Lögreglustjóri sendir frá sér yfirlýsingu vegna ásakana um einelti Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 1. september 2016 16:54 Sigríður Björk Guðjónsdóttir, lögreglustjóri. Vísir/ERnir Sigríður Björk Guðjónsdóttir lögreglustjóri á höfuðborgarsvæðinu hefur sent frá sér yfirlýsingu vegna frétta í gær þar sem kom fram að lögreglumaður hjá embættinu hefði kvartað til innanríkisráðuneytisins vegna eineltis lögreglustjóra. Þar segir lögreglustjóri að hún geti ekki tjáð sig um mál einstakra lögreglumanna en að hún virði þau réttarúrræði sem séu til staðar fyrir opinbera starfsmenn, telji þeir á sig hallað. Greint var frá kvörtun lögreglumannsins á vef RÚV í gær en maðurinn krefur lögregluna á höfuðborgarsvæðinu um bætur vegna framgöngu lögreglustjórans en málið tengist meintri spillingu innan fíkniefnadeildar lögreglunnar. Maðurinn sem kvartaði undan Sigríði Björk var fullviss um sakleysi vinnufélaga síns sem sakaður hafði verið um spillingu í starfi en héraðssaksóknari rannsakaði mál viðkomandi lögreglumanns. Niðurstaða úr þeirri rannsókn var að ekkert benti til að maðurinn hefði gerst sekur um brot í starfi. Í yfirlýsingu sinni segir Sigríður Björk að „ákvarðanir sem teknar eru af stjórnendum lögregluembætta eru ekki alltaf líklegar til vinsælda. Það á ekki síst við um þær sem hafa í för með sér breytingar á verkefnum eða valdsviði einstaklinga. Hitt er skýrt að sem lögreglustjóri er það ábyrgð mín að skipta verkum og sú ábyrgð er ótvíræð. Ég hef gert margar breytingar frá því að ég tók við sem lögreglustjóri og miða þær allar að því að gera lögregluna aðgengilegri, skipurit flatara, boðleiðir styttri og en fyrst og fremst að bæta þjónustu okkar við borgarana.“ Þá rekur hún hvernig hún hafi lagt meiri áherslu á tiltekna málaflokka eins og kynferðisbrot, heimilisofbeldi og mansal og segir starfsfólk lögreglunnar hafa unnið frábært starf í erfiðum verkefnum. Hins vegar geti slíkar breytingar verið umdeildar, það er hitt í mark hjá sumum starfsmönnum en valdið óánægju hjá öðrum. „Ég hef hlustað á ábendingar lögreglumanna en mikið af óánægjunni hefur borist frá nafnlausum aðilum í gegnum fjölmiðla. Ég kysi auðvitað helst að eiga ekki í slíkum samskiptum en vissulega getur sú leið í sumum tilfellum verið eina leiðin fyrir einstaka starfsmenn eða stjórnendur til að koma á framfæri gagnrýni á stjórnvaldsákvarðanir. Fjölmiðlar eiga að veita aðhald og lögreglan er þar engin undantekning frekar en aðrar stofnanir. Ég hef á því fullan skilning og sumt sem fram hefur komið hefur vakið okkur til vitundar um hluti sem mættu betur fara, bæði varðandi innri og ytri samskipti. Ég hyggst leggja mig fram um að hlusta betur á ólík sjónarmið en um leið er enginn bilbugur á mér og samstarfsfólki mínu að halda áfram því umbreytingarverkefni sem við hófum hér hjá embættinu fyrir tveimur árum,“ segir í yfirlýsingu Sigríðar