Börnum fjölgar á ný á Breiðdalsvík Kristján Már Unnarsson skrifar 16. september 2016 19:45 Tveggja daga byggðaráðstefnu, um hvernig eigi að fá unga fólkið til að búa á landsbyggðinni, lauk á Breiðdalsvík í gær. Þar sjá menn loks birta til eftir langvarandi lægð og telja mikilvægt að styðja við frumkvæði heimamanna. Þetta kom fram í fréttum Stöðvar 2. Ef Breiðdalur og Breiðdalsvík hefðu fylgt mannfjöldaþróun á landinu undanfarna áratugi ættu nú að búa þar yfir 600 manns. Þess í stað eru íbúarnir innan við 200. Hrunið varð þegar togarinn fór og kvótinn með. Afleiðingin birtist meðal annars í fækkun skólabarna. „Nemendur hér voru orðnir 12 í skólanum og leikskólinn með 4-5 börn. En nú er bara að birta heldur betur til,“ segir Sif Hauksdóttir, skólastjóri og verkefnisstjóri Breiðdalshrepps. Hún nefnir að fyrirtækið Ísfiskur hafi árið 2014 hafið fiskvinnslu, sem skapi 8-10 störf. Þá blómstri ferðaþjónustan með fjölgun starfa.Frá Breiðdalsvík.Stöð 2/Friðrik Þór Halldórsson.Hákon Hansson, oddviti Breiðdalshrepps, lýsir ánægju með samstarf við Byggðastofnun um verkefnið Brothættar byggðir en á ráðstefnunni var meginspurningin hvernig ætti að fá unga fólkið til að setjast að. „Þetta byggist mikið upp á því að þeir sem eru héðan geti komið aftur. Það eru þeir sem eru héðan sem vilja koma aftur,“ segir oddvitinn. Lykilatriði sé að skapa fjölbreytt störf á sem flestum sviðum. „Að heimafólk komi að og sé stutt til þess að eiga frumkvæði. Það hefur bara gengið prýðilega,“ segir Hákon.Hákon Hansson, oddviti Breiðdalshrepps.Stöð 2/Friðrik Þór Halldórsson.Skólastjórinn sér núna fram á enn meiri fjölgun í skólanum. „Unga fólkið er að skila sér aftur. Í dag eru 16 nemendur í grunnskólanum og 7 nemendur í leikskólanum. En við eigum von á fjölgun á þessu ári um 8 börn. Þannig að við erum bara verulega glöð og horfum til framtíðar,“ segir Sif Hauksdóttir.Nemendum í grunnskólanum á Breiðdalsvík fjölgar.Stöð 2/Friðrik Þór Halldórsson. Tengdar fréttir Malbikun hringvegarins lýkur ekki á næstu árum Þrjátíu og þrír kílómetrar hringvegarins eru ennþá malarkaflar. Hringvegurinn um Breiðdalsheiði mun vart klárast þennan áratuginn. 29. september 2015 21:00 Auknar aflaheimildir til sjávarbyggða í vanda Sex byggðalög taka þátt í verkefninu. 14. maí 2014 11:57 Hreindýrin við húsdyrnar hjá prestinum í allt sumar Þessi hegðun þykir óvenjuleg þar sem hreindýrin eru yfirleitt uppi á fjöllum og fjarri mannabyggðum á þessum árstíma. 15. september 2016 21:15 Mest lesið Reynslubolti kveður lögregluna Innlent Morðinginn í Brown háskóla fannst látinn Erlent Leitaði á lögreglustöð til að komast úr járnunum Innlent Sex um borð í einkaþotu sem hrapaði Erlent Herða reglur og ráðast í endurkaup á skotvopnum Erlent Rannsaka tengsl skotárásarinnar við annað morð Erlent Starfslokasamningar undirstofnana kostað hátt í 175 milljónir Innlent Evrópa samþykkir 90 milljarða evra lán til Úkraínu Erlent Mikið álag á bráðamóttökunni á Akureyri Innlent Sex hundruð miðar á vettvangi morðsins: „Fokking hálfvita fífl bæði tvö!!!!