefnu til að auka líkur á að bændur muni fella samninginn eftir þrjú ár.Færslu Birgittu í heild má lesa hér fyrir neðan.
Búvörusamningar Tengdar fréttir Allt brjálað á Facebook vegna búvörusamnings Samkvæmt samfélagsmiðlinum skoraði Björt framtíð ófá stig með andstöðu sinni við samninginn. Stjórnarandstaðan á í vök að verjast. 14. september 2016 12:09 Búvörusamningar, umdeild skýrsla og ásakanir um fals og lygar Búvörusamningar að lögum með aðeins 19 atkvæðum en fimm þingmenn Sjálfstæðisflokks sátu hjá eða sögðu nei. Birgitta sakar Ásmund um lygar í ræðustól Alþingis. 13. september 2016 20:00 Hjáseta ekki sama og samþykki Mikil umræða hefur skapast í kjölfar þess að búvörusamningur var samþykktur í gær með aðeins nítján atkvæðum. 14. september 2016 11:24 Mest lesið Dorrit rænd í Lundúnum Innlent Rannsaka mannslát í Kópavogi Innlent Annað sinn sem læknir lýgur um krabbamein: „Þetta mun fara á versta veg“ Innlent Fundurinn afkastamikill en mikið verk fyrir höndum Erlent Hikuðu ekki þegar tækifærið gafst að opna verslun í Grindavík Innlent Þórhildur Sunna mótmælti með Grétu Thunberg Innlent Grunaður um rosalega brotahrinu í aðdraganda hraðbankaþjófnaðarins Innlent Sagði Campbell´s „gjörunninn“ mat fyrir „fátækt fólk“ Erlent Öflugur jarðskjálfti í Bárðarbungu Innlent Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Reykjanesbæ Innlent Fleiri fréttir Hikuðu ekki þegar tækifærið gafst að opna verslun í Grindavík Dorrit rænd í Lundúnum Rannsaka mannslát í Kópavogi Áfanginn „Allt fyrir ástina“ verðlaunaður á Selfossi Þórhildur Sunna mótmælti með Grétu Thunberg Annað sinn sem læknir lýgur um krabbamein: „Þetta mun fara á versta veg“ Læknir gerði sér upp krabbamein í tvígang Réðst á annan með skóflu Færa bílastæðin við Skógafoss: „Nú er stefnan sú að allir skuli helst labba sem lengst“ Harður árekstur á Suðurlandi Grunaður um rosalega brotahrinu í aðdraganda hraðbankaþjófnaðarins Innanlandsflugi Icelandair aflýst Alelda bíll á Dalvegi Orðin hluti af mannlífinu: „Án okkar væri heldur tómlegt að vera til“ Ósanngjarnt að kólnunin bitni á fyrstu kaupendum Tók átta klukkustundir að bjarga föstum ferðamönnum Erlend netverslun eykst og ögurstund hjá stelpunum okkar Eldur í snjóruðningstæki á Keflavíkurflugvelli Forsætisráðherra fer yfir sviðið eftir tæpt ár í starfi Áhyggjuefni að ungir menn hafi ekki jafn frjálslyndar skoðanir og feður þeirra Menn til vandræða á hótelum miðbæjarins Láta reyna á lögmæti ákvörðunar Fjarskiptastofu 30 milljóna króna gjöf frá kvenfélagskonum til fæðingardeilda Brotist inn hjá Viðeyjarferju Túlkar niðurstöðuna sem ákveðin skilaboð Ráðherra telur enn tímabært að hætta hvalveiðum Tímamót Pírata, langþreytt hjón og viðvaranir vegna snjókomu Óttast að skógrækt leggist nánast af Milljarðar úr landi í þágu tæknirisa Lögðu hníf að ökumanninum og sögðu honum að opna skottið Sjá meira
Allt brjálað á Facebook vegna búvörusamnings Samkvæmt samfélagsmiðlinum skoraði Björt framtíð ófá stig með andstöðu sinni við samninginn. Stjórnarandstaðan á í vök að verjast. 14. september 2016 12:09
Búvörusamningar, umdeild skýrsla og ásakanir um fals og lygar Búvörusamningar að lögum með aðeins 19 atkvæðum en fimm þingmenn Sjálfstæðisflokks sátu hjá eða sögðu nei. Birgitta sakar Ásmund um lygar í ræðustól Alþingis. 13. september 2016 20:00
Hjáseta ekki sama og samþykki Mikil umræða hefur skapast í kjölfar þess að búvörusamningur var samþykktur í gær með aðeins nítján atkvæðum. 14. september 2016 11:24