Lögreglustjóri sendir frá sér yfirlýsingu vegna ásakana um einelti Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 1. september 2016 16:54 Sigríður Björk Guðjónsdóttir, lögreglustjóri. Vísir/ERnir Sigríður Björk Guðjónsdóttir lögreglustjóri á höfuðborgarsvæðinu hefur sent frá sér yfirlýsingu vegna frétta í gær þar sem kom fram að lögreglumaður hjá embættinu hefði kvartað til innanríkisráðuneytisins vegna eineltis lögreglustjóra. Þar segir lögreglustjóri að hún geti ekki tjáð sig um mál einstakra lögreglumanna en að hún virði þau réttarúrræði sem séu til staðar fyrir opinbera starfsmenn, telji þeir á sig hallað. Greint var frá kvörtun lögreglumannsins á vef RÚV í gær en maðurinn krefur lögregluna á höfuðborgarsvæðinu um bætur vegna framgöngu lögreglustjórans en málið tengist meintri spillingu innan fíkniefnadeildar lögreglunnar. Maðurinn sem kvartaði undan Sigríði Björk var fullviss um sakleysi vinnufélaga síns sem sakaður hafði verið um spillingu í starfi en héraðssaksóknari rannsakaði mál viðkomandi lögreglumanns. Niðurstaða úr þeirri rannsókn var að ekkert benti til að maðurinn hefði gerst sekur um brot í starfi. Í yfirlýsingu sinni segir Sigríður Björk að „ákvarðanir sem teknar eru af stjórnendum lögregluembætta eru ekki alltaf líklegar til vinsælda. Það á ekki síst við um þær sem hafa í för með sér breytingar á verkefnum eða valdsviði einstaklinga. Hitt er skýrt að sem lögreglustjóri er það ábyrgð mín að skipta verkum og sú ábyrgð er ótvíræð. Ég hef gert margar breytingar frá því að ég tók við sem lögreglustjóri og miða þær allar að því að gera lögregluna aðgengilegri, skipurit flatara, boðleiðir styttri og en fyrst og fremst að bæta þjónustu okkar við borgarana.“ Þá rekur hún hvernig hún hafi lagt meiri áherslu á tiltekna málaflokka eins og kynferðisbrot, heimilisofbeldi og mansal og segir starfsfólk lögreglunnar hafa unnið frábært starf í erfiðum verkefnum. Hins vegar geti slíkar breytingar verið umdeildar, það er hitt í mark hjá sumum starfsmönnum en valdið óánægju hjá öðrum. „Ég hef hlustað á ábendingar lögreglumanna en mikið af óánægjunni hefur borist frá nafnlausum aðilum í gegnum fjölmiðla. Ég kysi auðvitað helst að eiga ekki í slíkum samskiptum en vissulega getur sú leið í sumum tilfellum verið eina leiðin fyrir einstaka starfsmenn eða stjórnendur til að koma á framfæri gagnrýni á stjórnvaldsákvarðanir. Fjölmiðlar eiga að veita aðhald og lögreglan er þar engin undantekning frekar en aðrar stofnanir. Ég hef á því fullan skilning og sumt sem fram hefur komið hefur vakið okkur til vitundar um hluti sem mættu betur fara, bæði varðandi innri og ytri samskipti. Ég hyggst leggja mig fram um að hlusta betur á ólík sjónarmið en um leið er enginn bilbugur á mér og samstarfsfólki mínu að halda áfram því umbreytingarverkefni sem við hófum hér hjá embættinu fyrir tveimur árum,“ segir í yfirlýsingu Sigríðar Bjarkar. Tengdar fréttir Ekki lengur til sérstök fíkniefnadeild hjá lögreglunni Nýjar áherslur hjá löggæsluyfirvöldum á Íslandi eru nú í ferli. Yfirvöld vinna nú eftir áherslum byggðum á greiningarvinnu Europol. Lögð er áhersla á mansal og netglæpi. Tengifulltrúi Íslands hjá Europol segir brotastarfsemi flóknari en áður. 27. júlí 2016 06:00 Rannsókn á hendur lögreglufulltrúa felld niður Lögreglufulltrúi sem sakaður var um að hafa rangt við í samskiptum við upplýsingagjafa verður ekki ákærður fyrir brot í starfi. Ekkert saknæmt kom fram við rannsókn málsins. 