Bjarkar. Tengdar fréttir Ekki lengur til sérstök fíkniefnadeild hjá lögreglunni Nýjar áherslur hjá löggæsluyfirvöldum á Íslandi eru nú í ferli. Yfirvöld vinna nú eftir áherslum byggðum á greiningarvinnu Europol. Lögð er áhersla á mansal og netglæpi. Tengifulltrúi Íslands hjá Europol segir brotastarfsemi flóknari en áður. 27. júlí 2016 06:00 Rannsókn á hendur lögreglufulltrúa felld niður Lögreglufulltrúi sem sakaður var um að hafa rangt við í samskiptum við upplýsingagjafa verður ekki ákærður fyrir brot í starfi. Ekkert saknæmt kom fram við rannsókn málsins. 9. júní 2016 09:15 Telur að persónulegur ágreiningur geti skýrt orðróm um meint brot fíkniefnalögreglumanns Héraðssaksakónari segir ekkert benda til þess að lögreglumaður, sem sakaður var um að hafa átt í óeðlilegum samskiptum við brotamenn, hafi brotið af sér í starfi. 21. júlí 2016 12:51 Mest lesið „Það voru bara slagsmál, viltu senda bíl“ Innlent Kraftaverk að Gunnari hafi verið bjargað þegar hann lenti í sjónum Innlent Foreldrar hafa áhyggjur af börnum sínum með Sergio í Dúbaí Innlent Gaf lungnadeildinni sex ferðasúrefnistæki til að þakka fyrir sig Innlent Nick Reiner ákærður fyrir að myrða foreldra sína Erlent Kveiktu á 200 kertum fyrir drengina sem hafa látist í baráttu við fíkn Innlent Margrét Löf dæmd í 16 ára fangelsi Innlent „Þessir þrír flokkar til þess að gera tómar skeljar“ Innlent Þau eru tilnefnd sem maður ársins Innlent Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Innlent Fleiri fréttir Kveiktu á 200 kertum fyrir drengina sem hafa látist í baráttu við fíkn „Þarna var bara verið að tikka í box“ Gaf lungnadeildinni sex ferðasúrefnistæki til að þakka fyrir sig Kraftaverk að Gunnari hafi verið bjargað þegar hann lenti í sjónum „Það voru bara slagsmál, viltu senda bíl“ „Þessir þrír flokkar til þess að gera tómar skeljar“ Foreldrar hafa áhyggjur af börnum sínum með Sergio í Dúbaí Umdeildur athafnamaður og vendingar á vinstri væng Ekki dómarans eins að meta hvort umskurn væri hættuleg Theodóra ætlar ekki fram aftur fyrir Viðreisn „Hæstvirtur yfirlætisráðherra, nei fyrirgefðu, hæstvirtur forsætisráðherra“ Lesstofu Borgarskjalasafnsins lokað Margrét Löf dæmd í 16 ára fangelsi „Óásættanlegt“ að taka borgarfulltrúa af gestalistanum Það hafi víst verið haft samráð við sjávarútveginn Píratar bjóða ekki fram í vor og Sigurbjörg Erla hættir „Við vitum að áföllin munu koma“ Alexandra sækist eftir oddvitasætinu Pírati skiptir um skútu og makrílsamningur fellur í grýttan jarðveg Dóra Björt til liðs við Samfylkinguna Æfur vegna samnings um makríl: „Skiljum vini okkar Grænlendinga eftir á köldum klaka“ Engin breyting á trúfélagsskráningu landsmanna Bein útsending: Boða óvænt til blaðamannafundar í Ráðhúsinu Hækka hitann í Breiðholtslaug Meðalbílaleigubíllinn verði fyrir mestum áhrifum Óvíst hvort Guðmundur Ingi snúi aftur í ráðuneytið Fjölgun landsmanna það eina sem hafi komið í veg fyrir tekjufall Rúv Umferðarslys á Breiðholtsbraut Orð gegn orði um samskipti innan almannavarnarnefndar Skýrslan ekki til neins ef ekki verði brugðist við Sjá meira