“ Innlent Fleiri fréttir Þrír karlmenn handteknir fyrir þjófnað í Laugarneshverfi Starfslokasamningar undirstofnana kostað hátt í 175 milljónir Reynslubolti kveður lögregluna Leitaði á lögreglustöð til að komast úr járnunum Mikið álag á bráðamóttökunni á Akureyri Magnús Þór sjálfkjörinn Fimm ára dómur fyrir hnífaárás á fjölskylduföður Telur hagræðingaráformin þau metnaðarfyllstu Nauðsyn að skýra betur hvort eða hvenær læknar megi rjúfa þagnarskyldu Selfyssingar í 60 plús heilsueflingu klárir í jólin Skoða að koma á ferjusamgöngum milli Skotlands og Seyðisfjarðar Viðreisn gæti reynst í lykilstöðu milli blokkanna Frumvarp um kílómetragjald samþykkt og þingmenn komnir í jólafrí Barnavernd fylgist með fleiri ófrískum konum í neyslu en síðustu ár Fleiri óléttar konur í neyslu á borði barnaverndar og spennandi kosningar framundan Langvarandi einangrun ungrar konu gagnrýnd af Amnesty Selfoss stöðvaður í Bretlandi Þrettán nýir rafknúnir strætisvagnar teknir í notkun Zuism tekið af trúfélagaská eftir áralöng svik og pretti Mun áfram leiða lista Framsóknar í Múlaþingi Töpuðu 133 milljónum króna á kosningaári Reyndu að koma útlendingafrumvarpi að á síðustu stundu Súlunesmálið: Skoða þurfi lög er varða þagnarskyldu Samþykktu tillögu um uppbyggingu á Sorpu-lóð við Dalveg Spurningum Sigmundar Ernis svarað og málið ekki aftur í nefnd Þingstörfin á lokametrunum og styttist í jólafrí Naustin án bíla og eins og „löber“ með íslensku prjónamynstri Taka enn tuttugu þúsund króna beygju Ekið á kyrrstæðan bíl á Suðurstrandarvegi „Ellibætur“ frá ríkinu eigi að heyra sögunni til Sjá meira
Tveggja daga byggðaráðstefnu, um hvernig eigi að fá unga fólkið til að búa á landsbyggðinni, lauk á Breiðdalsvík í gær. Þar sjá menn loks birta til eftir langvarandi lægð og telja mikilvægt að styðja við frumkvæði heimamanna. Þetta kom fram í fréttum Stöðvar 2. Ef Breiðdalur og Breiðdalsvík hefðu fylgt mannfjöldaþróun á landinu undanfarna áratugi ættu nú að búa þar yfir 600 manns. Þess í stað eru íbúarnir innan við 200. Hrunið varð þegar togarinn fór og kvótinn með. Afleiðingin birtist meðal annars í fækkun skólabarna. „Nemendur hér voru orðnir 12 í skólanum og leikskólinn með 4-5 börn. En nú er bara að birta heldur betur til,“ segir Sif Hauksdóttir, skólastjóri og verkefnisstjóri Breiðdalshrepps. Hún nefnir að fyrirtækið Ísfiskur hafi árið 2014 hafið fiskvinnslu, sem skapi 8-10 störf. Þá blómstri ferðaþjónustan með fjölgun starfa.Frá Breiðdalsvík.Stöð 2/Friðrik Þór Halldórsson.Hákon Hansson, oddviti Breiðdalshrepps, lýsir ánægju með samstarf við Byggðastofnun um verkefnið Brothættar byggðir en á ráðstefnunni var meginspurningin hvernig ætti að fá unga fólkið til að setjast að. „Þetta byggist mikið upp á því að þeir sem eru héðan geti komið aftur. Það eru þeir sem eru héðan sem vilja koma aftur,“ segir oddvitinn. Lykilatriði sé að skapa fjölbreytt störf á sem flestum sviðum. „Að heimafólk komi að og sé stutt til þess að eiga frumkvæði. Það hefur bara gengið prýðilega,“ segir Hákon.Hákon Hansson, oddviti Breiðdalshrepps.Stöð 2/Friðrik Þór Halldórsson.Skólastjórinn sér núna fram á enn meiri fjölgun í skólanum. „Unga fólkið er að skila sér aftur. Í dag eru 16 nemendur í grunnskólanum og 7 nemendur í leikskólanum. En við eigum von á fjölgun á þessu ári um 8 börn. Þannig að við erum bara verulega glöð og horfum til framtíðar,“ segir Sif Hauksdóttir.Nemendum í grunnskólanum á Breiðdalsvík fjölgar.Stöð 2/Friðrik Þór Halldórsson.