9. júní 2016 09:15 Telur að persónulegur ágreiningur geti skýrt orðróm um meint brot fíkniefnalögreglumanns Héraðssaksakónari segir ekkert benda til þess að lögreglumaður, sem sakaður var um að hafa átt í óeðlilegum samskiptum við brotamenn, hafi brotið af sér í starfi. 21. júlí 2016 12:51 Mest lesið Forstjóri Deloitte ákærður fyrir kynferðisbrot Innlent Keyrði á móti umferð á Reykjanesbraut Innlent Viðsnúningur og Helgi Bjartur færður bak við lás og slá Innlent Akademískir starfsmenn lýsa yfir vantrausti á rektor Innlent Sendiherraefnið biðst afsökunar Innlent Forstjóri Deloitte: Sver af sér allar sakir en stígur til hliðar Innlent Grín sendiherrans ógni Íslandi Innlent Ólafur Ragnar við CNBC: Afleiðingarnar „gífurlegar“ ef Bandaríkin tækju Grænland með valdi Erlent Fékk 69 milljónir króna fyrir söluna Innlent „Markmiðið var aldrei að kaupa eign til að selja með hagnaði“ Innlent Fleiri fréttir Kallar eftir upplýsingum um kínverska strætisvagna á Íslandi Forstjóri Deloitte: Sver af sér allar sakir en stígur til hliðar Lá við árekstri flugvélar og „kústa“ vegna gleymsku flugumferðarstjóra Sendiherraefnið biðst afsökunar „Við höfum ekkert að fela“ Forstjóri Deloitte ákærður fyrir kynferðisbrot Krónan standi í vegi fyrir innviðaframkvæmdum Fífilsgata verður Túnfífilsgata en ekki Hlíðarfótur „Þarna var ákveðið að verja ekki börnin“ Börnin hafi ekki sætt illri meðferð í skilningi laga „Markmiðið var aldrei að kaupa eign til að selja með hagnaði“ Bein útsending: Kynna skýrslu um starfsemi vöggustofu Grín sendiherrans ógni Íslandi Stórstjörnur í briddsheiminum á leið til landsins Vægur dómur yfir ofbeldismanni gagnrýndur og Bandaríkjamenn sakaðir um virðingarleysi Fékk 69 milljónir króna fyrir söluna Fyrrverandi þingmaður vill oddvitasæti á Akureyri Vilja stækka friðlýst svæði á Gróttu og Seltjörn Rúmlega tveir af hverjum þremur Mýrdælingum erlendir Leggja afnám áminningarskyldu fyrir þingið Keyrði á móti umferð á Reykjanesbraut Geti ekki haldið áfram að fjölga læknanemum samhliða aðhaldskröfu Akademískir starfsmenn lýsa yfir vantrausti á rektor Slapp óvænt við fangelsi og braut ítrekað á stjúpdóttur sinni Viðsnúningur og Helgi Bjartur færður bak við lás og slá Á batavegi eftir alvarlega líkamsárás á Höfða Léttara yfir formanninum eftir þriggja tíma fund Fékk afa sinn með sér á skólabekk Lögregluaðgerð beint gegn áfengissölu í Kópavogi Boðaður á fund í ráðuneytinu með stuttum fyrirvara Sjá meira