Sigríður Björk Guðjónsdóttir lögreglustjóri á höfuðborgarsvæðinu hefur sent frá sér yfirlýsingu vegna frétta í gær þar sem kom fram að lögreglumaður hjá embættinu hefði kvartað til innanríkisráðuneytisins vegna eineltis lögreglustjóra. Þar segir lögreglustjóri að hún geti ekki tjáð sig um mál einstakra lögreglumanna en að hún virði þau réttarúrræði sem séu til staðar fyrir opinbera starfsmenn, telji þeir á sig hallað. Greint var frá kvörtun lögreglumannsins á vef RÚV í gær en maðurinn krefur lögregluna á höfuðborgarsvæðinu um bætur vegna framgöngu lögreglustjórans en málið tengist meintri spillingu innan fíkniefnadeildar lögreglunnar. Maðurinn sem kvartaði undan Sigríði Björk var fullviss um sakleysi vinnufélaga síns sem sakaður hafði verið um spillingu í starfi en héraðssaksóknari rannsakaði mál viðkomandi lögreglumanns. Niðurstaða úr þeirri rannsókn var að ekkert benti til að maðurinn hefði gerst sekur um brot í starfi. Í yfirlýsingu sinni segir Sigríður Björk að „ákvarðanir sem teknar eru af stjórnendum lögregluembætta eru ekki alltaf líklegar til vinsælda. Það á ekki síst við um þær sem hafa í för með sér breytingar á verkefnum eða valdsviði einstaklinga. Hitt er skýrt að sem lögreglustjóri er það ábyrgð mín að skipta verkum og sú ábyrgð er ótvíræð. Ég hef gert margar breytingar frá því að ég tók við sem lögreglustjóri og miða þær allar að því að gera lögregluna aðgengilegri, skipurit flatara, boðleiðir styttri og en fyrst og fremst að bæta þjónustu okkar við borgarana.“ Þá rekur hún hvernig hún hafi lagt meiri áherslu á tiltekna málaflokka eins og kynferðisbrot, heimilisofbeldi og mansal og segir starfsfólk lögreglunnar hafa unnið frábært starf í erfiðum verkefnum. Hins vegar geti slíkar breytingar verið umdeildar, það er hitt í mark hjá sumum starfsmönnum en valdið óánægju hjá öðrum. „Ég hef hlustað á ábendingar lögreglumanna en mikið af óánægjunni hefur borist frá nafnlausum aðilum í gegnum fjölmiðla. Ég kysi auðvitað helst að eiga ekki í slíkum samskiptum en vissulega getur sú leið í sumum tilfellum verið eina leiðin fyrir einstaka starfsmenn eða stjórnendur til að koma á framfæri gagnrýni á stjórnvaldsákvarðanir. Fjölmiðlar eiga að veita aðhald og lögreglan er þar engin undantekning frekar en aðrar stofnanir. Ég hef á því fullan skilning og sumt sem fram hefur komið hefur vakið okkur til vitundar um hluti sem mættu betur fara, bæði varðandi innri og ytri samskipti. Ég hyggst leggja mig fram um að hlusta betur á ólík sjónarmið en um leið er enginn bilbugur á mér og samstarfsfólki mínu að halda áfram því umbreytingarverkefni sem við hófum hér hjá embættinu fyrir tveimur árum,“ segir í yfirlýsingu Sigríðar Bjarkar.
