Ekki lengur til sérstök fíkniefnadeild hjá lögreglunni Nadine Yaghi skrifar 27. júlí 2016 06:00 Lögregluyfirvöld á Íslandi vinna nú eftir áherslum byggðum á greiningarvinnu Europol. FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON BRINK „Að skoða fíkniefnabrotin ein og sér er til dæmis úreltur hugsanagangur og ekki til þess fallið að yfirvöld nái árangri,“ segir Karl Steinar Valsson, tengifulltrúi Íslands hjá Europol, en nýjar áherslur hjá löggæsluyfirvöldum á Íslandi eru nú í ferli. Lögreglu- og tollayfirvöld vinna nú eftir áherslum byggðum á greiningarvinnu Europol. Þetta þýðir að Europol lætur yfirvöldum hér á landi í té upplýsingar um helstu áherslur í löggæslu í Evrópu og hvaða brot séu mest áberandi. „Þetta gefur þeim sýn á hvaða brot áherslan skuli vera á hverju sinni. Þá er hægt að byggja upp sérþekkingu á áherslusviðunum. Europol hefur þó ekki neitt boðvald yfir yfirvöldum hér á landi en þetta er frekar þjónusta sem er veitt,“ útskýrir Karl Steinar en hans hlutverk er meðal annars að fræða yfirvöld á Íslandi um nýjar áherslur.Horfa á stóru myndina Meginástæða breytinganna er sú að brotastarfsemi í Evrópu og á Íslandi hefur tekið miklum breytingum síðustu ár. Í dag þarf að horfa á stóru myndina. „Flækjustig rannsókna hjá lögreglunni er miklu hærra en áður hefur verið og kemur til með að verða flóknara. Þetta krefst meiri sérþekkingar, meðal annars á sviði netglæpa. Í dag er brotastarfsemin miklu þyngri og erfiðari,“ segir hann. Karl Steinar segir að síðustu ár hafi smátt og smátt verið tekið skref í átt að þessum breytingum hjá lögregluyfirvöldum. Ekki er lengur talað um fíkniefnadeild innan lögreglunnar enda er engin ein sérstök deild fyrir þau mál. Í dag heitir rannsóknardeild lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu Rannsóknir á skipulagðri brotastarfsemi en sú deild sér um mun fjölbreyttari verkefni. „Í dag eru fíkniefnabrotin samofin fleiri málaflokkum og er lögð áhersla á brotin í stærra samhengi. Fíkniefnamál ein og sér hafa ekki verið rosalega mörg í gegnum tíðina en þau eru samofin ýmsu öðru, til dæmis peningaþvætti, fjármálabrotum, mansali og fleiru,“ segir hann.Netglæpir áberandi í dag Karl Steinar segir birtingarmynd skipulagðrar brotastarfsemi í Evrópu vera þá sömu og á Íslandi. „Í grunninn eru þetta brotahópar sem vinna á ákveðnum sviðum og nýta sér tækni til að fremja brotin. Með aukinni tækni eru brotahópar farnir að kaupa sér þekkingu sérfræðinga.“ Hann segir að lögð sé áhersla á kynferðisbrot á netinu. Einnig sé lögð mikil áhersla á mansalsmál og er það meðal annars ástæðan fyrir því að lögreglan á höfuðborgarsvæðinu setti upp einingu sem hefur verið að byggja upp sérþekkingu á því sviði.Norðurlöndin vinna svipað Karl Steinar segir að umræddar breytingar muni koma til með að taka tíma en aðlögunarferlið sé nú þegar farið vel af stað. Hann segir lögregluyfirvöld á Norðurlöndunum öll vinna eftir svipuðum áherslum. „Þetta mun taka tíma en mun gera lögreglunni kleift að ná betri árangri í því að átta sig á heildarmyndinni. Sigríður Björk Guðjónsdóttir lögreglustjóri á höfuðborgarsvæðinu segist í samtali við Fréttablaðið mjög ánægð með breytingarnar. Mest lesið Minnst ellefu hundar drepist við Geirsnef: „Áfall að sjá dýrið sitt hlaupa í dauðann“ Innlent Heimilar banatilræði í Venesúela og íhugar árás Erlent Þingmenn misvel klæddir þegar þeir voru reknir út Innlent Fjöldi komst ekki út og brann lifandi Erlent Við gætum farið að aka Sundabraut eftir sjö ár Innlent Meintur brennuvargur í haldi lögreglu Innlent Réðst með hnífi á fanga á Litla-Hrauni Innlent Segir óvirðingu