Sigríður Björk Guðjónsdóttir lögreglustjóri á höfuðborgarsvæðinu hefur sent frá sér yfirlýsingu vegna frétta í gær þar sem kom fram að lögreglumaður hjá embættinu hefði kvartað til innanríkisráðuneytisins vegna eineltis lögreglustjóra. Þar segir lögreglustjóri að hún geti ekki tjáð sig um mál einstakra lögreglumanna en að hún virði þau réttarúrræði sem séu til staðar fyrir opinbera starfsmenn, telji þeir á sig hallað. Greint var frá kvörtun lögreglumannsins á vef RÚV í gær en maðurinn krefur lögregluna á höfuðborgarsvæðinu um bætur vegna framgöngu lögreglustjórans en málið tengist meintri spillingu innan fíkniefnadeildar lögreglunnar. Maðurinn sem kvartaði undan Sigríði Björk var fullviss um sakleysi vinnufélaga síns sem sakaður hafði verið um spillingu í starfi en héraðssaksóknari rannsakaði mál viðkomandi lögreglumanns. Niðurstaða úr þeirri rannsókn var að ekkert benti til að maðurinn hefði gerst sekur um brot í starfi. Í yfirlýsingu sinni segir Sigríður Björk að „ákvarðanir sem teknar eru af stjórnendum lögregluembætta eru ekki alltaf líklegar til vinsælda. Það á ekki síst við um þær sem hafa í för með sér breytingar á verkefnum eða valdsviði einstaklinga. Hitt er skýrt að sem lögreglustjóri er það ábyrgð mín að skipta verkum og sú ábyrgð er ótvíræð. Ég hef gert margar breytingar frá því að ég tók við sem lögreglustjóri og miða þær allar að því að gera lögregluna aðgengilegri, skipurit flatara, boðleiðir styttri og en fyrst og fremst að bæta þjónustu okkar við borgarana.“ Þá rekur hún hvernig hún hafi lagt meiri áherslu á tiltekna málaflokka eins og kynferðisbrot, heimilisofbeldi og mansal og segir starfsfólk lögreglunnar hafa unnið frábært starf í erfiðum verkefnum. Hins vegar geti slíkar breytingar verið umdeildar, það er hitt í mark hjá sumum starfsmönnum en valdið óánægju hjá öðrum. „Ég hef hlustað á ábendingar lögreglumanna en mikið af óánægjunni hefur borist frá nafnlausum aðilum í gegnum fjölmiðla. Ég kysi auðvitað helst að eiga ekki í slíkum samskiptum en vissulega getur sú leið í sumum tilfellum verið eina leiðin fyrir einstaka starfsmenn eða stjórnendur til að koma á framfæri gagnrýni á stjórnvaldsákvarðanir. Fjölmiðlar eiga að veita aðhald og lögreglan er þar engin undantekning frekar en aðrar stofnanir. Ég hef á því fullan skilning og sumt sem fram hefur komið hefur vakið okkur til vitundar um hluti sem mættu betur fara, bæði varðandi innri og ytri samskipti. Ég hyggst leggja mig fram um að hlusta betur á ólík sjónarmið en um leið er enginn bilbugur á mér og samstarfsfólki mínu að halda áfram því umbreytingarverkefni sem við hófum hér hjá embættinu fyrir tveimur árum,“ segir í yfirlýsingu Sigríðar Bjarkar.
Tengdar fréttir Ekki lengur til sérstök fíkniefnadeild hjá lögreglunni Nýjar áherslur hjá löggæsluyfirvöldum á Íslandi eru nú í ferli. Yfirvöld vinna nú eftir áherslum byggðum á greiningarvinnu Europol. Lögð er áhersla á mansal og netglæpi. Tengifulltrúi Íslands hjá Europol segir brotastarfsemi flóknari en áður. 27. júlí 2016 06:00 Rannsókn á hendur lögreglufulltrúa felld niður Lögreglufulltrúi sem sakaður var um að hafa rangt við í samskiptum við upplýsingagjafa verður ekki ákærður fyrir brot í starfi. Ekkert saknæmt kom fram við rannsókn málsins. 9. júní 2016 09:15 Telur að persónulegur ágreiningur geti skýrt orðróm um meint brot fíkniefnalögreglumanns Héraðssaksakónari segir ekkert benda til þess að lögreglumaður, sem sakaður var um að hafa átt í óeðlilegum samskiptum við brotamenn, hafi brotið af sér í starfi. 