Tengdar fréttir Ekki lengur til sérstök fíkniefnadeild hjá lögreglunni Nýjar áherslur hjá löggæsluyfirvöldum á Íslandi eru nú í ferli. Yfirvöld vinna nú eftir áherslum byggðum á greiningarvinnu Europol. Lögð er áhersla á mansal og netglæpi. Tengifulltrúi Íslands hjá Europol segir brotastarfsemi flóknari en áður. 27. júlí 2016 06:00 Rannsókn á hendur lögreglufulltrúa felld niður Lögreglufulltrúi sem sakaður var um að hafa rangt við í samskiptum við upplýsingagjafa verður ekki ákærður fyrir brot í starfi. Ekkert saknæmt kom fram við rannsókn málsins. 9. júní 2016 09:15 Telur að persónulegur ágreiningur geti skýrt orðróm um meint brot fíkniefnalögreglumanns Héraðssaksakónari segir ekkert benda til þess að lögreglumaður, sem sakaður var um að hafa átt í óeðlilegum samskiptum við brotamenn, hafi brotið af sér í starfi. 21. júlí 2016 12:51 Mest lesið „Það voru bara slagsmál, viltu senda bíl“ Innlent Kraftaverk að Gunnari hafi verið bjargað þegar hann lenti í sjónum Innlent Foreldrar hafa áhyggjur af börnum sínum með Sergio í Dúbaí Innlent Gaf lungnadeildinni sex ferðasúrefnistæki til að þakka fyrir sig Innlent Nick Reiner ákærður fyrir að myrða foreldra sína Erlent Kveiktu á 200 kertum fyrir drengina sem hafa látist í baráttu við fíkn Innlent Margrét Löf dæmd í 16 ára fangelsi Innlent „Þessir þrír flokkar til þess að gera tómar skeljar“ Innlent Þau eru tilnefnd sem maður ársins Innlent Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Innlent Fleiri fréttir Kveiktu á 200 kertum fyrir drengina sem hafa látist í baráttu við fíkn „Þarna var bara verið að tikka í box“ Gaf lungnadeildinni sex ferðasúrefnistæki til að þakka fyrir sig Kraftaverk að Gunnari hafi verið bjargað þegar hann lenti í sjónum „Það voru bara slagsmál, viltu senda bíl“ „Þessir þrír flokkar til þess að gera tómar skeljar“ Foreldrar hafa áhyggjur af börnum sínum með Sergio í Dúbaí Umdeildur athafnamaður og vendingar á vinstri væng Ekki dómarans eins að meta hvort umskurn væri hættuleg Theodóra ætlar ekki fram aftur fyrir Viðreisn „Hæstvirtur yfirlætisráðherra, nei fyrirgefðu, hæstvirtur forsætisráðherra“ Lesstofu Borgarskjalasafnsins lokað Margrét Löf dæmd í 16 ára fangelsi „Óásættanlegt“ að taka borgarfulltrúa af gestalistanum Það hafi víst verið haft samráð við sjávarútveginn Píratar bjóða ekki fram í vor og Sigurbjörg Erla hættir „Við vitum að áföllin munu koma“ Alexandra sækist eftir oddvitasætinu Pírati skiptir um skútu og makrílsamningur fellur í grýttan jarðveg Dóra Björt til liðs við Samfylkinguna Æfur vegna samnings um makríl: „Skiljum vini okkar Grænlendinga eftir á köldum klaka“ Engin breyting á trúfélagsskráningu landsmanna Bein útsending: Boða óvænt til blaðamannafundar í Ráðhúsinu Hækka hitann í Breiðholtslaug Meðalbílaleigubíllinn verði fyrir mestum áhrifum Óvíst hvort Guðmundur Ingi snúi aftur í ráðuneytið Fjölgun landsmanna það eina sem hafi komið í veg fyrir tekjufall Rúv Umferðarslys á Breiðholtsbraut Orð gegn orði um samskipti innan almannavarnarnefndar Skýrslan ekki til neins ef ekki verði brugðist við Sjá meira
Ekki lengur til sérstök fíkniefnadeild hjá lögreglunni Nýjar áherslur hjá löggæsluyfirvöldum á Íslandi eru nú í ferli. Yfirvöld vinna nú eftir áherslum byggðum á greiningarvinnu Europol. Lögð er áhersla á mansal og netglæpi. Tengifulltrúi Íslands hjá Europol segir brotastarfsemi flóknari en áður. 27. júlí 2016 06:00
Rannsókn á hendur lögreglufulltrúa felld niður Lögreglufulltrúi sem sakaður var um að hafa rangt við í samskiptum við upplýsingagjafa verður ekki ákærður fyrir brot í starfi. Ekkert saknæmt kom fram við rannsókn málsins. 9. júní 2016 09:15
Telur að persónulegur ágreiningur geti skýrt orðróm um meint brot fíkniefnalögreglumanns Héraðssaksakónari segir ekkert benda til þess að lögreglumaður, sem sakaður var um að hafa átt í óeðlilegum samskiptum við brotamenn, hafi brotið af sér í starfi. 21. júlí 2016 12:51