að kalla Ljósið „samtök úti í bæ“ Innlent Greip inn í þegar aldraður faðir hans keypti bíl handa vinkonu sinni Innlent Gummi Emil sver af sér ásakanir um dýraníð: „Ég bað hestinn afsökunar“ Innlent Fleiri fréttir Minnst ellefu hundar drepist við Geirsnef: „Áfall að sjá dýrið sitt hlaupa í dauðann“ Við gætum farið að aka Sundabraut eftir sjö ár Þingmenn misvel klæddir þegar þeir voru reknir út Meintur brennuvargur í haldi lögreglu Réðst með hnífi á fanga á Litla-Hrauni Norrænir bankar skoði hvort breyta þurfi skilmálum vegna dómsins Fimmtíu ný störf í Bláskógabyggð vegna nýs baðlóns Lífeyrissjóðs-, bíla- og neytendalán gætu líka reynst ólögleg Segir óvirðingu að kalla Ljósið „samtök úti í bæ“ Áhrif vaxtamálsins, útlit Sundabrautar og þingmenn á hlaupum Vill að Þórunn tilnefni Trump til friðarverðlauna Nóbels Sóttur sex sinnum á sjúkrabíl og slökkviliðið stefnir vegna skuldar Greip inn í þegar aldraður faðir hans keypti bíl handa vinkonu sinni Gummi Emil sver af sér ásakanir um dýraníð: „Ég bað hestinn afsökunar“ Biðtíminn sé dauðans alvara sem auki álag ofan í áfallið Álag á bráðamóttöku og fólk beðið um að leita annað Sigríður Andersen nýr þingflokksformaður Miðflokksins Karlmaður í haldi vegna gruns um brot gegn barni í Hafnarfirði Bankinn hefur samband ef hann skuldar þér pening Mál leiðbeinandans á Múlaborg á leið til héraðssaksóknara „Það er allt svart þarna inni“ Ekki láglaunakvenna að axla ábyrgð á innleiðingu kynjajafnréttis Íslandsbanki ætlar að hafa frumkvæði að endurgreiðslu til kúnna Lést samstundis þegar ekið var á hana á 143 kílómetra hraða Vilja þjóðfund um menntamál og framtíð landsins „Þessi málaflokkur er bara í drasli“ Þurrt og bjart suðaustan til og stinningskaldi í kortunum Nærliggjandi hús rýmt þegar eldur kom upp á Ásbrú í morgun Vildu bregðast við sterku ákalli fólks sem hafði misst skyndilega Endurkaupaáætlun fyrir Grindvíkinga kynnt eftir áramót Sjá meira
„Að skoða fíkniefnabrotin ein og sér er til dæmis úreltur hugsanagangur og ekki til þess fallið að yfirvöld nái árangri,“ segir Karl Steinar Valsson, tengifulltrúi Íslands hjá Europol, en nýjar áherslur hjá löggæsluyfirvöldum á Íslandi eru nú í ferli. Lögreglu- og tollayfirvöld vinna nú eftir áherslum byggðum á greiningarvinnu Europol. Þetta þýðir að Europol lætur yfirvöldum hér á landi í té upplýsingar um helstu áherslur í löggæslu í Evrópu og hvaða brot séu mest áberandi. „Þetta gefur þeim sýn á hvaða brot áherslan skuli vera á hverju sinni. Þá er hægt að byggja upp sérþekkingu á áherslusviðunum. Europol hefur þó ekki neitt boðvald yfir yfirvöldum hér á landi en þetta er frekar þjónusta sem er veitt,“ útskýrir Karl Steinar en hans hlutverk er meðal annars að fræða yfirvöld á Íslandi um nýjar áherslur.Horfa á stóru myndina Meginástæða breytinganna er sú að brotastarfsemi í Evrópu og á Íslandi hefur tekið miklum breytingum síðustu ár. Í dag þarf að horfa á stóru myndina. „Flækjustig rannsókna hjá lögreglunni er miklu hærra en áður hefur verið og kemur til með að verða flóknara. Þetta krefst meiri sérþekkingar, meðal annars á sviði netglæpa. Í dag er brotastarfsemin miklu þyngri og erfiðari,“ segir hann. Karl Steinar segir að síðustu ár hafi smátt og smátt verið tekið skref í átt að þessum breytingum hjá lögregluyfirvöldum. Ekki er lengur talað um fíkniefnadeild innan lögreglunnar enda er engin ein sérstök deild fyrir þau mál. Í dag heitir rannsóknardeild lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu Rannsóknir á skipulagðri brotastarfsemi en sú deild sér um mun fjölbreyttari verkefni. „Í dag eru fíkniefnabrotin samofin fleiri málaflokkum og er lögð áhersla á brotin í stærra samhengi. Fíkniefnamál ein og sér hafa ekki verið rosalega mörg í gegnum tíðina en þau eru samofin ýmsu öðru, til dæmis peningaþvætti, fjármálabrotum, mansali og fleiru,“ segir hann.Netglæpir áberandi í dag Karl Steinar segir birtingarmynd skipulagðrar brotastarfsemi í Evrópu vera þá sömu og á Íslandi. „Í grunninn eru þetta brotahópar sem vinna á ákveðnum sviðum og nýta sér tækni til að fremja brotin. Með aukinni tækni eru brotahópar farnir að kaupa sér þekkingu sérfræðinga.