21. júlí 2016 12:51 Mest lesið Forstjóri Deloitte ákærður fyrir kynferðisbrot Innlent Keyrði á móti umferð á Reykjanesbraut Innlent Viðsnúningur og Helgi Bjartur færður bak við lás og slá Innlent Akademískir starfsmenn lýsa yfir vantrausti á rektor Innlent Sendiherraefnið biðst afsökunar Innlent Forstjóri Deloitte: Sver af sér allar sakir en stígur til hliðar Innlent Grín sendiherrans ógni Íslandi Innlent Ólafur Ragnar við CNBC: Afleiðingarnar „gífurlegar“ ef Bandaríkin tækju Grænland með valdi Erlent Fékk 69 milljónir króna fyrir söluna Innlent „Markmiðið var aldrei að kaupa eign til að selja með hagnaði“ Innlent Fleiri fréttir Kallar eftir upplýsingum um kínverska strætisvagna á Íslandi Forstjóri Deloitte: Sver af sér allar sakir en stígur til hliðar Lá við árekstri flugvélar og „kústa“ vegna gleymsku flugumferðarstjóra Sendiherraefnið biðst afsökunar „Við höfum ekkert að fela“ Forstjóri Deloitte ákærður fyrir kynferðisbrot Krónan standi í vegi fyrir innviðaframkvæmdum Fífilsgata verður Túnfífilsgata en ekki Hlíðarfótur „Þarna var ákveðið að verja ekki börnin“ Börnin hafi ekki sætt illri meðferð í skilningi laga „Markmiðið var aldrei að kaupa eign til að selja með hagnaði“ Bein útsending: Kynna skýrslu um starfsemi vöggustofu Grín sendiherrans ógni Íslandi Stórstjörnur í briddsheiminum á leið til landsins Vægur dómur yfir ofbeldismanni gagnrýndur og Bandaríkjamenn sakaðir um virðingarleysi Fékk 69 milljónir króna fyrir söluna Fyrrverandi þingmaður vill oddvitasæti á Akureyri Vilja stækka friðlýst svæði á Gróttu og Seltjörn Rúmlega tveir af hverjum þremur Mýrdælingum erlendir Leggja afnám áminningarskyldu fyrir þingið Keyrði á móti umferð á Reykjanesbraut Geti ekki haldið áfram að fjölga læknanemum samhliða aðhaldskröfu Akademískir starfsmenn lýsa yfir vantrausti á rektor Slapp óvænt við fangelsi og braut ítrekað á stjúpdóttur sinni Viðsnúningur og Helgi Bjartur færður bak við lás og slá Á batavegi eftir alvarlega líkamsárás á Höfða Léttara yfir formanninum eftir þriggja tíma fund Fékk afa sinn með sér á skólabekk Lögregluaðgerð beint gegn áfengissölu í Kópavogi Boðaður á fund í ráðuneytinu með stuttum fyrirvara Sjá meira
Ekki lengur til sérstök fíkniefnadeild hjá lögreglunni Nýjar áherslur hjá löggæsluyfirvöldum á Íslandi eru nú í ferli. Yfirvöld vinna nú eftir áherslum byggðum á greiningarvinnu Europol. Lögð er áhersla á mansal og netglæpi. Tengifulltrúi Íslands hjá Europol segir brotastarfsemi flóknari en áður. 27. júlí 2016 06:00
Rannsókn á hendur lögreglufulltrúa felld niður Lögreglufulltrúi sem sakaður var um að hafa rangt við í samskiptum við upplýsingagjafa verður ekki ákærður fyrir brot í starfi. Ekkert saknæmt kom fram við rannsókn málsins. 9. júní 2016 09:15
Telur að persónulegur ágreiningur geti skýrt orðróm um meint brot fíkniefnalögreglumanns Héraðssaksakónari segir ekkert benda til þess að lögreglumaður, sem sakaður var um að hafa átt í óeðlilegum samskiptum við brotamenn, hafi brotið af sér í starfi. 21. júlí 2016 12:51
Ólafur Ragnar við CNBC: Afleiðingarnar „gífurlegar“ ef Bandaríkin tækju Grænland með valdi Erlent
Ólafur Ragnar við CNBC: Afleiðingarnar „gífurlegar“ ef Bandaríkin tækju Grænland með valdi Erlent