Um 140 umsóknir um að hefja nám í lögreglufræðum á háskólastigi hafa borist Háskólanum á Akureyri síðan skólinn opnaði fyrir umsóknir síðastliðinn mánudag.
Til samanburðar útskrifuðust 16 lögreglumenn úr síðasta árgangi Lögregluskóla ríkisins fyrir stuttu. 64 prósent þeirra sem sótt hafa um nám eru búsett á suðvesturhorninu og kynjaskiptingin er nánast jöfn.
„Þetta eru ekki allt umsóknir frá fólki sem ætlar sér í starfsnám. Allstór hópur starfandi lögreglumanna með starfsréttindi hefur sótt um nám í lögreglufræði og jafnframt eru allmargir að sækja sér BA-nám í lögreglufræði án starfsréttinda. Verið er að yfirfara umsóknir,“ segir Þóroddur Bjarnason, brautarstjóri í lögreglufræði við HA.
Samkvæmt samkomulagi við menntamálaráðuneytið munu 40 einstaklingar að hámarki hefja starfsnám eftir innritunarferlið. Hinir nemendurnir hafa þá val um að halda áfram námi á BA-stigi án starfsréttinda, eða hætta í náminu og byrja aftur að ári, líkt og nemar í öðrum greinum þar sem fjöldatakmarkanir eru viðhafðar, til dæmis í lækna- og hjúkrunarfræðinámi.
Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu
Mikill fjöldi umsókna í nýtt nám
Sveinn Arnarsson skrifar

Mest lesið






Vilhjálmur í Smáríkinu ákærður fyrir að selja eina hvítvínsbelju
Viðskipti innlent


Hættir sem ritstjóri Kveiks
Innlent