Tengdar fréttir Malbikun hringvegarins lýkur ekki á næstu árum Þrjátíu og þrír kílómetrar hringvegarins eru ennþá malarkaflar. Hringvegurinn um Breiðdalsheiði mun vart klárast þennan áratuginn. 29. september 2015 21:00 Auknar aflaheimildir til sjávarbyggða í vanda Sex byggðalög taka þátt í verkefninu. 14. maí 2014 11:57 Hreindýrin við húsdyrnar hjá prestinum í allt sumar Þessi hegðun þykir óvenjuleg þar sem hreindýrin eru yfirleitt uppi á fjöllum og fjarri mannabyggðum á þessum árstíma. 15. september 2016 21:15 Mest lesið Reynslubolti kveður lögregluna Innlent Morðinginn í Brown háskóla fannst látinn Erlent Leitaði á lögreglustöð til að komast úr járnunum Innlent Sex um borð í einkaþotu sem hrapaði Erlent Herða reglur og ráðast í endurkaup á skotvopnum Erlent Rannsaka tengsl skotárásarinnar við annað morð Erlent Starfslokasamningar undirstofnana kostað hátt í 175 milljónir Innlent Evrópa samþykkir 90 milljarða evra lán til Úkraínu Erlent Mikið álag á bráðamóttökunni á Akureyri Innlent Sex hundruð miðar á vettvangi morðsins: „Fokking hálfvita fífl bæði tvö!!!!“ Innlent Fleiri fréttir Þrír karlmenn handteknir fyrir þjófnað í Laugarneshverfi Starfslokasamningar undirstofnana kostað hátt í 175 milljónir Reynslubolti kveður lögregluna Leitaði á lögreglustöð til að komast úr járnunum Mikið álag á bráðamóttökunni á Akureyri Magnús Þór sjálfkjörinn Fimm ára dómur fyrir hnífaárás á fjölskylduföður Telur hagræðingaráformin þau metnaðarfyllstu Nauðsyn að skýra betur hvort eða hvenær læknar megi rjúfa þagnarskyldu Selfyssingar í 60 plús heilsueflingu klárir í jólin Skoða að koma á ferjusamgöngum milli Skotlands og Seyðisfjarðar Viðreisn gæti reynst í lykilstöðu milli blokkanna Frumvarp um kílómetragjald samþykkt og þingmenn komnir í jólafrí Barnavernd fylgist með fleiri ófrískum konum í neyslu en síðustu ár Fleiri óléttar konur í neyslu á borði barnaverndar og spennandi kosningar framundan Langvarandi einangrun ungrar konu gagnrýnd af Amnesty Selfoss stöðvaður í Bretlandi Þrettán nýir rafknúnir strætisvagnar teknir í notkun Zuism tekið af trúfélagaská eftir áralöng svik og pretti Mun áfram leiða lista Framsóknar í Múlaþingi Töpuðu 133 milljónum króna á kosningaári Reyndu að koma útlendingafrumvarpi að á síðustu stundu Súlunesmálið: Skoða þurfi lög er varða þagnarskyldu Samþykktu tillögu um uppbyggingu á Sorpu-lóð við Dalveg Spurningum Sigmundar Ernis svarað og málið ekki aftur í nefnd Þingstörfin á lokametrunum og styttist í jólafrí Naustin án bíla og eins og „löber“ með íslensku prjónamynstri Taka enn tuttugu þúsund króna beygju Ekið á kyrrstæðan bíl á Suðurstrandarvegi „Ellibætur“ frá ríkinu eigi að heyra sögunni til Sjá meira
Malbikun hringvegarins lýkur ekki á næstu árum Þrjátíu og þrír kílómetrar hringvegarins eru ennþá malarkaflar. Hringvegurinn um Breiðdalsheiði mun vart klárast þennan áratuginn. 29. september 2015 21:00
Auknar aflaheimildir til sjávarbyggða í vanda Sex byggðalög taka þátt í verkefninu. 14. maí 2014 11:57
Hreindýrin við húsdyrnar hjá prestinum í allt sumar Þessi hegðun þykir óvenjuleg þar sem hreindýrin eru yfirleitt uppi á fjöllum og fjarri mannabyggðum á þessum árstíma. 15. september 2016 21:15