“ Hann segir að lögð sé áhersla á kynferðisbrot á netinu. Einnig sé lögð mikil áhersla á mansalsmál og er það meðal annars ástæðan fyrir því að lögreglan á höfuðborgarsvæðinu setti upp einingu sem hefur verið að byggja upp sérþekkingu á því sviði.Norðurlöndin vinna svipað Karl Steinar segir að umræddar breytingar muni koma til með að taka tíma en aðlögunarferlið sé nú þegar farið vel af stað. Hann segir lögregluyfirvöld á Norðurlöndunum öll vinna eftir svipuðum áherslum. „Þetta mun taka tíma en mun gera lögreglunni kleift að ná betri árangri í því að átta sig á heildarmyndinni. Sigríður Björk Guðjónsdóttir lögreglustjóri á höfuðborgarsvæðinu segist í samtali við Fréttablaðið mjög ánægð með breytingarnar.
Mest lesið Minnst ellefu hundar drepist við Geirsnef: „Áfall að sjá dýrið sitt hlaupa í dauðann“ Innlent Heimilar banatilræði í Venesúela og íhugar árás Erlent Þingmenn misvel klæddir þegar þeir voru reknir út Innlent Fjöldi komst ekki út og brann lifandi Erlent Við gætum farið að aka Sundabraut eftir sjö ár Innlent Meintur brennuvargur í haldi lögreglu Innlent Réðst með hnífi á fanga á Litla-Hrauni Innlent Segir óvirðingu að kalla Ljósið „samtök úti í bæ“ Innlent Greip inn í þegar aldraður faðir hans keypti bíl handa vinkonu sinni Innlent Gummi Emil sver af sér ásakanir um dýraníð: „Ég bað hestinn afsökunar“ Innlent Fleiri fréttir Minnst ellefu hundar drepist við Geirsnef: „Áfall að sjá dýrið sitt hlaupa í dauðann“ Við gætum farið að aka Sundabraut eftir sjö ár Þingmenn misvel klæddir þegar þeir voru reknir út Meintur brennuvargur í haldi lögreglu Réðst með hnífi á fanga á Litla-Hrauni Norrænir bankar skoði hvort breyta þurfi skilmálum vegna dómsins Fimmtíu ný störf í Bláskógabyggð vegna nýs baðlóns Lífeyrissjóðs-, bíla- og neytendalán gætu líka reynst ólögleg Segir óvirðingu að kalla Ljósið „samtök úti í bæ“ Áhrif vaxtamálsins, útlit Sundabrautar og þingmenn á hlaupum Vill að Þórunn tilnefni Trump til friðarverðlauna Nóbels Sóttur sex sinnum á sjúkrabíl og slökkviliðið stefnir vegna skuldar Greip inn í þegar aldraður faðir hans keypti bíl handa vinkonu sinni Gummi Emil sver af sér ásakanir um dýraníð: „Ég bað hestinn afsökunar“ Biðtíminn sé dauðans alvara sem auki álag ofan í áfallið Álag á bráðamóttöku og fólk beðið um að leita annað Sigríður Andersen nýr þingflokksformaður Miðflokksins Karlmaður í haldi vegna gruns um brot gegn barni í Hafnarfirði Bankinn hefur samband ef hann skuldar þér pening Mál leiðbeinandans á Múlaborg á leið til héraðssaksóknara „Það er allt svart þarna inni“ Ekki láglaunakvenna að axla ábyrgð á innleiðingu kynjajafnréttis Íslandsbanki ætlar að hafa frumkvæði að endurgreiðslu til kúnna Lést samstundis þegar ekið var á hana á 143 kílómetra hraða Vilja þjóðfund um menntamál og framtíð landsins „Þessi málaflokkur er bara í drasli“ Þurrt og bjart suðaustan til og stinningskaldi í kortunum Nærliggjandi hús rýmt þegar eldur kom upp á Ásbrú í morgun Vildu bregðast við sterku ákalli fólks sem hafði misst skyndilega Endurkaupaáætlun fyrir Grindvíkinga kynnt eftir áramót Sjá meira